Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 31
30 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 31 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BROTTKAST AFLA Á ÍSLANDSMIÐUM FULLYRÐINGAR Sjómanna, skipstjórnarmanna og ýmissa fleiri um brottkast afla á ís- lenzkum fiskiskipum hafa valdið tals- verðu uppnámi í þjóðfélaginu að und- anförnu. Flestum svíður sú sóun, sem brottkast á fiski er í raun, en hins veg- ar hefur verið illmögulegt að fá hald- bærar upplýsingar um umfang brottk- astsins. Fram hafa komið nafngreindir einstaklingar, sem hafa fullyrt, að brottkast afla sé í miklu stærri stíl en talið hefur verið til þessa. Jafnvel sé öllum þorski undir 60-70 sentimetrum hent fyrir borð, þar sem ekki borgi sig að koma með hann að landi, sérstaklega þar sem leiguverð fyrir kvóta sé svo hátt, að tap sé á smærri fiskinum. Arni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hefur skipað sérstaka nefnd til að kanna brottkast afla á Islandsmið- um, svo og hefur ráðherrann tilkynnt aðgerðir til aukins eftirlits um borð í fiskiskipum. Fjöldi eftirlitsmanna verður tvöfaldaður og í athugun er að koma upp eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum til að fylgjast með. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, dregur mjög í efa, að brottkast afla sé jafn um- fangsmikið og fullyrðingar hafa heyrzt um, eða 60-100 þúsund tonn af þorski árlega. I viðtali við Morgun- blaðið sagði hann m.a.: „Umræðan um brottkast hefur gosið upp af og til á undanförnum 20 árum. Eðli málsins samkvæmt eru rannsóknir á brotum af þessu tagi mjög erfiðar viðfangs, en samkvæmt lauslegum athugunum okkar á undanförnum árum á þessu bendir fátt til, að brottkastið sé af þessari stærðargráðu. Þó gert sé ráð fyrir, að öllum þorski 70 sentimetrar að lengd eða styttri sé hent er hæpið, að magnið geti verið svo mikið miðað við eðlilega sókn og samkvæmt stofn- mati okkar. Og auðvitað er sem betur fer svo, að langt er því frá að verið sé að henda öllum fiski undir 70 senti- metrum. Eldri kannanir á brottkasti, þótt ófullkomnar séu, benda einnig til miklu minna magns en þarna er rætt um.“ Óhjákvæmilegt er að taka fullt mark á þessum ummælum forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Allar okkar aðgerðir við að byggja upp fiskistofn- ana við landið eiga rætur í rannsókn- um og athugunum starfsmanna stofn- unarinnar. Farið er í megindráttum að tillögum Hafrannsóknastofnunar við ákvörðun heildarafla vegna þess, að stjórnvöld og landsmenn treysta því að þær séu byggðar á beztu vísinda- legu upplýsingum sem fáanlegar eru urn stærð og stöðu fiskistofna. Ástæður mikillar umræðu að und- anförnu um brottkast afla má rekja til þess, að um miðan júnímánuð var skýrt frá niðurstöðum í athugun Fiskistofu á aflasamsetningu fiski- skipa, sem gerð var í samvinnu við Landhelgisgæzlu og að ábendingum fiskieftirlitsmanna. Athugunin þótti eindregið benda til mikils brottkasts, því skipin, sem athuguð voru, lönduðu nær eingöngu 5 kg fiski. Þegar eftir- litsmaður var hins vegar um borð við veiðarnar var aflasamsetningin mun fjöjbreyttari og fleiri stærðir af fiski. í forustugrein Morgunblaðsins í kjölfar fyrrgreindrar athugunar Fiskistofu sagði m.a.: „Landsmenn hafa mikla hagsmuni af því, að um- gengnin um auðlindina verði með þeim hætti, að hægt verði að byggja fiski- stofnana upp. En engir eiga meiri hagsmuna að gæta en útgerðarmenn og sjómenn, sem hafa lífsviðurværi sitt beint af fiskveiðum. Það er ótrúleg skammsýni í því fólgin að kasta fiski á þann veg, sem telja verður augljóst að umræddir bátar hafi gert. Þeir, sem það gera, sýna af sér sóðaskap í um- gengni um þessi miklu þjóðarverð- mæti, skeytingarleysi gagnvart lang- tímahagsmunum þeirra sjálfra og annarra sjómanna og útgerðarmanna og hirða bersýnilega ekkert um þjóð- arhag.“ Þessi ummæli eiga að sjálf- sögðu við enn, hvort sem umfang brottkasts er minna en fullyrt er í um- ræðunni nú eða nær því, sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar telur. Stjórn- völdum ber að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir brottkast afla og at- huga þarf allar færar leiðir til þess. Ástæða er m.a. til þess að kanna, hvort breytingar á núverandi aflaheimildar- kerfi séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir þá ósvinnu, sem brottkast á veiddum fiski hlýtur að teljast. KLÚÐUR í STJÓRNSÝSLU ÞAÐ ORÐ hefur lengi legið á, að ís- lendingar svari ekki bréfum eða þá seint og illa. Slíkar umkvartanir hafa heyrzt æ sjaldnar nú á dögum tölvupósts og rafrænna fjarskipta. Nú er frekar kvartað yfir því í evrópsku samstarfi, að íslenzk stjórnvöld upp- fylji ekki þær skyldur, sem þau hafa tekizt á herðar. Fyrir helgina var skýrt frá því, að Eftirlitsstofnun EFTA hefði ákveðið að hefja rannsókn á byggðastyrkjum á Islandi. Ástæðan sé sú, að allir byggðastyrkir, sem veittir hafi verið frá síðustu áramótum, séu ólöglegir. Þetta byggir Eftirlitsstofnun EFTA á því, að íslenzk stjórnvöld hafi skuld- bundið sig til að leggja fram kort yfir þá landshluta, sem eigi kost á byggða- styrkjum, fyrir 1. maí 1999. Það hafi ekki verið gert og því er farið fram á, að fleiri byggðastyrkir verði ekki veittir í bili og nauðsynlegum upplýs- ingum skilað innan 20 vinnudaga. Stofnunin minnir íslenzk stjórnvöld á, að hún geti afturkallað alla styrki, sem veittir hafi verið í blóra við reglur um byggðastyrki. Verði styrkveitingum haldið áfram geti stofnunin vísað mál- inu til EFTA-dómstólsins. Hér er augljóslega um klúður að ræða í stjórnsýslunni, því vel á annað ár er liðið frá því skila átti umræddu byggðakorti. Slík vinnubrögð eru ekki viðeigandi, hvorki í erlendum sam- skiptum né á innlendum vettvangi. Auðveldara hefði verið að senda Eftir- litsstofnuninni umrætt kort á réttum tíma fremur en að eyða tíma og fyrir- höfn í að svara umkvörtunum og kær- um. Vonandi lærir stjórnsýslan sína lexíu af þessu klúðri. Lög og reglur um aðskilnað einstakra starfssviða fyrirtækja í verðbréfaþjónustu Mismun- andi út- færslur eft- ir löndum Vangaveltur hafa verið uppi um hvort ráðgjöf íslenskra fyrirtækja í verðbréfa- þjónustu um fjárfestingar geti verið litaðar af eigin hagsmunum. Jón Sigurðsson og Sigrún Davíðsdóttir kynntu sér hvernig reynt er að tryggja aðskilnað einstakra starfssviða í slíkum fyrirtækjum hérlendis, í Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi. LÍKT og verðbréfafyrirtæki annars staðar í heiminum sinna íslensk verðbréfafyrirtæki margvíslegri þjónustu. Meðal þjónustuþátta eru eignastýring, móttaka og miðlun við- skiptafyrirmæla, gerð útboðs- og skráningalýsinga, við- skipti með verðbréf fyrir eigin reikning og ráðgjöf og greining. Þeg- ar öll þessi störf fara fram innan veggja sama fyrirtækis er fyrir hendi sé hætta á hagsmunaárekstrum. Hugtakið Kínamúrar (e. Chinese walls) er vel þekkt á verðbréfa- mörkuðum í hinum vestræna heimi. Það gengur út á að tryggja skýran aðskilnað einstakra starfssviða innan fyrirtækja í verðbréfa- þjónustu. Með þessum ráðstöfunum eiga fyrirtækin að forðast hvers kyns hagsmunaárekstra eða misnotkun trúnaðarupplýsinga sem kunna að koma upp milli þeirrar deildar er annast markaðsviðskipti með verðbréf og annarra starfssviða. Hvert starfssvið skal vera sjálfstætt Um slíka múra er mælt fyrir um í 15. gr. íslensku verðbréfavið- skiptalaganna. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu sýna fram á að fyllstu óhlutdrægni sé gætt gagnvart viðskiptamönnum sínum og að þeir njóti fyllsta jafnræðis. Með skýrum aðskilnaði eiga fyrirtækin að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. í athugasemdum við þessa frumvarpsgrein segir að hvert starfssvið skuli vera sjálfstætt í störf- um sínum og traustir veggir skilja þau að. Samkvæmt áðurnefndri 15. gr. er það í höndum Fjármálaeftirlits- ins að staðfesta reglur fyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem miða að aðskilnaðinum. í þeim reglum skal gera sérstaka gi’ein fyrir hvernig háttað er eftirliti innan fyrirtækisins með því að þeim sé fylgt. I greinargerð kemur ennfremur fram í greinargerð að mikilvægt sé að eftirlitið sé með þeim hætti að það tryggi aðskilnað. Það megi til dæmis gera með auknum verkefnum innri endurskoðanda eða með sjálfstæðum siðastjóra (e. complianee officer). Morgunblaðið/Áslaug Hugtakið Kínamúrar (e. Chinese walls) er vel þekkt á verðbréfa- mörkuðum í hinum vestræna heimi. Með því er átt við að skýr að- skilnaður einstakra starfssviða innan fyrirtækja í verðbréfaþjón- ustu sé tryggður. BRETLAND Heildstæðar og strangar reglur IÞýskalandi gilda heildstæðar og strangar reglur um Kínamúra, líkt og í Bandaríkjunum. Fram- kvæmd þeirra og eftirlit virðist mun strangara en í Danmörku og Bretlandi. Samkvæmt þýsku reglunum á sú deild innan verðbréfafyrirtækja sem annast verðbréfaviðskipti að vera algjörlega aðskilin frá öðrum starfssviðum, jafnt hvað varðar ytra skipulag, aðgang að upplýs- ingum og mannahald. Tölvukerfi á til dæmis að vera aðskilið og einnig öll stjórnun. Reglumar kveða ekki nákvæm- lega á um hvemig þetta skuli út- fært í smáatriðum, aðeins að þessi aðskilnaður eigi að vera fyrir hendi og enginn samgangur megi vera milli þeirrar deildar, sem annast hlutabréfaviðskipti og svo annarra deilda, eins og greiningadeildar. Verðbréfafyrirtækin verða allt- af að geta sýnt fram á ofangreind- an aðskilnað. Einnig gilda nákvæmar reglur um að alltaf eigi að vera hægt að rekja nákvæmlega hver vissi hvað á hvaða tíma hvað hafi verið gert, hvenær og af hveijum. Allt kapp er því lagt á að tryggja fullkomið gagnsæi í öllum viðskiptaháttum og gera nákvæma rakningu við- skiptaferlisins mögulega. Almennt gildir að það verða að vera fagleg rök fyrir því hver viti hvað. Enginn kemur nálægt einstökum viðskipt- um nema hann hafi til þess fagleg- ar forsendur. Ef umfang starfsemi þýsks verðbréfafyrirtækis er of lítið til að unnt sé að deildaskipta því verður samt sem áður að taka tillit til áð- urnefnds aðskilnaðar. Það verður þá að gera með því að skilgreina á nákvæman hátt hver annist verð- bréfamiðlun innan fyrirtækisms og er þeim aðila ætlað að halda öll- um upplýsingum fyrir sig. Smæð fyrirtækja er því engin afsökun fyrir að slaka á aðhaldi. Aðhaldið liggur í trúverðugleikanum Nákvæm lagaákvæði og reglur um Kínamúra er ekki held- ur að finna í Bretlandi. Líkt og í Danmörku eru menn þeirrar skoðunar að aðhaldið liggi í trú- verðugleika verðbréfafyrirtækj- anna. Að það skipti öllu fyrir þau að hafa gott orðspor. Mismunandi reglur eru í gildi innan fyrirtækjanna sjálfra sem eiga að fyrirbyggja hagsmunaá- rekstra og misnotkun aðstöðu, sem og að tryggja aðskilnað ein- stakra starfssviða. Þessar reglur eru fremur almenns eðlis, án ná- kvæmra fyrirmæla, en reynslan af þeim hefur verið góð og fyrir- tækin kappkosta að eftir þeim sé farið, enda trúverðugleiki þeirra í húfi. Lögð er mikil áhersla á það á breska fjármagnsmarkað- inum að fyrirbyggja hvers kyns hagsmunaárekstra. Hjá breska fjármálaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að ekki hefði þar reynt á mál vegna hagsmunaárekstra innan fyrir- tækja í verðbréfaþjónustu. Sérfræðingur á breska verð- bréfamarkaðinum tók fram í samtali við Morgunblaðið að við- skiptaumhverfið á breska fjár- málamarkaðinum væri mjög al- þjóðlegt og því hefðu bandarískar reglur töluverð áhrif þar. Margir bandarískir bankar væru með útibú í Bret- landi og þeir kepptust allir við að uppfylla væntingar banda- rískra viðskiptavina sinna, til dæmis með því að fylgja eftir nákvæmum reglum á heima- markaðinum, meðal annars til þess að draga úr hættu á að fá á sig málsókn. Þessi afstaða bandarísku bankanna hefur einnig áhrif á breska banka og aðra aðila á fjármálamarkaðin- um. Því má ætla að bresk yfir- völd muni með tímanum herða á reglunum um skýran aðskilnað starfssviða. Engar mótaðar reglur I* Danmörku gilda engin sérstök lagaákvæði eða opinberar reglur um aðskilnað starfssviða fyrirtælqa í verðbréfaþjónustu, heldur lúta ýmis laga- og reglu- gerðaákvæði að þessum atriðum. Innan fyrirtækjanna sjálfra gilda að sögn ekki neinar samræmdar reglur um aðskilnað greiningar- deilda og þeirrar deildar sem ann- ast markaðsviðskipti. Innan við- urkenndra fyrirtækja á þessu sviði er þó vandlega gætt að að- skilnaður sé virtur og þá ekki ein- vörðungu á þessum tveimur svið- um. Raunverulegir veggir og læstar dyr eru þó ekki sú leið sem farin hefur verið í Danmörku til að tryggja aðskilnaðinn. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu eru Kínamúrar eitt af því sem stofn- unin hefur góðar gætur á. Fjár- málaeftirlitið miðar þó við að eftir- litið eigi fyrst og fremst að vera í höndum sjálfra fyrirtækjanna í verðbréfaþjónustu og innri endur- skoðenda þeirra. Útfærslan eigi að vera í þeirra höndum. En hvað styður þær skoðanir að eftirlitið skuli falið fyrirtækjunum sjálfum? Fyrst og fremst gríðar- legir hagsmunir fyrirtækjanna gagnvart viðskiptavinum sínum að ráð þeirra um fjárfestingar- kosti þyki trúverðug og örugg. Öllu máli skipti að grunur leiki aldrei á um að verðbréfafyrirtæki sé að ráðleggja viðskiptavinum kaup sem það sjálft geti á ein- hvern hátt haft hag af. Danir virð- ast Kta svo á að það sé trúverðug- leiki fyrirtækjanna sjálfra sem sé í hættu sé ekki rétt farið að, frek- ar en að það sé í verkahring yfir- valda að móta reglur um aðskilnað starfssviða. Raddir þessa efnis hafa oft heyrst á íslandi á undanförnum misserum, en þó hefur löggjafan- um þótt tilefni til að setja skýrar reglur á þessu sviði. Getur ástæð- an verið sú að ekki sé unnt að treysta íslenska markaðinum til að virða óskráðar grundvallar- reglur? Engin mál komið upp hjá danska fjármálaeftirlitinu Viðmælandi Morgunblaðsins í Danmörku tók fram að eftir því sem verðbréfamarkaðir væru smærri, þeim mun líklegra væri að greiningardeildir verðbréfafyr- irtækja ráðlegðu kaup á sömu hlutabréfum og markaðsvið- skiptadeildir ættu viðskipti með. Ekki sökum eigin hagsmuna, ef einhverjir væru, heldur einfald- lega af því að fyrirtækin gætu af eðlilegum ástæðum verið að fjár- festa í þeim fáu bréfum sem þættu góður fjárfestingarkostur á litlum markaði. Við þessar aðstæður væri erfitt að komast hjá því að verðbréfafyrirtækið sæi sér hag í þessum sömu fáu fjárfestingar- kostum og greiningardeildin kæmi auga á. Hins vegar væri af- ar mikilvægt fyrir viðkomandi fyrirtæki að aldrei vaknaði grunur um að samráð væri haft milli deildanna tveggja eða að ráðlegg- ingar og greiningar mörkuðust af eigin hagsmunum. Hvað aðrar tegundir hags- munaárekstra áhrærir þá era til reglur í Danmörku, líkt og víðast hvar annars staðar, sem er ætlað að koma í veg fyrir að verðbréfa- fyrirtæki eða starfsmenn þeirra eigi viðskipti fyrir eigin reikning sem ganga fyrir viðskiptafyrir- mælum viðskiptavina (e. front ranning). Engin mál hafa komið upp hjá danska fjármálaeftirlitinu sem tengjast aðskilnaði starfssviða fyrirtækja í verðbréfaþjónustu. agbókarblöð SPANN «»•«•»*«»*«»*«*•*«»*«»*«»*«•»«>«»*«»•«•»««»*«**«••«•»* •*«»•«•»*•»*«»*«» Spánverjar tala helzt ekkert annab en spœnsku og rœkta arfleifö sína med einstökum hœtti 4. maí, fimmiiidagur Komum til Granada í gær eftir 2ja tíma ökuferð frá Cordóba. Allt landið þrælræktað, mest plantað trjám. Gistum á einu sérstæðasta hóteli sem við höfum kynnzt, Alhambra Palace Hotel. Það er skammt frá Al- hambra-höllinni sem máramir reistu á sínum tíma, en Karl V bætti við á 16. öld. Alhambra merkir hið rauð- steinótta hús. Samt sýnist mér höllin fremur rauðbrún en rauðleit, en að innan eru móttökusalur soldánsins, svefnherbergi hans, svefnherbergi aðalkonunnar, einstæðar gersemar. Einnig garðamir og allt sem þama blasir við augum. í næsta nágrenni við hallirnar virkið og þaðan ótrúleg útsýn yfir borgina og til Sierra Nev- ada-fjalla. Gamla íbúðarhverfið utan við hallarvirkið er rústir einar því að hersveitir Napóleons sprengdu þær í loft upp, að fyrirmælum hans sjálfs. Napóleon var að sjálfsögðu hvorki gáfumaður né stórmenni, heldur venjulegur herforingi sem óð eins og hundingi yfir allt og alla, en Frakkar tóku í dýrlingatölu af misgáningi. Astæðan til þess að Alhambra-höllin var ekki einnig sprengd í loft upp var sú að einhent hetja, spænsk, tók sig til og hjó á alla sprengiþræðina, áður en Frakkamir áttuðu sig. Þannig bjargaði hann þessum menningar- sögulega dýrgrip. Ég tel þennan ein- henta mann, José Garcia, miklu merkilegra framlag til mannkyns- sögunnar og menningarsögunnar en fyrirbrigðið Naflajón. Garðarnir í Medina, sem merldr bær, hafa verið græddir upp og þar eru hin fegurstu trjágöng. Þar era gömlu gosbrunnamir notaðir enn, þeir era eitt af furðuverkum verald- arsögunnar, en arabamir leiddu vatnið úr fjöllunum, komu fyrir gosbrannum á víð og dreif og allt án þess notaðar væra neinar tæknilegar eða verkfræðilegar formúlur. Vatnið rennur einfaldlega af einum hjalla á annan og spýtist upp úr gosbrannun- um þar sem því er ætlað - og allt er þetta með ólíkindum; rétt eins og annað í tengslum við þetta virki, ekki sízt varðturninn þaðan sem blasir við útsýn yfir allt héraðið. Granada er gríðarlega vel staðsett í fjalllendi sem er einskonar fram- hald af Sierra Nevada-ljöllum; eitt fegursta bæjarstæði sem ég hef séð. Margt gamalt og gróið í þessu um- hverfi sem er ævintýri líkast. En mesta ævintýrið er af manna völd- um, þ.e.a.s. Álhambra sjálf. Þar era skreytingamar með svipuðum hætti og í stóra moskunni í Cordóba, arab- íska skriftin víða, blasir við á veggj- um og er partur af skreytingunni; af henni má sjá hver byggði þessi húsa- kynni, hvenær þau voru byggð og ýmislegt fleira sem heyrir sögunni til. Þetta fólk skildi ekki eftir sig aðr- ar heimildir en þessi húsakynni, hvorki bækur né annað. Af þeim sök- um verða menn að lesa þessa sögu af veggjum þessarar einstæðu húsa- gerðarlistar. Þar era einnig áminn- ingar eins og þessi sem mér datt í hug að fella í svofelldan Ijóðrænan búning: Enginn er guð nema Allah, en í garðinum blómlegtjúdasartré kristið fólk getur hengt sig í því efþaðselursig fyrir silfurpeninga. Við horfðum á þetta fallega tré ALHAMBRA-ÚÓ//A í Granada. sem leiðsögumaðurinn sagði að héti júdasar-tré hér um slóðir, en annars staðar ástartré. Einkennilegar andstæður, nema því aðeins að Júdas hafi svikið Krist vegna ástar á honum. Það er til svo margvísleg ást - eina þá vinsælustu nú um stundir og þá sem einna helzt er í tízku mætti kalla peningaást! í gær var 26 stiga hiti, í dag sval- ara og þægilegra. I gær fékk ég slæman verk í öxlina, sjúkraþjálfun langt undan, en Ingó náði í lyf handa mér og nú er ég fínn og til alls vís. í gær var kirkjuleg hátíð um allar götur Granada. Það var eftir- minnilegt að fylgjast með henni. Þús- undir manna á götunum, konumar í faliegum spænskum flamenco- kjólum, margir karlar með hatta, sumir á hestum eins og í gamla daga. Einnig í einhverjum búningum sem minntu á Yerma eftir Lorca eða Blóðbrallaup. Ég dái Spánverjana fyrir það hvað þeir halda arfleifð sinni vel við; unga fólkið ekki sízt. Öll tónlistin á götunum spænsk, allt sungið á spænsku. Það heyrðist ekki enskt orð, enginn vestrænn dans - allt spænskt og samkvæmt uppskrift arfleifðarinnar. Ég öfunda Spán- verja af þessu þrekvirki, að varðveita sérkenni sín með þessum einstæða hætti. Það er hægt að lifa í nútíma- samfélagi án þess láta amerík- aníséringuna gleypa sig með húð og hári - en getum við það? Kvöldíð Hef verið að hugsa um hvað kaþ- ólskar þjóðir Evrópu eiga gott að hafa varðveitt ai-fleifð sina jafnvel og jafhlengi og raun ber vitni. Hátíðin hér í Granada í gær var í raun fagn- aðar- og trúarhátíð. Hún heitir Hátíð krossins. Fólkið upplifir trú sína með öðrum hætti en við, það upplifir hana eins og andblæ frá liðnum öldum. Konumar eru í síðum og alla vega lit- um flamenco-kjólum sem era ein- hvers konar listaverk út af fyrir sig og karlamir punta sig með sama hætti og þeir hafa gert í gegnum ald- imar. Fóram í Dómkirkjuna í dag. Hún er mikil og skrautleg, líklega bar- okk-kirkja frá 17. öld gæti ég trúað. Mjög skrautleg að innan, en skrautið er þunglamalegt. Sáum einnig graf- hýsi ísabellu og Ferdinands konungs sem er við hliðina á kirkjunni. Það er mjög áhrifamikið. Þar ræður dauð- inn ríkjum. Þar sér maður kistumar undir miklum minnismerkjum. Auk þeirra liggur þar eitthvert fleira kóngafólk, mig minnir Filippus I og einhver drottning. Skiptir ekki máli. Það er enginn þama hvort eða er. En minningin er rækilega ræktuð. Á torgi skammt frá Dómkirkjunni er mikið minnismerki sem sýnir Kól- umbus á tali við í sabellu. Þegar við voram í Alhambra í morgun sagði leiðsögumaðurinn að Kólumbus hefði átt síðasta samtal sitt við í sabellu og Ferdinand fyrir Ameríkuforina í einu af hallarherbergjunum ski’aut- legu. Þar afhenti ísabella Kólumbusi skartgripi sína, svo að hann gæti fjármagnað ferðina. Okkur var sögð svipuð saga í kastalanum í Cordóba. Þetta er nokkum veginn eins og þeg- ar maður ferðast um Bandaríkin og rekst á hvert húsið á fætur öðra þar sem Washington á að hafa gist - og þá helzt á tveimur, þremur eða fjór- um stöðum í einu! Én allir vildu víst Lilju kveðið hafa. Hitt þykir mér athyglisverðara hvað mildð af skólakrökkum sækir söguleg minnismerki ásamt kennur- um sínum og leiðsögumönnum. Spánveijar tala helzt ekkert annað en spænsku og rækta arfleifð sína með einstökum hætti. Hér er allt spænskt, þ.e.a.s. það sem er ekki arf- leifð frá mörg hundrað ára yfir- ráðum máranna hér um slóðir, en þeir vora þá einnig orðnir nokkurs konar Spánveijar, þegar yfir lauk. Ég var að velta fyrir mér hvers vegna íslenzkir skólakrakkar eru ekki látnir rækta arfleifð okkar betur en raun ber vitni. En hvaða arfleifð? Það er þá einkum tungan og bók- menningin, við eigum nánast engin hús. Náttúran er það sem dregur ferðamenn að landinu; ekki hús, kastalar eða hallir; ekki kóngafólk eða stórviðburðir. Ekki íslenzkan heldur, því hún er fyrir okkur. Hvað er þá eftir? Ekki geta krakkarnir farið endalaust til Skálholts, að Hól- um eða skroppið til Þingvalla. Við værum í raun og veru öreigar sem þjóð ef við ættum ekki bók- menninguna og tunguna; ef við ætt- um ekki náttúra landsins; sjálfa um- gjörðina. P.s. (Það var ekki fyrr en márarík- ið á Spáni hafði leyst upp í 36 smá- veldi sem Ferdinand og ísabella sigruðu þau og sameinuðu Spán. Síð- asti soldáninn fékk fararleyfi til Af- ríku, sbr. kristilega kærleiksblómin spretta/ í kringum hitt og þetta...). Alhambra Ómaðksmoginn sedrusviður í lofti ilmur af sígrænni myrtu í gai-ðinum júdasartré göngum inn í 13. öldina fylgjum finkuléttri hugsun inn í andrúm ólíkra tíma, mælskir eru veggirnir, enginn er guð nema Allah w er mestur wtalar úr þögulum veggjum hértalar Allah úr sjöunda himni þaðan sem vatnið rennur að rótum tímans, hvílumeyru við vatnsmjúka tónlist gosbrannanna fjalltærtervatnið í brunnunum fjalltærtervatnið af sjöunda himni þar sem fuglamir baða sig í vængmjúkri hugsun guðs. M.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.