Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ |46 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 Island NÚ ÞEGAR meirihluti íslendinga virðist fylgjandi inngöngu í Evrópu- sambandið hygg ég rétt að benda á eitt sem ekki hefur verið rætt beint um. Nefnilega að gerist ísland aðili að ESB er ákaflega ólíklegt að kom- andi ákvarðanir þess verði lögmætar í augum þjóðarinnar. Stafar það af tvennu: íslendingar hefðu engin al- vöru áhrif á val þeirra sem ákvarðan- ir taka og hins vegar koma þessar ákvarðanir áreiðanlega til með að snerta viðkvæmari hluti en þá sem okkur varða og eru nú ákveðnir í er- lendum stofnunum. „Dýpkun“ Evrópu Þróun Evrópu (fyrst Kola- og stál- bandalagið og EBE, þá EB og nú ESB) hefur einkennst af tveimur meginstraumum, sem oft er talað um sem útvíkkun hennar og dýpkun. Út- víkkunin er þegar fleiri og fleiri lönd gerast aðilar og með dýpkun er átt við að Evrópusamvinnan nær til sí- fellt fleiri atriða. Stjómmálafræðing- ar segja hana oft stafa af „spill-over“, eða útskvettun. Með þessu er átt við að samstarf á einu sviði leiði til sam- vinnu á öðru. Ekki er tóm til að rekja ástæður þessa eða þann feril sem hefur gert úr samvinnu um stál- og kolaframleiðslu sex landa gríðarstórt og merkilegt bákn þar sem samvinna 15 ríkja (með undantekningum) nær ekki aðeins til sameiginlegs markað- ar heldur til sameiginlegs gjaldmið- ils, fijálsra fólksferða, vamarmála o.s.frv. Mikilvægt er að hafa í huga að hingað til hefur Evrópusamvinnan einkum varðað efnahagsmál en virð- ist nú „skvettast út“ til annarra mál- efna. Skulu tvö dæmi nefnd. Annars vegar er Austurríkisstjóm refsað fyrir að samanstanda að hluta af flokki sem á ekki upp á pallborðið hjá stjórnum hinna landanna. Hins vegar beitti Bretlandsstjóm neitunarvaldi sínu á reglu sem samin var til að berj- ast á móti kynþáttahyggju, en sam- kvæmt henni hefði, ef taka má mið af The Economist, verið bannað það sem okkur (og Bretum) finnst eðlileg umræða um þetta efni. Af þessum tveimur dæmum sést að Evrópusamstarfið nær nú ekki lengur aðeins til efnahagsmála held- ur einnig til stjóm- og samfélags- mála. Það er gríðarmikilvæg breyt- ing... og ekki síst ef þeir sem ákvarðanir taka hafa ekki rétt til þess í augum þeirra sem fara skulu eftir ákvörðununum. Lögmæti Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins tekur ekki veigamiklar ákvarðanir, eins og oft er sagt, held- ur Ráðherraráðið, en í því sitja ráð- www.mbl.is Þú færð allar helsfu fúavarnartegundir hjó Litaveri, Grensósvegi. Kjörvori 14 4 Itr. - gegnsær Wt Verð kr. 3.447- Okkar verð kr. 2.758- Woodex Ultra 2.5 Itr.- gegnsær N Verð kr. .509- Okkar verð kr. 2.1 33' Sólignum 5 Itr.- þekjandi é /chitectur?! St Æ Verðkr. m 5.376- Okkorverðkr. 4.570- Texolin 4 Itr. - þekjandi Verð kr. 3.493- Okkor verð kr. 2.795- Vlð reiknum efnisþörfina og veitum þér faglegnr ráðleggingar um vinnu á viðnum Grensásvegi 18 s: 581 2444 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Stretch buxur st. 36-52 Dress Kjólar Bolir Lámarks verð Hágæði Cartfse og Lýv heildverslun Hamraborg 1 sími 554 6996 Cartfse GarOarsbraut 15 Húsavfk sfmi 464 2450 ____UMRÆÐAN_________ í Evrópusambandið? herrar aðildarríkjanna. Nú er ekki nauðsynlegt að fjalla í smáatriðum um stofnanauppbygg- ingu, aðeins ber að hafa í huga að ákvarðanir þessa ráðs munu verða teknar í sífellt minni mæli með samþykki allra meðlima heldur með einhvers konar meirihlutasamkomu- lagi. Við þessar aðstæður - ESB tæki meiri- hlutaákvarðanir um samfélagsleg mál og ísland væri meðlimur - væru það í raun stjórn- völd allra ESB-ríkjanna sem tækju ákvarðanir sem okkur varða. Og það ESB ✓ ✓ I augum Islendinga hefur Alþingi og hérlend stjórnvöld rétt til að taka ákvarðanir sem okkur varða, segir Jóhann M. Hauksson, en útlendingar ekki. gæti vel gerst þó íslensk stjómvöld væru andsnúin viðkomandi ákvörð- un. Þá er hægur vandi að ímynda sér að Islendingar yrðu fljótt óánægðir. I raun eru útlensk stjórnvöld vart lög- mætur aðili í augum íslendinga til að taka mikilvægar ákvarðanir sem snerta daglegt líf fólks hér á landi. Rétt er að ákvarðanir í vissum efna- hags-málum koma nú að utan vegna EES samningsins, en það eru lítils- verð mál samanborið við þau sem „útskvett" ESB framtíðarinnar kem- ur til með að fjalla um. Eins og áður var nefnt er næsta víst að það láti sig varða mikilvæg pólitísk og félagsleg atriði. Til dæmis hvort kynja- kvótar skuli vera í stjómmálum eða hvort fóstureyðingar skulu takmarkaðar við 10 vik- ur eða þá heimilaðar fram að áttunda mán- uði. Nú má segja að hugs- anlegar ákvarðanir ESB séu ekkert verri en þær sem íslensk stjórnvöld taka, því út- lendingar em Islend- ingum engu síðri hvað andlegt atgervi varðar. Það má satt vera. Hins vegar má ekki líta framhjá nokkru gríðarlega mikilvægu sem veldur því að íslendingar sætta sig við ákvarð- anir hérlendra stjómvalda: hér er þjóð. Þjóðin Þjóðir era umfram allt samsafn einstaklinga sem hafa tilfinningu fyr- ir því að vera af sömu þjóð. Það er sem sé fyrst og fremst sú tilfinning fólks að það sé af sömu þjóð sem veldur tilvera hennar. Og þessu fylg- ir oftast að þjóðinni finnst að hún eigi að stjóma eigin málum. Islendingar era engin undantekning hvað þetta varðar því megintakmark þjóðernis- baráttu hér var að verða fullvalda, ákvarðanir sem hér giltu skyldu ekki teknar í Kaupmannahöfn heldm- hér á landi og af Islendingum. Þetta hefur ekki breyst nú: í aug- um Islendinga hefur Alþingi og hér- lend stjómvöld rétt til að taka ákvarðanir sem okkur varða en út- lendingar ekki. Maður þarf hvorki að vera óður þjóðemissinni né útlend- ingafæla til að ímynda sér að ef mikil- vægar ákvarðanir sem vörðuðu dag- legt líf fólks hér kæmu að utan yrði viðkvæðið „hvað era þessir útlend- ingar að segja okkur fyrir verkum". Þessu mætti svara með að benda á tvennt. Annars vegar að ef ísland gengi í ESB hefðu íslendingar nokk- ur áhrif þar: kysu fulltrúa á Evrópu- þingið og sendu búreókrata í Evrópu-stjórnkerfið. Því væra ákvarðanir ESB að nokkra leyti ís- lenskar. Hins vegar að ísland hefur þegar látið hluta af ákvörðunarvaldi sínu út fyrir landsteinana. Fyrri full- yrðingin er rétt á pappíranum en hún er náttúralega bull í alvöranni. í raun yrðu áhrif Islendinga lítilsverð. Síð- ari fullyrðingin er rétt... svo langt sem það nær. Ymsar ákvarðanir sem okkur varða era, eða geta verið, teknar í útlöndum vegna þess að landið er aðili að EES, Sameinuðu þjóðunum, var í Alþjóða hvalveiði- ráðinu, o.s.frv. En eins og áður var nefnt era mál sem þessar stofnanir varða lítilsverð samanborin við þau sem ESB kemur áreiðanlega til með að fjalla um. Raunar kemur hér fram slæm afleiðing hræðsluáróðurs þeirra sem vora á móti EES (og EFTA nokkram árum fyrr). Þeir sögðu að aðild að þessum samtökum mundi leiða til missis fullveldis og sjálfstæðis. Og nú lítur fólk í kringum sig og sér að ekkert slíkt hefur átt sér stað og furðar sig á hvers vegna það skyldi trúa svipuðum spám nú. Nú þegar miklu meira er í húfi; „úlfur, úlfur!“... og svo kom hann. Feldurinn Af öllu þessu má draga þá ályktun að gerðist ísland aðili að ESB yrði þess ekki langt að bíða að óánægja yrði mikil og íslendingar leituðust við að segja sig úr bandalaginu, því fyrr sem það „dýpkaði" hraðar og meir. Og það sérstaklega vegna þess að erfitt yrði fyrir íslenskan efnahag að hafa sameiginlegan gjaldmiðil með ESB, eins og oft hefur verið bent á. Er þá erfitt að sjá hvað kallar á inngöngu íslands í sambandið. Skal hér haft í huga, sem oftar, að betra er að leggjast undir feld en að ana að hlutunum. Höíundur er doktor i stjórnmálafræði. Jóhann M. Hauksson A Páll allan heiðurinn? í TILEFNI af ákvörðun um flutn- ing skrifstofu jafnréttismála frá Reykjavík til Akureyrar hefur Páll Pétursson félagsmála- ráðherra haft uppi slík ummæli um starfsemi skrifstofunnar að ekki verður við unað. Páll segir m.a. að árangur hafi ekki verið stór- kostlegur og verði meiri á Akureyri en af starfi skrifstofu jafn- réttismála í Reylqavík. Þótt erfitt sé að sjá að svo verði þá er það ein- læg ósk okkar jafn- réttissinna að árangur verði enn meiri en ver- ið hefur. Það segir hins vegar ekki að árangur- inn hingað til hafi verið lítill. Þar sem verkin tala er auðvelt að hrekja yfirlýsingar félagsmálaráðherra. Eitt af verkefnum skrifstofu jafn- réttismála hefur verið að bæta stöðu kynjanna á vinnumarkaði og til þess hefur stofnunin gripið til ýmissa að- gerða. Vil ég sérstaklega minnast hér á nokkur atriði sem skipta fólk á vinnumarkaði veralegu máli. Kynbundin fjölskyldumismunun Auðvitað vill Páll Pétursson eins og aðrir Lilju kveðið hafa. Hins veg- ar getur hann ekki eignað sér hug- myndafræðina á bak við ný lög um fæðingar- og foreldraorlof eins og hann hefur reynt undanfarið. Sann- leikurinn er sá að hreyfing launa- fólks bæði samtök opinberra starfs- manna og ASÍ og stjórnmálaflokkar eiga þar miklu fremur heiðurinn. Fé- lagsmálaráðherra fékk hins vegar að leggja fram stjórnar- framvarp sem að miklu leyti var útfærsla á hugmyndum annarra og sem fjármálaráð- herra og pólitískur að- stoðarmaður hans áttu stóran þátt í að tryggja. Síðast en ekki síst á skrifstofa jafn- réttismála - og undir lokin karlanefnd jafn- réttisráðs - mikið hrós skilið fyrir að leggja grandvöll að sjálfstæðu feðraorlofi og öðram réttarbótum með nýj- um lögum um fæðing- ar- og foreldraorlof. Annað dæmi um sigra á sviði jafnréttismála, sem skrifstofa jafnréttismála á megin- þátt í, er nýlegur dómur Hæstarétt- ar um kynbundna launamismunun á milli sambærilegra starfa hjá Akur- eyrarbæ. I dómnum þóttu umrædd störf sambærileg skv. starfsmati, sem hannað hafði verið í samráði við Starfsmannafélag Akureyrarbæjar. Áður hafði Hæstiréttur snemma árs 1997 dæmt að munur á launum karls og konu í sama starfi hjá Ríkisút- varpinu væri vegna kynferðis og því óheimill. Bæði þessi mál voru rekin til sigurs af hálfu kæranefndar jafn- réttismála - sem ráðherra hefur nú látið svipta umboði sínu. Skrifstofa jafnréttismála brást líka afskaplega fagmannlega við þegar stéttarfélög opinberra starfs- Jafnréttismál Skrifstofa jafnréttis- mála, og undir lokin karlanefnd jafnréttisráðs, segir Björk Vilhelmsdóttir, á hrós skilið. manna ákváðu að semja um kjör í nýju launakerfi. Til að koma í veg fyrir að nýja launakerfíð yki á þann launamun sem enn ríkir á milli kynj- anna gaf stofnunin út árið 1998 ásamt Bandalagi háskólamanna og Jafnréttisnefnd Reykjavíkur ritling sem heitir „Launajafnrétti í fram- kvæmd í dreifstýrðu launakerfi". Þar er að finna hagnýtar leiðbein- ingar, fyrir forstöðumenn og starfs- menn, til að sporna gegn launamis- munun. Það er eflaust m.a. þessu átaki að þakka að þróunin er í rétta átt hjá opinberam starfsmönnum. Kynbundið áreiti Að lokum má nefna að fyrir at- beina og framkvæði starfsmanna Skrifstofu jafnréttismála hefur loks verið viðurkennt í samfélaginu að kynbundið áreiti á vinnustöðum og annars staðar er vandamál sem við- gengst og bregðast þarf við. Nýlega gaf skrifstofan í samvinnu við Vinnu- eftirlit ríkisins út bókina „Kynferðis- leg áreitni á vinnustöðum“. Þar er að finna heildarúttekt á þessu efni auk þess sem gefnar era út leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við kyn- bundnu áreiti, jafnt í lögum sem og á vinnustað. Þakkir ráðherrans til starfsmanna era dylgjur - og starfslok. Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Björk Vilhelmsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.