Morgunblaðið - 29.07.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Bifreiðastjórar
Orð dagsins, Akureyri
ÞAK-OG
VEGGKLÆÐ1\IINGAR
ÍSVAL-ÖOKGA r rlr.
HÖFÐABAKKA 9.112 RTYKJAVIK
SÍMI f>87 8750 FAX 58/ 8751
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Unglingalið Skiðasambandsins með þjálfurum sinum þeim Fjalari Úlfarssyni og Gunnlaugi Magnússyni.
Unglingalið Skíðasambandsins við æfingar
UNGLINGALIÐ Skiðasambands Islands dvelur nú
um helgina að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í æf-
ingabúðum. Þarna eru saman komin efnilegir ung-
lingar fæddir á árunum 1984-1986.
Þar á meðal eru 10 unglingar sem valdir hafa
verið í úrtökuhúp til undirbúnings fyrir Ólympíu-
daga æskunnar, sem fram fara í Vuokatti í Finn-
landi i mars á næsta ári.
I æfingabúðunum verða unglingarnir við út-
haldsæfingar, fara í sund, á grasskiði auk þess sem
áhersla er lögð á félagslega þáttinn því að einnig
verður farið í leiki og keppt í karaoke.
Nýnemum við
Háskólann
fjölgar stöðugt
NÝNEMUM við Háskólann á Akur-
eyri fjölgar stöðugt á milli ára. A
komandi vetri er ráðgert að nýnem-
ar verði um 270 talsins, sem er um
13% fjölgun á milli ára, að sögn Þor-
steins Gunnarssonar, rektors HA.
Nýnemum fjölgar í öllum deildum
skólans nema í kennaradeild, þar
sem nýnemar í ár verða jafnmargir
og í fyrra, eða 103.
Nýnemar í heilbrigðisdeild verða
um 70 í vetur en voru 49 í fyrra, í
rekstrardeild verða 78 nýnemar en
voru 53 í fyrra og í sjávarútvegsdeild
hefja 12 nýnemar nám en þeir voru 8
í fyrra. Þórsteinn sagði að nemendur
við skólann í vetur yrðu á bilinu 630-
650 en í fyrra voru nemendur skól-
ans um 580. Undanfarin þrjú ár hef-
ur nemendum skólans fjölgað um
10-20% á milli ára. Þorsteinn sagði
að þessar tölur um fjölda nýnema nú
væru frá því í júní og þær gætu því
eitthvað breyst og þá frekar til fjölg-
unar. Kennsla við Háskólann á Ak-
ureyri hefst 21. ágúst nk.
Þá verður jafnframt tekið í notkun
nýtt kennsluhúsnæði skólans í fyrstu
nýbyggingu HA á Sólborg og einnig
nýir stúdentagarðar við Drekagil,
sem Þorsteinn sagði ánægjuefni.
Slæm verkefnastaða hjá fslenskri miðlun í Hrísey
Leita eftir verkefnum
úr einkageiranum
VERKEFNASTAÐA Islenskrar
miðlunar í Hrísey er ekki góð. Fleiri
og stærri verkefni verða að koma til í
framtíðinni til að reksturinn beri sig.
Þetta kom fram í samtali við Guð-
mund B. Gíslason, forstöðumann fyr-
irtækisins í Hrísey.
Guðmundur segir að lítið sé að
gera hjá Islenskri miðlun í Hrísey.
„Við höfum hangið á þessum kvöld-
verkefnum frá upphafi. Þetta eru
símakannanir og sölumennska, yfir-
leitt fjórir tímar á kvöldin,“ sagði
Guðmundur.
Einnig hefur íslensk miðlun í Hrís-
ey, í samstarfi við íslenska miðlun í
Olafsfirði, tekið að sér símsvörun íyr-
ir fyrirtækið Sæplast. Guðmundur
segir að sex manns starfi hjá fyrir-
tækinu. Tveir hafi fulla vinnu en hinir
fjórir séu í kvöldvinnunni.
Staðan ekkert allt of björt
„Eins og staðan er núna er hún
ekkert allt of björt. Við erum bara að
reyna að útvega okkur verkefni. Það
virðist ekkert vera að gerast hjá opin-
bera geiranum þannig að við verðum
að reyna að útvega okkur verkefni í
einkageiranum. Við eyddum kannski
of miklum tíma í að bíða eftir verkefn-
um frá hinu opinbera, en menn töluðu
þannig í upphafi að von væri á verk-
efnum þaðan,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að í Hrísey hefði
fólk vonast til að verkefni yrðu flutt
út á land frá hinu opinbera eins og
mikið var talað um. „Þetta hefur hins
vegar allt verið í orði en ekki á borði,
við höfum engin verkefni séð ennþá,“
sagði Guðmundur.
Guðmundur segir að menn verði
bara að bíða og sjá hvert stefnir. „Það
væri hins vegar gott að vita hvort
verið er að vinna í þessum málum eða
ekki. Það virðist erfitt að fá upplýs-
ingar um það.“
Hann sagði að til þess að rekstur-
inn bæri sig þyrfti miklu meira að
koma til en þau verkefni sem þeir
hefðu nú þegar.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Sumar-
tónleikar í kirkjunni sunnudaginn
30. júlí kl 17. Guðmundur Hafsteins-
son, trompet, og Eyþór Ingi Jóns-
son, orgel. Aðgangur ókeypis.
Messa verður um kvöldið kl. 20.
Prestur er séra Jóna Lísa Þorsteins-
dóttir. Guðmundur Hafsteinsson og
Eyþór Ingi Jónsson leika við mess-
una.
Morgunsöngur þriðjudaginn 1.
ágúst kl 9.
Kyrrðarstund fimmtudaginn 3.
ágúst kl 12.
GLERÁRPRESTAKALL:
Kvöldmessa verður í Lögmanns-
hlíðarkirkju sunnudaginn 30. júlí kl
21.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Al-
menn samkoma sunnudaginn 30. júlí
kl 20. Allir eru velkomnir.
PÉTURSKIRKJA: Messa laugar-
dag kl 18 og sunnudag kl 11 í ka-
þólsku kirkjunni við Hrafnagils-
stræti 2.
í dag, laugardag, kl 20:30. Hópurinn
er skipaður sjö ungum íslenskum
hljóðfæraleikurum og tónskáldum,
sem allir stunda framhaldsnám í
tónlist víðs vegar um Evrópu. Atonal
Future hefur starfað frá árinu 1998
og frá upphafi sérhæft sig í flutningi
nýrrar íslenskrar tónlistar. Fyrstu
tónleikar Atonal Future voru haldnir
í Iðnó í júlí 1998 fyrlr troðfullu húsi.
Sumarið 1999 efndi hópurinn aftur til
tónleika í Iðnó og hlaut sem fyrr mik-
ið lof áheyrenda og gagnrýnenda.
Atonal
Future í
Deig’lunni
TÓNLISTARHÓPURINN Aton-
al Future heldur tónleika í Deiglunni
-----UH-------
Söguganga
um Oddeyri
MINJASAFNIÐ á Akureyri
stendur fyrir sögugöngu um Odd-
eyri sunnudaginn 30. júlí undir leið-
sögn Guðrúnar Kristinsdóttir safn-
stjóra. Lagt verður af stað frá
Gránufélagshúsunum, Strandgötu
49, kl. 14. Gengið verður um elstu
hverfi á Oddeyri og saga byggðar
rifjuð upp.
Þátttaka er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Minjasafnið er opið daglega milli
kl. 11 og 17, en auk þess er opið til
kl. 21 á miðvikudagskvöldum. Þar
eru nýjar yfirlitssýningar um sögu
héraðsins og sérstaklega Akureyr-
ar. Einnig er sýning á ljósmyndum
Sigríðar Zoéga, sem stendur í sum-
Sýning í
Ketilhúsinu
MYNDLISTARSYNING verður
opnuð í dag, laugardaginn 29. júlí,
kl. 16.00 í Ketilhúsinu. Sýnendur
eru Konráð Sigursteinsson og Sól-
borg Gunnarsdóttir. Sólborg sýnir
ljósmyndir og fimm sögur eða
mannlýsingar. Konráð mun flytja
tónlist í tengslum við sýninguna,
ásamt því að sýna myndverk. Að-
gangur ókeypis.
Sýningin stendur til og með 7.
ágúst. Opið daglega kl. 14.00-
18.00, lokað þó á mánudögum.
Guðmundur
og Eyþór
á Siiinar-
tónleikum
FJÓRÐU Sumartónleikar Akur-
eyrarkirkju verða haldnir sunnu-
daginn 30. júlí kl. 17. Þá munu tón-
listarmennirnir Guðmundur
Hafsteinsson trompetleikari og Ey-
þór Ingi Jónsson orgelleikari leika
verk eftir Vejvanovsky, Duben,
Loeillet, J.S. Bach, Hovhaness, Si-
belius, V. Williams, Lindberg og
Boyce. Tónleikarnir standa í
klukkustund og er aðgangur ókeyp-
is.
Guðmundur Hafsteinsson lauk
blásarakennara- og burtfararprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
vorið 1995. Hann stundaði fram-
haldsnám m.a. í New York og lauk
þaðan meistaragráðuprófi 1998.
Veturinn 1998-99 stundaði Guð-
mundur nám hjá prófessor Josef
Bammer í Vínarborg.
Guðmundur leikur reglulega með
Sinfóníuhljómsveit íslands og leikur
nú í 50 ára afmælissýningu Þjóðleik-
hússins: Draumi á Jónsmessunótt.
Auk þess er hann einn af stofnend-
um málmblásara- og slagverkshóps-
ins Serpents. Guðmundur er tromp-
etkennari við Tónskóla Sigursveins.
Eyþór Ingi Jónsson lauk kantors-
prófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar
vorið 1998. Hann stundar nú nám
við kirkjutónlistardeild Tónlistar-
skólans í Piteá í Svíþjóð.
Eyþór hefur kennt við Tónlistar-
skóla Dalasýslu og Tónlistarskólann
á Akranesi ásamt því að spila í
kirkjum víða um land. Veturinnn
1998-99 starfaði hann sem organisti
í Akureyrarkirkju í leyfi Björns
Steinars Sólbergssonar.
Samspil Guðmundar og Eyþórs
hófst veturinn 1997-98 þegar þeir
störfuðu saman við Tónlistarskólann
á Akranesi. Síðan hafa þeir haldið
tónleika saman á hverju sumri.
jy§ METRO
Skeifan 7 • Simi 52 5 0800
Fyrir veitingahús,
matvælavinnslu,
sjúkrahús og þar
sem krafist er
snertifrírra
blöndunartækja
OPB ÖLL KVÖLD TIL KL. 21
Afmælisrit
Menntaskólans á
Akureyri gefíð út
Minning-
ar úr MA
í TILEFNI af 120 ára afmæli
Menntaskólans á Akureyri
verður gefið út vandað afmælis-
rit; Minningar úr MA, og er ráð-
gert að það komi út um mánaða-
mótin september/október nk.
I bókina skrifa um 50 MA-
stúdentar á ýmsum aldri og eru
þættirnir bæði fræðandi og
skemmtilegir, eins og MA-
manna er von og vísa, segir í
fréttatilkynningu. Sá elsti sem
skrifar í bókina var útskrifaður
frá skólanum árið 1929 en sá
yngsti er nýstúdent frá því í
sumar.
Þeir MA-stúdentar og aðrir
velunnarar skólans sem vilja
eignast bókina eru beðnir að
hringja í síma 557-9215 eða 557-
5270 fyrir 20. ágúst. Bókin kost-
ar 4.900 krónur með sendingar-
gjaldi.
Skúlptúr
í Safna-
safninu
SÝNING á bronsskúlptúrum
eftir Hörpu Bjömsdóttur verð-
ur opnuð í Safnasafninu á Sval-
barðsströnd í dag, laugardag, kl.
14. Skúlptúramir mynda eina
heild sem ber heitið Liðsmenn
og era táknmyndir einstaklings,
listamannsins. í Safnasafninu
era að auki margbreytilegar
sýningar með þátttöku fjölda
fólks á öllum aldri. Safnasafnið
er opið daglega frá kl. 10-18.
Hafið bílabænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið.
Drottinn Guð, veit mér
vernd þína, og lát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifreið.
í Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík,
Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri og
Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri.
Verð kr. 200