Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 36
. 36 LAUGAKDAGUR 15. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Að geta þess
sem vel er gert
LANDSBYGGÐIN
býður upp á fjölbreytta
möguleika til ferðalaga.
Ein tegund hennar eru
gönguferðir sem notið
hafa vaxandi vinsælda
síðustu árin. Fjölmarg-
ir gönguhópar eru til
vitnis um það sem
stunda gönguferðir hér
árlega. Þá er átt við
ferðir sem taka nokkra
daga.
Fjölmörg svæði njóta
vinsælda göngufólks.
Það má nefna Hom-
strandir fyrir vestan og Jdn Kristjánsson
Fjörður og Látraströnd
fyrir norðan og fjölmargar aðrar leið-
ir mætti nefna svo sem „Laugaveg-
inn“ og Fimmvörðuháls.
A Austurlandi er að finna stór-
brotnar gönguleiðir sem vaxandi að-
sókn hefur verið að undanfarin ár.
Þrjár skulu nefndar hér. Það er
svæðið í kringum Borgarfjörð eystra
um Víkur til Loðmundarfjarðar,
Gerpissvæðið og gönguleiðin frá
Snæfelli í Lónsöræfi.
Auknar kröfur um aðbúnað
Eins og á öðrum sviðum í samfé-
laginu hafa kröfur um aðbúnað í
skipulögðum gönguferðum vaxið. í
samræmi við þetta hafa risið skálar
til gistingar á gönguleiðum. Þeir gera
það mögulegt að gista við góðar að-
stæður eftir erfiða göngudaga í mis-
jöfnu veðri. Þetta breikkar þann hóp
sem getur hugsað sér að fara í langar
gönguferðir. Ekki er á vísan að róa
með veður í okkar misviðrasama
landi og gildir þá einu hver árstíðin
er.
Borgarljörður eystri
Hugleiðingar mínar um þetta eru
sprottnar af því að nýlega átti ég leið
um Borgarfjörð eystri. Þar hefur
ferðamálahópur í hinu fámenna sam-
félagi unnið af einstökum dugnaði að
því að búa í haginn íyrir ferðamenn.
Gefin hafa verið út góð kort um
gönguleiðir og aðkoman að þeim
merkt með varanlegum hætti. Félag-
ar í Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs
hafa tekið höndum saman við Borg-
firðinga og byggt tvo skála nú á stutt-
um tíma á leiðinni um Víkur. Annar
skálinn er í Breiðuvík og hinn í Húsa-
vík en hann er nú um það bil að verða
fuUbúinn. Framtak ferðafélaganna á
Austurlandi í skálabyggingum hefur
verið til mikillar fyrinnyndar og lögð
hefur verið til gífurlega
mikil sjálfboðavinna í
þessar byggingar.
Borgarfjarðarsvæðið
er stórbrotið svæði fyrir
göngufólk. Fjallasýn er
þar einstök á góðum
degi. Dyi'fjöll, Hvít-
serkur, Staðarfjall og
Skælingur eru glæsi-
fjöll ásamt fleiri litfögr-
um og tilkomumiklum
fjöllum sem þama er að
finna. Auk fjalianna eru
fjölmargar náttúruperl-
ur að finna á svæðinu.
Þar má nefna Stóruurð
undir Dyrfjöllum, þar
sem framhlaup úr fjallinu myndar
einstakt svæði. Aðkomuleiðir þangað
eru nú vel merktar. Einnig má nefna
Álfaborgina við þorpið Bakkagerði og
Hafnarhólma við hafnarsvæði Borg-
firðinga. Þar hefur nú verið lagður
stigi upp hólmann með útsýnispalli og
Ferdaþjónusta
Starf ferðamálamanna
og heimamanna á Borg-
arfírði eystra og sam-
vinna þeirra við Ferða-
félag Fljótsdalshéraðs á
það skilið, segir Jón
Kristjánsson, að vakin
sé athygli á því.
sætum fyrir ferðalanga þar sem hægt
er að fylgjast með fuglalífinu í návígi.
Þessum mannvirkjum er vel fyrir
komið og bera framtaki heimamanna
í ferðamálum gott vitni.
Það sem vel er gert
Oftar en ekki er stungið niður
penna til þess að vekja athygli á því
sem miður fer. Þó að slíkt geti verið
nauðsynlegt er engin goðgá að vekja
einnig athygli á því sem vel er gert.
Starf ferðamálamanna og heima-
manna á Borgarfirði eystra og sam-
vinna þeirra við Ferðafélag Fljóts-
dalshéraðs á það skilið að vakin sé
athygli á þvi.
Höfundur er alþingismaður og vara-
formaður Ferðamálaráðs.
Þurfa bæjarfélög, stjérn-
málaflokkar o g stofnanir
markaðsrannsoknir?
ÞAÐ færist í auk-
ana að bæjarfélög,
stofnanir og stjórn-
málaflokkar nýti sér
faglegar markað-
srannsóknir og skoð-
anakannanir til þess
að komast að því hvað
okkur „viðskiptavin-
um“ þeirra finnst.
Bæjarfélög og stofn-
anir víða um land
kanna ímynd sína og
þjónustugæði. Þá eru
mánaðarlega eða oftar
gerðar kannanir á
fylgi stjórnmálaflokk-
anna.
Sigríður Margrét
Oddsdóttir
Rannsókn fyrir Akureyrarbæ
Markaðsrannsóknir og skoðana-
kannanir henta jafnt fyrir bæjar-
félög og eins fyrirtæki vegna þess
að þær eru jafn mikilvægar fyrir
bæjarfélög og fyrirtæki. Akureyr-
arbær stóð nýverið fyrir metnaðar-
fullum og faglegum rannsóknum
sem taka á því hvaða þættir standa
helst að baki ákvörðunum um bú-
ferlaflutninga til og frá bænum ás-
amt því að mæla hvernig ástand
þeirra þátta er. Umræðan í þjóðfé-
laginu um hvaða þættir skipta
sköpum við búsetuval hefur verið
fjölbreytt. Oft hefur hún snúist á
þá leið að þjónusta innan bæjarfé-
laga skipti sköpum. Niðurstöður
rannsóknanna sem bæjarstjórinn á
Akureyri, Kristján Þór Júlíusson,
kynnti á blaðamannafundi fyrir
skömmu sýndu á hinn bóginn fram
á að atvinnumálin vega þyngst í
þeirri ákvörðun fólks að flytja frá
Akureyri. Akureyrarbær er búinn
að greina hvaða þættir standa að
baki búferlaflutningum til og frá
Akureyri og meta ástand þeirra á
þann hátt að matið endurspeglar
viðhorf og líðan bæjarbúa. Þessar
upplýsingar um þarfir og óskir
„viðskiptavinanna" eru dýrmæt
fjárfesting í samkeppnisyfirburð-
um.
Skoðanakannanir
og markhópar
Markaðsrannsóknir og skoðana-
kannanir henta jafnt fyrir bæjar-
félög, stjórnmálaflokka og fyrir-
tæki. Markhópar eru jafn
mikilvægir fyrir alla
þessa aðila. Það verð-
ur sífellt erfiðara að
þjóna öllum markaðn-
um. „Viðskiptavinim-
ir“ hafa ólíkar þarfir
og óskir. Markað-
shlutun og val á
markhópum er árang-
ursrík aðferð sem hef-
ur verið stunduð af
fyrirtækjum hér
heima og erlendis um
árabil. Með því að
hluta niður markaðinn
og velja þann
markaðshluta eða
markhóp sem best
hentar auðlindum og
markmiðum fyrirtækisins aukast
líkurnar á velgengni. Sama gildir
um stjórnmálaflokka og bæjarfé-
lög. Þessir aðilar standa frammi
fyrir því að staðfærsla þeirra á
markaðnum án markaðshlutunar
verður sífellt erfiðari. Með því að
nýta sér markaðsrannsóknir og
skoðanakannanir er hægt að
greina markaðshluta, finna mark-
Markadur
Markaðsrannsóknir,
segir Sigríður Margrét
Oddsdóttir, tryggja
neytendum betri vöru
og betri þjónustu.
hópa og læra að þekkja þá. Hvern-
ig eru þeir samsettir? Hverjar eru
þarfir þeirra og óskir? Hvernig er
auðveldast að ná í þá? Við hverja
eiga þeir viðskipti? Hversu tryggir
eru þeir? Þessum spurningum
svara markaðsrannsóknir og skoð-
anakannanir. Svörin styrkja sam-
keppnistöðu þeirra fyrirtækja,
bæjarfélaga og stjórnmálaflokka
sem nýta sér rannsóknir af þessu
tagi.
Gallup mælir fylgi stjórnmála-
flokka mánaðarlega. Þannig geta
stjórnmálamenn fylgst með áhrif-
um umfjöllunar, aðgerða og
stefnumála á velgengni flokks síns.
Hugur og hjarta kjósenda er ekki
Listamenn útí móa
LANDSLAGIÐ og
náttúran hefur verið ís-
lenskum myndlistar-
mönnum yrkisefni í
fjölda listaverka.
Þórarinn B. Þorláks-
son og Jón Stefánsson
máluðu oft á tíðum
rómantískar myndir af
því sem tignarlegast er
talið í íslensku lands-
lagi: vötn, jöklar og
fjöll böðuð síðsumar-
birtu. Ásgrímur Jóns-
son og Kristín Jóns-
dóttir máluðu meðal
annars myndir frá
fögrum stöðum, þar
sem birkihríslur og annar gróður eru
í forgrunni en í bagrunni fjöll og jökl-
ar sem minna á stórfengleika náttúr-
unnar. Einar Jónsson endurgerði
stuðlaberg Austfjarða í lágmyndum
sínum og Júlíanna Sveinsdóttir mál-
1 aði hreinskilnar myndir frá æsku-
slóðum sínum í Vestmannaeyjum.
Meistari meistaranna, Kjarval, opn-
aði augu íslendinga fyrir fegurð
hraunsins og kenndi okkur að horfa
niður fyrir tærnar og njóta þess
smáa í náttúrunni.
Á tíma abstraktmálverka og síðar
minimalisma og conseptlistar var
ekki í tísku að mæra náttúruna, en
Gerla
með endurkomu mál-
verksins komu fram á
sjónarsviðið listamenn
sem eingöngu vinna
myndir út frá landslag-
inu og nátttúrunni, má
þar nefna Eggert Pét-
ursson, Guðrúnu Krist-
jánsdóttur og Georg
Guðna. Frumkvöðlar í
íslenskri myndlist mál-
uðu myndir frá ákveðn-
um stöðum og bera
heiti verkanna þess
vitni t.d. „Snæfellsjök-
ull“ „Útsýni til Heklu“
„Frá Þingvöllum". í
dag hafa myndlistar-
varpað fyrir róða hug-
,að landslag yrði lítisvirði
ef það héti ekki neitt“ en vinna þess í
stað með landslagið, náttúruna og
þjóðararfinn sem mótvægi gegn al-
þjóðlegum straumum. Á tíma hnatt-
væðingar þegar heimurinn virðist
vera að skreppa saman og verða að
einum alþjóða stórmarkaði er nauð-
synlegt að draga fram hið sérstaka
hjá hverri þjóð. Okkar fremstu
myndlistarmenn nú gera einmitt
þetta, t.d. Steina Wasulka í videó-
verkum sínum af vatni, Birgir Andr-
ésson með íslenska fána prjónaða úr
lopa, Halldór Ásgeirsson bræðir
Vinnuskólinn
Listamennirnir nálgast
viðfangsefnið hver á
sinn hátt og er fjöl-
breytileikinn mikill,,
segir Guðrún Erla
Geirsdóttir og fullyrðir
að mörg verkanna séu
rammíslensk.
menmrmr
myndinni
hraun óg Brynhildur Þorgeirsdóttir í
skúlptúrum sem ýmist minna á fjöll
eða forynjur.
Hvernig eru þau verk sem mynd-
listarmenn gera þegar þeim er boðið
að vinna út í náttúrunni og með nátt-
úruna? Það er einmitt það sem hægt
er að skoða á sýningunni LAND-
LIST VIÐ RAUÐAVATN. Sýningin
er framlag Vinnuskólans til Reykja-
víkur - menningarborgar Evrópu
árið 2000.
Þar sem þema Reykjavíkur sem
menningarborgar er náttúra, fannst
stjórn Vinnuskólans vel viðeigandi
að skólinn tæki þátt í verkefninu.
Þeir unglingar sem sækja skólann
vinna í tengslum við náttúruna sum-
arlangt, ýmist við að græða upp land
með því að gróðursetja tré, sá í rofa-
börð og gera gangstíga utan þéttbýl-
is eða setja niður blóm og runna, slá
gras og hreinsa arfa innan borgar-
innar. Ákveðið var að bjóða fram
landsvæði við Rauðavatn, en þar hef-
ur skólinn unnið undanfarin ár við
gróðursetningu og stígagerð. Svæðið
er á margan hátt tilvalið til útivistar
og þangað er hægt að ganga frá
strætisvagnastöð í Arbæjarhverfinu.
Sýningin var skipulögð í samvinnu
við Samband íslenskra myndlistar-
manna. Til þátttöku í sýningunni
voru valdir myndlistarmenn sem
lögðu fram hugmyndir sem voru inn-
an rammans: komu með tillögur að
verkum sem vinna átti í náttúruna og
með náttúrunni. Myndlistarmenn-
irnir útfærðu verk sín með hjálp
unglinga í skólanum. Tvö verkanna
voru útfærð s.l. sumar en hin fjórtán
hafa verið í vinnslu nú í sumar. Lista-
mennirnir nálgast viðfangsefnið
hver á sinn hátt og er fjölbreytileik-
inn mikill, fullyrða má að mörg verk-
anna séu rammíslensk, en sjón er
sögu ríkari. Sýningin verður opnuð á
morgun, sunnudag, klukkan fjögur.
Þá mun Ásta Ólafsdóttir myndlistar-
maður ganga um svæðið með sýning-
argestum og ræða um verkin.
Höfundur er stjórimrfornmdur
Vinnuskóla Reykjavikur.
unnið nokkrum dögum fyrir kosn-
ingar, þetta vita stjórnmálamenn.
Kannanir fyrir stjórnmálaflokka
eru tíðastar fyrir kosningar en jafn
mikilvægar yfir allt kjörtímabilið.
Gallup, jafnt sem önnur rannsókn-
arfyrirtæki, hafa í gegnum tíðina
mátt sæta gagnrýni fyrir tíðar
mælingar á fylgi stjórnmálaflokka
fyrir kosningar. En þessar mæl-
ingar eru mikið notaðar. Nýverið
unnu Birna Ósk Hansdóttir og
Einar Örn Jónsson saman að loka-
verkefni í stjórnmálafræði við Há-
skóla Islands um áhrif skoðana-
kannana á fylgi stjórnmálaflokka á
íslandi. í verkefninu sýndu þau
fram á að skoðanakannanir virðast
ekki hafa áhrif á kjósendur. Þessar
íslensku rannsóknir styðja er-
lendar rannsóknir og sýna fram á
að íslenskir kjósendur flykkjast
hvorki að þeim flokki sem hefur
mest fylgi né að þeim sem hefur
minnst fylgi samkvæmt könnunum.
Markaðsrannsóknir
fyrir stofnanir
Markaðsrannsóknir og skoðana-
kannanir henta jafnt fyrir stofnan-
ir og fyrirtæki. Afkoma fyrirtækja
er háð því að þau uppfylli þarfir
viðskiptavina sinna. Þarfir við-
skiptavina eru uppfylltar með því
að afhenda þeim virði. Viðskipta-
vinir meta virði eftir því sem þeir
fá: vara eða þjónusta, viðmót
starfsfólks og ímynd að því frá-
dregnu sem þeir þurfa að greiða:
peningalegur kostnaður, tími, orka
og tilfinningalegur kostnaður.
Markaðslögmálin segja okkur að
þau fyrirtæki sem afhenda mest
virði séu líklegust til þess að lifa
af, hafa mestu markaðshlutdeildina
(markaðshlutdeild fyrirtækis er
hlutfall viðskiptavina á markaðn-
um sem kýs að eiga viðskipti við
fyrirtækið). Samkeppni er af flest-
um talin holl vegna þess að hún
tryggir viðskiptavinum mesta virð-
ið.
Stofnanir sem ekki eru í sam-
keppni hafa ekki markaðshlutdeild.
Þær skortir því mælikvarðann
markaðshlutdeild á velgengni sína
og þurfa að nýta sér aðra mæli-
kvarða. Dæmi um aðra mælikvarða
eru þjónustustaðlar fyrir starfs-
fólk. Jafnt fyrirtæki sem stofnanir
nýta sér þá aðferð. Þjónustustaðl-
ar eru mótaðir í samstarfi við við-
skiptavini. Jafnt innri viðskiptavini
sem eru starfsfólkið og ytri við-
skiptavini sem eru endanlegir
móttakendur vörunnar eða þjón-
ustunnar. Þjónustustaðlarnir eru
síðan mældir reglulega, til dæmis
með hulduheimsóknum. Helsti
ávinningurinn af slíkum rannsókn-
um er að ákveðin þjónustugæði
sem innri og ytri viðskiptavinir
hafa komið sér saman um eru
stöðluð. Þjónustugæðin eru því
óháð tíma, þjónustulund og skapi
starfsmannsins þann daginn.
Virkt lýðræði
og hagur neytenda
Skoðanakannanir eru aðferð til
þess að tryggja okkur „viðskipta-
vinum“ virkt lýðræði. Þannig kom-
um við skoðunum okkar á fram-
færi oftar en á fjögurra ára fresti.
Á sama hátt tryggja markaðsrann-
sóknir neytendum betri vöru og
betri þjónustu. Islendingar skilja
mikilvægi þess að svara könnunum
og nýta sér tækifærið til að segja
sína skoðun þegar Gallup hringir.
Þess vegna búa íslensk fyrirtæki,
bæjarfélög, stofnanir og stjórn-
málaflokkar við eitt hæsta svar-
hlutfall í könnunum í heiminum og
þar með áreiðanlegri niðurstöður
en ella.
Höfundur er ráðgjafi og verkefna-
stjóri bjá Gallup.