Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 62

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 1 . 1. Real Slim Shady Eminem t t t t * * t t t * t * t t 2. Dánarfregnir og jarðarfarir Sigur Rós 3. Ennþá Skítamórall 4. Light Years Pearl Jam 5. Natural Blues Moby 6. Falling Away From Me Korn 7. Music Non Stop Kent 8. Rock Superstar Cypress Hill 9.0ops...l did it again Britney Spears 10. Big in Japan Guano Apes 11. The One Backstreet Boys 12. Thong Song Sisqo 13. Try Again Aaliyah 14. Þær tvær Land & Synir 15. Ex Girlfriend No Doubt , 16. You Can Do It lce Cube 17. Make me bad w Korn ■^18. Crushed Limp Bizkit 19. Take a Look Around Limp Bizkit 20. Shackles Mary Mary Lístinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. © mbl . j S TíjjPPEQ skjAr einn FÓLK í FRÉTTUM Hér sé popp! TONLIST Geisladiskur ELDRAUÐARVARIR Eldrauðar varir, geisladiskur Uzz. Björn I. Þórisson syngur aðal- og bakraddir ásamt því að leika á hljðmborð. Honum til aðstoðar eru Máni Svavarsson (forritun og hljómborð), Björn Sigurðsson (bassi í „Nóttin bíður“), Ævar Sveinsson (gítar í „Allt sem ég vil“, „Eld- rauðar varir“, „Ástarveiran" og „Gleymi öllu“), Sigurður Rögn- valdsson (gítar í „Nóttin bíður“ og „Once Again“) og Jón E. Hafsteins- son (gítar í „Searching"). Öll lög og textar eru eftir Björn I. Þórisson. Máni Svavarsson útsetti ásamt Bimi. 30,05 mín. Björn I. Þórisson gefur út. UZZ hefur verið starfandi í nokk- ur ár og „Eldrauðar varir“ er fyrsta platan sem frá henni kemur, þrjátíu mínútna þröngskífa sem inniheldur SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfuntu tískuversíun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 dægurpopp af mismunandi gerð og gæðum. Textar eru bæði á íslensku og ensku og eru þeir upp og ofan, aðallega ofan en geta þó verið nokk- uð smellnir á köflum eins og í lín- unni „Hún er hlý og köld, hvort hef ég mínútu eða öld“ sem er að finna í fyrsta laginu, „Gleymi öllu (hugsa um allt)“. Opnunarlagið er borið uppi af léttum hústakti, enda er húsasmíða- meistarinn sjálfur, Máni Svavars- son, á staðnum og skreytir hann velflest lögin með poppvænum tölvutöktum. Annað lagið er á svip- uðum nótum, þó öllu rólegra. Illu heilli tekst Birni einhverra hluta vegna miður upp í þeim lögum sem bera íslenska texta og mætti kalla nútímavædd en hann er í essinu sínu er hann horfir aðeins til baka og vottar svuntuþeysarapoppi níunda áratugarins virðingu sína. Þannig er lokalag plötunnar, sem komst víst í útvarpsspilun á sínum tíma, óttaleg froða og titillagið virkar illa, hljóm- ar eins og afgangslag úr brunni Nýdanskrar eða Todmobile. Það er engu líkara en einhver aukaorka streymi yfir Björn þegar hann svissar yfir í mál Engilsaxa. \4I4W|, ‘ *•¥■ 5 iilíð! Afengiskaup fyrir unglinga eru lögbroÉ ivivi'.'Ai'ii'KLi'mviiiaiT/TBri Lagið „Searching“ er til að mynda afar vel heppnað tæknópopp með sterkar tilvísanir í nokkrar hetjur gærdagsins eins og Human League, Nik Kershaw, Ultravox og Depeche Mode. Vel sungið lag með drama- tískri melódíu. Eins eru lögin „Nótt- in bíður“ og „Once Again“ vel heppnuð, rödd Björns hefur vana- lega sterka nálægð og fer það vel í þessum lögum, sem eru í rólegri kantinum. Raddbeiting Björns getur verið nokkuð athyglisverð, stráð gnótt af poppsykri og minnir skuggalega mikið á söngspíru hinnar örendu sveitar Vina vors og blóma, undar- leg blanda af hrossahneggi og kindajarmi. Þrátt fyrir þennan óþægilega hljóm á hann til að beita henni á hugmjmdaríkan hátt, teygir hana upp eða niður skalann og eyk- ur eða dregur úr tilfinningasemi eins og við á. Heildarhljómur plötunnar er ró- legur og lítt áleitin og hentar laga- smíðunum vel. Spilamennskan flýt- ur fram hjá án þess að maður taki eftir henni, helst að hugmyndaríkur gítarleikur nái stundum flugi. Um- slag plötunnar er eftirtektarvert og grípandi og á hrós skilið. Björn hefur þó nokkra hæfileika til að bera í poppsmíði, á köflum er hér að finna ágætlega grípandi popplög en inn á milli koma þó lög sem fara inn um annað eyrað og út um hitt að mestu leyti. Það verður þó að teljast Birni til tekna að hann semur lög sem reyna ekki að vera neitt annað en það sem þau eru. Hér er á ferðinni eitt hundrað prósent popp sem svínvirkar í sumum tilfell- um en fellur flatt á nefið í öðrum. Arnar Eggert Thoroddsen Heiðar og Linda eru ást fangin upp fyrir hausT r@5arsson stórtjSko) if ÉG FYRIRGEF 1 HENNISAMT igeií:]

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.