Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 32

Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 20. JIJLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listahátíð í Reykjavík hélt upp á þrítugs- afmæli sitt með pomp og prakt fyrr í sumar. Þótti veislan vel heppn- uð og þjóna markmiði hátíðarinnar, að örva, efla og undirstrika ís- lenska frumsköpun. Orri Páll Ormarsson ræddi við Svein Einars- son, formann fram- kvæmdastjórnar Lista- hátíðar, um nýafstaðna hátíð, markmið og hug- myndir að auknum um- svifum á sviði lista og menningar, meðal ann- ars listahátíð á lands- byggðinni. EINHVERN tíma hefur það þótt óðs manns æði að halda listahátíð í Reykjavík, lítilli borg á hjara veraldar, þar sem straumai' og stefnur í listum og menningu áttu til að stinga sér niður eftir að þær voru um garð gengnar úti í hinum stóra heimi, ef þeim þóknaðist það þá á annað borð. En tímarnir breytast og mennirnir með og nú, þrjátíu árum síðar, efast ekki nokkur maður um að Listahátíð í Reykjavík eigi rétt á sér. Hátíðin sem í ár átti stefnumót við tímann. A sautjánda þúsund gesta borg- uðu sig inn á viðburði Listahátíðar í Reykjavík árið 2000 samanborið við hálft fímmtánda þúsund fyrir tveim- ur árum. Raunar er tveimur mynd- listarsýningum ólokið, alþjóðlegu arkitektasýningunni, Garðhúsabæn- um, á Kjarvalsstöðum og Flakki í Norræna húsinu, þannig að endan- legar tölur um aðsókn, til dæmis að myndlistarsýningunum, liggja ekki fyrir. „Það getur verið erfitt að taka myndlistina með í reikninginn, eink- um útisýningar, en við vorum með sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Strandlengjuna, inni á dagskránni síðast og það er ekki nokkur leið að ímynda sér hvað margir skoðuðu hana, tíu þúsund eða fimmtíu þúsund. Ef við lítum bara á leiksýningar og tónleika virðist há- tíðin í ár hins vegar hafa verið tals- vert betur sótt en hátíðin 1998, sem þó var metár. Inni í henni þá voru líka rokktónleikar sem ekki voru núna. Við getum því ekki annað en verið ánægð með aðsóknina," segir Sveinn Einarsson, formaður fram- kvæmdastjómar Listahátíðar. Formaðurinn er einnig ánægður með viðtökur, leikra sem lærðra. „Hátíðin fékk afar jákvæða umfjöll- un í fjölmiðlum. Það var helst að tón- leikar fínnska píanóleikarans Olli Mustonens væru umdeildir. Þar skiptust menn í tvö horn, þeir sem voru yfir sig hrifnir og þeir sem fundu listamanninum llest til for- áttu. En undir það vorum við búin og líkaði vel. Stíll Mustonens er afar sérstakur. Flest annað kepptust menn við að lofa. Við verðum því að vera mjög ánægð frá listrænu sjón- armiði. Almenningur sýndi hátíðinni líka óvenju mikinn áhuga. Við fundum strax fyrir meðbyr - að það væri stemmning fyrir Listahátíð. Hinn listræni árangur skiptir mestu máli.“ Prófsteinn á Listahátíð Sveinn segir árið í ár hafa verið prófstein á Listahátíð fyrir þær sak- ir að óvenju mikið er um að vera í lista- og menningarlífi landsins, allt átti að gerast á árinu 2000. „Reykja- vík er, eins og fólk veit, ein af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000 og Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og unnusta hans, Dorrit Moussaieff, heilsa upp á eina skærustu stjörnu San Francisco-ballettsins, Yuan Yuan Tan, eftir frumsýningu á Svanavatninu í Borgarleikhúsinu. Sveinn Einarsson, formaður framkvæmdasljórnar Listahátiðar í Reykjavík, fylgist með. Að nota hugmynda- flugið til að breyta mannganginum Fjör var í klúbbi Listahátíðar sem að þessu sinni var í Hlaðvarpanum. því reyndi á að undirstrika sérstöðu Listahátíðar frá öðrum hátíðum. Við tókum þann kostinn að vinna mikið með menningarborginni og var það samstarf með ágætum. Eg held að það hafi verið viturlegt og fagþekk- ing Listahátíðar nýst menningar- borginni vel.“ Vegna erils á árinu ákvað Listahá- tíð að bjóða upp á færri en stærri viðburði en oft áður. Féll sú ráðstöf- un vel að stefnu hátíðarinnar sem spyr, að sögn Sveins, fremur um gæði en magn og hefur frá fyrstu tíð lagt áherslu á að bjóða upp á úrvals- efni. Jafnvel efni sem ekki sést ann- ars staðar. „Við höfum oft fengið hrós fyrir að fitja upp á ýmsu og bræða saman ólík sjónarmið í eitt markmið. Eg held að það hafi heppn- ast prýðilega að þessu sinni, og sér- staklega hefur glatt okkur að heyra jákvæðar raddir íslenskra lista- manna.“ Sveinn átti sæti í framkvæmda- stjórn fyrstu Listahátíðarinnar fyrir þrjátíu árum og segir hátíðina öðru fremur hafa byggt á þremur stoðum. „Fyrir það fyrsta höfðu samtök listamanna staðið fyrir hátíðum til að minna á gildi listarinnar í samfé- laginu. Þau áttu því drjúgan þátt í að ýta Listahátíð úr vör. í annan stað hafði Norræna húsið mikilvægu hlutverki að gegna. Bæði hafði það aðgang að ýmsum norrænum menn- ingarsjóðum og sambönd við nor- ræna listamenn. Síðast en ekki síst var hlutur Vladimirs Ashkenazys stór. Hann var búsettur hér á landi á þeim tíma og það var ómetanlegt að geta frá upphafi nýtt sambönd hans við stærstu nöfn í heimi á sviði tón- listar. Framlag Ashkenazys til Listahátíðar verður seint fullþakk- að.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þremur áratugum og hátíðin stendur nú á tímamótum hvað stjórn varðar. „Frá og með næstu hátíð hefur verið ráðinn fastur listrænn stjórnandi en listræn ábyrgð hefur til þessa verið á höndum fram- kvæmdastjórnar hátíðarinnar. Stjórnin hefur með öðrum orðum verið dagskrárnefnd en eftir þessa breytingu verður hún meira eins og eftirlitsstjórn. Listrænn stjórnandi getur þess í stað fengið til samstarfs ýmsa sérfræðinga í minni nefndir. Þessi áherslubreyting á að hafa í för með sér markvísari stefnumótun og er meira í takt við það sem tíðkast á sambærilegum hátíðum erlendis. Þá mun þetta án efa auðvelda hátíðinni að fiska eftir stórum nöfnum en þeim getur tekið langan tíma að landa.“ Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi menningarborgarinnar, hefur verið ráðin í starf listræns stjórnanda Listahátíðar og mun hefja störf í haust. Að rækta akurinn Listahátíð hefur alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á heimskunna listamenn en lítur ekki síður á hitt, að rækta eigin akur, sem hlutverk sitt. „Það hafa alla tíð verið skilaboð frá listamannasamtökum að örva, efla og undirstrika innlenda frum- sköpun. Án hennar verður menning- arlífið snautt. Að mörgu leyti má segja að þetta sé eitt mikilvægasta hlutverk hátíðarinnar. Erlendir stórviðburðir geta verið meira eins og flugeldasýningar. Það sem gildir er að sá akurinn, ekki síst þar sem við eigum svo mikið af frábærum listamönnum.“ Að sögn Sveins hefur ávallt verið leitast við að koma á samvinnu inn- lendra og erlendra listamanna á há- tíðinni. Fá gestina til að smita út frá sér - skilja eftir sig spor. „Það má í þessum skilningi líta á Listahátíð sem gróðrarstíu um leið og hátíð. Þessi stefna hefur orðið skýrari á seinni tímum, hver hátíð hefur haft sitt andlitsfall. Þannig bar hátíðin fyrir tveimur árum yfirskriftina Þar sem straumar mætast. Var þá stefnt saman listamönnum úr mörgum ólíkum áttum.“ I ár var tekin önnur stefna enda þótti, á merku ári, við hæfi að setja íslenska frumsköpun í öndvegi og að sem flestir þættir í listrænu starfi þjóðarinnar fengju notið sín. „Fyrir þetta höfum við fengið mikið hrós sem gleður okkur. I fyrsta lagi lögð- um við áherslu á öfluga bai-namenn- ingu. Þrjú ný verk voru frumflutt - öll í háum gæðaflokki - leikrit, brúðuleikur og ballett. Öll áttu þau það sameiginlegt að efnið var sótt í menningararf þjóðarinnar en sett fram á nútímalegan máta. Það er engin tilviljun. Minnislaus þjóð tap- ar talsverðu af verðmætum sínum. Hefur minni eldivið ef hún safnar ekki gömlum sprekum. I öðru lagi var bókmenntunum gert óvenju hátt undir höfði en þær vilja því miður stundum verða út undan á hátíðum af þessu tagi. Efnt var til smásagnasamkeppni og gefin út bók sem fengið hefur ljómandi góða dóma. Haldin var ljóðasýning sem er nýmæli og heppnaðist vel. Loks var fullt út úr dyrum á skálda- vökum sem haldnar voru. í þriðja I lagi má með góðri samvisku segja að arkitektúrinn hafi skipað veglegan sess að þessu sinni. Alþjóðlega sýn- ingin, Garðhúsabærinn, á Kjarvals- stöðum, sem stendur enn, er sér- staklega athyglisverð og ekki var sýningin Öndvegishús og merkileg mannvirki í Hafnarhúsinu síðri. Dómnefnd fagmanna valdi fimmtíu „verk“ og það sem gerði valið svo spennandi var að ekki var litið á hús- | in sem einangruð fyrirbæri út frá f byggingarfræðilegum og fagur- fræðilegum sjónarhornum, heldur voru þau skoðuð í samhengi við um- hverfi sitt og aðstæður. Ég held að þessi sýning hafí opnað augu margra fyrir því hvað bygging og umhverfi eni nátengd." Má aldrei gleyma reynslunni k Margs er að gæta á hátíðum þar sem menning og listir eru í brenni- j depli. Sveinn segist íyrst og síðast | hafa tvennt í huga. „Það má aldrei gleyma reynslunni. Við verðum að kunna að horfa um öxl. Þar er ég ekki að mælast til þess að hlutir séu endurteknir, heldur vegnir og metn- ir út frá nýjum forsendum - forsend- um hvers tíma. Þegar sögunni hefur verið komið fyrir í bakpokanum er brýnt að byrja frá grunni. Hugsa alveg upp á nýtt. Aðeins þannig stuðlum við að I nýjungum. Tökum Bellman-tónleik- j ana hans Bubba Morthens á þessari Listahátlð sem dæmi. Það var að mínu mati hárrétt ákvörðun að bjóða ekki upp á venjulega Bubba-tón- leika, heldur upplifa eitthvað alveg nýtt. Við virkjuðum Bubba því til að glíma við eitthvað allt öðruvísi og ég held að flestir geti verið sammála um árangurinn. Hann var frábær. Auð- vitað er mikilsvert að geta boðið upp á viðburði eins og stórsöngvaraveisl- | una í Laugardalshöllinni eða sýn- 1 ingu San Franciseo-ballettsins á Svanavatninu - eitthvað sem enginn vill missa af - en hitt er ekki síður mikilvægt, að nota hugmyndaflugið til að breyta mannganginum. Það kann fólk að meta.“ Auk hins listræna gildis stórvið- burðanna sem fyrr er getið segir Sveinn þá ekki síður þjóna þeim til- gangi að smita út frá sér - „senda já- kvæðar sprengjur upp í loftið“. „Gott dæmi um þetta er söngkon- | an heimsfræga frá Grænhöfðaeyj- f um, Cesaria Evora, en miðar á tón- leika hennar seldust upp í hvelli. Það smitaði greinilega út frá sér því þeg- ar sönghópurinn Ladysmith Black Mambazo frá Suður-Afríku kom fram nokkrum dögum síðar var líka fullt út úr dyrum. Þannig getur þetta undið upp á sig.“ En er Listahátíð í Reykjavík alltaf jafn mikilvæg fyrir listalífið í land- y inu? „Ég hef velt þessu mikið fyrir mér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.