Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 39_ MINNINGAR ' JONAS SIGURÐUR KONRÁÐSSON + Jónas Sigurður Konráðsson fæddist í Reykjavík hinn 4. 1960. Hann lést á heimili sínu hinn 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Kon- ráð Páll Ólafsson, f. 11. júlí 1936 og Ingi- gerður Stefanía Ósk- arsdóttir, f. 4. febr- úar 1937. Systkini hans eru: 1) Guðjón Árni, f. 16. janúar 1959, ókvæntur. 2) Jóna Ósk, f. 16. apríl 1962, gift Augusti Hákansson, f. 21. febrúar 1961. Þeirra börn eru: a) Óli Gunnarr, f. 1982, b) Hildur Arna, f. 1987 og c) Frantz Adolf f. 1990. 3) Guðmundur Kristinn, f. 8. apríl 1964, ókvæntur, dóttir hans er Henný, f. 1984. Jónas Sigurður starfaði lengst af hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi en starfaði síðast sem bflstjóri hjá Allrahanda síðan vor- ið 1999. Útför Jónasar Sigurðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hestunum eða að vinna fyrir húsfélagið. En þar varst þú gjaldkeri og efast ég ekki um að því verki hefur þú skilað eins vel og unnt hefur ver- ið. Þegar þú varst að vinna í lóðinni í blokk- inni þinni, naust þú þess út í ystu æsar. Enda börnin þar núm- er eitt, tvö og þrjú. Mikið spáð og spekúl- erað hvernig leiktæki væru öruggust og best fyrir þau. Svo voru náttúrlega öll börnin sem þú ert búinn að vera að keyra, en þú ert búinn að vera að keyra fyrir Allrahanda ehf. síðan vorið 1999. En þar varst þú með fasta rútu, með fötluð börn, sem þú ókst á milli staða. Þar varst þú líka á heimavelli, því þar voru börnin. Oft varstu að velta fyrir þér hvort hitt eða þetta mætti ekki betur fara, barnanna vegna. Elsku Siggi, ég gæti haldið svona endalaust áfram, en við hittumst aftur, þó síðar verði. Guð geymi þig elsku bróðir. Þín systir, Jóna Ósk. Elsku Siggi okkar. Nú kveðjum við þig með þessum fátæklegu orðum. Sem barn varst þú alltaf þægur og góður og þegar þú eltist varst þú alltaf duglegur til vinnu og samviskusamur. Aldrei kvartaðir þú yfir einu eða neinu. Þú varst aðeins 39 ára gamall er maðurinn með ljáinn kom og tók þig frá okkur. Við kveðjum þig með þessum litla sálmi sem Tómas Guðmundsson samdi. Vér treystum því, sem hönd Guðs hefur skráð: í hverju fræi, er var í kærleik sáð, býr fyrirheit um himnaríki á jörðu. Hver heilög bæn á vísa Drottins náð. Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna, ef hjálp og miskunn blasir öllum við i trú, sem ein má þúsund þjóðum safna til þjónustu við sannleik, ást og frið? Pabbi og mamma. Elsku Siggi, ég veit varla hvern- ig ég á að fara að því að kveðja þig. En hvorugt okkar hafði ætlað að eiga kveðjustund svo fljótt, eins og raun ber vitni. Að þú skyldir þurfa að fá sjúkdóm, sem tæki þig frá okkur á örfáum klukkutímum, er eins óréttlátt og hægt er. Það var ýmislegt sem við áttum eftir ógert. Ég veit að ég var systir sem skipti sér af ýmsu, en ég held að þér hafi aldrei leiðst það. Þegar þú keyptir íbúðina þína fyrir um sjö árum og ég var að vasast í því með þér, urðum við enn nánari. Við höf- um getað rætt ýmislegt, en samt ekki nóg. Þú varst með ýmis plön fyrir haustið, t.d. að þú ætlaðir að fara þína fyrstu utanlandsreisu til Nepal og hitta Laxmi, fósturdótt- urina, (SOS-barnið þitt) sem þú varst búinn að vera að styðja síðan 1997 og þér þótti svo vænt um. Já, elsku Siggi minn, ég segi enn og aftur að þú varst maður sem áttir að eiga börn og helst mörg. Ég og August höfum ákveðið að bæta einu barni við fjöldann okkar, en við ætlum að sjá um Laxmi fyrir þig, í þinni minningu, því ég veit að það hefðir þú viljað, ef þú hefðir getað sagt mér, til um hvað ég gæti gert fyrir þig. Ég þekki fáa barnakalla eins og þig, ef þá nokk- urn. Og hafa börnin mín, ekki farið varhluta af góðmennsku þinni. Stundum sáumst við ekki í marga daga jafnvel tvær, þrjár vikur því þú varst alltaf svo upptekinn við eitthvað. Við gátum þá heyrst í síma. Aldrei man ég til þess að þú kvartaðir, eða þig vanhagaði um nokkurn skapaðan hlut. En ef ég eða aðrir þurftu aðstoð hafðir þú alltaf tíma. Ef þú varst ekki að vinna, þá varst þú að stússast í Mig langar að minnast mágs míns, Jónasar Sigurðar, sem lést á heimili sínu hinn 8. júlí sl. með fá- einum orðum. Ég kynntist Sigga, eins og fjölskylda hans kallaði hann, þegar ég og Jóna Ósk, systir hans, fórum að draga okkur saman fyrir tæpum tuttugu árum. A þeim árum vann hann sem kaupamaður í sveit og stundaði einnig um tíma nám á Hvanneyri. Kynni okkar jukust þegar hann flutti aftur til Reykjavíkur og hóf störf hjá Aburðarverksmiðjunni. Þessi hóg- væri maður reyndist traustur og alltaf til reiðu ef aðstoðar var þörf. Greiðvikni hans og hjálpsemi var slík að mig grunar að hann hafi oftlega skilið sjálfan sig eftir út- undan. Við fæðingu var Sigga ekki hugað líf, en hann kláraði sig af erfiðleikum upphafsins og stóð sterkur eftir. Börnin mín áttu ætíð athvarf hjá Sigga og hestarnir hans voru þeim ekki síður aðdráttarafl. Natni hans og ljúfleiki gagnvart þeim gleymist aldrei. Þau sakna nú vinar í stað. Því miður auðnaðist honum ekki að eignast eigin börn, en börn dróg- ust jafnan að honum og hann hafði ánægju af þeim í kringum sig. Fyrir rúmu ári skipti Siggi um starfsvettvang, tók meirapróf og hóf akstur hjá fyrirtækinu Allra- handa ehf. Þar var hans aðalhlut- verk að aka fötluðum börnum og undi hann hag sínum vel. Sláttumaðurinn slyngi hefur á einni dagstund bundið enda á jarð- vist Sigga, langt fyrir aldur fram. Eftir sitjum við hnípin með sár á hjarta. Hvíldu í friði, vinur. August Hákansson. Elsku Siggi frændi, þakka þér fyrir allar góðu stundinar sem ég átti með þér í gegnum lífið. Ég vona að þú hafir haft það gott í líf- inu. Sama þótt þú sért lifandi eða dáinn býrðu alltaf í hjarta mér. Þinn frændi, Frantz Adolf. Mig langar að kveðja Jónas minn með nokkrum línum. Jónas var bílstjóri hjá Allrahanda og fékk ég stundum ferð með honum. Ég man þegar hann keyrði mig til ömmu í Grafarvogi. Og einu sinni bauð hann mér á hestbak, svo keyrði hann mig einu sinni úr vinn- unni í Bjarkarás og heim til mín í vesturbæinn. Ég sakna hans mikið því það var alltaf gaman að tala við Jónas. Einu sinni borðaði hann með okkur í Bjarkarási. Birna Snorradóttir. BERGLJOT JÓNA GUÐNÝ SVEINSDÓTTIR + Bergljót Jóna Guðný Sveins- dóttir fæddist 20. aprfl 1921 í Reykja- vík. Hún lést á Land- spítalanum við Landakot 11. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðný Guðmun- dsdóttir, f. 17. októ- ber 1895, d. 9. jan- úar 1978 og Sveinn Jónsson, f. 4. ágúst 1895, d. 29. október 1971. Lengstaf dyra- og gangavörður í Miðbæjarskólanum. Bergljót átti tvær systur, Jónínu Margréti, f. 8. maí 1925, og Sigurbjörgu Önnu, f. 17. september 1929, d. 22. mars 1999. Einnig átti hún tvö systkini samfeðra, Jón Berg- svein, f. 18. maí 1950, og Guð- Bergljót Jóna Guðný eða Begga eins og hún var alltaf kölluð var frumburður foreldra sinna, þeirra Guðnýjar Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar Þorsteinssonar bónda og sjómanns á Akrahóli á Miðnesi, og Sigurbjargar Torfadóttur frá Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi. Frá sjö ára aldri ólst Guðný upp hjá hjá frænku sinni Sigríði og Einari manni hennar að Móhúsum í Miðneshreppi. Sveinn Jónsson faðir Beggu var lengi dyra- og gangavörður Miðbæj- arskólans í Reykjavík, fæddur í Há- koti við Garðastræti. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson frá Völlum á Kjalamesi og Bergljót Guðmunds- dóttir frá Staðarhöfða á Akranesi. Þegar Begga fæðist bjuggu Guðný og Sveinn á Ránargötunni en fluttu þaðan á Öldugötu 4. Minningar hennar voru þó sterkastar frá Von- arstrætinu því í litla steinhúsinu númer 8b bjó hún til átján ára ald- urs. Vonarstrætið var draumastaður fyrir ungar stúlkur að alast upp á því miðpunktur bogarlífsins var á þessu svæði og í næsta nágrenni var allt sem þær gátu óskað sér á þessum árum. Snemma beygist krókur því Begga var varla femd er hún fór að vinna við verslunarstörf en alla sína starfsævi vann hún við verslun. Fyrsti vinnustaðurinn var Konfekt- búð Guðrúnar Jónasson. Verslunar- skólinn var næsti viðkomustaður. Þegar Begga hætti þar námi lærði hún fatasaum hjá Sigríði á Maragötu 4 og markaði þar með framtíð sína. Árið 1939 flytur fjöldskyldan að Sól- eyjargötu 17 og um það leyti hóf hún störf í Soffíubúð í Austurstræti. Hún vann þar í nokkur ár \úð afgreiðslu á metravöru og fatnaði en flutti sig þá um set og var nokkur ár hjá Mekk- inó í Versluninni Viktor á Laugavegi 33. Þegar hann seldi verslunina flutti hún sig yfir Vatnsstíginn og gerðist innkaupa- og deildarstjóri í hinni stóru og glæsilegu verslun Marteins Einarssonar. Begga var mjög eftir- sóttur starfskraftur og voru það ófá- ir sem vildu fá hana til starfa fyrir sig. Hún átti stóran hóp af viðskipta- vinum enda hafði hún allt það til að bera sem viðskiptavinurinn vill finna í fari þess er þjónustar hann. Það var ótrúlegt að sjá þessa lágvöxnu konu handleika hina stóru stranga af metravöru jafn-léttilega og hún gerði. Árið 1964 breytti Begga til og hætti að mæla fataefni og sækja stranga upp í hillur. Það ár hóf hún að selja veiði og sportvörur hjá syst- ur sinni og mági, Margréti og Jóni Aðalsteini í Sportval. Þar starfaði hún m.a. með systrum sínum, Mar- gréti og Önnu, allt til þess er versl- unin var seld 1983. Ragnar Fanndal Guðmundsson, f. 1. ágúst 1919, kom inn í líf Beggu um það leyti er for- eldrar hennar skildu. Þau opinber- uðu trúlofun sína á gamlársdag 1948. Sjö árum seinna giftu þau sig og fluttu inn í húsið sitt, húsið sem þau byggðu sér að Sogavegi 86. Begga björgu Stefaníu, f. 8. október 1953. Hinn 3. desember 1956 giftist Bergljót Ragnari Fanndal Guðmundssyni, f. 1. ágúst 1919, d. 7. des- ember 1995, skrifstof- ustjóra Sælgætisgerð- arinnar Víkings, og starfsmanni SPRON hin siðari ár. Bergljót stundaði nám í Versl- unarskóla íslands. þá lærði hún fatasaum hjá Sigríði á Marar- götu 4. Hún vann all- an sinn starfsferil við verslun m.a. í Versluninni Viktor, hjá Marteini Einarssyni og síðan í 20 ár í versl- unmni Sportval að Laugaveg 116. Útför Bergljótar fer fram frá Dómkirkjunni í í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. og Raggi voru samtaka hjón. Árið 1949 fóru Begga og Raggi í sína fyrstu af mörgum veiðiferðum en þá voru lax- og silungsveiðar ekki al- gengar, hvað þá að konur stunduðu slíka iðju. Begga var þolinmóður veiðimaður og fiskin vel. Raggi starfaði hjá Sælgætisgerðinni Vík- ingi á þessum árum og hafði bfl til umráða, þannig að veiðiferðimar urðu fleiri en ella. Oft var þröngt í bflnum þegar farið var austur að Þingvallavatni, í Kaldaðames eða upp í Borgarfjörð því ekki fóm þau ein heldur tóku okkur bræðurna og mömmu og pabba með. Er frá leið urðu veiðiferðirnar fleiri og fleiri og var þá farið í „stóru“ ámar. Begga var sérlega dugleg að afla beitu fyrir þessar ferðir. Farið var í aldamóta- garðana og nokkra garða í eldri hluta borgarinnar til að tína maðk og var það segin saga að Begga bar oft- ast mest úr býtum. Stangaveiði og allt tengt veiðum vom áhuga mál hennar og Ragga. Ekki sóttu þau mikið til annarra landa heldur nutu lands síns og gæða þess til fulls. Næmni Beggu á fólk var ótrúleg. Hún hafði sérstakan hæfileika til að skynja hugarástand annarra og átta sig á ef einhverjum leið illa eða var í vanda. Alltaf reyndi hún að létta undir með þeim. Það hefur verið haft á orði í fjölskyldunni að hún bæri stundum áhyggjurnar fyrir okkur. Henni þótti betra að gefa en að þiggja. Talnaglögg og skörp í hugs- un allt til síðustu stundar. Raggi lést 7. desember 1995 og fékk fráfall hans mikið á Beggu. Hún svaf aldrei í húsinu þeirra eftir það. Hún dvaldi á spítala fyrst á eftir því stóra gjaf- milda hjartað hennar var veikt og brostið. Hún seldi Sogaveginn og keypti sér fallega íbúð á Dalbraut 18 þar sem hún bjó hin síðari ár eða þar til hún fór aftur á spítala, fyrst á Borgarspítalann og síðan á Landa- kot þar sem hún leið inn í eilífðina 11. júlí sl. Nú þegar kveðjustundin er mnnin upp langar okkur að rifjðC. upp liðnar samvemstundir, ljúfar og bjartar minningar. Við geram það þó ekki hér heldur í einrúmi. Hér vfljum við þakka elskulegri frænku fyrir samfylgdina. Samfylgd sem var okkur svo lærdómsiík og kær. Sveinn Grétar og Jónas R. Jónssynir. Að morgni þriðjudagsins 11. júlí síðastliðinn var okkur var sagt að Begga frænka væri orðin það alvar- lega veik, að trúlega ætti hún stutt eftir ólifað. Sú var og raunin, engu'íi af okkur ættingjunum tókst að kom- ast til hennar nægilega snemma til að kveðja hana. Hún var á sínu átt- ræðasta aldursári, og hafði í fjölda ára átt við erfið veikindi að stríða. í það rúma ár sem hún lá á sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðar á Landakoti, sýndi hún mfldnn lífsvflja og áræði til að reyna að komast aftur til heilsu og taka upp fyrra líf. Hún taldi sig vera að stíga stórt skref í þá átt þeg- ar hún á laugardeginum fyrir and- látið, fór heim í nokkra klukkutíma og í framhaldi af því í heimsókn til Möggu systur sinnar og Alla. I lok þess dags var hún sæl og ánægð. En örlögin höguðu því þannig til að hér var um kveðjustund að ræða. Begga missti mann sinn Ragnar F. Guðmundsson í desember 1995. Var það henni mikil raun. Þau vom mjög samrýnd, en því miður varð þeim eigi bama auðið. Begga frænka var okkur systkinunum mikils virði í uppvextinum, bar alla tíð hag okkar fyrir brjósti og við sóttumst eftir að vera í návist hennar. Við gleymum því seint þegar mamma okkar, systir Beggu, þurfti að liggja á sjúkrahúsi í nokkra mánuði. Þá bauð hún okkur systkinunum og pabba í mat á hverþ um degi, og veitti okkur ómældan- stuðning. Börnin okkar hafa alla tíð litið frekar á Beggu og Ragga sem afa og ömmu en frænku og frænda. Lýsir það vel því viðmóti og vænt- umþykju sem þau sýndu börnunum. Mökum okkar tóku þau opnum örm- um, eins og þau væm þeirra eigin tengdaböm. Sama hlýhug og viðmót fengu einnig aðrir ættingjar. Við kveðjum þig, Begga frænka, með söknuði og hlýhug. Þú trúðir því alla tíð að annað tilverustig tæki við. Við vonum að svo sé og vitum að hann Raggi þinn tekur vel á móti þér. Sælt var að sjá þig og heyra Ogsamfundanjóta, margs er að minnast og þakka mig oft þú gladdir. Yndiþittvaraðveita vinum gleði. Tryggð þín sem vorgeisli vermdi viðkvæmarsálir. (G.G. frá Melgerði). Elsku Magga frænk'a, megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Mikill er missir fjölskyldunnar á fáum mán- uðum. Sigríður Gunnarsdóttir, Guðni Gunnarsson. GUÐRUN MARGRET G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Margrét Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1909. Hún lést í Hafnarfirði 7. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 14. júlí. Hún Magga mágkona er dáin. Ég vil minnast hennar með nokkrum fá- tæklegum orðum. Ég var fjögurra ára er við sáumst fyrst, þegar hún kom á Reynifell með honum Guðsteini bróður. Hún ung, ástfangin og kát, og ég vildi hafa samastað í fangi hennar. Árin liðu, ég ólst upp í sama húsi, og þegar ungl- ingsárin komu, og brostnar vonir og draumar rugluðu, var gott að skæla hjá Möggu. Hún skildi og geymdi tárin mín, alltaf svo hlý og góð. Magga og Guð- steinn höfðu sterka trú og fylgdu henni. Nú era þau bæði sofnuð. Þökk fyrir allt sem þið vomð mér. Börnin þeirra hér heima og í Bandaríkjunum fá kærleikskveðjur frá frænku. Sigríður Hermanns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.