Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ _________________________________LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 35 LISTIR Morgunblaðið/Jim Smart Ein vatnslitamynda Péturs Behrens. Landslag og hestar MYIVDLIST Gallcrf Reykjavík PÉTUR BEHRENS. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 18. júlí. í GALLERÍI Reykjavík sýnir nú Pétur Behrens tuttugu og tvær vatnslitamyndir. Hér er annars vegar um að ræða landslagsmyndir en hins vegar myndir af hestum. Myndirnar eru unnar með hefðbundinni tækni og í RANNVEIG Jónsdóttir sýnir mál- verk í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði frá 16.-31. júlí. A sýningunni eru m.a. ádeilu- myndir vegna fyrirhugaðra virkj- anaframkvæmda á hálendinu. þeim flestum er liturinn léttur og gagnsær, bjartur og hreinn. Landslagsmyndir Péturs eru flest- ar vel heppnaðar, myndbyggingin klassísk og sterk og litameðferðin vönduð. Hestamyndirnar ná ekki að rísa eins hátt og virðast málað- ar fremur af ást á viðfangsefninu - Pétur er þekktur hestamaður og hefur látið að sér kveða í málefn- um hestamanna - en af virðingu fyrir myndinni og lögmálum henn- ar. Hvað um það er hér á ferðinni létt og aðgengileg sýning með mörgum eigulegum myndum. Flestar myndirnar á sýningunni eru unnar með olíu á krossvið. Rannveig útskrifaðist úr MHÍ vorið 1987 og hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í samsýning- um. Danskar har- monikku- hljómsveitir í tónleikaferð um Island Barnaharmonikkuhljómsveit tón- listarskóla Borgundarhólms og Accordeum-ungdomskvinteten frá Danmörku ásamt einleikurum eru staddar hér á landi og verða með tónleika í Grundarfjarðarkirkju mánudagskvöldið 17. júlí kl. 20.30. Hljómsveitirnar koma einnig fram á Húsavík og í Reykjavík. Þær hafa spilað við góðar undir- tektir m.a. í Þýskalandi, Austur- ríki, Ungverjalandi, Spáni, Ítalíu, Finnlandi og Eistlandi og unnið til margra verðlauna. Hljómsveitin er skipuð um 25 börnum á aldrinum 9-14 ára og hefur starfað í 2% ár. Hún vann 1. verðlaun á stórri tónlistarhátíð í Suður-Þýskalandi árið 1998 og dönsku landskeppnina 1999 og 2000. I Accordeum-ungdomskvinteten eru fímm unglingar á aldrinum 14- 17 ára. Þeir hafa spilað víða, meðal annars í mörgum kirkjum, segir í fréttatilkynningu. Hljómsveitin tekur þátt í alþjóð- legri tónlistarhátíð í Reykjavík dagana 13.-23. júlí. Meistara- smiðja Phil- ips Jenkins MEISTARASMIÐJU Philips Jenkins í píanóleik hjá Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar lýkur með tónleikum á sunnudaginn kl. 17 þar sem sýnishorn af því besta sem komið hefur fram á námskeiðinu verða flutt. Nemendurnir sem leika eru frá Hong Kong, Suður-Kóreu, Georgíu, Skotlandi og íslandi. Lúkas Kárason með eitt af verk- ^ um sínum. Utskurð- ur í rekavið TÓLFTA júlí var opnuð sýning á myndverkum Lúkasar Kárasonar á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Lúkas hefur undanfarin ár safnað rekaviði og skorið út og er þetta fyrsta sýningin sem hann heldur á verkum sínum. Hann er fæddur og uppalinn á Drangsnesi og hafði bæjarfélagið samband við hann og bað hann um að halda sýningu á verkum sínum. Sýningin er haldin í skólahúsinu og í kapellunni á Drangsnesi. Hún verður opin til 22. júlí. Að lesa er að ferðast SVEITARFÉLÖGIN Árborg og Holta- og Landsveit standa í dag, laugardag, fyrir menningai’hátíðinni Mannlíf á Suður- landi í tengslum við Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000. Hátíðin byggist á ritverkum hins sunnlenska sagnaskálds Guð- mundar Daníels- sonar undir þem- anu „Að lesa er að ferðast“. Hátíðin samanstendur af margs- konar sýningum sem varpa ljósi á mannlífið á Suðurlandi, séð frá sjón- arhorni skáldsins. Rétt eins og ævi manns hefst hátíðin að morgni í átt- högum skáldsins, Guttormshaga. Þaðan færist kastljósið yfír á Eyrar- bakka en Guðmundur var skólastjóri barnaskólans á Eyrarbakka í 25 ár og skrifaði á því tímabili mörg af sín- um helstu skáldverkum. Hátíðin endar á Selfossi þar sem Guðmundur bjó síðustu tuttugu æviárin. Meðal annars má nefna að barna- kór Selfosskirkju mun syngja víðs- vegar í sveitarfélögunum, stór- meistarinn Friðrik Olafsson mun tefla fjöltefli á Stokkseyri, Leikfélag Selfoss sýnir leikþætti á óhefð- bundnum stöðum, sýningar verða opnaðar í sveitarfélögunum og ýms- ar aðrar spennandi uppákomur verða frá morgni til kvölds. Sýningu lýkur MYNDLISTARSÝNINGU Tolla í Galleríi Sölva Helgason- ar í Lónkoti í Skagafirði lýkur í dag, laugardaginn 15. júlí. Á sýningunni eru 15 landslagsol- íumálverk. Jon Proppe Fjallaál og þokuslæður Guðmundur Daníelsson Eins og hundaeigendum ætti að vera ljóst er bannað að sleppa hundum lausum í borginni nema á tilteknum svæðum. Hundabannskilti eru á þeim stöðum sem alfarið er bannað að hafa hunda og á það t.d. við um Grasagarðinn í Laugardal, hólmana í Elliðaárdal og baðsvæðið í Nauthólsvík. Hundaeigendum er heimilt að fara með hunda sína í bandi um flesta göngustíga borgarinnar og til eru svæði þar sem heimilt er að sleppa hundum eins og Geirsnef og Geldinganes ásamt fleiri stöðum. Það eru eindregin tilmæli Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að hundaeigendur virði reglur um hundahald svo ekki þurfi að koma til frekari árekstra á hundabannsvæðum borgarinnar. Þeir sem vilja kynna sér þessar reglur betur er bent á 12. gr. samþykktar nr. 388/1999 um hundahald í Reykjavík. Hirðum upp eftir hundana Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.