Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 55

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 55 BRÉF TIL BLAÐSINS Altan, helíkopter og e-mail Frá Einari Ólafssyni: ÉG MINNIST þess að fullorðið fólk talaði stundum um altan og fortóv þegar ég var krakki fyrir ríf- lega fjörutíu árum. Það var reyndar hvorki altan né fortóv þar sem ég bjó í nýju úthverfi í Reykjavík en það var altan heima hjá frænku minni niðri í bæ og fortóv fyrir utan húsið. íslensk börn vita sennilega fæst nú hvað þessi orð þýða nema þau séu því duglegri við dönsku- námið. Ég var ekki orðin mjög stálpaður þegar þessi orð voru hætt að heyrast í íslensku máli, þau höfðu alveg vikið fyrir ágætum ís- lenskum orðum: svalir og gang- stétt. Það var líka traktor í sveit- inni þar sem ég var á sumrin og stundum var stífla í karbóratórn- um, en smám saman fóru traktorar að heita dráttarvélar og karbóra- tórinn varð að blöndungi. Helikopt- er varð líka að þyrlu og þannig mætti lengi telja, smám saman fá nýjungarnar sem berast hingað frá útlöndum sín eðlilegu íslensku heiti og yngra fólkinu finnst það undar- lega forneskjulegt ef einhver tekur sér í munn orð eins og altan, karb- óratór eða helikopter. Ætli það verði ekki líka einhvern tíma þannig með e-mailið, eða hvernig sem maður á nú að skrifa það orð í texta sem annars er á ís- lensku? Þetta orð og sögnin sem af því er dregin eru reyndar mest not- uð í mæltu máli: „ég sendi þér e- mail,“ segir fólk eða: „ég ímeila þetta til þín“. Af því að þetta eru hreint ómöguleg orð í íslensku sam- hengi og fólk finnur það auðvitað, þá hafa þau styst í meil og meila sem eru vissulega skárri orð en karbóratór og helikopter að því leyti að hægt er að finna við þau ís- lensk rímorð ef einhver þarf á slíku að halda. Það er nú strax munur. En ef við lítum á enskan uppruna þessara orða, þá er e-mail stytting á orðunum electronic mail eða rafpóstur en orðið mail þýðir bara póstur eða sem sagnorð að senda póst. Við gætum þess vegna, úr því að við erum farin að nota orðið meila í íslensku, sagst ætla að meila jólakortin fyrir jólin en sjálfsagt höldum við áfram að senda þau eins og hingað til enda þýðir orðið meila í íslensku bara þessa sérstöku að- ferð við að senda póst, að senda hann á rafrænan hátt. Mér finnst reyndar útlátalaust að senda bara tölvupóst. Þó fæ ég stundum á til- finninguna að ég sé óttalegur sér- vitringur þegar ég tek þannig til orða því að flestir eru að meila eða ímeila og þar í bland er fólk sem annars talar ágæta íslensku og not- ar hvorki orðið altan né helikopter. En ætli það fari ekki svo að lok- um að orðin e-mail eða meil hverfi eins og hver önnur viðrini úr ís- lensku máli hvort sem við förum að senda rafpóst eða tölvupóst eða eitthvað annað sem hljómar eðli- lega í íslensku máli? Og þá hætti ég að hljóma eins og sérvitringur - alla vega hvað þetta snertir. EINAR ÓLAFSSON, bókavörður Trönuhjalla 13, Kópavogi Sími 587 7777 áí/aA£t/cuv Opið á fimmtudögum til ki 21.00 Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Suzuki Grand Vitara V6 10/99, Ssk., ek. 5 þús. km, svart- ur/grár, V. 2250 þús. Nissan Terrano II se 6/99, Ssk., ek 18 þús. km, 33" dekk, álfelgur, topplúga, og fl„ svart- ur, V. 2980 þús sk ód. (einnig 98, 5 g, ek. 20 þ km ) NIMc Pajero 2.8 Dísel turbo 1998. Ssk., álfelgur, dráttarkr., ek. 85 þús. km, V. 2650 þús, (einnig 99, ssk, 33" dekk V. 3450) 100 % lán. Vw Golf 1.6 Com- fortline 1/99, 5 g, álfelgur, vind- skeið, og fl, grásans, ek. 18 3Ús. km, V. 1590 þús. Daewoo Nubira Se 6/99 5 g, álfelgur, cd, grænn, V. 1190 til- boðsverð 990 stgr. Möguleiki á 80% láni. Skoda Octavia 1.6 1998 5 g, hvítur, ek. 23 þús. km, bílalán 850 þús. V. 1150 þús. Subaru Impreza 2.0 stw 11/99 5 g, abs, loftpúðar, allt rafdr, grænn, ek. 9 þús. km, V. 1550 þús. Tilboðsverð 1390 stgr. (nýr 1800 þús) Ford Focus 1.6 high series Ssk, álfelgur, abs, allur rafdr., ek. 5 þús km, d.blár, V. 1690 þús. bílalán 1350. Peugeot 206 1999 5 g, vín- rauður, ek. 16 þús. km, V. 980 dús. Tilboðsverð 860 stgr. Benz húsbíll dísel 1987 Full- búinn, gott útlit. V. 1700 þús. NATTHAGI GAR€>PLÖNTUSTÖÍ> Loökvistur, Gultoppur, Hélurifs, Bersarunni, Eöalrósir, Gullklukkurunni, Göngustafur Qandans, Plómutré, Unditré, Garöagullregn, Broddgreni, Eik, Askur og margt fleira „Ijúft og notalegr í garöa. Tilboð: Alparifs 450, Gljámispill 290 Blátoppur 450, Alaskavíðir 100, Strandavíðir 100 Sýrenur 790, Runnamura 550 og fleira. Lerki, ösp, stafefúra, sitkagreni, sitkaelri, birki í bökkum. Uppl. s. 4834840. Heimasíða: www.natthagi.is Einnig kettir: Bengal, Síams og Abyssiníu til sölulll ÚTSALAN ENN í FULLUM GANGI! 30-70% afsláttur Verðdæmi: Ecco Crty Walker áður 8.990, nú 6.290. Roots brettaskór áður 3.990, nú 2.690. Barna- og fullorðinsstærðir. EU RO S KO Kringlunni 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420 Victory íþróttaskór nú 1.990. Barna- og fullorðinsstærðir. Roots barnasandalar áður 2.490, nú 1.245. Fjöldi bifreiða á tilboðsverði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.