Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Húsavíkur-
kaupstaður
50 ára
HALDIÐ verður upp á 50 ára
kaupstaðarafmæli Húsavíkur nk.
laugardag. Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands verður við-
staddur hátíðarhöldin ásamt öllum
núlifandi bæjarstjórum Húsavíkur,
þingmönnum Norðurlandskjör-
dæmis eystra og bæjarstjórum
vinabæja Húsavíkur á Norðurlönd-
um.
A laugardag mun Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
jafnframt taka í notkun nýja virkj-
un Orkuveitu Húsavíkur við Kald-
bak.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þröngt mega sáttir sitja (gista).
Talsverð fjöignn á
Húsavfk
60 til 70 hús-
bilar á tjald-
svæðinu
Húsavík - Það varð töluverð fólks-
fjölgun hér í bæ nýverið en því miður
var það ekki til langframa, því íbúar
milli 60 og 70 húsbíla höfðu aðeins
næturgistingu á tjaldsvæði bæjarins
og var bílum þétt lagt á svæðinu.
Hér voru á ferð félagar í Félagi ís-
lenskra húsbflaeigenda sem eru á
ferð um landið, töluverður hópur af
þesum ferðalöngum rölti svo niður á
bryggju og um borð í hvalaskoðunar-
báta sem sigldu með þá út á Skjálf-
andaflóann í ágætis kvöldveðri.
---------------
Ekið á lamb
við Húsavík
FÓLKSBIFREIÐ var ekið á lamb
skammt frá Húsavík í gær. Bifreiðin
skemmdist mikið en farþegar og bfl-
stjóri sluppu ómeiddir. Óhappið varð
við Saltvík skammt sunnan Húsavík-
ur. Bifreiðin reyndist óökufær eftir
áreksturinn við lambið og var flutt af
vettvangi með dráttarbfl.
Morgunblaðið/jt
I Geysisstofu er margs konar fróðleikur um náttúrufræði settur fram
með nýstárlegum hætti.
Nokkur þús-
und gestir í
Geysisstofu
*
I Geysisstofu má fá ýmsan fróðleik um mót-
un landsins, eld og ísa og ýmislegt fleira.
Jóhannes Tómasson fór þar einn hring og
ræddi við Má Sigurðsson á Geysi, hóteleig-
anda og hugmyndasmið.
NOKKUR þúsund manns hafa
heimsótt Geysisstofu, nýtt fræða-
setur við Geysi, sem Már Sigurðs-
son, eigandi Hótels Geysis, hefur
haft frumkvæði að að koma upp.
Már sagði í samtali við Morgun-
blaðið að íslendingar hafi sótt
hana nokkuð til jafns við erlenda
ferðamenn.
Geysisstofa var opnuð 2. júní og
eru starfsmenn hennar þrír. Þeir
veita gestum leiðsögn ef óskað er
en fræðasetrið veitir margháttaðar
upplýsingar um landafræði og
náttúrufræði sem bæði tengist
Geysissvæðinu beint og landinu
öllu. Aðgangseyrir er 400 kr.
Kjörið námstæki
„Hérna geta menn fengið alhliða
fræðslu um jarðfræði, landafræði
og margt fleira og skólamenn sem
hafa komið hingað segja að hér sé
kjörinn vettvangur til að koma
með nemendur vegna vinnu við
þemaverkefni þeirra. Þetta er því
kjörið námstæki,“ segir Már. Stof-
an er til húsa í viðbyggingu við
söluskálann en auk sjálfs fræðaset-
ursins hefur minjagripaverslunin
verið stækkuð til muna og telur
Már hana nú vera eina þá stærstu
sinnar tegundar utan Reykjavíkur.
En dró verkfallið ekkert úr aðsókn
gesta?
„Nei, ég merki miklu fremur
aukningu og tel hana vera um 20%
í sumar svo áhrif af verkfalli eru
hverfandi. Ferðamenn af skemmti-
ferðaskipunum skila sér jafnt og
áður og mér sýnist menn líka koma
hingað í auknum mæli á bílaleigu-
bílum. Þá hafa Islendingar skilað
sér í auknum mæli vegna jarð-
hræringanna og þess hversu Geys-
ir hefur verið líflegur," segir Már
og telur erlenda sem íslenska gesti
vera ánægða með stofuna.
MmH sfr
U—
Már Sigurðsson, hóteleigandi á Geysi, bregður sér öðru hverju á bak
Harley Davidsson mótorhjólinu til að komast frá erlinum á þessum fjöl-
sótta ferðamannastað.
Már segir að þrátt fyrir það sjái
hann nú að ýmislegt megi betur
fara í Geysisstofu og verði ráðist í
breytingar eftir því sem aðstæður
leyfi. Hugmyndin um fræðasetrið
fæddist fyrir allmörgum árum og
skyldi engan undra að hún er nú
orðin að raunveruleika enda hefur
Már einatt eitthvað á prjónunum
og lætur verða úr hlutunum.
Ríkið rétti eigandinn
Geysissvæðið hefur verið til um-
ræðu vegna hugmyndar ríkisins
um kaup þess. Eigendur eru
nokkrir og telur Már nokkuð góða
samstöðu meðal þeirra um að selja.
Hins vegar þurfi að rannsaka
svæðið betur, ekki síst vegna jarð-
hitaleitar. Boranir standa fyrir
dyrum enda orkuþörf sífellt meiri
og þegar séð verður fyrir endann á
því verkefni geta menn hugsað sér
að ríkið taki við svæðinu. Kveðst
Már aðeins sjá jákvæðar hliðar við
það að ríkið eignist landið.
Hjá Hótel Geysi og við aðra
þjónustu sem Már og kona hans,
Sigríður Vilhjálmsdóttir, reka
starfa nú um 40 manns. Margir
koma til starfa þar ár eftir ár og
talsverður hluti hópsins er útlend-
ingar enda ekki óeðlilegt á stað
þar sem útlendingar eru um og yf-
ir helmingur gesta.
Hugmyndir á sveimi
Þegar Már þarf að leita næðis
skellir hann sér á bak á Harley
Davidson mótorhjóli sínu sem
hann er mjög stoltur af. Þá er
hann næsta sambandslaus við um-
heiminn þegar hann skýst í lengri
sem styttri ferðir frá erli dagsins.
Er ekki fráleitt að ímynda sér að
nýjar hugmyndir gerjist með hon-
um í slíkum ökuferðum. Og hvert
er þá næsta verkefnið? „Það verð-
ur bara að koma í ljós. Það eru oft
einhverjar hugmyndir í meðferð.
En ég er viss um að hafi ég gert
eitthvað rétt þá er það Geysis-
stofa!“ segir hann og rýkur af stað
á hjólinu.
Morgunblaðið/Líney
Persakötturínn Mússa og Þóröur Ragnar í tjaldútilegu í Ásbyrgi.
Kisa í útilegu
Morgunblaðið/Jóel Sverrisson
Um 140 manns á 70 húsbílum komu í heimsókn í Laxárvirkjun í vikunni
og má segja að hópurinn hafi nánast fyllt gilið við Laxárstöðvar með
farskjótum sfnum.
Þórshöfn - Persakötturinn Mússa
og eigandi hennar, Þórður Ragn-
ar, undu sér vel í útilegu í Ás-
byrgi enda komst hitastigið hátt
þar í sól og blíðu.
Algengt er að sjá heirnilishund-
inn með í ferðalagi en heldur
sjaldgæfara að kötturinn fari
með. Kisa var róleg og ánægð
enda bandvön og lét sér vel líka
að vera í löngu tjóðri við tjaldið.
Að sögn eigandans voru engin
vandræði með að fóðra Mússu í
útilegunni því þrátt fyrir fínt ætt-
erni er hún eins og köttur Bakka-
bræðra; hún étur allt.
Gdð aðsdkn
að listsýn-
ingu í Lax-
árvirkjun
GÓÐ aðsókn hefur verið að
listsýningu sem opnuð var í Lax-
árvirkjun um miðjan síðasta mán-
uð, að sögn Bjarna Más Júlíusson-
ar, stöðvarstjóra Mývatnssvæðis.
Atta listamenn taka þátt í sýning-
unni í Laxárvirkjun en yfirskrift
hennar og annarrar sýningar sem
stendur yfir í Ljósafossvirkjun er:
List í orkustöðvum. Það er Félag
íslenskra myndlistarmanna sem
stendur að sýningunni í samvinnu
við Landsvirkjun.
Óhætt er að segja að sýningar-
rýmið sé óvenjulegt í Laxárvirkj-
un, inni í miðri orkustöðinni sem
sprengd hefur verið inn í gljúfur-
vegg í farvegi Laxár. Verkin eru á
nokkrum stöðum, á gangi inn að
vélarsal, í vélarsalnum eru nokkur
verk og þá eru listaverk í hliðar-
göngum og svonefndu pallhúsi.
Bjarni Már sagði að tilgangur-
inn með sýningunni væri að opna
fyrirtækið enn frekar almenningi.
Fólk gæti komið og skoðað lista-
verkin, kynnt sér starfsemi stöð-
varinnar og að auki væru fjöl-
margar skemmtilegar gönguleiðir í
grennd við Laxárgljúfur, sem öll-
um væri heimilt að nota. Gestir
þurfa þó ætíð að sýna fyllstu að-
gætni á þessum gönguleiðum, ekki
síst í námunda við straumvatn og
orkuvirki. Aðrar aflstöðvar
Landsvirkjunar á Norðurlandi,
Kröfluvirkjun og Blönduvirkjun
eru einnig opnar um helgar og
þangað getur almenningur komið
og kynnt sér starfsemina.
í vikunni komu í heimsókn í
Laxárvirkjun um 140 manns á 70
húsbílum og sagði Bjarni Már að
þeir hafi nánast fyllt gilið við Lax-
árstöðvar. Sýningin í Laxárvirkjun
verður opin fram á haust, eða til
15. september, og er opið frá kl.
13-17 alla virka daga og frá kl. 13-
18 um helgar.