Morgunblaðið - 15.07.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.07.2000, Qupperneq 39
MUKUUiNiSLAtnö MINNINGAR lauuakuauuk io. JULiaouo 39 minningargreina. En Jói var heldur ekki venjulegur maður. I mínum huga var hann snillingur á margan hátt. Fyrir fáum árum leit ég til hans á elliheimilið í Stykkishólmi. Þá var nú Jói minn farinn að láta á sjá en stríðnin var með ágætum. Hann tók hressilega á móti mér eins og vanalega og hnykkti á með vel krydduðu orðalagi um að hann þyrfti að skamma mig. Það var glatt á hjalla og Jói kominn á fulla ferð þegar virðulegur maður gekk inn í herbergið og heilsaði Jóa; bað guð að vera með honum og blessa hann og allt hans fólk. Nú hætti Jói allt í einu að heyra sæmilega. Maðurinn spurði hvort hann þekkti sig ekki; hann hefði búið í Hólminum forðum daga. Sá gamli hvorki skildi né heyrði. Aðkomumaðurinn tilheyrði trúai-söfnuði; var hér á ferðalagi á vegum guðs og spurði hvort hann mætti ekki biðja fyrir honum. „Nú, hver djöfullinn", sagði Jói þá með þungri áherslu en lét sig síðan hafa það. Svo kvöddust þeir með ágæt- um. Jói var vinamargur og ég var svo heppinn að kynnast nokkrum nán- ustu vinum hans eins og Bergi Páls- syni ráðuneytisstjóra og Lúðvík Kristjánssyni sagnfræðingi. Varla var minnst á einn án þess að fleiri fylgdu með. Þeir voru allir fæddir Hólmarar og merkismenn hver á sinn hátt. Kynni mín af þessum öðl- ingum og börnum þeirra var eins konar lykill að Jóhanni Rafnssyni - og ávallt gat hann ausið úr sagna- og viskubrunni sínum þegar þá bar á góma og þá bættust fleiri þjóðk- unnir menn í þann ágæta hóp og sögurnar urðu ýmist dýpri og alv- arlegri eða skrautlegri. Eftir að við fluttum í Hólminn kom ég oftar í heimsókn til Jóa og Unnar en flestra annarra. Mér fannst svo gott að koma til þeirra og spjalla eða heyra sögur. Eldhuginn tók þá jafn- an flugið en þegar árin liðu gerðist Jói áhyggjufullur. Hann hafði safn- að ljósmyndum frá því að hann var ungur maður og eins hafði hann ljósmyndað gamlar myndir og átti eitt stærsta einkasafn gamalla ljós- mynda af fólki á íslandi. Hann var búinn að senda frá sér dálítið en stærri hluti safnsins var ófrágeng- inn, ómerktur. Hann óttaðist að safnið yrði að engu og hann myndi ekki þekkja fólk á myndunum - fólk sem hann hafði áður þekkt og sögu þeirra í þaula. Stálminnið var brost- ið og tíminn sem hann ætlaði í safn- ið eftir að hann komst á eftirlaun fór í önnur áhugamál, eins og það að fá flugvöll fyrir Stykkishólm eða skrifa sögu tónlistar í Stykkishólmi ellegar að semja örnefnaskrá og búa til örnefnakort svo eitthvað sé nefnt. Loks þegar önnum linnti hafði myndasafnið, hans uppáhalds- iðja, orðið útundan og vant séð hvernig ráða skyldi fram úr því. Þegar bæjarstjórinn í Stykkis- hólmi færði í tal við mig að ég ræddi við Jóa um möguleikann á því að af- henda bænum safnið varð ég við því. Jói hafði haft í huga að senda það til Þjóðminjasafns vegna þess að hann taldi að eftir áratuga reynslu sína hefði Stykkishólmsbær engan áhuga á því og því síður getu til að sinna safninu. Við smíðuðum gjafa- bréf til bæjarins og einnig til Þjóðminjaráðs með skilyi’ðum. Með hlutdeild Þjóðminjasafnsins átti að tryggja skráningu og varðveislu safnsins. Þjóðminjaráð svaraði aldrei bréfinu en Stykkishólmsbær samþykkti að taka við þessari rausnargjöf með öllum kvöðum og á þvi allt safnið. Fjármunir til þess hafa að vísu að langmestu leyti komið utan frá en í sumar lauk staf- rænni skönnun á flestum manna- myndum safnsins í Stykkishólmi. Aðeins vantar endahnykkinn á að stórmerkilegt mannamyndasafn Jó- hanns Rafssonar verði aðgengilegt almenningi og væri það verðug minningargjöf bæjarins ef safnið tæki til starfa á dánarári heiðurs- borgarans Jóhanns Rafnssonar. En hugsjón hans var sú að þetta yrði aðeins byrjun á stóru ljósmynda- safni á Vesturlandi. Þetta eru ansi fátækleg orð Jóa mínum til handa en á þessari stundu sakna ég indæls vinar um leið og ég gleðst yfir því að hann fékk hvíld- ina. Jóhann Rafnsson vildi bara lifa kjarnmiklu lífi, safna visku og veita af örlæti úr andlegum brunni sín- um. Samfélagi sínu var hann ein- stakur hornsteinn. Við Ingunn og dætur okkar sendum Unni, Rafni, Arna Páli og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og bless- um minningu dánumanns. Guðmundur Páll Ólafsson. Það var sérstök reynsla að flytj- ast til Stykkishólms um miðja tutt- ugustu öldina. Mér þykir ólíklegt að í nokkru öðru plássi af svipaðri stærð á landi hér hafi verið jafn- margt úrvalsfólk. Menning þessa fólks var ofin úr hefðbundnum sam- skiptum við umhverfið og siðmenn- tun ættaðri úr Danaveldi. Breiðfirskir atvinnuhættir voru uppistaðan, danskir siðir ívafið. Fólk starfaði í samræmi við árstíð- irnar, við fjölbreytilegt nátturufar Breiðafjarðar, við eldgamlar og þróaðar venjur. Þegar gengið var um bæinn á kyrrum og hlýjum haustdegi og flestir voru önnum kafnir í kartöflugörðum sínum höfðu menn yfirleitt tíma til að rétta úr sér, tylla sér á kálgarðsvegginn og spjalla stundarkorn. Stimpil- klukkan hafði ekki tekið við stjórn mannlífsins. Og vordagar við Breiðafjörð gleymast seint. Eg skildi það ekki fyrr en löngu seinna að það var síður en svo út í bláinn hjá séra Árna Þórarinssyni að tala um háskóla alþýðunnar á Snæfellsnesi. Þarna var fólk sem ræddi um persónur Islendinga- sagna eins og gamla kunningja. Sumir voru öðrum fróðari um Sturl- ungu eða þekktu ættir íslendinga að fornu og nýju. Öðrum voru til- tækar sagnir frá síðari tímum, frá- sagnir um sjómennsku og mannlíf í eyjum, að ekki sé minnst á svaðilfa- rir a landi eða sjó. Kveðskapur forn og nýr lék þeim á tungu. Sumum var náttúrufar Breiðafjarðar opin bók. Til voru og þeir sem gerþekktu viðburði nútímans og þær hug- myndir sem farið höfðu eldi um ver- öldina það sem af var öldinni. Og snillingurinn Vilhjálmur Ögmunds- son sat Narfeyri og stundaði öllu friðsamlegri iðju én einn frægasti foi-veri hans á staðnum, Oddur lög- maður Sigurðsson. Jóhann Rafnsson féll vel að þessu umhverfi. Hann var alinn þar upp, hafði starfað þar frá æskuárum, var greindur og margvís, glaður og góð- ur viðræðu. Saga Stykkishólms og annarrar byggðar rið innanverðan Breiðafjörð var honum hugleikin. Þjóðfrægur varð hann af mynda- safni sínu enda skildi hann löngu fyrr en margur annar hver menn- ingarverðmæti eru fólgin í gömlum myndum. Hann var bókamaður, átti sjálfur allmikið safn góðra rita og var um skeið bókavörður við Amts- bókasafnið í Stykkishólmi. Bækur hans voru af ýmsum toga, þó eink- um fagurbókmenntir, gamlar og nýjar. Hann fylgdist vel með tíman- um og naut þess að kynnast nýjum höfundum. Hann hafði dálæti á Þór- bergi og Halldóri Laxness en las jafnframt verk ungra höfunda og var undranæmur á hvar feitt var á stykkinu á þeim bæjum. Þó að hæfi- leikar hans væru fjölþættir bar hitt þó af hve hjartalagið var gott. Þeir sem minnst máttu sín áttu vin og bróður í honum. „Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni" var runnin honum í merg og bein. Jóhann Rafnsson var ekki ein- ungis fróður maður heldur líka manna skemmtilegastur. Marga stundina sátum við í bókaherbergi hans eða yfir bolla af breiðfirsku grasatei í eldhúsi þeirra Unnar. Hann var óspar á að ausa úr fróð- leiksbrunni sínum og margs varð maður vísari um mannlíf og menn- ingu, sveitir og sjávarpláss af við- ræðum við hann. Þá var ekki ónýtt að fara með honum í gönguferð um bæinn og lesa hús eins og Þórberg- ur forðum; eða aka upp í Helgafells- sveit þar sem fólkið, sem frá er sagt í Eyrbyggju, var á hverju strái, ásamt síðari tíma mönnum á borð við séra Sæmund Hólm og Sigurð Breiðfjörð. Á þeim tímum þegar villimannleg og blind frjálshyggjan ríður svo röftum í þjóðlífinu að miðbæ höfuð- borgarinnar og ýmsum smábæjum úti á landi hefur verið umturnað í ræningjabæli fyrir þá sem græða á að selja eina lögleyfða vímuefnið, áfengi, gæti það ef til vill orðið ein- hverjum umhugsunarefni að báðir heiðursborgarar Stykkishólms á síðasta áratug aldarinnar, Jóhann Rafnsson og Árni Helgason, voru stofnendur stúkunnar Helgafells og forvígismenn bindindis í áratugi. Jóhann Rafnsson var gerður heiðursborgari að verðleikum. í honum kristölluðust bestu eigin- leikar íslenskrar alþýðu. Þegar hann yfirgefur leikinn aldinn að ár- um fylgja honum hugheilar þakkir fyrir það sem hann „var og vann“. Konunni hans elskulegu, Unni Ól- afsdóttur, og öðrum ástvinum send- um við Björg hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum þeim og vini okkar blessunar Guðs. Ólafur Haukur Ámason. Hann lést hér á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 5. þessa mánaðar og hafði þá náð 94 ára aldri. Jóhann var heiðursborgari Stykkishólms. Hann var alla ævina bundinn sterk- um böndum við Hólminn, og vann honum af einlægni. Og hans gleði var að sjá bæinn dafna og aukast af fegurð og verðmætum og góðum þegnum, og hafa fengið að taka þátt í þróuninni og lagt þar hönd á plóg- inn. Hann var einn þeirra alfyrstu manna sem ég kynntist þegar ég kom í Stykkishólm fyrir 58 árum. Sérstaklega er mér minnisstætt hans hlýja handtak þegar hann bauð mig velkominn. Hlýjan leyndi sér ekki og þegar hann vissi minn hug til bindindismálsins, urðu kynni okkar einlægari. Á akri þeirra mála urðu samskipti okkar sterk. Þar unnum við saman, enda var Jóhann staðfastur reglumaður alla sína ævi. Hann var svo lánsamur að vera alinn upp á góðu heimili, það var hans farsæld. Fósturforeldrar hans, María og Árni Páll Jónsson, voru sérstakir og vel metnir borgarar bæjarins, og Jóhann kunni vel að meta leiðsögn þeirra í lífinu. Oft minntist hann þeirra og alltaf með hlýjum huga. Jóhann fékk nokkuð snemma áhuga fyrir að safna og taka ljósmyndir og þá ekki síst af eldra fólki sem áður setti svip á bæinn. Hann átti orðið mikið safn sem hann svo ánafnaði bænum fyrir nokkru. Hann var um langt skeið formað- ur skólanefndar Stykkishólms og þar átti hann góðan skerf í fræðslu- málum og á hans tíma urðu miklar breytingar til bóta í þeim málum. Þar vann hann mikið og gott starf. Hann var starfsmaður Sigurðar Ágústssonar sem þá rak hér um- fangsmikla verslun og atvinnu- rekstur, þegar ég kom hingað í bæinn. Þá starfaði hann næst í Sparisjóði Stykkishólms og þegar Sparisjóðurinn sameinaðist Búnað- arbankanum, varð Jóhann starfs- maður þar uns hann lét af störfum sakir aldurs. Þegar stúkan Helgafell var stofn- uð hér um 1950, var hann einn af frumkvöðlum hennar og starfaði í henni uns starfsorkan bilaði. Þá var fjölmennt lið bindindismanna hér í Hólminum, sem vann bænum dyggilega ásamt barnastúkunni sem alltaf var í fylgd barnaskólans og veitti fjölda æskumanna leiðsögn út í lífið. Jóhann var stofnandi barnastúk- unnar Bjarkar ásamt Stefáni Jóns- syni skólastjóra 9. nóv. 1927 og rit- aði fyi'stu fundargerðina. Það var maðurinn Jóhann Rafnsson sem mér þótti alltaf vænt um og reyndist mér sem sannur vinur, hugarfarið og einlægni hans til góðra mála var sérstök. Fyrir það að hafa kynnst honum og átt hann að vini get ég seint full- þakkað, en það geymist í huga mín- um. Jóhann stóð ekki einn í erli dagsins. Hann átti góða konu, Unni Ólafsdóttur, og þau fylgdust vel að. Þau eignuðust tvo syni, Rafn Júlíus og Árna Pál, sem reyndust þeim góðir synir og þeirra fjölskyldur. Ég vil að endingu þakka Jóhanni samfylgdina og sendi ástvinum hans mínar einlægustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs vinar. Árni Helgason, Stykkishólmi. I dag kveðjum við Hólmarar Jó- hann Rafnsson, heiðursborgara Stykkishólms, sem lést í hárri elli hinn 6. júlí síðastliðinn. Með Jó- hanni er genginn maður sem setti svip sinn á Stykkishólm 20. aldar- innar. Þar bjó hann alla sína tíð og lét sér mjög annt um bæinn sinn. Jóhann stundaði almenn skrif- stofustörf, lengi hjá Sigurði Ágústs- syni en síðar var hann gjaldkeri hjá Spari.sjóði_ Stykkishólms og Búnað- arbanka íslands. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæj- arfélagið, var meðal annars formað- ur skólanefndar um tíma. Árið 1981 var hann gerður að heiðursborgara Stykkishólms. Jóhann var ötull talsmaður bættra samgangna við Stykkis- hólm. Á hans yngri árum voru sam- göngur með allt öðrum hætti en nú er. Vegasamband var mjög bágbor- ið og helsta samgönguleiðin við aðra landshluta var sjóleiðis með strand- ferðaskipum. Menn „skruppu“ ekki til Reykjavíkur á þeim tíma. Með tilkomu flugsins opnaðist ný leið til að draga úr einangrun hinna dreifðu byggða landsins. Jóhann gerðist ötull talsmaður fiugsins og barðist mjög fyrir flugvallargerð í Stykkishólmi á sínum tíma. Jóhann var mikill áhugamaður um sögu og þróun byggðar í Stykk- ishólmi. Hluti af því var ljósmyndun og söfnun ljósmynda. Á löngum tíma tókst honum að koma upp miklu ljósmyndasafni og með fram- sýni að bjarga mikilsverðum menn- ingarverðmætum frá glötun. Fyrir nokkrum árum ánafnaði Jóhann Stykkishólmsbæ safn sitt og tryggði þar með áframhaldandi til- vist þess í Stykkishólmi. Fyrir það erum við honum ávallt þakklát. Ég kynntist Jóhanni fljótlega eft- ir að ég flutti í Stykkishólm fyrir lið- lega tuttugu árum. Hann var þá kominn á efri ár en samt áberandi í bæjarlífinu. Ávallt var gaman að ræða við Jóhann, hvort heldur sem var um málefni líðandi stundar eða um fyrri tíma. Sem forseti bæjarstjórnar færi ég Jóhanni þakkir bæjarbúa fyrir góð störf í þágu Stykkishólms. Við kveðjum hann með söknuði og virð- ingu. Eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Rúnar Gislason. Jóhann Rafnsson, heiðursborgari Stykkishólms, verður kvaddur frá Stykkishólmskirkju í dag. Allir sem kynntust Jóhanni Rafnssyni urðu þess áskynja að hann hafði eldlegan áhuga á flestum þáttum samfélags- ins. En áhugi hans sneri samt mest að hvers konar menningarverðmæt- um þjóðarinnar og hann skynjaði náttúru landsins mjög sterkt. Þrátt fyrir að hugðarefnin tengdust mörg heimabæ hans Stykkishólmi var hugur hans kvikur og sífellt vakandi fyrir framvindu mála í þjóðfélaginu og hann tók skýra afstöðu til manna og málefna líðandi stundar. Kynni okkar Jóhanns og náin vinátta allt frá mínu fyrsta ári í Stykkishólmi varð til þess að ég átti hann að sem 'r hollan ráðgjafa í hinum ýmsu mál- um þrátt fyrir ólíka afstöðu til þjóð- mála. Hann var meðal þeirra sem aðhylltust kenningar sósíalisma en var samt mjög gagnrýninn á þá hugmyndafræði ekki síður en annað er varðaði þjóðfélagsmálin. Raunar ræddum við sjaldan stjórnmála- kenningar sem skipta mönnum í flokka. Þær komust hreinlega ekki á dagskrá vegna þess sem við þurft- um jafnan að ræða og töldum vilj- andi eða óviljandi hafa forgang. Allt sem við ræddum var í eðli sínu rammpólitískt. Hann kunni að meta það sem vel var gert í bæjarmálum eða þjóðmálum og lá ekkert á þeim skoðun sinni. Jóhann gaf ekki færi á sér til forystustarfa en var þeim mun virkari í þeirri bakvarðarsveit sem er svo mikilvæg í hverju samfé- lagi og lætur að sér kveða í starfi fé- lagasamtaka og í umræðunni í bæj- arlífinu. Þrennt vil ég nefna sem var Jóhanni mjög hugleikið. Það er söfnun menningarminja, umhverfis- mál og flugsamgöngur. I áratugi safnaði Jóhann ljós- myndum og var óþreytandi að leita eftir myndum og upplýsingum um þær svo varðveita mætti minningu kynslóðanna. Átti hann gott sam- starf við Stykkishólmsbæ þegar'- sett var upp sýning á myndum hans sem vöktu mikla athygli. Ljósmynd- ir hans voni einnig mikilvæg heim- ild við húsakönnun í Stykkishólmi þegar lögð voru á ráðin um hvaða gömul hús ætti að endurbyggja og friða. Ljósmyndasafnið, sem nú er í vörslu bæjarins, mun halda minn- ingu hans á lofti. Sem fulltrúi í nátt- úruverndarnefnd bæjarins beitti hann sér fyrir hvers konar náttúru- vernd auk þess að vera áhugamaður um skógrækt. Átti ég gott samstarfi * við Jóhann þegar unnið var að skipulagsmálum í landi Stykkis- hólms en hann hafði einarðar skoð- anir á því hvernig nýta ætti landið í þágu byggðarinnar með náttúru- vernd að leiðarljósi. Jóhann hafði tröllatrú á því að efla ætti flugsa- mgöngur við Stykkishólm. Sem ákafur talsmaður flugsamgangna á staðnum hvatti hann mjög til upp- byggingar flugvallar og sá draum sinn rætast. Jóhann var mikill Hólmari og Breiðfirðingur sem þekkti sögu héraðsins vel og miðlaði öðrum sem til hans leituðu. Er nú skarð fyrir skildi þegar hans nýtur ekki lengur við til svara og fræðslu um liðna tíð. Um leið og ég og fjölskylda mín vottum Unni, eftirlifandi eiginkonu Jóhanns, og fjölskyldu hennar sam- úð færi ég henni kærar þakkir fyrir innilegar móttökur í þau mörgu skipti sem ég kom á heimili þeirra og naut gestrisni þeirra og vináttu. Blessuð sé minning Jóhanns Rafnssonar. Sturla Böðvarsson. ANDRIMÁR GUÐMUNDSSON + Andri Már Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1976. Hann lést á Akranesi 13. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranesk- irkju 21. júní. Horíinneraugum hjartkærvinur, drengur góður dáðum prýddur. Erfitterað skilja alfóður ráð. Oft fellur að jörðu fagurhlynur, en eftirstanda gamlir, fúnir fauskar. Harmilostin við horfum í spum, hversvepahann fremur einhverjum öðrum? En drottinn ræður dauðaoglífi, íhendihanserallt, semokkurer léð á lífsins vegi. Þakkirogkveðjur þérviðfæram, tjúfi, liðni vinur. Foreldraogunnustu góðurguð, huggi í sárri sorg. (RSG.)*’' Kæri vinur, við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Maríanna, foreldrar og systkini Andra Más, Guð veri með ykkur í sorginni. Anna og Sigurður Már. ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.