Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 26

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 26
26 FIMMTUDAGUR20. JÚLÍ200U LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Lífsorka MYJVDLIST Ásmundarsafn YFIRLIT ÁSMUNDUR SVEINSSON Opið alla daga firá 12-18. Til 1. nó- vember. Aðgangnr 400 krónur EFTIR nokkuð sýningaumstang hefur verkum Asmundar Sveinsson- ar (1893-1982) aftur verið lyft á stall í húsi hans og er mikið vel. Með aliri virðingu fyrir yngri kyn- slóðum hefur sú spuming vaknað víða um heim og ekki að ástæðulausu, hve langt núlistamenn geti gengið í þá veru að gera eldri meistara að þjónustu listar sinnar, marka ágæti þeirra í Ijósi eigin naflaskoðunar og sértækra viðhorfa á eðli myndlistar. Engan veginn er skrifari á móti sýn- ingum í húsinu, telur þó skipta máli hvemig að þeim er staðið, en margt það sem er undantekning annars staðar virðist oftar en ekki regla hér er svo er komið. Vitaskuld við hæfi að verk lista- mannsins, og ekkert annað en allt sem þeim heyrir til, sem og maðurinn að baki þeim, séu á oddinum yfir sum- armánuðina, Ásmundur Sveinsson í það heila. Þeir gestir flestir, sem sækja safnið af hvað mestri forvitni og koma frá öllum heimshomum, satt að segja fátíðara að hitta þar á ís- lendinga, nema þá skipulagða hópa ferðalanga frá landsbyggðinni, eldri borgara og skólana. Þetta er og hlut- skipti staðbundinna einkasafna víðast hvar, einnig Milles-safnsins í Stokk- hólmi, en Carl Milles var lærimeistari Ásmundar, ennfremur Munch-safns- ins í Ósló, Bourdelle- og Zadkine- safnanna í París og enn má lengi upp telja ef vill. Hvað Munch-safnið snertir get ég trútt um talað eftir að hafa dvalið í húsinu á flestum árstím- um. Ef til vill er Maillol-safnið í París nokkur undantekning, sem afar líf- legt safn í lifandi umhverfi, en það er einkaframtak og hugmynd Dinu Viemy, ber nafn hennar; Fondation Dina Viemy. í blóma lífs síns var hún fyrirsæta meistarans, og seinna einn af mörgum metnaðarfullum og fram- sýnum listhöndlurum borgarinnar, safnið drifið áfram af ást, virðingu og auðmýkt á list Maillols. Ástin og virð- ingin era í þessum tilvikum mikils- verðir þættir, einnig að gesturinn finni fýrir nærvera listamannsins, helst að sá andi beinlínis á hann, síður að hlutimir séu umformaðir og skipu- lagðir frá granni af tilskikkuðum eft- irkomendum sem hugnast þá kannski öðra fremur að þrengja sér í sviðs- ljósið. Að þessu hef ég margsinnis vikið í pistlum mínum varðandi einka- söfn í útlandinu og hér heima, vildi til að mynda sjá meira af Sigurjóni Ól- afssyni í Sigurjónssafni, Asmundar- safn þannig síður en svo einangrað fyrirbæri, né annarlegar kenndir að baki. Hér má nefna, að síðan hluti kjallara gömlu sýningarálmu Munch- safnsins var gerður að nokkurs konar sviðsettum æviferilsannál, með ætt- artré, ljósmyndum, persónulegum munum og öllu tilheyrandi, er það til muna jarðneskara aðkomu og stóram meira af sjálfi listamannsins í húsinu. Safnhúsi sem er frekar köld og til- komulítil bygging og ekki að öllu leyti í samræmi við listaverkin innan dyra, Ljósmynd/Bragi Asgeirsson Frummyndin af „Tónum hafsins““ varð til um miðbik 20. aldar, en seinna gerði Ásmundur risastóra útgáfu í sementi, sem er bindiefni úr kalkdufti og leir, blandað gifsi. í hvaða hlutföllum veit ég ekki, hér gerði listamað- urinn ýmsar tilraunir, en þessi stóru verk í garðinum hafa látið á sjá eins og hann óttaðist raunar sjálfur, enda mun ekkert burðaijárn í þeim. Hér trónir styttan nýuppgerð í garðinum, hvít eins og sjávarlöðrið. beinar línur og nýtistefna á oddinum, ekki blóð tár og sviti, enn síður lífið, ástin og dauðinn, sem hefði verið í meira samræmi við ofumæma sálina í listamanninum og inntak hstaverk- anna innan dyra. í húsi Ásmundar Sveinssonar hef- ur flestu verið umtumað að undan- skildri byggingunni sjálfri og allt önnur skipan á myndastyttunum í garðinum, nema kennitáknunum við aðalinngangin, jafnvel áferð verk- anna hefur ekki fengið að vera í friði. Þetta er þó vel að merkja stefumótun sem núverandi forstöðumaður fékk í arf. Þá saknar maður þess, að fá ekk- ert á milli handanna um verkin sem til sýnis era, og svo era verkin utan dyra ómerkt. Ásmundur var réttur og sléttur bóndasonur ofan úr sveit, frá Kol- stöðum í Miðdölum í Dalasýslu, sem kunni aldrei við fínheit í kringum sig, r INGM0LT Hetmasiða; Fasteijnasala Gaðlaag Eelndóttír, Iðgg. fastelguasall Isuðurlandsbraut 54, bláti húsin www.thingholt.is lf- Opið virka diga.frá k I ; 9^±7^Jg 533^ 3444 J BROT \ I 1»VI BI STV einbýíi Neðstaberg - Víðidalur. Glæsilegt ea 300 fm einbýlishús á tveimur hæðum við Elliðaárdalinn. 5 svefnherb. 3 stofur. Stórar suöurverandir og -garður tengjast útivistarsvæði Víðidalsins. 35 fm bílskúr. Sérlega bjart og notalegt hús. 4108 Reykjavegur - Mosfellsbæ. 151,8 fm einbýlishús og að auki 42,5 fm góður bllskúr. 4-5 svefnherb. Stór stofa með ami. Stórt herbergi með sérínngangi og forstofu. Fallegur garður. Stór hellulögð suðurverönd út frá stofu. Blómaskáli. Verð 18,3 millj. 4154 Flúðasel - endaraðhús. Fallegt 183 fm raðhús á tveimur hæðum, ásamt stæði i bilageymslu. Að auki er kjallari undir öllu húsinu. 5. svefnherb. Húsið er laust við kaupsamning. Áhv. 7 millj. byggsj. og húsbréf. Verð 16,2 millj. Ásland - Mosfellsbæ. Giæsiiegt parhús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað. 5 svefnherb. Stórar stofur. 28 fm bílskúr. Húsið afhendist fullbúið utan en fokhelt að innan 15 sept. nk. Húsið er komiö vel áleiðis i byggingu. Verð 13,5 millj. 4184 Grasarimi. Björt og rúmgóð 223 fm ibúð i parhúsi á tvemur hæðum. Fjögur svefnherbergi, tvær stofur og sjónvarpshol. Eignin er ekki fullbúin. Áhvflandi 6,2 millj. húsbr. Verð 15,5 millj. 4203 hæðir Smárar - Kópav. Sérstaklega glæsilegt einbýlishús á frábærum stað. Vönduð eign og vel staðsett með mikilli lofthæð. Fallegt útsýni. Skipti á rað/parhúsi ( Smárum/Lindum kemur til greina. Verð 27,8 millj. 4200 Hamrabyggð - Hafnarf. Glæsilegt 174,5 fm einbýll ( smfðum. 4 herbergi og stórar stofur. Húsið stendur við 1. braut á golfvelli Keilis og útsýni er fallegt. Húsið afhendist fullb. að utan, múrað og húðað með Ijósum kvarts. Verð 15 millj. wnamammm Fjallalind - Kóp. Glæsilegt 168 fm endaraðhús á tveimur hæðum. 4 svefnherb. Góð stofa. Innb. bílskúr. Síðasta húsið. Selst fullb. að utan en fokhelt að innan. Tilb. til afh. í ágúst. Verð 13,3 millj. Jöklasel - Seljahvefi. vorum að fá i einkasölu fallegt ca 220 fm endaraðhús m. innb. bilskúr. 4 góð svefnherb. Glæsil. opið rými i risi sem nýta má sem dagstofu eða sjónvarpsstofu og leikherb. Sérinng. á jarðhæð og hæð. Mögul. skipti á 4ra til 5 herb. íbúð í sama hverfi. Verð 18,5 millj. 4201. Hraunteigur - sérinn- gangur. Vorum að fá I einkasölu sérstaklega fallega fbúð í þessu vinsæla hverfi. Þrjú svefnherb., stofa og sjónvarpshol. Gróinn og fallegur garður. Áhvílandi 3,5 millj. húsbr. Verð 13,3 millj. 4205 ISIililQI Fiskakvísl. Glæsilegt 175 fm enda- raðhús á tveimur hæðum m. lokuöum garði og tvöföldum sérstandandi ca 40 fm bflskúr. Norður- og suöursvalir. Gott útsýni yfir borgina. Verð 20,9 millj. 4187 Vættaborgir - Grafarvogi. Stórglæsileg endaíbúö með sérinngangi á efri hæð i littlu fjölb. Parket á allri íbúðinni nema á baðherb. sem er flísal. Þrjú góð herb. (eitt notað I dag sem borðst.) Þvottaherb. innaf glæsilegu eldhúsi. Vönduð og falleg eign. Verð 12,3 millj. Vesturvallagata - ný íbúð. I byggingu á 2.hæð i vesturbænum. Ibúðin er ca 81 fm, 2 herbergi, stofa, baðherbergi og geymsla. (búðin verður seld tilbúin til innréttinga og verður afhent í ágúst/september ( ár. Teikningar á skrifstofu Þingholts. Verð 10,3 millj. gekk ekki greiddur og strokinn í gljá- fægðum oddmjóum lakkskóm um hús sín. Var vígður striti sveitalífsins til 22 ára aldurs og bar þess merki allt sitt líf, líkt og Hallsteinn bróðir hans, en báðir voru í útliti sem klipptir úr fomsögunum og þá einkum Hall- steinn, sem var völundur á smíðar og listamaður sem slíkur. Notaði augun og skynjunina sem mælistiku frekar en aðfengin hjálpartæki svo sem frægt var meðal myndlistarmanna, sem leituðu mikið til hans vegna um- gerða um myndverk sín. Um árabil var Hallsteinn mikilvægur aðstoðar- maður bróður síns, og lengi hefur mig granað að hann eigi eitt og annað í tréskúlptúmum sem var afmai-kað og einstakt tímabil á listferli Ásmundar. Áhugi Hallsteihs á viðum, ekki síst gömlum ormétnum og veðraðum, saga útaf fyrir sig, og því áhugamáli var hann vígður til hinsta dags. Hann lést háaldraður fyrir fáum áram og blessuð veri minning þessa sérstæða valmennis. Hyggja mín er, að ferðalöngum komnum hingað frá fjarlægustu heimshomum og helst til að kynnast íslenskri þjóð og menningu hennar, þætti ómælt meiri fengur í að kynn- ast manninum Ásmundi Sveinssyni eins og hann var, réttum, sléttum, skítugum og með sigggrónar hendur, heldur en þvegnum, klipptum og stroknum í stássfötum, og í húsa- kynnum sniðnum eftir forskrift er- lendra hásala, sem hann gaf sjálfur lítið fyrir í lifanda lífi. Þannig hefur færst mikið í vöxt á tímum mötunar og hnattvæðingar, sem helst valtar yfir lággróðurinn, að fólk leiti uppi eitthvað alveg sérstakt og öðravísi á ferðum sínum. Hér áttum við mann- inn Ásmund Sveinsson og safaríka visku hans á mannlífið, en hvar sér þessum upprana hans stað í húsinu er svo er komið og hvar er Ásmundur sjálfur? Yerk hans era þar ennþá góðu heilli, en umhverfi þeirra annað, andi hússins hefur vikið fyrir hjáleit- um fínheitum og listaverkin svipt lífs- mögnum umhverfisins sem fyrram umlék þau. Þetta kemur þó hönnun- inni í sjálfri sér minna við, en verltin standa einhvem veginn svo umkomu- laus á stásslegum marmaranum eins og vanti manninn og lífsandann að baki þeirra. Ekki er þetta einangrað fyribæri, því jafnvel Rodin-safnið í París er undir sömu sök selt, en þar hafa styttumar í garðinum ein af annarri hlotið svipaða meðferð, þó ekki án mótmæla frá listamönnum og París- arbúum. Hin tímalega fylling í myndastyttum, ásamt áferð þeirra húðinni, er nokkuð sem velflestum myndhöggvuram fortíðar hugnaðist ofar öllu og málaramir vora hér einn- ig með á nótunum. Michaelangelo gróf styttur niður í jörðina í þeim til- gangi að þær sýndust eldri og Munch setti málverk sín út á svalir eða stafl- aði þeim upp við húsvegg til að þau veðraðust, nefndi það hrossakúr! Parísarbúar segja þetta bardús fá- fengileikans við styttur Rodins, gert fyrir óþroskaða túrhesta, trúlega af svipaðri gerð og leitar hér á landi uppi hamborgara/flatbökustaði og /eða litað gæraskinn, era æfir út í það sem embættismenn leyfa sér í þess- um efnum. Við, sem þótti vænt um manninn Ásmund Sveinsson, sem var alþýð- leikinn holdi klæddur, skiljum ekki þessa þróun mála, því þetta gerir list hans framandlegri og óaðgengilegri. Einkasafn á síður að gera að ósnert- anlegum fínheitum, öllu frekar safa- ríkri kviku lífsorku í samhljómi við lífsstarf mannsins sem þau era byggð yfir, í þessu tilviki römm náttúraöfl sem snerta alla með innri ratsjána virka. Bragi Ásgeirsson fpM—1Bfc mm mm pm LUNDUR FASTEIGNASALA SÍIYLI 533 1616 FAX 533 1617 SUÐURI.ANDSHRAUT 10, 2.1 IÆÐ, F/OUAN BLÓMASTOFU URIÐFINNS, 108 RIEYKJAVÍK Ellert Róbertsson sölumaður Karl Gunnarsson sölumaður Jóhannes Asgairsson hdl., lögg. fastaignasali Kjalarland - Fossvogur Vorum að fá í sölu mjög gott ca 200 fm endaraðhús ásamt 25 fm bílskúr. M.a. Stórar stofur og borðstofa. Eld- hús með nýlegum vönduðum inn- réttingum og tækjum. Góðar suður- svalir frá stofu. Hátt til lofts í holi og stofum. Á neðri hæð eru 3-4 her- bergi. Baðherbergi á neðri hæð og gesta w.c. uppi. Fallegur og skjólgóð- ur suðurgarður. Vönduð og góð eign. Gerðharmrar - Grafarvogur Einkar fallegt og vel staðsett ein- býli á einni hæð ásamt bílskúr, samt. um 200 fm. M.a. 4 her- bergi, góðar stofur þar sem gert er ráð fyrir arni, sjónvarpsstofa, 2 baðherbergi. Suðurverönd afgirt með skjólveggjum. Stórt eldhús með vönduðum innréttingum og tækjum. Hiti í innkeyrslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.