Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Frá afhendingfu styrksins. Rúmfatalagerinn styrkir Blindrafélagið RÚMFATALAGERINN hefur frá þvi í júní á siðasta ári innheimt pokagjald í verslunum sínum. Ágóði þess hefur runnið til Blindrafélags- ins. Nýverið færðu forsvarsmenn 't* fyrirtækisins Blindrafélaginu 500 þúsund króna styrk og ákveðið hef- ur verið að hann renni til tölvu- kennslu blindra og sjónskertra. „Tölvur hafa og geta nýst blind- um og sjónskertum afar vel í leik og starfi og brýn þörf er á bættri að- stöðu og tækjakosti til kcnnslunnar. Stuðningur sem þessi kemur sér því afar vel og mun tvímælalaust bæta aðstæður margra blindra og sjón- skertra tölvunotenda. Ákveðið hef- ur verið að framlengja samstarf Rúmfatalagersins og Blindrafélags- ins um eitt ár til viðbótar," segir m.a. í fréttatikynningu frá Blindra- félaginu. Ævisögur í heimspekilegu ljósi FOSTUDAGINN 21. júlí nk„ kl. 15 verður haldið málþing um ævisögur í heimspekilegu ljósi á vegum Heim- spekistofnunar Háskóla íslands og ReykjavikurAkademíunnar og fer það fram í JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð. Á málþinginu munu tveir erlendir fyrirlesarar fjalla um heimspekilegar ævisögur. Dr. James Conant, prófessor í heimspeki við Háskólann í Chicago, flytur fyrirlestur um heimspeki og ævisögur og dr. Ray Monk forseti heimspekideildarinnar í Southamp- ton-háskóla flytur fyrirlestur sem hann nefnir „Philosophical Biogra- .. phy: The Very Idea.“ Fundarstjóri er dr. Róbert H. Haraldsson lektor í heimspeki við Háskóla íslands. Dr. James Conant er hér á landi sem Fulbright-styrkþegi og hefur kennt námskeið um Wittgenstein við Háskóla íslands. Conant er höfund- ur fjölda greina um Wittgenstein, Kierkegaard, Frege og Nietzsche sem sumar hverjar hafa valdið straumhvörfum í heimspeki. Conant hefur einnig ritstýrt fjölda verka m.a. eftir Hilary Putnam og Thomas Kuhn. I skrifum sínum um sígild heimspekiverk hefur hann m.a. lagt áherslu á ævisögulega þætti. Dr. Ray Monk er forseti heim- spekideildarinnar í Southampton- háskóla. Hann er höfundur bókanna Ludwig Wittgenstein: The Duty of Genius (1990) og Bertrand Russell: The Spirit of Solitude (1996). Báðar þessar ævisögur vöktu mikla athygli bæði innan og utan heimspekinnar og aflaði ævisaga hans um Wittgen- stein honum heimsfrægðar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. VR styður Sleipni STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt að styrkja Bifreiðastjórafélagið Sleipni um þrjár miHjónir króna, en Sleipnir hefur sem kunnugt er átti í langri kjaradeilu við vinnuveitendur. Vi I ályktun stjómarinnar sem var samþykkt samhljóða segir: „Fram- vinda þessa máls og niðurstaða snertir verkalýðshreyfínguna alla. Það er skylda okkar, sem eitt af stærstu verkalýðsfélögum í landinu, að sýna stuðning við félagsmenn í Sleipni í verki.“ ------------------- Markaður í Skagafírði FERÐAÞJÓNUSTAN Lónkoti í Skagafirði stendur fyrir þremur markaðsdögum í sumar. Eru það síð- ustu sunnudagar í júní, júlí og ágúst. „Eftir eru sunnudagurinn 30. júlí og sunnudagurinn 27. ágúst. Mark- aðurinn er opinn almenningi frá kl. 13 til 18 en sölufólk hefur tímann frá kl. 10 til 13 til að koma sér fyrir. Þeir sem vilja leigja sér söluborð geta hringt í Lónkot. Markaðsdagar í Lónkoti eru árvissir og fara fram í samkomutjaldi staðarins sem er hið stærsta á landinu,“ segir í fréttatil- kynningu. »1 Kvöldganga UMSB FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 20. júlí verður fjöruganga á Mýrum. Lagt verður af stað frá Girðisholti við Miðhús, kl. 20 (ath. taka Álftanes- afleggjarann frá aðalvegi). Leiðsögumaður verður Svandís Bára Steingrímsdóttir. Fróðleg og skemmtileg ganga um fallega strönd. Gangan er fyrir alla og tekur um tvo tíma. -------------- Verðlaun í bruðkaupsleik VERSLUNIN Villeroy & Boch tók þátt í brúðkaupsleik Bylgjunnar fyr- ir skömmu. „Vinningshafar voru mjög lukkulegir með vinninginn en þeir fengu matar- og kaffistell fyrir 12 ásamt fylgihlutum. Einnig stál- hnífapör frá þýska fyrirtækinu WMF,“ segir í fréttatilkynningu. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mannekla á sambýlum VIÐ foreldrar fatlaðra barna horfum uggandi til haustsins, því nú þegar er farið að bera á manneklu á sambýlum. Við þurfum að taka okkar einstaklinga eitthvað heim um helgar, en við skiljum manna best af hverju þetta er, en það eru launin. Það er sorglegt að launin skuli vera svona léleg, því ef starfsfólkinu býðst önnur vinna, þá er það farið. Ég vil skora á yfirvöld sem hlut eiga að máli að hækka launin. Ég veit að þetta er gefandi starf og fólkið sem vinnur þessi störf gefur mikið af sér. Við erum þakklát því fólki sem vinnur með son okkar og hann er líka mjög ánægður. Ég vona að þessu verði komið í lag sem allra fyrst. Sigurborg Pétursdóttir. Fyrirmyndar ferðamáti MIG langar til þess að taka undir með Guðrúnu sem skrifaði í Velvakanda sunnudaginn 16. júlí sl. um Strætisvagna Reykjavík- ur. Almenningssamgöngur eru verri í dag en fyrir 30 árum. Leið 11 er til dæmis tekin af um helgar og er það mjög bagalegt fyrir eldri borgara sem búa í blokk við Hæðargarð. Þeir eiga kannski ekki bfi til þess að komast leiðar sinnar og þurfa að ganga í gegnum heilt hverfi til þess að ná í strætisvagn. Margt af þessu eldra fólki er ekki í stakk búið til þess að ganga mjög langt. Mig langar að spyrja Strætisvagna Reykjavíkur hvort þetta sé fyrirmynd- ar ferðamáti, eins og þeir auglýsa, fyrir eldri borg- ara að þurfa að ganga langar leiðir til þess að komast leiðar sinnar. I all- ri þessari hagræðingu hef- ur hinn almenni borgari algjörlega gleymst. Ein afar óánægð. íþróttaþjálfun fyrir hressa gamlingja ÉG hef árum saman reynt að komast í rétta tegund þjálfunar fyrir tiltölulega hressa gamlingja. Ég hef farið í flestallar félagsmið- stöðvar aldraðra á Reykja- víkursvæðinu en alls stað- ar er sama sjúkraleikfimin og meira að segja sami kennarinn, sem er ágætur í sínu fagi, en við erum bara ekki öll alafdauðir sjúklingar þó við séum úrskurðuð löggild gamal- menni. En svo kom langþráð leikfimi fyrir hressa gamlingja í Laugardals- höll. Mánuðum saman taldist mæting um og yfír hundrað, hvernig sem viðraði. En þá fékk ég einhvern flensubacter sem nærri drap mig. Hjarnaði þó við að end- ingu og fór þá beint í Laugardalshöll en þar var þá komið sama moðið og í félagsmiðstöðvunum, fólkið hætt að mæta, var aðeins rúmlega 10 manns mætt. Fíni landsliðs- þjálfarinn okkar búinn að yfirgefa okkur og hann sem var rétt að byrja með handbolta fyrir okkur. Ég mætti ekki aftur þar. Á hverju ári hef ég tal- að við Leikni, spurst fyrir um þjálfun fyrir hressa gamlingja, t.d. blak eða badminton - eða shotokan karate sem er góð alhliða þjálfun fyrir okkur. En nei, ekkert svoleiðis fyrir gamlingja, bara fyrir börn. Hvernig væri nú þegar IR og Leiknir sameinast að spara heilbrigðiskerf- inu milljónir/milljarða með því að viðhalda góðri heilsu hressra gamlingja þar til við hreinlega hrökkvum upp af. Ætti að vera hægt að fá styrk út á það. Með von um úrlausn að- kallandi verkefnis því ann- ars er fyrirsjáanlegt að við töpum heilsunni og leggj- umst á heilbrigðisþjónust- una, sem má víst ekki við meiru. Ég hef í gegnum árin talað við starfsfólk íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar þar sem hver vísar á annan og útkoman er ekkert. Kerfið virðist ekki virka. Margrét Ásgeirsdóttir. Tapað/fundið Svartur ullarfrakki tapaðist SVARTUR ullarfrakki tapaðist í miðbæ Reykja- vík laugardaginn 15. júlí sl. I vasanum var veski með skilríkjum, gsm sími og lyklar. Upplýsingar í síma 551-8458 eða 895-9912. Bfllyklar í óskilum KONA gleymdi bfilyklum ásamt húslyklum í versl- uninni Glugganum á Laugaveginum. Hún getur vitjað þeirra þar. Dýrahald Gulbröndóttur kisi í óskilum LÍTILL, gulbröndóttur kisi með stór Ijósbrún augu fannst við Arnar- hraun í Hafnarfirði laug- ardaginn 15. júlí sl. Upp- lýsingar veitir Anna 695-3697. Tveir hundar í óskil- um að Leirum TVEIR hundar eru í óskil- um að hundahótelinu Leir- um. Annar er blendings- hundur, brúnn og svartur, en hinn er lítill, svartur blendingur. Eigendur geta vitjað þeirra strax eða haft samband í síma 5668366. Lómapar í Borgarfirði. Morgunblaðið/Ómar Víkveiji skrifar... „HEFUR þú eitthvað orðið var við Mick Jagger eða Keith Richards, meðlimi rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones, á göngu um bæinn?“ Þessa óvenjulegu spurningu lagði Víkverji fyrir nokkra íbúa í Ólafsvík á dögunum. Tilefnið var að deginum áður hafði lystisnekkja verið í höfninni á Ólafsvík og grun- ur lék á að þar væru frægir poppar- ar um borð. Skemmst er að minn- ast þess að fyrir ári birtist Jagger skyndilega á bryggjunni á ísafirði, en hann var þá á ferð í snekkju í eigu ítalsks auðkýfings. Enginn sem Morgunblaðið ræddi við á Ólafsvík hafði fyrir víst séð meðlimi Rolling Stones, en allir höfðu hins vegar heyrt að þeir hefðu verið þarna á ferð og flestir höfðu heyrt um einhvern sem hafði hitt þá. Einn hafði heyrt að þeir hefðu drukkið kaffi á hótelinu. Á hótelinu könnuðust menn ekki við að hafa gefið Jagger kaffi, en vildu þó ekki sverja fyrir það. Þar töldu menn hins vegar að heimsfrægir popparar hefðu komið við í verslun og keypt þar eina peysu. Þegar haft var samband við verslunina vildu menn ekki kannast við að hafa selt Jagger eða öðrum stórpoppurum peysu, en vildu ekki sverja fyrir að hafa séð einhverja útlenda menn fyrir utan verslunina. Hins vegar sögðust verslunarmennirnir hafa heyrt að skipstjóri snekkjunnar hefði rætt við Ólafsvíking sem byði upp á hvalaskoðunarferðir frá Ól- afsvík. Sá maður kannaðist vissu- lega við að hafa rætt við skipstjór- ann, en hann kvaðst ekki hafa verið nægilega forvitinn til að spyrja um það hverjir væru með honum um borð, enda ekki búinn að heyra af því að þarna væru hugsanlega meðlimir einnar þekktustu rokk- hljómsveitar heims á ferð. Við svo búið varð Víkverji að gef- ast upp. Fréttin um stórpoppara í Ólafsvík var því aldrei skrifuð. En eftir situr spumingin, voru Jagger og Richards á snekkju við Ólafsvík í síðustu viku? Kannski væri nær að spyrja, hvaða máli skiptir hvort þeir félagar voru í Ólafsvík eður ei? Víkverji vill ekki leggja neinn dóm á hvort slík spurning er réttmæt, en því verður hins vegar ekki á móti mælt að fjölmiðlar gera tals- vert mikið af því að segja sögur af frægu fólki og enginn vafi leikur á að lesendur hafa áhuga á slíkum fréttum. xxx FYRST minnst er á fræga popp- ara getur Víkverji ekki látið hjá líða að lýsa furðu sinni á frétt- um af ungstirninu Britney Spears, en hún er ein vinsælasta poppsöng- kona heims þessar vikurnar. Fyrir stuttu las Víkverji frásögn af því að söngkonan ætlaði að fara að gifta sig vini sínum, Justin Timberlake að nafni. Daginn eftir bárust nýjar fregnir af söngkonunni og þar sagði að hana dreymdi um að giftast Vil- hjálmi Bretaprins. Það fylgdi jafn- framt með í fréttinni að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Vil- hjálmur og Britney yrðu hjón því að hún hefði verið að slíta vinskap við kærasta sinn, fyrrnefndan Just- in Timberlake! Hverju á maður að trúa?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.