Morgunblaðið - 23.07.2000, Page 56

Morgunblaðið - 23.07.2000, Page 56
VlÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA <Q> NÝHERJI S: 569 7700 m heim að dyrum www.postur.is PÓSTURINN MORGUNBLAÐIÐ, mNGLUNNIl, mREYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉFB691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RlTSTJmBLJS, AKUREYRT. KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Samferöa í 70 ár ©BÚNAÐARRANKINN Hitaveitulögn á milli Hellu og Hvolsvallar skemmdist í Suðurlandsskjálftunum Um helmingur lagn- arinnar endur nýj aður STJÓRN Hitaveitu Rangæinga hef- ur ákveðið að endumýja um helm- ing hitaveitulagnarinnar á milli Hellu og Hvolsvallar en lögnin skemmdist mikið í Suðurlands- skjálftunum sem riðu yfir í júní. Vatnsborð á virkjunarsvæði hita- veitunnar í Laugarlandi hefur næst- um náð fyrri stöðu en heitt vatn rennur enn upp úr borholum í Kald- árholti. Ingvar Baldursson hitaveitustjóri segir ljóst að tjónið af völdum jarð- skjálftans nemi tugum milljóna króna. Hitaveitulögn úr asbesti á milli Laugarlands og Hellu eyði- lagðist og mannvirki á virkjunar- svæðinu í Laugarlandi stór- skemmdust. Ingvar telur raunar að dælustöðin þar sé ónýt. Auk þess skemmdist hitaveitulögnin á milli Hellu og Hvolsvallar talsvert en hún er að mestu úr asbesti. Gera varð við lögnina á um 10 stöðum eft- ir skjálftana. Mestar urðu skemmd- irnar í Varmadal við Hellu. Að sögn Ingvars hefur Viðlagatrygging rannsakað skemmdirnar en ekki er ljóst hve miklar bætur hitaveitan fær. Kflómetrinn kostar 8 miiyónir Stjórn Hitaveitu Rangæinga ákv- að á föstudaginn að endurnýja hita- veitulögnina á milli Hellu og Hvols: vallar á um 4 km löngum kafla. I stað asbestslagnar verða rör úr stáh sem standast jarðskjálfta mun bet- ur en auk þess er einangrun þeirra meiri. Kostnaður við stállögnina er umtalsverður eða um 8 milljónir á hvern kílómetra. Ingvar segir að bráðnauðsynlegt sé að skipta um lögnina fyrir veturinn enda sé hún í raun ónýt. Framkvæmdir hefjast í haust en að þeim loknum verða að- eins um 4-5 km enn úr asbesti. Vatnsborð að ná fyrri stöðu í jarðskjálftunum féll vatnsborð á aðalvirkjunarsvæði Hitaveitu Rang- æinga á Laugarvöllum um 20-130 m. Ingvar segir að svæðið sé óðum að jafna sig. „Við höfum dælt veru- lega miklu vatnsmagni frá hinu virkjunarsvæðinu í Kaldárholti niður í Laugarlandssvæðið um bor- holu sem ekki var í notkun," segir Ingvar. „Vatnsstaðan er nú óðum að nálgast það sem hún var fyrir skjálftana. Þetta lítur bara vel út.“ Enn rennur verulega upp úr virkjunarsvæðinu við Kaldárholt, en ekkert sjálfrennsli var úr svæð- inu fyrir skjálftana. Ingvar telur að aðrennslið að virkjunarsvæðinu í Kaldárholti hafi í sjálfu sér ekki aukist heldur hafi virkjunarsvæðið þrengst og þrýstingur því aukist. Hann segist búast við því að virkjunarsvæðin muni smám saman færast í fyrra horf. 350 farjieg- ar tefjast vegna vél- arbilunar NOKKUR hundruð farþegar Flug- leiða töfðust vegna bilunar í flugvél Flugleiða sem átti að fara frá Lon- don á föstudagskvöld. 110 farþegar áttu að fljúga með vélinni til íslands. Vélin átti svo að fljúga með 120 far; þega til Glasgow í gærmorgun. í Glasgow áttu 120 farþegar flug til ís- lands, þar af voru 70 á leið til Amer- íku. Að sögn Hauks Einarssonar, að- stoðarstöðvarstjóra Flugleiða í Leifsstöð, var farþegum í London komið fyrir á hóteli aðfaranótt laug- ardags. Farþegamir í Leifsstöð fengu mat á flugstöðinni og hafist var handa við að reyna að koma þeim fyrir á hótelum í Reykjavík. „Far- þegamir hafa tekið þessu misvel eins og gengur. Margir af þeim sem áttu far með vélinni til Glasgow voru að koma frá Ameríku þannig að þeir eru ansi þreyttir. Það er mjög mikið bókað á hótelunum en við emm að vinna í því að koma þeim fyrir.“ ------------- Ófært í Þórsmörk MIKIÐ hefur rignt á Suðurlandi und- anfama daga og hafa ár og lækir vax- ið mjög í vatnsveðrinu. Ófært er í Þórsmörk en þar em lækir sem áður vom færir fólksbílum ófærir jeppum. Aðfaramótt laugardags mældist rigningin í Básum 47 mm. „Það er al- veg gjörsamlega ófært,“ sagði Rúnar Hjartar, skálavörður Útivistar í Þórs- mörk. Lögreglan á Hvolsvelli telur að búast megi við að ár á hálendinu séu vatnsmiklar og ferðamenn eigi því að fara að öllu með gát. Vegurinn að Skógum fór í sundur í gær þegar Kvemá flæddi yfir hann. Litlar tmfl- anir urðu þó af því þar sem Vegagerð- in hafði þegar lagt annan veg yfir ána vegna brúarviðgerða. Um tíma flæddi yfir hringveginn við Vík en að sögn Gylfa Júlíussonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar, urðu litlar sem engar skemmdir á vegum. Réttarstaða netþjónusta skýrð NEFND á vegum viðskiptaráðu- neytisins er að undirbúa lögleið- ingu tilskipunar Evrópusambands- ins um rafræn viðskipti, þar sem m.a. er kveðið á um ábyrgð net- þjónustu vegna hýsingar ólögmæts efnis á Netinu. Er með því ákvæði verið að skýra réttarstöðu net- '^jónusta að sögn Jónínu S. Lárus- dóttur, lögfræðings og formanns nefndarinnar. Miðað er við að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á Alþingi á næsta ári. Morgunblaðið/Beryamín Baldursson Mjólkurkýr þurfa greiðan aðgang að góðu og miklu vatni en því er ekki að heilsa alls staðar í Eyjafjarðarsveit þessa dagana eins og sést á þessari mynd. Ovenju lítil úrkoma norðanlands Alvarlegt ástand vegna þurrka ■ Vænst nýrrar/24 ÓVENJU lítil úrkoma hefur verið í Eyjafirði undanfarna mánuði og reyndar víðar á Norðurlandi. Er nú svo komið að flestir lækir og margar lindir eru að þorna upp. A sumum bæjum í Eyjafjarðar- sveit hefur borið á vatnsskorti, auk þess sem búfénaður á víða orðið mjög erfitt með að komast í vatn. Bændur hafa þurft að leita ýmissa leiða vegna ástandsins og eru dæmi þess að mjólkurbílar frá Mjólkursamlagi KEA hafi verið notaðir til að aka vatni í safntanka í sveitinni. A undanförnum árum hafa bændur í Eyjafirði látið bora eftir köldu vatni á landareignum sínum og hefur það í flestum tilfellum komið vel út. Það er hins vegar mjög fjárfrek framkvæmd en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er kostnaður við hverja holu um hálf milljón króna. Þrátt fyrir kostnaðinn virðist borun þó vera eina úrræði bænda fari ekki að rigna mjög fljótlega og það dug- lega. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur einnig verið mikið bjartvirði og þurrkar í Mývatnssveit í sumar og þar hafa tún bænda brunnið illa og verða þvi ekki til gagns á þessu sumri. í Eyjafirði eru bændur mun fyrr í heyskap en bændur í Mývatnssveit og hafa flestir þeirra lokið fyrri slætti. Ekki hægt að fara á skíði f Kerlingarfjöllum Aska úr Heklu bræðir snjóinn SKÍÐASVÆÐINU í Kerlingar- fjöllum var lokað á miðvikudag- inn en þar er nú mjög snjólítið. Að sögn Kristjáns Guðnasonar staðarhaldara hafa um 2 m af snjó bráðnað á síðustu þremur vikum. Meginástæðan fyrir litl- um snjó er sú að í vetur féll aska úr Heklu í Kerlingarfjöll. Þegar sól skín á öskuna hitnar hún og bræðir spjóinn hraðar en ella. Valdimar Ömólfsson, sem stjómaði sínu fyrsta skíðanám- skeiði í Kerlingarfjöllum árið 1961, man ekki eftir því að skíða- svæðinu hafi verið lokað svo snemma. Valdimar segir að síð- ustu vetur hafi þó verið fremur snjólitlir en askan úr síðasta Heklugosi hafi gert illt verra. Osku rutt ofan af snjónum 1980 í Heklugosinu sem hófst 17. ágúst 1980 féll um 5 mm þykkt öskulag í Kerlingarfjöllum. Þá var bmgðið á það ráð að ryðja öskunni ofan af snjónum. I fjóra sólarhringa mokuðu menn ösk- unni ofan á segl sem síðan var dregið niður af jöklinum. Þannig var mynduð um 20 m breið og 500 m löng braut sem hægt var að nota til skíðakennslu. Valdimar segir að vissulega sé bagalegt að ekki sé lengur hægt að fara á skíði. Margt ann- að er þó hægt að sjá og gera í Kerlingarfjöllum. Svæðið sé gríðarlega fallegt og um margar fjölbreyttar gönguleiðir að velja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.