Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 48
j£8 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Bensínstyrkur
aldraðra og öryrkja
ALDRAÐIR og ör-
yrkjar, sem þurfa
nauðsynlega á bíl að
halda vegna einhvers-
konar fötlunar eiga rétt
á bensínstyrk sem
nemur nú kr. 5.300 á
mán.
T j^.reglug. frá 5. júlí
1982 um uppbót vegna
reksturs bifreiða
hreyfihamlaðra stend-
ur: „Uppbót skal mið-
ast við 800 1. af bensíni
á ári. Greiðist hún árs-
fjórðungslega og mið-
ast við bensínverð eins
og það er í byrjun
hvers ársfjórðungs.“
Þessu var sjálfkrafa fylgt eftir þar
til fyrir nokkrum árum, þó bensínið
sé alltaf að hækka. Nú er bensín-
styrkurinn greiddur mánaðarlega og
ætti hann að vera miðað við verð á 95
oktana bensíni kr. 6.552 á mán. sé
fyrri miðviðun fylgt eftir. Hann ætti
„^pm sé að hækka um 1.253 kr. á mán.
Þar með er ekki öll sagan sögð.
Bensínstyrkurinn er að fullu skatt-
lagður og skerðast þessar 5.300 kr.
um 2.034 kr. á mán., svo eftir verða
aðeins 3.266, sem duga fyrir 33 1 af
bensíni á mán. Hann lýtur ekki sömu
lögmálum og bensín-
styrkur, sem launþegar
fá frá vinnuveitendum,
því ekki má draga
beinn rekstrarkostnað
frá, sem er í mesta
máta ósanngjamt.
Margir eru á gömlum
bflum, sem þurfa mik-
illa viðgerða við.
Það er alkunna að
flest þetta fólk kemst
ekki leiðar sinnar nema
í bfl og ófáar era ferðir
til lækna, sjúkraþjálf-
ara o.fl. Þetta er eitt af
mörgum dæmum um
hvemig stjórnvöld
koma fram við minni-
hlutahópa, sem er stór blettur á
þjóðfélaginu.
Ljós í myrkrinu
Eg hef skrifað um það oftar en
einu sinni, að í byrjun árs 1999 var
farið að taka 2000 kr. gjald fyrir öku-
skírteini aldraðra, sem hafði verið
gjaldfrjálst í 7 ár. Sendi ég bréf til
dómsmála- og fjármálaráðherra f.h.
FEB um að fá gjaldið aftur niður-
fellt. Þetta kom sérstaklega illa við
aldraða. Því við 70 ára aldur þurfa
þeir að fá nýtt ökuskírteini á 2 ára
Akstur
BensínstyrkHrinn, segir
Margrét Thoroddssen,
er að fullu skattlagður.
fresti og við 80 ára aldur árlega auk
kostnaðar við augnvottorð og
myndatöku.
Þessi barátta tók nokkuð langan
tíma, en í byrjun júní barst bréf frá
dómsmálaráðherra þar sem hún til-
kynnti okkur, að með 1. nr. 55 17. maí
2000 hefði gjald fyrir ökuskírteini 65
ára og eldri verið lækkað í 1000 kr.
Þetta er að vísu aðeins hálfur sig-
ur en mikils virði, því það gefur okk-
ur vonarglætu um að stjórnvöld séu
farin að hlusta á okkur eldra fólkið.
Þessvegna er ég vonbetri um að
áfram verði hlustað og að tekið verði
tillit til athugasemda okkar um bens-
ínstyrkinn, bæði hvað varðar leið-
réttingu á upphæðinni og skattlagn-
ingunni.
Mikilvægust er samstaða eldri
borgara og að gefast ekki upp, þó á
móti blási.
Höfundur er í stjóm FEB.
Lækurinn í
' Hafnarfirði
LÆKURINN er ein
af dýrmætustu perlum
Hafnarfjarðar og setur
mikinn svip á bæinn.
Við höfum lítið gert íyr-
ir lækinn og umhverfi
hans og má vera að við
höfum ekki hugsað um
það þar sem mikið var
af grónu svæði í mið-
bænum og við gátum
notið þess. Nú hefur
risið þar hvert stórhýs-
ið á fætur öðru í litlu
^pmræmi við eldri
byggð fyrir utan það að
það er eins og þessar
byggingar séu í hróp-
andi andstöðu hver við
aðra. Við höfum því misst opinn, hlý-
legan og gróinn miðbæ. Það er því
ekki undarlegt að margur renni huga
til annarra möguleika til að eignast
fagurt og notalegt svæði til að njóta
gróðurs og náttúrulífs í bænum okk-
ai' á góðum degi.
Enn ein stórbyggingin
. Nú er í gangi að reisa eigi enn eina
stórbygginguna sem eigi að tróna yf-
ir fegurð náttúrunnar og búa til nýtt
og framandi umhverfi. Eg hefi engan
jnann hitt sem er sáttur við slíka
tramkvæmd sem hér er á ferð. Þótt
nýta eigi bygginguna fyrir böm og
ungmenni þá réttlætir það ekki var-
anlega skerðingu á heildarsvip bæj-
arins og fara þannig með lækjar-
svæðið að það verði aðeins svipur hjá
sjón miðað við það sem
verða mætti.
Skóli náttúrunnar
Ég sé lækjarsvæðið
fyrir mér sem útivistar-
svæði okkar þar sem
hlúð er að gróðri, fugla-
lífi, jafnvel búa í haginn
fyrir fiska auk hlýlegra
dvalarbolla fyrir leik og
hvíld.
Nú þegar hefur verið
lagað til við lækinn
sunnan Hafnarborgar.
í framtíðinni er hægt að
Páll V. hugsa sér að halda
Daníelsson áfram upp með lækn-
Umhverfi
Ég vona það, segír
Páll V. Daníelsson,
að Hörðuvöllum
verði þyrmt.
um, rýmka til fyrir göngustíga og
gróður alla leið upp á Hörðuvelli og
áfram með læknum ef kostur er. Það
er leitt ef við eyðileggjum eitt feg-
ursta bæjarstæði landsins um ófyrir-
sjáaniega framtíð með þröngsýni og
ráðleysi í því að bjarga öðrum málum.
Lækjarskólinn
í leiðinni ætlum við að leggja
Lækjarskólann af sem grunnskóla-
húsnæði. Höfum við efni á því? Það
kostar varla minna en hálfan milljarð
króna. Slík fjárhæð hlýtur að koma
niður á þjónustu við bæjarbúa. Við
ættum að athuga hvort ekki væri
hægt að byggja við Lækjarskólahús-
ið viðbyggingu sem tengdi það við
bókasafnshúsið og fá þannig nægi-
legt skólarými án mikils kostnaðar.
E.t.v. geta verið tæknileg vandamál í
þessu efni en varla óleysanleg en með
slflcri byggingu mundum við ekki búa
til stórkostleg umhverfisvandamál
eins og bersýnilega koma með stór-
byggingu á Hörðuvallasvæðinu. Væri
ekld skynsamlegt að íram færi um-
hverfismat í sambandi við báða þessa
staði?
Ekki pólitískt mál
Mál þetta hlýtur að vera ópólitískt í
eðli sínu. Þetta snertir alla bæjarbúa
og ég hef heyrt í það mörgu fólki sem
vill vemda Hörðuvallasvæðið og þær
skoðanir fara ekki eftir flokkspólitík.
T.d. mundi skoðanakönnun um málið
á engan hátt segja til um fylgi póli-
tískra flokka. Það væri alltof lágkúr-
legt að ætla okkur Hafnfirðingum
það að við mótuðum pólitíska stefnu
okkar út af því hvort byggt yrði á
Hörðuvöllum eða ekki. Hvar ættum
við að vera í flokki ef við ætluðum að
mynda okkar flokkspólitísku skoðan-
ir út af byggingunum í miðbænum?
Gefum Hörðuvöllum grið
Ég vona það að Hörðuvöllum verði
þyrmt.
Mér er alveg Ijóst að það verður
sár fleygur í brjósti margra Hafnfirð-
inga á næstu öld ef þeir glata þeirri
ánægju og gleði sem fagurt svæði
meðfram og í nágrenni lækjarins
gæti veitt. Jafnframt gæti það orðið
besti náttúrulífsskóli fyrir bæði unga
og aldna.
Ég leyfi mér fyrir hönd okkar fjöl-
margra Hafnfirðinga að biðja Hörðu-
völlum og lækjarsvæðinu griða. Það
yrði góðs metið um langa framtíð.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fákafen 9, Reykjavík
s: 5682866
11«
IHR JGSKOT
c / 7
Barnamyndatökur
í sumar
Nethyl 2, sími 587 8044
Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari
Virkjanir í
Jökuldal
í SAMVINNU við fleiri aðila hefir
Landsvirkjun nú gefið út tillögur
hönnuða að fyrirhugaðri Kárahnúka-
virkjun með afrennsli að 700 MW
virkjun í Fljótsdal og óskað eftir um-
sögnum almennings
um þessar ráðagerðir.
Tillögur þessar eru illa
unnar og leyna í veru-
legum atriðum hinum
raunverulega tilgangi
sínum gagnvart al-
menningi, þ.e. að ef
þær yrðu framkvæmd-
ar myndu þær spilla
eða eyðileggja eina
mestu perlu í íslenzkri
náttúru, Fljótsdal,
Leginum og Héraðinu
öllu. Þetta væri tjón,
ekki aðeins til skamms
tíma, heldur um alla
framtíð, og myndi
spilla mjög fyrir rækt-
un, landbúnaði og
ferðamennsku á ókomnum árum
með mjög verulegu fjárhagslegu
tjóni fyrir alla landsmenn. Það er því
mjög áríðandi að þetta mál verði at-
hugað mjög gaumgæfilega áður er
ráðist verður í frekari framkvæmdir.
Blekkingar hönnuðanna
Nauðsynlegt er að ráðist verði
sem fyrst í virkjanir á Austurlandi,
þar sem allt jökulvatn frá austan- og
norðanverðum Vatnajökli verði nýtt
Hérað
Fljótsdalur, Lögurinn
og allt Héraðið, segir
0nundur Asgeirsson,
eru af náttúrunnar
hendi samfelldur
unaðsreitur.
með frárennsli niður Jökuldal, þar
sem komið verði fyrir virkjunum í
þrepum, svo sem gert hefir verið
vestan Vatnajökuls niður í farveg
Þjórsár. Ég tel að upplýsingar vanti í
tillögurnar um fyrirkomulag virkj-
ana niður Jökuldal og að ekki sé í
raun hægt að ætlast til þess að al-
menningur geti fjallað um þessar til-
lögur án slíkra upplýsinga. Meðan
þessari upplýsingaskyldu hönnuð-
anna er ekki sinnt, er hér um greini-
legan blindingjaleik að ræða, sem í
sjálfu sér er gagnstætt hagsmunum
almennings í landinu og ætti því að
vera óheimilt. Upplýsingar í slíkri
matsáætlun þurfa að vera réttar og
traustar. Meðan svo er ekki er hér
um samskonar blekkingar að ræða
og hafðar voru í frammi af sömu
hönnuðum gagnvart Flateyringum á
fyrirvaralausum borgarafundi 2.5.
1996, sem síðan leiddi til þess, að
byggðir voru þar ranglega staðsettir
snjóflóðagarðar á bezta byggingar-
landi þorpsins og með margföldum
tilkostnaði. Skipulagsstofnun reynd-
ist þar gagnslaus og lagði blessun
sína yfir mistökin, þrátt fyrir að bent
væri á þau með nægilegum fyrirvara.
Engin könnun fór þar fram á for-
sendum hönnuðanna, sem þannig
eru enn ábyrgir fyrir mistökunum
þar.
Náttúruspjöll
Mjög mikið jökulvatn rennur frá
Vatnajökli til austurs og norðurs, og
augijóst er að þetta vatnsmagn ber
að nýta til virkjana, svo sem lengi
hefir verið rætt um. Varðar þá mestu
að rétt sé staðið að slíkum fram-
kvæmdum frá upphafi, því að lengi
býr að fyrstu gerð. Tillögumar um
að þetta vatnsmagn sé allt tekið til
virkjunar í Fljótsdal með rennsli nið-
ur í Löginn eiga ekki rétt á sér, því að
þessi leið veldur mestum spjöllum á
náttúru landsins og mestu tjóni til
frambúðar. Með Kárahnúkavirkjun
nú er gert ráð fyrir að Jökulsá á Dal
(eða Brú, einnig nefnd Jökla) verði
látin falla niður í Fljótsdal og þaðan í
Löginn. Síðari áfangar yrðu þeir að
Kreppu og Jökulsá á Fjöllum myndi
veitt einnig í sama far-
veg. Við slíkar fram-
kvæmdir myndi Lögur-
inn verða að beljandi
jökulfljóti með ísköldu
jökulvatni, sem myndi
spilla mjög fyrir fisk-
gengd og öllum gróðri á
Héraði og í Fljótsdal,
þar sem á undanförn-
um árum og áratugum
hefir verið unnið að
skógrækt með fágæt-
um árangri og nú ný-
lega að korarækt í
Vallanesi. Bleikjuveiði í
net hefir einnig verið
stunduð á undanförn-
um árum í Leginum
með góðum árangri. Á
þessu ári hefir einnig verið keypt
skemmtiferðaskip til siglinga með
ferðamenn á Leginum og má vera að
aðstaða til slíks myndi einnig spillast
viðaukinn straumþunga þar.
Á hverju vori berast fréttir af flóð-
um vegna hækkunar á yfirborði Lag-
arins, og myndu slík flóð eðlilega
stóraukast við þessar fyrirhuguðu
virkjunarframkvæmdh í Fljótsdal.
Hönnuðimir telja sig þó kunna ráð
við þessu: „Bls. 13, 4.2... Utan Eg-
ilsstaða er fyrirhugað að dýpka og
víkka farveg Lagarfljóts á nokkrum
stöðum til að auka flutningsgetu ár-
innar án þess að til vatnsborðshækk-
unar þmfi aðkoma. Athuga þarf
hvort svipaðra aðgerða er einnig þörf
á svæðinu neðan við Lagarfoss og frá
væntanlegu stöðvarhúsi í Norðurdal
í Fljótsdal að Lagarfljóti." M.ö.o. það
þyrfti að grafa þessu nýja stórfljóti
nýjan farveg alla leið til sjávar.
Þrepavirkjanir
niður Jökuldal
Niðurstaðan af athugunum á þeim
upplýsingum, sem gefnar eru í þess-
um tillögum að matsáætlun er sú, að
það er aðeins einn valkostur í stöð-
unni. Hann er sá sem hönnuðirnir
telja síztan, þ.e. þrepavirkjanir niður
Jökuldal. Þetta myndi verða eins og
þegar hefir verið gert á Sprengisandi
með frárennsli frá bæði Vatnajökli
og Hofsjökli, sem heftr verið samein-
að og nýtt í mörgum virkjunarþrep-
um niður í farveg Þjórsár.
Mynd 7 sýnir að unnt ætti að vera
að virkja allt þetta rennsli í 5 virkjun-
um niður Jökuldal, þótt ekki séu
gefnar upplýsingar um fallhæðir á
þessum virkjunum. Þá sýnir mynd 3
(Kárahnúkavirkjun) að unnt ætti að
vera að leiða allt jökulvatn úr austan-
verðum Vatnajökli, þ.e. Jökulsá í
Fljótsdal og Hraunaveitum með
skurðum og jarðgöngum yfir í Háls-
lón og Jökuldal. Þannig má fá stærri
og hagkvæmari virkjanir í Jökuldal,
án náttúruspjalla í Fljótsdal og á
Héraði. Ekkert kemur fram um hag-
kvæmni slíkra virkjunarkosta í þess-
um tillögum að matsáætlun, sem
sýnir að tillögurnar eru ófullnægj-
andi og því ekki traustvekjandi. Það
ætti þannig að hætta við allar virkj-
anir með jökulvatni í Fljótsdal.
Fljótsdalur, Lögurinn og allt Hér-
aðið eru af náttúrunnar hendi sam-
felldur unaðsreitur. Eftir að hætt
verður að láta jökulvatnið renna í
Löginn, mun hitastig hans og að-
liggjandi sveita hækka og á skömm-
um tíma myndast þar víðáttumiklið
skóglendi, og allur gróður þar mjög
aukast. Þá má gera ráð fyrir að fisk-
gengd í Leginum, bæði af silungi og
laxi myndi aukast mikið og veita
veiðimönnum nýja möguleika til
veiði í lindám sem falla í Löginn. Það
væri mikið tjón fyrir alla framtíð ef
þessum möguleikum yrði spillt
vegna misskilinna stundarhagsmuna
virkjunarhönnuðanna.
Höfundur er fv. forstjóri.
Dnundur
Ásgeirsson