Morgunblaðið - 23.07.2000, Page 17

Morgunblaðið - 23.07.2000, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 1 7 óvart og liðið hefur í heild náð að smella saman. Grindvíkingar léku feikilega vel á undirbúningstímabil- inu en eftir það báru menn ákveðinn ugg í brjósti yfir því að þeir myndu springa eins og blaðra þegar kæmi inn í Islandsmótið. Þeir hafa haldið sinni spilamennsku áfram og eru klárlega komnir með lið sem gæti vel velgt þeim stóru undir uggum og haldið áfram á sömu braut. Það er mjög gott jafnvægi í liði þeirra, þetta er góð blanda af mismunandi leik- mönnum sem eru vinnusamir, flinkir og fljótir. Til að gera Grindavík að al- gjöru toppliði vantar kannski afger- andi markaskorara, einhvern sem skorar 15 mörk á tímabili." Ákveðin teikn á lofti hjá Fram Framarar hafa lagt mikið undir í fyrra og nú en árangurínn lætur á sér standa. Er eitthvað að rofa til í þeim herbúðum? „Framarar ætluðu sér að verða virkilega þéttir í vörn og byggja upp leik sinn á skyndisóknum. Það hefur ekki gengið eftir, þeir hafa ekki verið lánsamir upp við markið og vantar tilfinnanlega markaskorara. Þor- bjöm Atli var fenginn aftur heim en hann hefur ekki jafnað sig fyllilega eftir krossbandaslitin. Mér finnst miðjuspilið ekki hafa gengið upp hjá liðinu og framherjarnir hafa fengið litla þjónustu. Framliðið hefur þó tekið breytingum og ég tel vera ákveðin teikn á lofti um að það sé að lifna við. Framarar sigruðu Leiftur sannfærandi, 3:1, og eru komnir með 12 stig. Það er lygilega stutt í topp- inn og það sem mér finnst jákvæðast við þetta hjá Fram er að þarna eru ungir piltar úr þeirra unglingastarfi að fá tækifæri; Daði Guðmundsson, sem er feikilega efnilegur leikmaður, Baldur Knútsson og Eggert Stefáns- son. Framarar fundu röskan fram- herja í Danmörku, Ronny B. Peter- sen, og hann kom með hraða inn í liðið. Mér finnst þó að það búi meira í Frömurum, ekki síst í manni eins og Sigurvini Ólafssyni sem er að ná sér á strik eftir erfitt slys, og mér finnst að það eigi að koma meira út úr Hilmari Bjömssyni. En þetta bygg- ist allt á því að það sé einhver þjón- usta fyrir aftan þessa menn, þeir fái sendingar til að vinna úr. Það hefur vantað í leik Fram til þessa. Ef þessi teikn sem nú eru á lofti ganga eftir þá verður það rós í hnappagat þeirra sem stjórna liðinu að ná að vinna sig út úr erfiðleikunum. Það voru vænt- ingar um að Fram myndi gera vel í sumar - forsendumar vora þær að nýju leikmennirnir færa með liðið á toppinn. Liðið hafði aldrei sannað sig sem slíkt og verið í erfiðleikum í deildinni í tvö ár. Það væri vissulega óeðlilegt að markmiðssetning Fram- ara væri önnur en sú að vera á toppnum, miðað við það sem lagt er í þeirra lið, en fyrst þarf liðið að sýna að það sé gott og eigi tilkall til þess að vera í toppbaráttu. Næstu tveir til þrír leikir skera úr um hvort svo sé og hvar þeir verða í deildinni." Ólafur hefur ekki enn fundið rétta liðið Skagamenn skora ekki mörk ann- að áríð í röð. Er engin lausn fínnan- leg á því vandamáli þeirra? „Skagamenn hafa verið í vandræð- um með að skora og það þekki ég vel síðan ég var með liðið. Það er erfitt að stjóma liði sem nær ekki að skora en munurinn í jákvæða átt frá því í fyrra er sá að Ólafur Þór Gunnars- son stendur sig betur í markinu. Hann hefur oft haldið liðinu á floti og ver skot sem fóra inn síðasta sumar. Það vantar betri sóknarleik hjá ÍA, markatalan segir sitt. Uni Arge átti að leysa þetta vandamál en hann hef- ur verið óheppinn með meiðsli. Vandamálin era enn til staðar, mörk- in vantar. Hluti af því er líka það að vængmennimir hafa ekki komið með nógu mikið af fyrirgjöfum. Lið sem nær árangri notar yfir- leitt fáa leikmenn. Skagamenn hafa lent í því nú er mótið hálfnað en liðið er alltaf að breytast. En þó að Skagaliðið hafi ekki enn náð sér á strik og lykilmenn hafi ekki sýnt sitt besta er það í ágætri stöðu. í hverri umferð á það möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna. Slæmt fyrir Kef lavík að missa O’Sullivan Keflvíkingar byrjuðu vel en hafa síðan lent í vandræðum. Geta þeir rifið sig upp á ný eða verður þeirra hlutskipti að berjast í bökkum ? „Menn tala oft fjálglega í upphafi móts um að það sé algjört lykilatriði að byrja vel. Keflvíkingar byrjuðu vel og komu á óvart, en síðan hafa þeir dalað, era komnir alla leið niður í áttunda sæti. Þetta er heilt mót sem tekur 18 leiki. Fyrir nokkrum áram unnu Keflvfldngar fyrstu sex leiki sína en lentu samt í vandræðum í lokin. Þetta er spurning um elju og I„Menn horfa á erlendar stjörnur í sjónvarpinu og búast síðan við því að sjá jafn góða leikmenn hér heima“ vinnu í þá fjóra mánuði sem mótið stendur yfir. Keflvíkingar geta verið sprækir fram á við, með Guðmund Steinarsson og Hjálmar Jónsson sem fremstu menn, og Zoran Daníel Ljubicic er alltaf flinkur í sóknarað- gerðum liðsins. Keflavík er með góð- an markvörð, Gunnleif Gunnleifsson, sem er álíka litríkur í markvörslu og búningavali og Jorge Campos í markinu hjá Mexíkó. En Keflvíking- ar hafa misst flugið og þeir sáu á bak Liam O’Sullivan, skoska vamar- manninum, sem er virkilega sterkrn- og það var alvarlegt mál fyrir þá að missa hann. Þegar hans hefur ekki notið við hafa þeir verið í veralegum erfiðleikum. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hjá Keflavík hvem- ig arftaki hans, Mark McNally, fellur inn í vörnina. Þetta fær mann til að hugsa alvarlega um hvort það sé rétt að fá leikmann til landsins sem ekki er víst að verði með allan tímann." Varnarleikur og óstöðugleiki vandamál Blika Breiðablik hefur tekið við sér í síð- ustu leikjum eftir erfiða byrjun. Get- ur liðið haldið sér á þeirri braut sem það er núna komið á? „Möguleikar Breiðabliks byggjast talsvert á því að Marel Baldvinsson sé í lagi og það hefur komið best í ljós í tveimur síðustu leikjum. Það vora hans fyrstu leikir í byrjunarliði í sumar og Blikar unnu þá báða. Með Marel og Bjarka Pétursson sem fremstu menn er liðið ágætlega sett, þeir era hávaxnir og flinkir og geta báðir skorað mörk. Marel fékk mýgrút af færam í fyrra en skoraði ekki mikið. Það lagast með tíð og tíma og þá verður Marel topp leik- maður í atvinnumannaklassa. Liðið er að mörgu leyti léttleik- andi og tveir sterkustu menn þess hafa verið Hreiðar Bjarnason og Atli Knútsson markvörður. Þeir hafa báðir leikið geysilega vel og þá er Robert Russell sterkur leikmaður sem hefur gert ágætis hluti á miðj- unni. Vandamál Breiðabliks liggur í vamarleik alls liðsins og þá er aft- asta línan ekki fljót. Liðið hefur spil- að misjafna leiki og vantað stöðug- leika, en það virðist vera að rétta úr kútnum. Miðað við það sem Blikar gerðu í fyrra held ég að það búi ýmis- legt í þessu liði. Nái þeir upp stöðug- leika og haldi lykilmönnum heilum geta þeir komið sér í mjög þægilega stöðu í þessari deild.“ . Losarabragur á leik- mönnum Stjörnunnar Stjömunni var spáð botnsæti og liðið er á botninum. Eru líkur á að það breytist? „Það var yfirlýst markmið Stjömumanna að halda sér í deild- inni en það virðist ætla að reynast þeim erfitt. Þeir hafa oft á tíðum leikið vel úti á vellinum en sam- kvæmt þeirra samantekt komust sóknarmenn þeirra sjö sinnum einir gegn markverði mótherjanna í fyrstu sex leikjunum án þess að skora. Það er ekki hægt að flokka allt sem óheppni, einhver lélegheit og klaufaskapur hljóta að fylgja með.En mér finnst vera fullmikill losarabragur á leikmönnum Stjöm- unnar fyrir leiki. Þeir koma seint út á völlinn - til dæmis til upphitunar. Þarna þarf að búa til örlítið meiri festu, þessi mál er auðvelt að lagfæra og eiga að vera á hreinu hjá leik- mönnunum sjálfum. Þeir eiga að vita hvemig þeir eiga að undirbúa sig, þjálfarinn á ekki að þurfa að standa yfir þeim með svipu. Þessir strákar í Garðabænum era ekki búnir til úr neinu öðra en aðrir menn og þurfa sama tíma og aðrir til að búa sig fyrir leiki. Þetta finnst mér vera kæra- leysi. Þá era leikbönnin hjá Vladimir Sandulovic vandamál, það er slæmt þegar fenginn er svona sterkur leik- maður og hann missir mikið úr. En það býr mikið í þessu liði. Vörnin hefur leikið ágætlega, með Vladimir, Ragnar Ámason og Ólaf Gunnars- son mjög sterka, Asgeir G. Asgeirs- son hefur átt ágætis leiki og Veigar Páll Gunnarsson á mikla framtíð fyr- ir sér ef hann heldur rétt á spilunum. Stjörnumenn þurfa að rífa sig upp úr lognmollunni og gera eitthvað upp- byggilegt í seinni umferðinni.“ reu/ch hi-fec SPEEDO. í^ccboh OZON LA GEAH' Verð áður Verðnú 2.500-3.500 kr. 1.490 kr. 2.490 kr. 990-1.990 kr. Sundbolir Regnjakkar 5.990 kr. Reebok skór 4-10.000 kr. Barnaskór m/riflás 3.700 kr. 1.990 kr. Fótboltaskór 3.990 kr. 990 kr. Útivistarjakkar 11.990 kr. 4.990 kr. Útivistarbuxur 5.990 kr. 2.990 kr. Gott start fyrir sumarið! Mikið úrval af íþróttagöllum, peysum, buxum, hlaupaskóm, sandölum, regnjökkum, úlpum ofl. ofl. I BOLTAMAÐURNN LAUGAVEGI 23 • SÍMI 55 1 5599

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.