Morgunblaðið - 29.07.2000, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
N orsku konungs-
hjónin til Islands
Morgunblaðið/Arnaldur
Haraldur V Noregskonungur, Dorrit Moussaieff, Sonja drottning og Ól-
afur Ragnar Grímsson, forseti Islands, á tröppum Bessastaða við upp-
haf kvöldverðar sem forseti Islands hélt norsku konungshjónunum til
heiðurs í gærkvöldi.
NORSKU konungshjónin, Haraldur
V og Sonja, lentu á Keflavíkurflug-
velli síðdegis í gær. Guðni Bragason,
siðameistari í utanríkisráðuneytinu,
Stefán L. Stefánsson forsetaritari,
Kjell Halvorsen, sendiherra Noregs,
og eiginkona hans tóku á móti þeim í
Leifsstöð en ekki var um formlega
móttöku að ræða þar sem þau eru
hér í einkaheimsókn. Frá flugvellin-
um var haldið á Hótel Sögu þar sem
konungshjónin dvelja um helgina.
í gærkvöldi bauð forseti Islands
til kvöldverðar á Bessastöðum til
heiðurs konungshjónunum. Á mat-
seðlinum voru reykt langlúra og
hvítlauksristaður smokkfiskur,
Þingvallableikjuseyði, ofnsteikt
andabringa og rabarbarafrauð og ís.
Matreiðslumeistari var Sturla Birg-
isson.
I dag hefst dagskráin á því að
konungshjónin skoða Þjóðmenning-
arhúsið. Að því loknu verður haldið í
Borgarfjörð undir leiðsögn dr.Vé-
steins Ólafssonar, forstöðumanns
Árnastofnunar. Konungshjónin, for-
seti Islands, frú Dorrit Moussaieff
og fylgdarlið munu siðan snæða á
Bifröst í Borgarfirði. Eftir hádegi
verður haldið í Reykholt þar sem
Snorrastofa verður opnuð formlega.
Að lokinni dagskrá í kirkjunni
mun leikhópur frá Moster í Noregi
flytja leikrit um kristnitökuna í Nor-
egi. Björn Bjamason menntamála-
ráðherra og frú verða gestgjafar í
kvöldverði í Reykholti. Á leið til
Reykjavíkur í kvöld verður komið
við á Borg á Mýrum.
Á morgun halda konungshjón til
Vestmannaeyja og verða viðstödd
vígslu stafkirkjunnar. Hún er þjóð-
argjöf Norðmanna til íslendinga í
tilefni af þúsund ára afmæli kristni á
íslandi. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra mun taka við gjöfinni. Síðdeg-
is verður farið í bátsferð í kringum
Vestmannaeyjar og fuglalífið skoð-
að.
Kæra stúlku á hendur íslenska ríkinu
Tekin fyrir hjá
Mannréttinda-
dómstóli Evrópu
MANNRÉTTINDADÓM-
STÓLL Evrópu hyggst taka til
meðferðar kæru íslenskrar
stúlku á hendur íslenska ríkinu
vegna málsmeðferðar Hæsta-
réttar í máli sem dæmt var í 28.
október 1999 en þar var faðir
stúlkunnar sýknaður af ákæru
um kynferðislegt ofbeldi gegn
henni. Þetta þykir sæta nokkr-
um tíðindum þar sem Mannrétt-
indadómstóllinn vísar iðulega
frá miklum fjölda mála sem til
hans berast auk þess sem ekki
hefur áður reynt á það hvort
aðrir en sakborningur í refsi-
máli geti átt aðild að máli sem
þessu fyrir Mannréttindadóm-
stólnum.
Líta á þetta sem
mikilvægan áfangasigur
í frétt frá Sif Konráðsdóttur
hæstaréttarlögmanni, sem farið
hefur með mál stúlkunnar, kem-
ur fram að skrifstofa Mannrétt-
indadómstólsins hafi ákveðið að
taka kæru stúlkunnar á skrá hjá
dómstólnum eftir að hafa fyrst
yfirfarið hana og komist að
þeirri niðurstöðu að hún upp-
fyllti þau skilyrði sem mál þurfa
að uppfylla eigi þau að komast
til meðferðar hjá dómstólnum.
Hefur Mannréttindadómstóll-
inn nú farið fram á frekari upp-
lýsingar frá kæranda um atvik
og kæruefnið, jafnframt því að
óska eftir gögnum er varða mál-
ið. Varðar kæruefnið kröfu 6.
greinar Mannréttindasáttmála
Evrópu um réttláta málsmeð-
ferð fyrir dómi og reglu 8.
greinar sáttmálans um friðhelgi
einkalífs og persónuvernd, í
tengslum við málsmeðferð í
Hæstarétti.
„Af hálfu kæranda er litið á
þetta fyrsta stig sem mikilvæg-
an áfangasigur í kærumáli
hennar fyrir Mannréttindadóm-
stóli Evrópu,“ segir í fréttatil-
kynningu. „Áður hefur komið
fram að ekki hefur reynt á það
hvort aðrir en sakborningur í
refsimáli, þ.e. brotaþoli, geti átt
kæruaðild til Mannréttindadóm-
stólsins vegna brota á reglunni
um réttláta málsmeðferð í 6. gr.
Mannréttindasáttmálans. Þessi
ákvörðun dómstólsins nú bendir
til þess að hann telji brotaþola í
refsimáli geta verið aðila að
kæru um slíkt brot.“
Mun flein
ökumenn
teknir ölvaðir
Morgunblaðið/Júlíus
Harður árekstur varð á Vatnsmýrarvegi við BSÍ um kvöldmatarleytið í
gær. Tækjabíll slökkviliðsins kom á vettvang til að ná ökumanni og far-
þega úr öðrum bflnum, sem talið var að hefði ekið í veg fyrir hinn bflinn.
Báðir voru fluttir á slysadeild, en meiðsli voru ekki talin alvarleg.
Morgunblaðið/Kristinn
Tónleikar í
Reykholti
Veðrið lék við tónlcikagesti f
Reykholti í gærkvöldi. Fjölmargir
gestir voru mættir til þess að hlýða
á fyrstu tónleika Reykholtshátíð-
arinnar. Á efnisskránni var meðal
annars strengjakvintett eftir Schu-
bert í flutningi norska strengja-
kvartettsins Vertavo og Bryndísar
Höllu Gylfadóttur sellóleikara.
Reykholtshátíð lýkur á morgun.
■ Reykholtshátíð/31
UMTALSVERÐ aukning varð á
brotum vegna ölvunaraksturs í
umdæmi lögreglunnar í Reykjavík
á fyrstu sjö mánuðum ársins, borið
saman við undanfarin ár. Úttekt á
umræddum brotum leiðir í Ijós að í
ár hefur lögreglan stöðvað 788
ökumenn sem ekið hafa undir
áhrifum áfengis, en á sama tíma í
fyira voru ökumennimir 475.
I samantekt lögreglunnar kemur
fram að skýringa á auknum fjölda
ölvunarakstursmála kunni annars
vegar að vera að leita í auknu eft-
irliti lögreglu og hins vegar aukn-
um fjölda ölvaðra ökumanna í um-
ferðinni.
Athugun á gögnum lögreglu leið-
ir ekki í ljós breytt mynstur í eðli
brotanna, líkt og áður koma flest
málin upp um helgar og um 40% í
grennd við miðbæ Reykjavíkur.
Tölfræðileg gögn lögreglu gefa
ekki möguleika á mælingu á eftir-
liti hennar og því er ekki hægt að
fullyrða um þann þátt. í saman-
tektinni kemur þó fram, að leiða
mætti líkum að þvi að aukið al-
mennt eftirlit með ölvunarakstri
myndi skila breyttu mynstri í brot-
um af þessari tegund, þannig að
hlutfallslega fleiri mál kæmu upp í
miðri viku eða í hverfum fjær mið-
bænum.
Enginn mælikvarði á
leyfilegt magn lyfja
í Noregi hefur að undanförnu
geisað nokkur hörð umræða um
aukna lyfjanotkun ökumanna þar í
landi, hvort heldur er eiturlyfja
eða sterkra lyfja sem kaupa má í
lyfjaverslunum. Fram hefur komið
að í raun bendi margt til að fleiri
aki undir áhrifum lyfja af ein-
hverju tagi en áfengis.
í Noregi er ekki að finna í lög-
um skýr viðmið fyrir lögreglu um
leyfilegt magn lyfja í blóði öku-
manna líkt og gildir um leyfilegt
magn áfengis í blóðinu. Fulltrúar
lögreglu þar í landi hafa farið fram
á að skýrar reglur verði settar um
þessi efni, svo ekki fari á milli
mála hvað sé leyfilegt og hvað
ekki.
Hjálmar Björgvinsson, aðalvarð-
stjóri umferðardeildar Ríkislög-
reglustjórans, segir að fátítt sé að
ökumenn séu teknir fyrir að aka
undir áhrifum lyfja hér á landi.
Þau dæmi megi telja á fingrum
annarrar handar. Engin viðmið er
að finna í umferðarlögunum um
leyfilegt magn lyfja í blóði öku-
manna, en Hjálmar segir að lög-
reglumenn sjái fljótt hvort öku-
menn séu í annarlegu ástandi.
Kolbrún Sævarsdóttir, lögfræð-
ingur hjá embætti ríkissaksóknara,
segir að ekki sé að finna í umferð-
arlögum ákvæði um leyfilegt magn
lyfja í blóði ökumanna. Þess vegna
sé aðeins unnt að fá úr þeim mál-
um skorið með því að kalla á lækni
og fá vottorð hans um hvort við-
komandi ökumaður sé fær eða
ófær um að stjórna ökutæki.
„Það er mikið erfiðari sönnun
hvað varðar lyfjaneyslu,“ segir hún
og bendir á að ekki sé nóg að
sanna að lyfja hafi verið neytt,
ákæruvaldið verði að sanna að við-
komandi efni valdi því að ökumað-
ur sé ekki fær um að aka bifreið
sinni.
■ Ökuhraði aukist/11
Sérblöð í dag
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is