Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 21
ÚRVERINU
Þýska skipið Yris hættir að
landa á Eskifírði vegna olíuverðs
„Slæmt ef olíu-
verð fælir físki-
skip frá Islandi“
Iceland Seafood eykur samstarf við Arthur Treacher’s
Morgunblaðið/Arnaldur
Ævar Agnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Iceland Seafood, og Tom Hoffman, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Arthur Treacher’s, undirrita viljayfirlýsingu um aukið samstarf fyrirtælqanna.
Unnið að þróun
fískrétta í smásölu
ICELAND Seafood Corporation,
dótturfélag SÍF hf. í Bandaríkjun-
um, og bandaríska fiskiréttakeðjan
Arthur Treacher’s undirrituðu í
gær viljayfirlýsingu um aukið sam-
starf fyrirtækjanna. í henni felst að
fyrirtækin stefna að auknu sam-
starfi á næstunni við þróun á nýjum
smásöluafurðum undir merkjum
Arthur Treacher’s, sem og fram-
leiðslu á hefðbundnum fiskréttum á
veitingastöðum keðjunnar.
Iceland Seafood Corporation var
áður helsti birgir Arthur Treacher’s
á fiski en fyrirtækin tvö hafa ekki
haft mikið samstarf á undanförnum
árum. Ævar Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri framleiðslusviðs Ice-
land Seafood, vonast hinsvegar til
að aukið samstarf fyrirtækjanna
leiði til þess að Iceland Seafood
verði á ný helsti birgðasali Arthur
Treacher’s. „Við teljum samstarf af
þessu tagi skynsamlegt, meðal ann-
ars vegna þess að eignarhald beggja
fyrirtækjanna er á íslandi. Sam-
starf er auk þess hentugt báðum að-
ilum og það eykur möguleika þeirra
beggja. Við höfum góða aðstöðu til
framleiðslu fiskrétta í smásölu fyrir
Arthur Treacher’s í verksmiðju
okkar í Newport News þar sem
afkastageta verksmiðjunnar er ekki
nýtt til fulls í dag.“
Miklir möguleikar
í smásölu
Tom Hoffman, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Arthur
Treacher’s, segist binda miklar von-
ir við samstarf við Iceland Seafood,
enda skapi það ótal möguleika,
einkum á smásölumarkaðnum. „Við
höfum unnið að þróun smásölurétta
þar sem áhersla er lögð á þægindi
og skjóta eldamennsku. Vonandi
sjáum við fiskrétti frá Arthur
Treacher’s sem framleiddir eru hjá
Iceland Seafood í hillum stórmark-
aða innan fárra mánaða. Til að byrja
með verður einkum um fiskrétti að
ræða en Arthur Treacher’s er eink-
um þekkt fyrir fiskrétti sína sem
bornir eru fram með frönskum kar-
töflum. Iceland Seafood framleiðii-
nú þegar fiskrétti fyrir veitingastaði
Arthur Treacher’s og vonandi verð-
ur framhald þar á. Islenskur fiskur
er sá besti sem völ er á og Arthur
Treacher’s hefur ætíð Iagt mikla
áherslu á gæði vörunnar. Vöru-
merki okkar er mjög vel þekkt í
Bandaríkjunum og samstarfið við
Iceland Seafood skapar því að mínu
mati gríðarlega möguleika í smá-
sölu fiskrétta,“ segir Tom Hoffman.
ÞORBERGUR Hauksson, starfs-
maður Eskifjarðarhafnar, segir að
það sé mjög miður éf olíuverð á ís-
landi fæh fiskiskip frá því að landa
hérna. „Þetta er mjög slæmt mál. Ef
skip hætta að landa hér er það auð-
vitað tekjumissir fyrir höfnina. Eins
er mjög slæmt mál ef verðmunurinn
á olíu milli landa er það mikill að
menn eru tilbúnir að flytja sig út af
honum einum,“ segir hann.
Skipstjóri þýska skipsins Yris hef-
ur ákveðið að hætta að landa afla sín-
um á Eskifirði vegna hás olíuverðs
eins og kom fram í Morgunblaðinu í
gær.
Ekki um listaverð að ræða
Bjami Bjarnason, fulltrúi for-
stjóra Olíufélagsins, segir að þetta sé
ekki í fyrsta skipti sem eitthvað
þessu líkt komi upp í Færeyjum og
telur að þetta sé heldur afstætt dæmi
um verðmun á olíu milli landanna.
„Ég hef enga skýringu á þessu verð-
lagi í Færeyjum en hér er greinilega
ekki um listaverð að ræða því lista-
verð hefur oft verið hærra í Færeyj-
um heldur en hjá okkur. Það hafa áð-
ur komið fram svona gylliboð og þá
eru það stóru oh'ufélögin, sem reka
sjálf sín umboð þarna, sem eru á bak
við þau og það eru sjálfsagt hægari
heimatökin fyrir þau að lækka verðið
þar sem þau eru framleiðendur olí-
unnar. Mér sýnist þetta verð sem
þeir eru að bjóða vera alveg út úr allri
mynd og jafnvel undir heimsmark-
aðsverði.“
Ekki raunhæfur samanburður
Bjarni segir að þetta sé ekki raun-
hæfur samanburður á olíuverði milli
landanna þar sem gefin sé afsláttur
til stærri notenda hér á f slandi. Hann
segir að eins verði að taka inn í mynd-
ina að haldið sé uppi mun hærra
þjónustustigi hér á landi heldur en í
Færeyjum. „Þetta hefur komið áður
upp í Færeyjum og þá spurðumst við
fyrir um þetta hjá okkar birgjum og
þeir hafa heldur enga skýringu á
þessu. Við erum sannfærðir um það
að okkar innkaupsverð er ekkert lak-
ara enn annarra miðað við það magn
sem við erum að kaupa."
Samúel Guðmundsson, forstöðu-
maður áhættustýringar hjá Olíu-
verslun íslands, tekur í sama streng
og segir að áður hafi heyrst um lágt
olíuverð í Færeyjum. „Þetta verð
sem þarna um ræðir er með ólíkind-
um lágt og er langt undir færeysku
verðhstaverði. Ég tel að þetta lága
verð geti ekki skýrst af neinu öðru en
því að það er framleiðandi sem er að
selja þarna sjálfur á einhverju heild-
söluverði."
Byggingaplatan
sem allir hafa beðið eftir
VIROCbyggingaplatan er fyrir
veggi, loft og gólf
VIROCbyggingaplatan er eldþolin,
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
VIROCbyggingaplötuna er hægt
að nota úti sem inni
VIROCbyggingaplatan
er umhverfisvæn
VIROCbyggingaplatan er platan
sem verkfræðingurinn getur
fyrirskrifað blint.
PP
&CO
I.eitiS frekari upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100
Stirkmtteft mmmWM
vegna opnunar á einum glæsilegasta sýhingarsal f Evrópu á stillanlegum rúmum!
ml iln ^
é
á betra
verði
í BT
Einnig fylgir öllum einbreiðum,
stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í júlí.
Horft á
sjónvarp
Morgun-
matinn
Unnid
Slappað af
Sofið
Lesið
eyðir 1/3 hluta
ævinnar í rúminu!
Með því einu að snerta takka getur þú
stillt rúmið í hvaða stellingu sem er.
Með öðrum takka færð þú nudd sem
þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið
þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér.
Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er
allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks
slökun og þannig dýpri og betri svefni.
...gerðu kröfur um
heilsu & þægindi
Betra
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477
Opib: Mán. - fös kl. 10-18