Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 22

Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fundur leiðtoga sjö helstu iðnrrkja auk Rússlands hefst í Japan um helgina Stöðugleiki, hagsæld og hugarró efst á dagskránni Nago, lokýó. AFP. FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðn- ríkja heims, auk Rússlands, hefst í lok vikunnar á eyjunni Okinawa í Jap- an og mun þar fjöldi málefna verða tekin fyrir, allt frá útbreiðslu alnæmis og öðrum hnattrænum ógnum til Int- ernetsins og möguleika þess. Mikil- vægi fundarins er ekki dregið í efa og auk aðkallandi málefnaskrár mun fundurinn verða síðasti G-8 fiindur Bills Clintons Bandaríkjaforseta en að sama skapi sá fyrsti fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Þá kann pólitísk framtíð gestgjafans, Yoshiros Moris, forsætisráðherra Japans, sem sætt hefur harðri gagnrýni heima íyrir, að ráðast af frammistöðu hans á fundinum. Þrjú málefni munu skyggja á önn- ur á fundi leiðtoganna og hafa þau verið flokkuð í þrjá flokka: Aukin hagsæld, hugarró og heimur aukins stöðugleika. Umræður um aukna hagsæld munu að miklu leyti snúast um misjafnt aðgengi jarðarbúa að Intemetinu og miðast að því að finna leiðir til að brúa hina svokölluðu „stafrænu gjá“ milli norðurs og suð- urs. Þá flokkast aðkallandi heilbrigð- isvandamál, eins og gríðarleg út- breiðsla alnæmis í Afríku, malaría og berklar undir þennan málaflokk. Hugarró og hnattrænn stöðugleiki Undir yfirheitinu hugarró munu leiðtogar beina sjónum sínum að al- þjóðlegri glæpastarfsemi, öldrunar- þjónustu meðal iðnvæddra þjóða, öryggisstöðlum í matvælaframleiðslu og umhverfísvemd. Loks mun at- hygli þjóðarleiðtoga beinast að því hvemig unnt sé að viðhalda hnatt- rænum stöðugleika með alþjóðegum afvopnunarsamningum á sama tíma og blikur era á lofti varðandi „útlaga- ríki“ sem hafa einsett sér að verða sér úti um gereyðingarvopn. Vladimír Pútín mun mæta til fund- arins beint frá heimsókn sinni til Pyongyang þar sem hann átti viðræð- ur við Kim Jong-Il, leiðtoga N-Kóreu, og Peking, þar sem hann ræddi við Ji- ang Zemin, Idnverskan starfsbróður sinn. Þessi þijú ríki era staðráðin í að reyna allt til að koma í veg fyrir að fyrirhugað eldflaugavamakerfi Bandaríkjanna verði að veruleika og mun Pútín eiga fund við Bill Clinton um þau mál. Áætlaður komutími Clintons tU fundarstaðar í Okinawa er hins vegar enn fremur óljós vegna linnulausra samningaviðræðna Isra- ela og Palestínumanna í Camp David í Bandaríkjunum. Madeleine Al- bright utanríkisráðherra skaut fyrir- hugaðri för sinni til japönsku borgar- innar Miyazaki á frest á síðustu stundu vegna samningalotunnar vestra og ef Clinton myndi grípa til slíkra ráðstafana er líklegt að japönsk stjómvöld tækju því sem móðgun. Nýrrí Iotu WTO viðræðna ýtt úr vör? Japanskir fjölmiðlar hafa rætt það að undanfömu að líkur séu á að leiðtogar G-8 hópsins muni hvetja til þess að ný lota viðræðna hefjist um fíjáls viðskipti í heiminum. Tilraunir til að efna til nýrrar lotu viðræðna á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Seattle á síðasta ári fóra fyrir h'tið vegna ágreinings milli Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins (ESB) um niðurgreiðslu landbúnaðarafurða og vegna ákafra mótmæla vemdunarsinna. Nú þykir hins vegar líklegt að efnt verði til nýrrar lotu, ekki síst í Ijósi yfirlýsinga japanskra stjómvalda og Jacques Chiracs, forseta Frakklands, sem um þessar mundir fer fyrir ESB, Reuters Eikyu Oshiro, súshíkokkur í borginni Nago á Okinawa, er hér með nýj- asta súshíréttinn sinn, þjóðfána ríkjanna, sem taka þátt í G-8-fundinum. í vikunni. Chirac er nú staddur í Japan í umboði ESB og í sameiginlegri yfirlýsingu Japans og ESB í gær sagði að „Japan og ESB ákváðu að auka samvinnu sína með það fyrir augum að ýta nýrri lotu [við- ræðna] úr vör ásamt öðram aðildar- ríkjum WTO.“ Viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjómar, Charlene Bar- shefsky, sagði enn fremm- í gær að stefna Bandaríkjanna væri að ná samstöðu um viðræður meðal aðildar- ríkja eins fljótt og unnt er, jafnvel á þessu ári. Sprengja gerð óvirk í Lundúnum Tafír í almenn- ingssamgöngum Lundúnum. Morgfunblaðið. SPREN G JUSÉRFRÆÐIN GAR gerðu í gær óvirka sprengju í mið- borg Lundúna og sprengdu að auki upp óþekktan pakka sem vakti gran- semdir í framhaldi af sprengjufund- inum. Aðgerðirnar ollu töluverðum töf- um á almenningssamgöngum í Lund- únum því loka þurfti Paddington- lestarstöðinni meirihluta gærdagsins auk þess sem fjöldi neðanjarðarlesta gat ekki gengið samkvæmt áætlun. Ennfremur var Viktoríu-stöðinni lok- að í nokkrar klukkustundir. Sprengjan fannst við lestarteina í nánd við Ealing Broadway-neðan- jarðarlestarstöðina í vesturhluta Lundúna eftir viðvaranir sem lög- reglunni bárast um kl. 6 í gærmorg- un. Að sögn lögreglu var um nokkrar sprengjuhótanir að ræða og vora fleiri en ein lestarstöð nefndar til sög- unnar sem vettvangur tilræðis. Lýðveldissinnar á N-írlandi taldir ábyrgir Peter Mandelson, Norður-írlands- málaráðherra, sagði á breska þinginu í gær að sprengjuhótanirnar væra að öllum líkindum komnar frá lýðveldis- sinnum á Norður-írlandi þrátt fyrir friðarsamkomulagið sem nú væri í gildi. Talsmaður lögreglunnar í Lundún- um sagðist ekki útiloka, að sprengju- hótanimar stæðu í tengslum við skrúðgöngu sem halda átti til heiðurs Elísabetu drottningarmóður í tilefni aldarafmælis hennar í ágúst og fór fram samkvæmt áætlun í Lundúnum í gær, þrátt fyrir viðburði dagsins. Traust íslensk múrefni síðan 1972 Kyrmtu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað URKLÆÐIMIIMG ELGO múrklæðningin er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar »Á verði við allra hæfi tar á nýtt og eldra húsn Varist eftirlýkingar Leitið tilboða! Ráðhús Ölfuss, Þorlákshöfn !l steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Sími 567 2777 — Fax 567 2716 V______________________ ELGO MÚRKLÆÐNIIUGIIU hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem IUORDEST IUT Build 66, og staðist þær allar. ELGO MURKLÆÐIUIIUGIIU var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin ha verið prófuð hjá RB Pútín hef- ur fullan sigur gegn héraðs- stjórunum Moskvu. AFP; Reuters. VLADÍMIR Pútín, forseti Rúss- lands, vann í gær mikinn sigur í tilraunum sínum til að ná undir sig miðstjórnarvaldinu í landinu. Þá samþykkti dúman, neðri deild þingsins, með góðum meirihluta breytingar á lögum um stöðu rúss- nesku héraðsstjóranna. Frumvarp Pútíns um, að hann fengi vald til að reka héraðsstjóra, sem gerst hefðu brotlegir við lög, og víkja þeim frá, sem sættu rann- sókn, hafði verið fellt í efri deild- inni, sambandsráðinu, en það er að mestu skipað héraðsstjóranum. Til að hnekkja því þurfti frumvarpið að fá 300 atkvæði í dúmunni en niðurstaðan var sú, að 362 þing- menn samþykktu það en 35 voru á móti. Þá samþykkti dúman einnig framvarp um, að héraðsstjórarnir yrðu sviptir sæti sínu í sambands- ráðinu. Höfðu héraðsstjórarnir áð- ur fallist á það nauðugir viljugir og var málamiðlunin sú, að þeir fá að halda sætinu út næsta ár en eftir það verða þeir að tilnefna annan mann sem fulltrúa sinn. Skipar sjö „yfirhéraðshöfðingja“ Frá því að Pútín tók við embætti í maí í vor hefur hann hert mjög tökin á héruðunum 89 og nokkram sinnum hefur hann ógilt lög, sem þar hafa verið samþykkt en brjóta í bága við alríkislög. Hafa héraðs- höfðingjarnir oft verið sakaðir um að ríkja sem eins konar furstar á sínu svæði og misnota það frelsi, sem Borís Jeltsín, fyrrverandi for- seti, veitti þeim. Hefur Pútín nú skipað sjö „yfirhéraðsstjóra“ og er það hlutverk þeirra að sjá til, að farið sé eftir fyrirskipunum frá Moskvu. Níkolaj Fedorov, héraðsstjóri í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Tsjúvashíja og mikill andstæðing- ur lagabreytinganna, sagði í gær, að Pútín væri að eyðileggja sjálfan grundvöll rússneska sambandsrík- isins og gæti með því kynt undir þjóðernishreyfingum. Litaðu tilveruna Heildsölubyrgðir: Isflex s:588 4444

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.