Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Að hlaupa um á hjólum
Morgunblaðið/Ómar
HLAUPAHJÓL eru á ný að kom-
ast í tfsku, enda víða komnir
gangstígar og malbikaðar brautir
hentugar ungu fdlki sem vill ferð-
ast um á þessum skemmtiiegu
fararskjótum. Þessar ungu meyj-
ar voru á ferðinni í Lækjargötu
og taka sig bara vel út, hlaupandi
á hjólunum.
Ríkisendurskoðun um samninga ríkisins við reynslu-
sveitarfélagið Akureyrarbæ
Enn ekki náðst
fram sú hagræðing
sem að var stefnt
MAT Ríkisendurskoðunar er að
ekki liggi fyrir nægilega ítarlegar
upplýsingar til að hægt sé að meta
á faglegan og hlutlausan hátt hvort
markmið samninga ríkisins við
reynslusveitarfélög, sem fela áttu í
sér að sveitarfélögin yfirtækju til-
tekin verkefni gegn ákveðnu fjár-
framlagi, hafi náðst með samning-
um við reynslusveitarfélagið
Akureyrarbæ, sem gerðir voru
1996. Ríkisendurskoðun telur þó að
nokkuð skorti á að upphafleg
markmið með samningum ríkisins
og reynslusveitarfélagsins Akur-
eyrarbæjar hafi gengið fram eins
og áformað var í upphafi.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Ríkisendurskoðunar en nokkur
ráðuneyti hafa á grundvelli laga frá
1994 um reynslusveitarfélög gert
samninga um yfirtöku reynslusveit-
arfélaga á tilteknum verkefnum.
Akvað stofnunin á sínum tíma að
taka til sérstakrar skoðunar samn-
inga félagsmálaráðuneytis og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
is við Akureyrarbæ. Var markmið
Körtubraut
í Reykja-
nesbæ
NÝVERIÐ var opnuð körtubraut í
Reykjanesbæ. Það eru fyrirtækin
Reis bflar og Reis verktakar sem
reka brautina, en fyrirtækin hafa
þrettán bfla á sínum vegum og
kostar tvö þúsund krdnur að keyra
bflana í tíu mínútur í senn. Verðið
fer lækkandi ef fleiri ferðir eru
keyptar.
Að sögn Stefáns Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra fyrirtækj-
anna, hefur verið mikið að gera
síðan brautin var opnuð hinn 8. júlí
síðastliðinn. „Það er búið að vera
kjaftfulit hjá okkur,“ sagði Stefán,
en fólk hefur þurft að bíða dágóða
stund eftir bflum. „Við höfum feng-
ið góðar viðtökur, en ég hefði helst
viljað hafa fleiri bfla svo fólk þurfi
ekki að bíða eins lengi eftir því að
komast á brautina,“ sagði Stefán.
Stefán segir brautina þá einu
rannsóknarinnar að athuga hvort
samningarnir hefðu verið nægilega
skýrir að efni til en auk þess var
leitast við að kanna árangur af
samningunum.
Það er niðurstaða Ríkisendur-
skoðunar að ekki hafi verið gerð
nægilega skýr og skilmerkileg
grein fyrir breytingum á stjórn og
skipulagi þeirra málaflokka sem
um var samið í samningum ríkisins
og Akureyrarbæjar. Kemur fram í
skýrslu stofnunarinnar að allt eftir-
lit með málaflokkunum sé erfitt þar
sem ekki sé unnt að leggja mat á
þjónustuna þegar skýr viðmið liggi
ekki fyrir.
Ríkisendurskoðun bendir aukin-
heldur á að ekki séu í samningun-
um gerðar kröfur um húsnæði eða
aðbúnað, ekkert liggi fyrir um
lágmarkstækjabúnað eða hver eigi
að útvega hann og greiða fyrir og
enn fremur séu ákvæði samning-
anna um fjármál ekki nægilega
skýr. Einnig verði almennt að telja
að ákvæði samninganna um upp-
sögn, endurskoðun og lausn ági’ein-
sinnar tegundar sem er starfrækt
á landinu. Brautin er sex hundruð
metra löng og átta metrar á breidd
og segir Stefán hana örugga. Að
hans sögn er vel fylgst með ökum-
önnunum, en börn tíu ára og eldri
geta keyrt bflana á brautinni í
fylgd með fullorðnum. Að sögn
Stefáns ná bflarnir allt að sjötíu
kílómetra hraða. Aðstandendur
brautarinnar bjóða upp á barna-
ingsmála séu ófullnægjandi. Um
framkvæmd samninganna segir
Ríkisendurskoðun m.a. að eftirlit
svæðisráðs málefna fatlaðra virðist
ekki hafa virkað sem skyldi á Norð-
urlandi eystra. Fjrirhugaðar breyt-
ingar á heilbrigðisþjónustu, t.d. á
stofnanaþjónustu fyrir aldraða, hafi
ekki verið bornar undir landlækni
eða aðra eftirlitsaðila málaflokksins
þó að íyrir liggi að landlæknir sé
faglegur eftirlitsaðili heilbrigðis-
mála á landinu öllu. Gerir Ríkisend-
urskoðun einnig að umtalsefni ýmis
atriði sem varða kostnaðarbókhald
samningsaðila, auk breytinga á
kostnaði og umfangi þjónustu, svo
eitthvað sé nefnt.
I samantekt skýrslunnar segir
síðan að við mat á breytingum á
þjónustu og tilheyrandi kostnaði
hjá Akureyrarbæ vegna yfirtöku
verkefna af ríkinu verði að hafa í
huga hversu stutt sé um liðið síðan
yfirtakan átti sér stað. Því megi
ætla að enn hafi ekki náðst fram sú
hagræðing sem að var stefnt í
samningunum.
kvöld á þriðjudagskvöldum í sum-
ar. „Bflarnir eru skrúfaðir niður til
þess að enginn aki of hratt,“ segir
Stefán. „Ökumennirnir raða sér
svo niður á bflana og keyra í hala-
rófu á brautinni. Þetta hefur verið
vinsælt hjá okkur í sumar.“
Að sögn Stefáns verður brautin
ekki aðeins opin í sumar. Einnig
verður opið í vetur eins lengi og
verður leyfir.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Stefán Guðmundsson við körtubrautina í Reykjanesbæ
Nútímadans í sífelldri þróun
Allt leyfilegt
ADÖGUNUM fékk
Erna Ómarsdóttir
ákaflega góða
dóma í frönskum og belg-
ískum dagblöðum fyrir
framgöngu sína á sólódans-
sýningu í Avignon í Frakk-
landi. Ema hefur i nokkur
ár lagt stund á nútíma-
danslist í Belgíu og segir að
skörun sé sífellt meiri milli
danslistarinnar og annarra
listforma. Hún segir þró-
unina einnig vera þá að nú-
tímadansarar taki mið af
heimspeki, félagfræði og
öðrum greinum.
-Hver er munurinn ánú-
tímadansi og klassískum ?
„Það eru til margar ólík-
ar aðferðir í nútímadansi. I
heildina er nútímadans miklu opn-
ara form en klassískur dans, því
þar er allt leyfilegt. Maður notar
hugmyndaflugið til hins ýtrasta og
líkamann á alla mögulega vegu.
Klassíski ballettinn er miklu frem-
ur staðlað form hreyfinga og hug-
mynda. Það er oft styttra bil á milli
nútímadans og daglegs lífs, einnig
getur verið stutt í súrrealismann
annarsvegar og abstraktform
hinsvegar. Nútímadans er góður
staður til að gera tilraunir, heppn-
aðar og misheppnaðar, og þannig
uppgötva eitthvað nýtt um sjálfan
sig, aðra og umheiminn. Einnig er
bilið sífellt að styttast milli nú-
tímadans og leiklistar.Það er mjög
gott að hafa klassískan grunn í nú-
tímadansi en það er síður en svo
nauðsynlegt. Ef maður hefur verið
of lengi í klassískum dansi er oft
erfitt að bijóta upp formið.“
-Hver vegna valdir þú þetta
listform?
„Ég hef verið dansandi frá því
ég fæddist. Fram eftir aldri var
dansinn meira áhugamál en al-
vara. Ég stefndi í rauninni aldrei
að því að verða atvinnudansari því
það var allt of fjarlægur draumur.
Þegar ég sá nokkra erlenda nú-
tímahópa sem sýndu hér á landi
fyrir nokkuð mörgum árum varð
ég viss um að þetta vildi ég gera.
Einnig komu nokkrir nútíma-
danskennarar og héldu námskeið í
Listdansskólanum og ég fann mig
miklu betur í því en klassíska
dansinum. Því fór svo að ég sótti
um inngöngu í skóla í Hollandi og
það kom mér mikið á óvart þegar
ég komst inn.“
-Hvað þarf góður nútímadans-
ari aðhafa til að bera?
„Hann þarf að vera mikill vinnu-
þjarkur og líkamlega sterkur.
Andlega hliðin er ekki síður mikil-
væg. Það er mikil samkeppni en
fólk má ekki láta það skemma fyrir
sér heldur reyna að vera jákvætt
og alls ekki gleyma að njóta þess
sem maður er að gera annars deyr
útgeislunin. Gott ímyndunarafl og
sköpunarkraftur þarf
að vera til staðar og
maður þarf að vera til-
búinn til að gefa sig all-
an í verkefnið á hverj-
um degi. Einnig gera
danshöfundar síauknar
kröfur um leiklistar-
hæfileika og góða radd-
beitingu. Góður dansari
á ekki að vera hræddur
við að fara eigin leiðir
Erna Omarsdóttir dansari
► Erna Ómarsdóttir fæddist í
Reykjavík 15. nóvember árið
1972. Hún er dóttir hjónanna
Kristínar Geirsdóttur mynd-
listarmanns og Ómars Kristins-
sonar viðskiptafræðings. Hún
ólst upp í Kópavogi frá sex ára
aldri. Sautján ára hóf hún dans-
nám við Listdansskóla íslands.
Hún útskrifaðist með stúdents-
próf frá MR vorið 1992. Árið
1993 hóf hún nám í nútímadansi
í Rotterdam í Hollandi og tveim-
ur árum síðar við dansskólann
PARTS í Brussel. Þaðan út-
skrifaðist hún árið 1998 og hefur
síðan unnið að ýmsum dansverk-
efnum til dæmis með belgíska
dans- og leikstjóranum Jan
Fabre. Erna býr í Brussel ásamt
sambýlismanni si'num, Frank
Pay, sem er tónlistarmaður. Þau
eru barnlaus en eiga einn kött.
I nútímadansi
notar maður
hugmynda-
flugið til hins
ýtrasta og
líkamann á
alla mögulega
vegu
né við það sem aðrir hugsa, það er
mjög mikilvægt. Maður á að reyna
að fara eins langt og mögulegt er í
túlkun sinni og öðru hvoru að þora
að fara yfir mörkin til að staðna
ekki heldur halda áfram að þróast.
Stundum er betra að hugsa ekki of
mikið heldur láta frumkraftinn
ráða.“
-Nú dansaðir þú sólóstykki á
hátíðinni í Avignon. Er frábrugðið
að dansa einn fyrir áhorfendur
heldur en með danshópi?
„Það er mikill munur þar á. Þeg-
ar danshópur vinnur saman gefa
dansaramir hver öðrum orku og
sampilið er mikilvægt. Það er
meira krefjandi að standa einn á
sviði en þá er það bara samspilið
við áhorfendur sem maður þarf að
stóla á. Sólódansarinn er ber-
skjaldaður og getur ekki falið sig.
Hvert smáatriði kemur í ljós og er
undir smásjá. Ég er mjög ánægð
með að hafa reynslu af hvoru-
tveggja. Það er líka gott að hafa
reynslu af því að dansa við ólíkar
aðstæður, til dæmis utandyra þar
sem áhorfendur eru mjög nálægt
og á stórum leiksviðum þar sem
þeir eru langt frá. Mismunandi að-
stæður kalla á mismunandi aðferð
við danssýningu.“
-Hver er staða nútímadanslist-
ar?
„Það er mjög misjafnt eftir
löndum, en það sem er að gerast á
þeim vettvangi í Hollandi höfðaði
ekki til mín. Þegar ég fór til Bruss-
el í skólann PARTS fann ég að þar
var allt annað uppi á teningnum og
mikil framþróun á þessu sviði. Ég
var í fyrsta árganginum sem út-
skrifaðist úr þessum
skóla en skólastjórinn
er Anna Teresa de
Keersemaker. Hún
stjórnar Rosas-dans-
hópnum sem er einn
frægasti danshópur í
Evrópu. í Belgíu era
nýjar og ferskar áhersl-
ur sem ég kann vel að
meta. Til dæmis er lögð
áhersla á tengsl við
önnur listform, ekki bara dans,
dans, dans, heldur einnig tónlist,
leiklist, heimspeki og félagsfræði.
Belgar eru mjög opnir fyrir alls-
konar tilraunastarfsemi og þora að
blanda saman listgreinum. Á ís-
landi skilst mér að nútímadans sé
einnig á uppleið og hvert ár reyna
flehi íslenskir dansarar fyrir sér
eriendis á sviði nútímadanslistar.
Þeir skilja að frami í nútímadansi
er ekki fjarlægur draumur og ef
fólk leggui’ sig fram og hefur trú á
sér, era líkur á að það uppskeri
ríkulega.“