Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ekki var um bilun að ræða þegar hopferðabfll valt á Hólsfjöllum Ljóst að hægri afturhjól lenti á brúarstöpli RÚTAN, sem valt ofan í Hólsselskíl skammt norð- an Grímsstaða á sunnudag, virðist hafa komið skökk inn á brúna, hægra afturhjól hennar rekist af miklu afli í brúarstólpann og rútan síðan farið af brúnni og hafnað í ánni, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Húsavik. Lausamöl var á veginum að brúnni. Ekki var bilun í bílnum og ökuhraði rút- unnar var ekki yfir leyfilegum mörkum, að sögn Sigurðar Brynjólfssonar, yfirlögregluþjóns á Húsavík. Sigurður segir rannsókn málsins hafa leitt í ljós að á brúarstöpli hægra megin miðað við aksturs- stefnu rútunnar sé greinileg ákoma eftir hjólbarða hennar og afturhásing hægra megin hafi greini- lega orðið fyrir þungu höggi af brúarstólpanum. Voru bæði hægri afturhjól loftlaus og felgan skemmd eftir högg. Ekki sé þó hægt að segja með vissu hvort framhjólbarði hægra megin hafi líka snert brúarstólpann. Segir Sigurður að allir sem voru í bflnum hafi nú verið yfirheyrðir og fólki beri saman um það að bflstjórinn hafi haldið fullri stjórn á rútunni þegar hún fór inn á brúna og það hafi ekki verið íyrr en rútan var komin inn á brúna sem hún varð fyrir miklu höggi. Segir Sigurður að ekkert hafi komið fram við rannsókn á aðdrag- anda slyssins og á bflnum sem gefið gæti til kynna að bilun í bflnum sjálfum hafí verið frumorsök slyssins. „Hvort eitthvað gerðist þegar hjólbarð- inn snerti brúarstólpann skal ósagt látið,“ sagði Sigurður hins vegar. Mikil lausamöl áður en komið er inn á brúna Farþegum bar ekki saman um það hvort tvö högg eða eitt urðu þegar hjól rátunnar lentu á brúarstólpanum. Sá farþegi sem var að fylgjast með ferð rútunnar talaði að sögn Sigurðar um að bifreiðin hefði henst verulega til og orðið fyrir þungu höggi um það bil sem afturhluti rútunnar fór upp á brúna. Sjónarvottur að slysinu segir hins vegar að rútan hafi henst til, rásað á brúnni og síð- an farið út af. Segir Sigurður að ekki hafi komið neitt fram sem geti staðfest að rútan hafi runnið til í möl áður en hún kom inn á brúna. Þarna hafi þó verið mikil lausamöl og eitthvað hafi valdið því að afturhjólið fór utan í brúarstólpan. Er hugsanlegt að rútan hafi komið aðeins skökk inn á brúna eða eitthvað skekkst, að sögn Sigurðar, þegar framendinn fór inn á brúna. Þó virðist allt hafa verið í lagi með rútuna því hvorki bflstjóri né farþegar hafi fundið að nokkuð væri að fyrr en bfllinn kom inn á brúna. Rútan hafnaði á brúarhandriðinu sem gaf sig undan þunga rútunnar. Brúarhandriðið er úr járni og sleit allt undan bflnum að framan. Af þessum sökum er erfitt að greina milli orsakar og afleið- ingar, bætir Sigurður við. Hann segir að brúar- gólfið hafi verið í góðu standi en brúin hafi þó verið orðin gömul og hún sé afar mjó. Þá hafi handriðin verið orðin léleg. Var á allt að 75 km hraða Samkvæmt ökuritaskífu hefur hámarkshraði rútunnar verið 75 km. Sigurður segir það vera af- stætt hvort þetta hafi verið eðlilegur aksturshraði miðað við kringumstæður en leyfilegur hámarks- hraði sé 80 km á klukkustund. Engar viðvörunar- merkingar eru um lausamöl áður en komið er að brúnni. Að sögn Sigurðar kom ekkert í ljós við rannsókn málsins sem bendir til þess að bílstjóri rútunnar hafi verið þreyttur eða sýnt af sér gáleysi. Öllum farþegum rútunnar bar saman um að akstursmáti bflstjórans, sem hóf að keyra langferðabfl í vetur, hefði verið óaðfinnanlegur en hann hafði ekið fólk- inu frá 10. júli á hringferð þess um landið. Rannsóknarnefnd umferðarslysa fær málið til athugunar að loknum frumrannsóknum en niður- stöðu hennar er væntanlega ekki að vænta fyrr en snemma í haust, að sögn Símons Sigvaldasonar, formanns nefndarinnar. Sólarmegin í lífinu Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Grímsson rútubílstjóri Gengið á hvfld- artíma GUÐMUNDUR Grímsson, bifreiða- stjóri hjá ferðaskrifstofunni Snæ- landi Grímssyni, segir að mikið álag sé á hópbifreiðastjórum landsins. Hann hefur ekið hópferðabflum í um 25 ár. „Fyrir tuttugu árum voru bif- reiðastjórar að keyra hringveginn á tveimur vikum en í dag er þetta stundum farið á fimm dögum,“ sagði Guðmundur. „Ferðaskrifstofa Snælands Grímssonar hefur lagt mikla áherslu á það að bifreiðastjórar fái góða hvfld, en það reynist stundum erfitt vegna þess að mörg hótel landsins yfirbóka og lendir það oft á bifreiða- stjórum, sem verða þá að verða sér úti um aðra gistimöguleika. Þetta kom fyrir mig nýverið, en þá var hót- elið yfirbókað sem við áttum að gista á. Farþegarnir fengu sín herbergi en ég og fararstjórinn urðum að leita okkur gistingar annars staðar.“ Bifreiðastjórar vansvefta Að sögn Guðmundar geta bifreiða- stjórar lögum samkvæmt ekki ekið lengur en í tólf tíma samfleytt í mesta lagi og verða að fá sína hvfld þar á milli. „Eftir tíu til tólf tíma akstur er maður orðinn þreyttur og þarf sína hvíld. Þegar lokið er við að þrífa bflinn eftir daginn er nauðsyn- legt að koma sér í rúmið,“ sagði Guð- mundur. „Oft eru bifreiðastjórar vansvefta og illa fyrir kallaðir vegna gistiörðugleika og þessu verður að breyta. Margir yngri bifreiðastjórar eru ekki vanir því að aka á vegum úti á landi þar sem vegir og brýr eru þröngar," sagði Guðmundur. LANDSMENN njóta sólar og hlý- inda í mismiklum mæli þessa dag- ana, en íbúar höfuðborgarsvæðisins VIÐSKIPTI hófust með bréf deCODE á Easdaq-markaðnum í Evrópu í gær, en í fyrradag höfðu hafist viðskipti með bréfin á Nasdaq í Bandaríkjunum. í fyrradag var loka- verð bréfanna á Nasdaq 25,4375 dalir, en í gær var lokaverð á Nasdaq 26,5 dalir, eftir að hafa farið lægst í 22 dali og hæst í 27,625 dali. Velta á Nasdaq var rúmar 3,7 milljónir bréfa, sem er töluvert minna en á fyrsta degi. Á Easdaq, sem er lokað á undan Nasdaq, var lokaverð í gær 24,5 dalir. Hæst fór verðið í 25,95 dali en lægst í gátu þó leyft sér að fletta sig klæð- um að einhverju marki í gær og njóta varma sólarinnar. Býsnin öll 23,75 dali. Lítil velta var með bréfin á Easdaq, tæplega 80.000 bréf, og fá viðskipti. Hlutabréfaskráin færist til New York Þau bréf sem viðskipti hafa átt sér stað með hér á landi fyrir útboðið og skráninguna nú, b-bréfin, hafa hingað til gengið kaupum og sölu á gráa markaðnum svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá íslenskri erfða- greiningu (ÍE), dótturfyrirtæki deCODE, var gert skuldbindandi brugðu sér í laugamar og þar var þessi mær, sem svo sannarlega var sólarmegin í lífinu. samkomulag við eigendur þessara bréfa um að engin viðskipti yrðu með bréfin í 180 daga eftir skráningu á markað erlendis og samkvæmt því megi ekki eiga viðskipti með bréfin fyrr en 13. janúar á næsta ári. Þetta gildi bæði hér á landi og erlendis og þessi bréf verði ekki keypt eða seld í gegnum Easdaq eða Nasdaq. Þennan frest má ekld stytta, en hugsanlegt er að lengja hann ef aílir samþyklga þá lengingu, en slíkt verður að teljast af- ar ólíklegt. Samkvæmt ÍE verður hætt að Stjórn Félags leiðsögn- manna gagnrýnir áherslur í vegagerð Það eru víða slysa- gildrur STJÓRN Félags leiðsögumanna sendi í gærkvöld frá sér ályktun þar sem rútuslysið við Dettifoss er harmað og aðstandendum sendar samúðarkveðjur. Jafnframt er Vega- gerðin gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi við ferðamannastaði. Minnt er á að við marga þeirra séu slysagildrur. „Við vitum að bflstjórar hafa kvartað yfir ástandinu við Dettifoss, síðast viku fyrir slysið. En viðvörun- arskiltið kemur ekki upp fyrr en daginn eftir sem okkur finnst vera átakanlegt," sagði Borgþór S. Kjæmested, formaður Félags leið- sögumanna. „Það má auðvitað segja að Vegagerðin geri ýmislegt gott en okkur finnast áherslurnar ekki alltaf vera réttar, það er verið að breikka þríbreiða vegi á Vestfjörðum þar sem lítið er af ferðamönnum. Svo er ástandið við Dettifoss eins og öllum er orðið Ijóst núna.“ Lífshættulegar að- stæður við Geysi í ályktuninni mótmælir stjórnin því harðlega „að aðstæður við vin- sæla ferðamannastaði skuli oftar en ekki breytast í lífshættulegar slysa- gildrur“. Þar er bent á leiðir eins og á milli Gullfoss og Geysis, Gjábakka- veg og Biskupstungnabraut. „Við vitum það öll sem störfum í þessum geira að það eru slysagildrur viða og við bendum á leiðina milli Gullfoss og Geysis þar sem áætlað er að hálf milljón manna fari um á ári. Þama em oft tugir bíla á dag og margir þeirra stórir. Þama er fá- dæma mjór vegur og kantar sem lítið þurfa til að gefa sig í bleytu“ í ályktuninni er þess krafist að stjómvöld grípi til nauðsynlegra ráð- stafana og sagt að lausnin felist fyrst og fremst í bættu vegakerfi. „Okkur finnst sem verið sé að byrja á röng- um hlutum þegar verið er að tala um belti í bflunum. Það er mjög dýrt, auk þess sem þau geta valdið meiri skaða en gert gagn í tilfellum eins og rútuslysinu við Dettifoss. Vonandi sjá menn að það gengur ekki að vera með vaxandi atvinnu- grein, sem er orðin næststærsta tekjulind þjóðarinnar, sem byggir afkomu sína á hundaheppni og góð- um bflstjómm. Við höfum verið heppin fram að þessu en það þarf ekki mikið til að skemma orðsporið.“ halda utan um hlutabréfaskrá fyrir- tækisins hér á landi innan fárra daga og mun hún þá færast til Bank of New York í Bandaríkjunum. Eig- endaskipti verði þá skráð þar og ekki verði hægt að skrá viðskipti með b- bréfin, þ.e. breyta eigendaskráningu þeirra, fyrr en opnað verður fyrir þau á ný á næsta ári. Engin viðskipti hér á landi frá skráningu Auður Finnbogadóttir, fram- kvæmdastjóri MP-verðbréfa, sagði að MP-verðbréf mundu ekki eiga við- skipti með b-bréfin á meðan lokað væri fyrir þau og sagðist ekki hafa heyrt um viðskipti með þau frá því skráning hófst erlendis á þriðjudag. Hún sagði að hugsast gæti að menn mundu eiga framvirk viðskipti með b- bréfin, en það yrði þó ekki gert hjá MP-verðbréfum. Auður sagði að þegar nær hafí dregið skráningu hafi áhugi á við- skiptum með bréfin aukist eftir að lítil viðskipti höfðu átt sér stað um hríð. Hún sagðist telja að viðskiptin undir lokin hafi verið á genginu 27 til 30 dal- iráhlut. Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. jqf ®B0NAMBANHNN '■ I'.1 *f=*— HEIMU.ISI.lNAN Tmusturbanki wwwMls Frekar lítil viðskipti með deCODE á Easdaq og Nasdaq Minni velta en hærra verð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.