Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 60

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 60
í>0 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM L.ung.A - spennandi listahátíð ungs fólks - er hafin á Seyðisfirði jnpi r u u u Frá sýningii hópsins á Herðubreið. Seyðisfjörður/ náttúrulega - hvað annað?! Gunnhildur Hauksdóttir og Sara María Skúladóttir fóru til Seyðisfjarðar í gær til að taka þátt í listahátíðinni L.ung.A sem stendur yfir fram á laugardag. Unnar Jónasson hitti þær og fékk upp úr þeim hvað væri eiginlega að gerast fyrir austan. Morgunblaðið/Golli Gunnhildur og Sara María yfir svörtu sjóðandi kaffi og skruddum sverum á Gráa kettinum. „VIÐ FÓRUM þarna fyrst í janúar á vegum samstarfsverkefnisins Menning/náttúrulega. Það eru Listaháskóli íslands, M 2000 og þrjú sveitarfélög sem standa að þessu verkefni. Það voru gerðir út þrír hópar af öðru og þriðja ári frá LHI og í janúar fórum við, 10 manna hópur, undir handleiðslu Þorvaldar Þorsteinssonar til Seyð- isijaröar og eyddum þar fimm dög- um í að gera ítarlega úttekt á lífi bæjarbúa," segir Sara María þegar þær stöllur eru spurðar um for- sögu sýningarinnar. „Við gerðum þetta undir þeim formerkjum að niðurstaðan yrði myndlistarsýning á Seyðisfirði. Það má segja að við höfum unnið þetta svolitið eins og visindamenn í rannsóknarvinnu, vopnuð alls kyns upptökugræjum og myndavélum. Við tókum hclling af viðtölum, heimsóttum öll fyrirtæki bæjarins og fengum nemendur efstu bekkja grunnskólans í samstarf með okk- ur. Það var mjög erfitt að velja úr öllu þessu efni, en niðurstaðan verður til sýnis í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og eru allir velkomnir á opnunina núna á Viðburðaríkir listadagar á Seyðisfirði L.ung.A Og Norskir dagar L.UNG.A - listahátíð ungs fólks Austurlandi hófst í gær 19. júlí kl. 17.00 á Seyðisfirði. Þátttakendur eru á aldrinum 15-25 ára og koma frá Ak- ureyri, Reykjavík, Vestmannaeyjum, Höfn, Eskifirði, Egilsstöðum, Nes- kaupstað og Seyðisfirði. Þau vinna að listsköpun í fjóra daga frá morgni til ivölds. Hönnunar- og lagasamkeppni verður á dagskrá á fimmtudagskvöld- ið og hafa tíu aðilar skráð sig til þátt- töku. Dansleikir, tónleikar o.fl. verður til skemmtunar föstudag og laugar- dag. Tilvalið er fyrir ferðafólk að líta við og skoða þennan fallega og seyð- andi fjörð, fara á kaffi Láru eða í Netk@ffi Skaftfells og fá sér „ekta“ kaffi og njóta menningarviðburða. Máltíð á Hótel Seyðisfirði svíkur eng- an. Dagskrá L.ungA og Norskra daga tvinnast skemmtilega saman þannig að allir ættu að fmna eitthvað við sitt hæfi. Sýningar eru víða um bæinn, m.a. sýna þær Ásta Ólafsdóttir, Alda Sigurðardóttir, Sari Maarit Cede- agreen og Kristín Reynisdóttir í skól- anum, Olav Christopher Jensen í Skaftfelli og í garðinum er sýningin Karlinn í tunglinu - Bömin á jörðinni. Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan er öll miðvikudagskvöld kl. 20.30. frá júní-sept. Norskir dagar Sýning norsku listakonunnar Heidi Kristiansen opnar föstudaginn 21. júh' kl 17.00 í gömlu Bröttu, Austurvegi 30. Sýningin verður opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga til 6. ágúst. ^Heidi stundaði nám í myndlist og ifandíðum við Elen Ofstad skole í Þrándheimi í Noregi á árunum 1976- 78 og sýnir nú textílverk. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim og tvívegis hlotið verðlaun fyrir verk sín í Noregi. Sjö verka hennar eru í opinberri eigu. Við opnun Norskra daga mun ræðismaður Nor- egs á Austurlandi, Birgir Hallvarðs- son, setja Norska daga og harmon- ikkuleikarinn Kjetil Skaslien leikur nokkur lög. Einnig mun sendiherra Noregs og kona hans ásamt menning- arfulltrúa Noregs á íslandi heiðra gesti með nærveru sinni af þessu til- efni. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Harmonikkuleikarinn Kjetil Skas- lien mun leika á Norskum dögum á Seyðisfirði föstudaginn 21. júh og laugardaginn 22. júh í Skaftfelli, menningarmiðstöð. Aðgangur er frír báða dagana. Kjetil Skaslien er fyrst og fremst þekktur fyrir sérstaka og óhefðbundna samsetningu á hljómum harmonikkunnar. Hann leikur að sjálfsögðu gömlu dansana, þar sem harmonikkan hefur alltaf verið aðal- hljóðfærið en sem undirleikari og ein- leikari töfrar hann fram hina fegurstu tóna. Hann er fæddur í Grue Finn- skog og mikið af angurværðinni í verkum hans kemur frá hinum tröll- vöxnu skógum. Tónhstarhæfileikar hans koma sérstaklega vel fram í út- setningum hans á verkum þekktra norskra tónhstarmanna. Sumir vilja halda því fram að hann sé mest þekkt- ur fyrir heimsmet sitt í hraðspih á „Tiger-rag“ án og í votta viðurvist. Vorið 1999 var hann með tónlistar- hópnum „Tigerbalsam“ í Victoria Teater á Karl Johan. Þetta verk fékk mjög góðar viðtökur bæði í fjölmiðl- um og hjá áhorfendum. Tónlistarhóp- urinn, sem samanstendur af ( fyrir utan Ketil Skashen sjálfan) Osló- stúlkunni Kari Svendsen, trúba- domum Lars Klevstrand, stór- tónhstarmanninum Steinari Ofsdal og söngvaranum Tom Percy, mun verða á ferð um Noreg með sýning- una Tigerbalsam árið 2000. Listanemar og náttúran 2. árs nemar í Listaháskóla íslands heimsóttu Seyðisfjörð í vetur. Þeir unnu meðal annars með seyðfirskum unglingum að ýmsum verkefnum, heimsóttu vinnustaði og hittu fólk. Nú eru þau að koma aftur og ætla að Verk eftir Heidi Kristiansen: „Flókalundur 1997“. setja upp sýningu sem þau unnu í framhaldi af heimsókninni. Sýningin er hluti af verkefni sem er samstarfs- verkefni LHÍ og M2000 og kallast menning - náttúrulega og er verkefn- ið unnið á fjórum stöðum á landinu; LHI, Seyðisfirði, Blönduósi og Dala- byggð. A Seyðisfirði taka nemend- umir ásamt kennara sínum Þorvaldi Þorsteinssyni fyrir spumingu dags- ins varðandi sambúð manns og nátt- úru, nýtingu náttúrunnar í atvinnu- skyni, möguleika og hættur. A sýningunni má sjá andht einstakra Seyðfirðinga sem urðu á vegi þeirra, heyra hljóð frá Þorrablótinu o.fl. Sýn- ingin verður sett upp í Herðubreið og verður opnuð sunnudaginn 23. júh kl 16.00. Allir eru boðnir velkomnir. Sýningin verður opin kl 14- 18 alla daga nema mánudaga til 6. ágúst 2000. Funksveitin Jagúar mun halda tón- leika á laugai'dagskvöldið, eru hér efnilegir ungir piltar á ferð sem hafa það að mottói að leika aðeins á tón- leikum í þessari hringferð sinni í júlí. Sóldögg mun leika fyrir dansi föstu- dagskvöldið og koma fram ótengdir á laugardeginum úti undir bem lofti ef veðurguðir leyfa. Gjömingaklúbbur- inn setur upp gjöming á laugardegin- um en þær hafa komið víða fram sl. ár. Þær komu fyrst fram með gjöm- inginn „Kossagjömingur" í Dagsljósi Ríkissjónvarpsins árið 1996 og hafa komið víða við síðan, m.a. í Nýlista- safninu í Reykjavík, Aircondition í Kaupmannahöfn, Oslo og New York svo eitthvað sé nefnt. sunnudaginn kl:16.00,“ segir Gunnhildur gestrisin að venju. „Það er óhætt að segja að Seyð- isfjörður sé staðurinn til að vera á þessa dagana því þar er mjög mik- ið um að vera. Seyðisfjörður er líka bara svo frábær. Ég held að við sem fórum þangað í janúar og kynntumst svolítið fólkinu þar verðum aldrei söm. Ég man að ég faðmaði konuna sem afgreiddi okkur alltaf í Essoskálanum og kyssti hana bless,“ segir Gunnhild- ur, „það er náttúrlega ekkert venjulegt. „Það eru allir bara ein- hvern veginn svo opnir og ótrúlega gestrisnir þarna og hún Alla, Aðal- heiður Borgþórsdóttir, er súper- kona sem skipuleggur þetta allt saman og Þóra á Haföldunni og ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Dieter Roth er þarna uppi um alla veggi og þetta er bara einhvern veginn svona lítill hámenningar- gullmoli þarna fyrir austan." En hvað með þessa listahátíð? „Já, í framhaldinu fengum við tvær verkefni þarna í tengslum við listahátíð sem Seyðisfjörður er að skipuleggja þessa dagana og byrj- aði í gær. Hátíðin heitir L.ung.A. og er listahátíð ungs fólks á Aust- urlandi. Sýning hópsins okkar fléttast svo inn í þessa hátíð en starf okkar tveggja felst í að vera með „workshop" sem fólk skráir sig í og við vinnum svo með. Við fengum 80 fm rými sem við ætlum að breyta og djöflast í þar til það er orðið að einhverju öðru, ein- hverju sem við vitum ekkert hvað er, vegna þess að það verður unnið á staðnum með þeim sem skrá sig. Það eina sem við gerum er að koma með rammann, sem er rým- ið, svo erum við búnar að safna dóti til að nota og við ætlum að koma með listaverkabækur og von- andi slidesmyndir af verkum sem eru unnin I þessum anda, þ.e.a.s. að breyta rými, til þess að gefa þátt- takendum hugmyndir um hvernig myndlist er í rauninni mikið til unnin í dag,“ segir Sara María. Hvernig má vinna út frá þeirri hugmynd einni að breyta rými? „Við förum ekkert að kenna þeim að teikna paprikur og lands- lag, dembum okkur bara beint í myndlistina, þannig að við Fórum hamförum í rými og skemmtum okkur konunglega við það,“ svarar Gunnhildur að bragði. Það er lika margt annað í boði, ritlist sem Andri Snær verður með, leiklist hjá Helgu Braga, dans og tónlist að ógleymdum mjög íjöl- breytilegum myndlistarsýningum. Það verða fjórar myndlistarsýn- ingar í grunnskólabyggingunni, Alda Sigurðardóttir, Ásta Ólafs- dóttir, Sari Maarit Cedegreen og Kristín Reynisdóttir eru þar. I menningarmiðstöðinni Skafta- felli stendur yfir sýning norska myndlist.armannsins Olaf Kristofer Jensen og í „Gömlu Bröttu" verða textflverk Heidi Kristiansen. Gjörningaklúbburinn „peformer- ar“ þarna líka. Þær verða með gjörning úti, á laugardeginum, en þær voru að koma frá Austurríki þar sem þær eru að sýna í nýju safni í Bregenz. Á Seyðisfirði verða þær með gjörning sem heitir Æðri verur eða „Higher Beings" en þær hafa sýnt hann áður í Gautaborg, Amsterdam og Reykja- vík en líka á Selfossi og í danskri sveit.“ „Við hvetjum bara alla til að skella sér til Seyðisfjarðar um helgina, því Seyðfirðingar eru algjörir snillingar,“ segja Gunn- hildur og Sara María og hlakka til að heilla Austfirðinga upp úr skón- Nakin list Reuters LJÓSMYNDARINN Spencer Tun- ick sést hér við vinnu sína á Willi- amsburg-brúnni í Manhattan í New York á dögunum. Borgarstjórinn Rudy Giulani reyndi að koma í veg fyrir að myndatakan færi fram en allt kom fyrir ekki og Tunick fékk vilja sínum framgengt. Tunick er listamaður sem ferðast um Banda- ríkin og ætlar sér að mynda sem flesta hópa nakins fólks. Kallar hann verk sitt „Ferðalag um nakin fylki“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.