Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 VIKU m MORGUNBLAÐIÐ Vísindavefur Háskóla íslands Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur? VISINDI Endurnýjun Vísindavefjarins sá dagsins Ijós í síðustu viku eins og getið var um í síðasta pistli. Aðsókn hefur verið mjög mikil eftir það og margar nýjar spurningar hafa borist. Nokkrum hluta þeirra hafði þegar verið svarað á vefnum og fá spyrjendur þá ábendingu um það. Einnig er auðvelt að nota leitarvél Vísindavefjarins til að finna svör um skyld efni. Við höfum öðru hverju bent lesendum á að fræðslustarfsemi Vís- indavefjarins væri óhugsandi án tölvutækninnar eins og hún hefur þróast á síðustu árum. Samskipti spyrjendaog starfsmanna fara öll fram í töivupósti eða með veftækni. Hið sama gildir um alla efnisöflun sem tekur að vísu alllangan tíma vegna spurningafjöldans en væri hreinn ógerningur án tölvupósts. Sömuleiðis væri ómögulegt að skipuleggja gagnavinnsluna og hafa reiður á spurningum og svörum ef ekki kæmi til nýjasti tölvubúnað- ur til slíkra hlutaásamt forritun vinnutækjanna samkvæmt sérþörf- um þessarar starfsemi. Vísindavefurinn hefur verið svo lánsamur frá upphafi að snjaliir for- ritarar hafa séð um hugbúnað hans og útlit. Gestir vefjarins geta séð og dæmt þau verk þeirra sem snúa að al- mennum notendum. En á bak við tjöldin, þar sem vinnslan fer fram, hefur líka verið hannaður góður hugbúnaður sem auðveldar störfin. Það eru ungir efnismenn hjá ungu fyrirtæki, Hinu íslenska eimreiðarfé- lagi, sem hafa séð um þessa hluti með sóma. www.opinnhaskoii200(lhi.is tir vefjarins geta 2. mynd, SkjWtmil ör nHrtum 4 Ak«r«yri «r«ýnir skjilha «em vsidii. ágöst W74<igátii upf>i8k v» lamfaroatri Tadsjikistaii og Sinktang f MitVAsítt N, 73.8* A). .Msuiamir cni svokallaðir langbylgjuinækir, en þeir eru itœtnir fyrtr bvltyum nt«ð svclfltitínta & btl- imt 15-100 sekömJttr. Clri littnn sýmt hteyfmgu > lóðrétta vtcfnu, neðri líoatt Ittcyfíttgu I norður og suður. Byyurnar bcrust úr austiKtrðaustri, Efrt liuait s^otr því Ixrtur f’-bylgjur og Raylcigh-bylgjHr, ncðri Uttan S-bytgjur og Love-bylRtur. MyncVVísindavefur Ht Hversu hratt fara jarð- skjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar? Svar Hraði jarðskjálftabylgju í jarð- lögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarð- ar en önnur sömu tegundar sem fylgir yfirborðinu. Þetta leiðir einn- ig til þess að fljótasta bylgja fer með meiri meðalhraða eftir því sem lengra er milli upptaka og mælistað- ar. Fljótustu bylgjur frá jarð- skjálftum nefnast P-bylgjur og er hraði þeirra í efri lögum jarð- skorpunnar hér á landi á bilinu 2- 6,5 km á sekúndu. Hraði S-bylgna fæst með því að deila með tölu á bil- inu 1,7-1,8 í hraða P-bylgna í sama efni, og svokallaðar yfirborðsbylgjur fara enn hægar. Helstu tegundir jarðskjálfta- bylgna eru fjórar og er þeim nánar lýst í svari sömu höfunda við spurn- ingunni „Hverjar eru helstu tegund- ir jarðskjálftabylgna?" Lesendum Morgunblaðsins er sérstaklega bent á hreyfimyndir í því svari á vefsetr- inu en þær sýna glöggt muninn á bylgjunum. Sú tegund sem fer hrað- ast eftir jarðlögunum nefnist P- bylgjur. Um hraða P-bylgna undir Islandi segir í grein Páls Einars- sonar frá 1991: „[Skipta má] jarðskorpunni hér í tvo hluta, efri og neðri hluta. Efri hlutinn er víðast 3-6 km þykkur og einkennist af því að bylgjuhraðinn vex nokkuð hratt með dýpi. Við yfir- borð er P-bylgjuhraðinn á bilinu 2-3 km/s en hann vex jafnt og þétt niður á við, um það bil 0,6 km/s fyrir hvem kílómetra. Þessi aukning er talin stafa af ummyndun þasaltsins sem skorpan er gerð úr. í neðri hluta skorpunnar virðst bylgjuhrað- inn vera um 6,5 km/s og vex hann lítillega með dýpi.“ Nú er talið að hraðinn í neðri skorpu vaxi upp í um það bil 7,2 km/s. Þykkt skorpunnar er nú talin vera frá um það bil 18 km upp í 40, en mörk skorpu og möttuls eru að vísu víða óljós. Upptök skjálfta hér á landi eru yfirleitt tiltölulega grunnt í jörð, til dæmis ofan við 10 km dýpi fyrir smáskjálfta (minni en 4,0 á Richter- skvarða). Þá ákvarðast fartími P- bylgna til staðar á yfirborði jarðar í nágrenni upptakanna af hraða ná- lægt yfirborði. Ef fjarlægðin milli staðanna er hins vegar til dæmis 100 km þá fer fljótasta bylgjan dýpra og má þá gera ráð fyrir að hraðinn sé um 6,5 km/s, eða 23.000 km/klst. Bylgjan er því aðeins um 15 sekúndur að berast 100 km leið. Sé fjarlægðin enn meiri getur verið að fljótasta bylgjan sé sú sem fer úr skorpunni niður í efsta hluta mött- uls þar sem hraðinn er um 8 km/ klst. Við getum hugsað okkur að við höfum raðað jarðskjálftamælum með jöfnu millibili út frá upptökum í grunnum jarðskjálfta og mælum svokallaðan fartíma bylgjunnar, það er að segja tímann sem ferð hennar tekur frá upptökum og í hvern mæli um sig. Einfaldast er að koma þessu í kring í skipulegum skjálftamæling- um þar sem menn búa til „skjálft- ann“ sjálfir, til dæmis með spreng- ingu. Ef við gerum línurit um tímann sem fall af láréttri vega- lengd frá upptökunum fáum við feril sem byrjar með tilteknum halla sem ákvarðast af hraða í efstu lögum. Hallinn minnkar síðan og stefnir á ákveðið gildi sem markast yfirleitt af hraðanum í neðstu lögum jarð- skorpunnar á viðkomandi stað. Þetta er sýnt á mynd 1, en hafa þarf í huga að myndin sýnir tíma sem fall af vegalengd og því táknar minnk- andi halli aukinn hraða. I flestum venjulegum föstum efn- um er hraði S-bylgna ákveðið hlut- fall af hraða P-bylgna. Þetta hlutfall er venjulega einn deilt með tölu á bilinu 1,7-1,8. En þessi staðreynd um nokkum veginn fast hlutfall leiðir meðal annars til þess að fljót- asta S-bylgjan milli tveggja staða fer því sem næst sömu leið og fljót- asta P-bylgjan. Þetta er hægt að nota til að finna eða áætla fjarlægð skjálftaupptaka frá mælistað. í lok svarsins á vefsetrinu er sýnt fram á að hún er um það bil 8 kílómetrar sinnum tímamunurinn í sekúndum milli P- og S-bylgna. Um hraða yfirborðsbylgna, sem skiptast í Love-bylgjur og Rayleigh- bylgjur, er lítið hægt að segja annað en það að þær fara mun hægar en P- og S-bylgjur. Þær myndast ekki í sjálfum upptökum skjálftans heldur verða þær til við endurkast og bylgjubrot P- og S-bylgna. Þess er því ekki að vænta að þær séu öflug- ar nálægt upptökum og myndunar- saga þeirra hefur að sjálfsögðu áhrif á fartímann þegar fjær dregur. A mynd 2 má sjá dæmi um skjálftalínurit þar sem allar fjórar tegundirnar af bylgjum koma glöggt fram. Auk þess sem lesa má af línuritinu styrk mismunandi bylgna á athugunarstaðnum má einnig fá hugmynd um hraðahlut- föllin sem fjallað er um í þessu svari. Tryggvi Þorgeirsson aðstoðarritstjóri VísindaveQarins Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í eðlisfræði og vísindasögu, ritstjóri Vísindaveíjarins Hvernig urðu siðareglur til? Svai- Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heim- spekingsins Thomas Hobbes (1588- 1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlög- um við broti á þeim sé óhugsandi. An siðareglna væri hver maður öðr- um úlfur, enda gilti þá frumskógar- lögmálið eitt. I riti sínu, Leviathan, reyndi Hobbes að gera sér í hugarlund það ástand sem myndi ríkja manna í milli ef allt það sem siðmenningu til- “í :■ jjj Draumur um mann Draumstafir Kristján Frímann MAÐURINN er af öpum kominn en skapaður af guði í sinni mynd. Til- finningin „ég“ er hugsandi vera samsett úr samvisku, skynsemi, hlýju, kulda og öðrum hæfileikum til þroska. Þessir þættir gera mig að manni sem vill þroskast í samfélagi líkra manna með lík gildi. En í mér blundar dýrið, forfaðir minn og ef ég stend ekki á verði um þroska minn nær hann yfirhöndinni og frum- stæðar hvatir fá forgang, dýrslegar athafnir verða ofan á og samfélagið urrar, bítur, með hnefann á lofti í stað orða. Margir draumar nætur- innar snúast um þetta dýr og barátt- unavið skynsemina, stundum birtist hún í líki einhvers kunningja eða kunnulegrar persónu sem mér fínnst haga sér lítiimótlega í vöku eða hún kemur fram í gervi að- stæðna og hlutbundinna hvata svo sem olíu, eldi, hita, keðjum, hávaða og heitum þrúgandi litum. Bókstaf- leg getur tilfinningin orðið þegar þú mætir glottandi mannapa í draumi þínum og hrekkur upp með andfæl- um, sveittur og titrandi af ótta við að mæta þínu öðru sjálfi. Kvikmynda- leikstjórar hafa margir gert kvik- myndir um efnið og reynt að sýna í mynd túlkanir sínar á þessum sál- rænu eiginleikum sem búa í mannin- um. Þar má nefna snillinga eins og Ken Russell með myndimar ,ýHter- ed States“ og „The Devils". John Boorman með „Deliverance" og „Zardos". Ridley Scott með ,Alien“ og „Gladiator“ og svo guðfoðurinn sjálfan Stanley Kubrick með myndir eins og „2001, a space odyssey“ og „Eyes wide shut“. Þessar myndir er hægt að nálgast á videoleigum og þær má skoða og skilgreina í góðu tómi til að skilja betur drauma sína um apann og sálarlíf hans. Draumar „Karó“ 1. Systir mín sem heitir Hulda fæddi tvíbura, þetta voru drengir, langir, grannir og höfuð þeirra voru keilulaga. Mér þótti strax vænt um þá. , 2. Eg labba inn á bað hjá mér. Tjald sem er fyrir baðinu er dregið fýrir. Ég dreg frá og þá er systir mín þar í baði með tvíburana úr fyrri draumi. Þeir voru í fangi henn- ar og hún var mjög þreytt, neikvæð og ósátt við að eiga tvíburana. Ég sagði henni að þetta væri ekki mikið mál og fór að reyna að hjálpa henni. (I báðum draumunum voru drengimir með lokuð augun líkt og blindir kettlingar.) 3.1 þessum draumi er ég að segja Huldu frá hinum draumunum tveim og segi henni að þeir séu henni íyiir andlegum erfiðleikum og það sé eitt- hvað tvennt sem valdi henni miklum erfiðleikum og að á eftir komi eitt- hvað gott fyrir hana, en bæti svo við að ég þuríi ekkert að vera að segja henni þetta því hún viti alveg fyrir hverju draumarnir séu. Ráðning í Biblíunni segir í Jobsbók 33:14- 16: „Vissulega talar Guð... í draumi, í nætursýn, þá er þungur svefnhöfgi er fallinn yfir mennina, í blundi á Mynd/Kristján Kristjánsson Vaknað með augnn lokuð. hvílubeði, opnar hann eyru mann- Samkvæmt orðum Biblíunnar eru anna.“ draumar Guðs orð og þar með rödd tíf} m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.