Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 33

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 33 LISTIR Suður-afríski sönghópurinn Ladysmith Black Mambazo vakti mikla at- hygli á tónleikum á Listahátið. Hér situr hópurinn að snæðingi. undanfarin misseri. Svarið er ekki gefið. Þótt eitthvað takist vel í ákveðinn tíma er ekki þar með sagt að ævarandi þörf sé fyrir það, eink- um ef gosvirknin er lítil. Hátíðin í ár hefur aftur á móti tekið af öll tvímæli um það að þörfin fyrir Listahátíð í Reykjavík er meiri en nokkru sinni fyrr.“ Nú vantar bara almennilegt hús- næði. „Við finnum illilega fyrir hús- næðisleysi. Menn láta sig dreyma um tónlistarhús, sem myndi auðvit- að fyrst og fremst mæta þörfum Sin- fóníuhljómsveitar íslands, en kæmi fleirum svo sannarlega til góða, með- al annars Listahátíð. Við höfum að- gang að þremur húsum fyrir um fimm hundruð manns en það dugar bara einfaldlega ekki til. Ég er sann- færður um að við hefðum getað fyllt fimmtán hundruð manna hús að minnsta kosti fimm sinnum á sýn- ingu San Francisco-ballettsins, svo mikill var áhuginn. Við höfum Laug- ardalshöllina en finnum að það er ekki endalaust hægt að bjóða upp á hana. Það var reynt að gera hana huggulega fyrir stórsöngvaraveisl- una, sem tókst reyndar vonum fram- ar, en eftir stendur að þetta er og verður íþróttahús, ekki tónleika- höll.“ Finna þarf þörfina Að áliti Sveins er mikilvægt að Listahátíð bregðist við aðstæðum, finni hvar hennar er þörf hverju sinni. „Það er miklu meira um að vera á sviði menningar og lista nú en 1970. Það hefur til dæmis ekki eins mikla þýðingu nú að flytja inn klass- íska tónlistarviðburði. Hér voru haldnir um fjórtán hundruð tónleik- ar í fyrra. Sömu sögu er að segja um djass og kvikmyndir, listgreinar sem Listahátíð tók upp á sína arma á sín- um tíma. Nú eru til sérstakar hátíðir utan um þessar greinar. Eins rokkið. Við fluttum Led Zeppelin inn á fyrstu Listahátíðina en nú eru þau mál komin í aðrar hendur. Þarna sjá- um við hlutverk Listahátíðar í hnotskurn, hún á að brydda upp á nýjungum en ekki bæta við það sem þegar er á boðstólum.“ Sveinn segir líka nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að Listahátíð í Reykjavík sé fyrst og fremst hátíð fyrir íslendinga. „Gerðar hafa verið tilraunir til að laða að útlendinga og þeh hafa vissulega komið. Það skipt- ir hins vegar ekki sköpum fyrir rekstur hátíðarinnar og mun ekki gera.“ Framlag hins opinbera til hátíðar- innar var í upphafi helmingur af veltu. Nú er það að sögn Sveins um þriðjungur. „A móti kemur að kost- un hefur aukist töluvert en það breytir því ekki að þriðjungur er al- mennt talið í lægri kantinum á hátíð- um af þessu tagi. Þennan grundvöll væri viturlegt að treysta.“ Að sögn Sveins hefur komið til tals að halda hátíðina árlega en ekki ann- að hvort ár, eins og nú tíðkast. Sér hann kosti við þá hugmynd? „Það yrði örugglega rekstrarlega hagkvæmt að halda hátíðina árlega. Ég er heldur ekki í vafá um að nóg er til af efni og áhugi almennings er sannarlega fyrir hendi. Það stefnir því allt í þá átt. Ákvörðun af þessu tagi blandast hins vegar inn í póli- tíska umræðu, nefnilega byggðar- stefnu. Talað hefur verið um listahá- tíð eða menningarhátíð landsbyggð- arinnar sem gaman væri að sjá verða að veruleika. Hún yrði þá haldin annað hvort ár, á móti Listahátíð í Reykjavík. Ég hef á hinn bóginn ekki trú á því að hægt sé að reka slíka hátíð á sömu forsendum og Listahátíð í Reykjavík. Að mínu viti ætti hátíðin ekki að stíla inn á sömu mið alfarið og listahátíð heldur stuðla að sköpun út frá þeim efnivið sem til er út um allt land. Það er stórkostleg gullkista." Hugmyndaleg forysta heimamanna Sveinn bendir á að þegar sé til vís- ir að listahátíð á landsbyggðinni með Listasumri á Akureyri, tónlistarhá- tíðum í Skálholti, Reykholti og á Kirkjubæjarklaustri á sumrin og fleiru. „Það sem mér þykir brýnast er að þessu sé ekki öllu stjórnað héð- an frá Reykjavík. Heimamenn eiga að vera í hugmyndalegri forystu. Listahátíð í Reykjavík gæti vita- skuld miðlað af sinni faglegu reynslu en ekki sem stýrikerfi heldur sem ráðgjafi, ekki síst um praktísk at- riði.“ Og Sveinn hefur fleiri markmið í huga fyrir landsbyggðina. „Ég vil sjá atvinnuleikhús í öllum landsfjórð- ungum. Menn höfðu veika trú á Leikfélagi Akureyrar á sínum tíma, óttuðust að það dræpi alla leiklistar- starfsemi í grenndinni. Ahrifin hafa verið þveröfug. Leiklist stendur í miklum blóma nyrðra. Þá er kominn visir að óperustúdíói á Austurlandi, löng hefð er fyrir tónlistarstarfi á ísafirði og þjóðlagahátíð er nú hald- in á Siglufirði, svo dæmi séu tekin. Þetta sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að hagur byggðanna felst í því að skapa sér sérstöðu út frá sögu sinni og menningararfi. Menningar- borgin hefur komið að miklu gagni í þessu tilliti. Nú er bara að gleyma félagsheimilahugsjóninni og mynda stærri einingar. Menningarlífið verður fjölbreyttara og öflugra með þeim hætti. Listahátíð í Reykjavík á svo að sigla áfram sem flaggskip - Gullfoss menningarinnar.“ Nýr Pure Color varalitur sem endist Uppgötvaðu lit í þrívídd! Hreinan, sterkan, djúpan. Áferð sem er engu lík og 24 ótrúleg litbrigði. Komdu og lóttu okkur hjólpa þér að finna hvaða litir fara þér best. Sterkur litur Sindrandi gljái Einstök ending ESTEE LAUDER verslanir: Clara, Kringlunni, Sara, Bankastræti, Lyfja, Lágmúla, Lyfja, Setbergi, Lyfja, Hamraborg, Hagkaup, Kringlunni, Hagkaup, Smáranum, Amaro, Akureyri, Apótek Keflavikur. Júlítilboö á Bronco Pro Shock 8“, 20“ og 22' stellhæð jl Plasthúðaðar sveifar^kf Ál nöf og Alloy gjaröir 24" 21 gíra fyrir 8-10 ára. . 20" 6 gíra fyrir 6-7 ára. ij Breiður og mjúkur hnakkur Tectro al V-bremsur Shimano gírbúnaður Al stýri og stýrisstammi Grip Shift J /skiptihandföng Eagle dcmpari 60 mm fjöðrun 26" 21 gíra. Hjóiin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og upphersla fylgir hjólum frá Markinu. Ármúla 40 Sími: 553 5320 Iferslunin AMRKIÐ • Hjá Ása, Hafnarfirði • Pipulagningaþjónustan, Akranesi • Hrannarbúðin, Grundarfiröi • Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi • Hegri, Sauöárkróki • Valberg, Ólafsfirði • Skíðaþjónustan, Akureyri • Skógar, Egilsstöðum • Vik, Neskaupstað • KASK, Homafirði • Útisport, Keflavík Tilboð kr. 23.715 stqr: 22.530 Tilboð kr. 22.865 stqr: 21.530 Tilboö kr. 18.615 stqr: 17.685 ■ ■- ..... ■ Skeifunni 11 - Simi 588 98S0 - Veffang orninn.is Opiðkl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.