Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 35
sagðir: „Ég held þetta sé gimbrin
sem ég var að gæla við í vetur.“
Síðan gekkst þú áfram hálfboginn
og talaðir í gælandi tón, og hið
ótrúlega gerðist að tvævetlan kom
til þín.
Oft gengum við saman um
móana og leituðum að fuglshreiðr-
um og þú sagðir mér heiti þeirra
og háttalag. Pú kenndir mér að
brýna og slá með orfi og ljá og að
ekki mætti slá álagabletti, vera
með ólæti eða henda steinum í ná-
grenni huldufólksins við Kvíaklett-
ana.
Þú varst friðarstillir þegar kast-
aðist í kekki hjá okkar strákunum
sem vorum í sveit hjá þér. Þú
skammaðist aldrei en sagðir hlut-
ina með þeim hætti að við tókum
mark á þér og virtum það sem þú
sagðir.
Mér fannst þú alltaf vera að
vinna og ég fylgdi þér hvert sem
þú fórst fyrsta sumarið. Þú horfðir
ekki mikið á sjónvarpið en hafðir
gaman af íþróttum.
Einhverju sinni vorum við að
horfa á knattspyrnuleik og ég
spurði þig með hvaða liði þú héldir.
„Ég held með því liði sem leikur
drengilega," svaraðir þú. Þú hugg-
aðir mig og róaðir þegar strákarn-
ir sem voru eldri vildu ekki hafa
mig með í fótboltanum. Eða þegar
strákarnir sátu og horfðu á kú-
rekamynd og ég átti að sækja
kýrnar og fannst það ósanngjarnt.
Þá sagir þú að ég þyrfti ekki að
horfa á myndina, því að ég væri
alvöru kúreki.
Þannig gast þú ætíð komið með
skýringar sem róuðu litla snáðann
sem leit svo upp til þín og dáði þig.
Ég vildi alltaf sitja við hliðina á
þér við matborðið. Borðaði jafnvel
súrt slátur, þótt mér fyndist það
vont, bara af því að afi gerði það.
Mér fannst ég alltaf kominn
heim þegar ég sá niður í Bjarnar-
fjörðinn á leiðinni norður.
Þú varst mjög skipulagður og
alltaf að skrifa eitthvað hjá þér.
En stundum leyfðir þú þér að fara
í fótbolta með okkur strákunum og
varst fljótur og snöggur. Ég man
að ég beið alltaf eftir því að þú
værir búinn að lesa Tímann svo að
ég gæti kíkt á teiknimyndasögurn-
ar. Ekki datt mér í hug að taka
blaðið og lesa það á undan þér.
Ég þakka þér fyrir allar
skemmtilegu stundirnar í þessu lífi
og vona að við hittumst í því
næsta. Ég þakka öll skemmtilegu
bréfin sem þú skrifaðir mér og
fallegu vísurnar til mín sem ég
mun geyma vel.
Ég bið Guð að vernda þig og
ömmu.
Þinn afastrákur,
Ingimundiir (Mundi).
Ég vil með nokkrum orðum
minnast frænda míns og velgjörð-
armanns Ingimundar Ingimundar-
sonar frá Svanshóli sem við kveðj-
um nú í dag.
Þegar ég var sjö eða átta ára var
ég svo lánsamur að vera sendur í
sveit á Svanshóli í Bjarnarfirði til
Munda og Ingu og þar dvaldi ég
síðan öll sumur til fjórtán ára ald-
urs. Eftir því sem árin líða verður
mér æ ljósara hvað þessi tími hafði
jákvæð mótandi áhrif á mig og
gerði mér mikið gott.
Viðmótið var frá upphafi mótað
hlýju og maður fann að hér var
maður velkominn. Öll sumur fyllt-
ust herbergin á Hóli af krökkum
sem voru komin í sveitina til Ingu
og Munda. Sum dvöldu allt sumar-
ið, önnur voru styttra, en allir vel-
komnir. Við, börn Jóa og Soffíu á
Hólmavík, fengum öll að njóta
þessa og verður það seint fullþakk-
að.
I minningunni finnst mér að það
hafi alltaf verið gaman í sveitinni,
enda mannmargt í Bjarnarfirði í
þá daga. Auk sveitastarfanna
minnist ég sérstaklega íþróttaæf-
inga og móta en Mundi var mikill
áhugamaður um íþróttir. Öll mögu-
leg tæki og aðstaða til íþrótta var
fyrir hendi. Þá var einnig mikið
lesið á Hóli, enda var þar gott safn
bóka sem gaman var að grúska í.
Skiptist tíminn hæfilega á milli
skyldustarfa og tómstunda og
þannig vandist unga fólkið því að
standa sig í vinnu og jafnframt að
styrkja líkama og sál. Þannig var
ekki hægt að hugsa sér betri hús-
bónda en Munda á Hóli, hann
stjórnaði þannig að maður varð
nánast ekki var við og kom fram
við okkur krakkana á sinn ljúf-
mannlega hátt. Þannig ávann hann
sér ævilanga virðingu mína og án
efa allra þeirra sem hófu sinn
starfsferil sem kúarektorar á
Svanshóli.
Ekki ætla ég að reyna að telja
upp öll þau trúnaðarstörf og fé-
lagsstörf sem Ingimundur gegndi,
en þau voru margvísleg og tengd-
ust m.a. íþróttum, samvinnuhreyf-
ingunni og stjórnmálum. Vegna
þessara starfa var jafnan gest-
kvæmt á Svanshóli og oft líf og fjör
og gaman að fylgjast með umræð-
unum í eldhúsinu hjá Ingu.
Þegar ég hugsa til Ingimundar á
Svanshóli verður mér efst í huga
þakklæti og virðing. Þakklæti fyrir
allt sem hann og Inga hafa gert
fyrir mig og virðing fyrir þeim
mannvini og hugsjónamanni sem
ég tel að Ingimundur hafi verið.
Elsku Inga, ég votta þér, strák-
unum og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð.
Þorkell Jóhannsson.
Að bindast vináttuböndum er
fjársjóður sem manni hlotnast
bestur og verður dýrmætari með
hverju ári sem líður. Þann fjársjóð
eignuðumst við hjónin þegar við
komum fyrsta sinni í Strandasýslu
og kynntumst ábúendum á Svans-
hóli í Bjarnafirði, þeim Ingibjörgu
Sigvaldadóttur og Ingimundi Ingi-
mundarsyni. Við fyrstu kynni var
okkur ókunnugum tekið með hlýju
og gestrisni og í rúma fjóra ára-
tugi höfum við notið vináttu þeirra.
Enginn fer frá þeim kynnum nema
betri maður.
Samfundir okkar við Svanshóls-
hjónin hafa tímalega ekki verið
langir en hver einasti gefið okkur
verðmæti sem hvorki mölur né ryð
fá grandað. Þau hafa miðlað okkur
fróðleik um náttúru landsins og
kosti Strandasýslu, um fólkið sem
þar hefur hefur búið, atvinnuhætti
og framtíðarsýn og síðast en ekki
síst ábendingar um fróðleik við
lestur góðra bóka.
Miklar breytingar hafa orðið á
búsetu í Bjarnafirði síðustu fjóra
áratugi, en þegar við komum þar
fyrst var sem næst búið á öllum
jörðum í Kaldrananeshreppi og var
Ingimundur þar hreppstjóri til
fjölda ára. Sveitin var fjölmenn og
á hverjum bæ mannvænleg börn
en vegna breyttra búskaparhátta
hefur lögbýlum fækkað og margt
af yngra fólkinu sótt þangað sem
atvinna og möguleikar til mennt-
unar eru meiri.
Sveitungar Ingu og Ingimundar
hafa verið hluti af lífi þeirra og
starfi og kveðja þeir nú forystu-
mann sinn til langs tíma. Vinsemd-
ar sveitunganna höfum við einnig
notið og sendum við þeim og niðj-
um Svanshólshjónanna samúðar-
kveðjur.
Ingu á Hóli sendum við kveðju
með ljóði Jónasar Hallgrímssonar
„Ferðalok":
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Inga Ingibjörg
Guðmundsdóttir,
Gunnlaugur Pálsson.
GARÐHEIMAR
BLÓMABÚD • STEKKJARBAKKA 6
SÍMI 540 3320
Sérfræðingar
í blómaskreytinguni
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sínii 551 9090.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sfmi 551 1266
www.utfor.is
Wá
¥
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alia þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir Einarssoti Sverrir
mi a útfararstjóri, wMhzfÆ Olsen
V li ÍP sími 896 8242 V.A MB útfararstjóri.
Baldur
Frederikseti
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
t
Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
BJARNI G. TÓMASSON,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 27. júlí.
Elísabet Bjarnadóttir,
Þór Tómas Bjarnason,
Svanhvít Bjarnadóttir,
Fjóla Bjarnadóttir,
Bjarni Stefán Bjarnason,
Sigurður Bjarnason,
Fjóla Tómasdóttir,
barnabörn og
Svanhvít Stefánsdóttir,
Hallgrímur P. Helgason,
Svanur Ólafsson,
Kristrún Ásgeirsdóttir,
barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur,
SIGURÐUR RAGNAR GUNNLAUGSSON,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 27. júlí.
Jóhanna Kristín Tómasdóttir,
Unnur Svava Sigurðardóttir,
Sigríður L. Sigurðardóttir.
t
Ástkær móðir mín,
RAGNA ÍVARSDÓTTIR,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt fimmtudagsins
20. júlí.
Útförin ferfram frá Fossvogskapellu mánudaginn 31. júlí kl. 13.30.
Oddur Sigurðsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir og amma,
GYÐA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Smárahvammi 2,
Hafnarfirði,
(áður Grenigrund 6, Kópavogi),
lést á Landsspítalanum aðfararnótt 28. júlí.
Guðmundur Árni Bjarnason,
Guðríður Guðbrandsdóttir,
Þorsteinn Guðmundsson, Unnur Jónsdóttir,
Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, Ólafur Björn Heimisson,
Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, Gylfi Bergmann Heimisson,
og barnabörn.
Elskuleg dóttir mín, systir okkar og mágkona
Lilja Árnadóttir
frá Hæringsstöðum,
síðast til heimilis
í Dvergagili 40,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Urðakirkju, Svarfaðardal,
þriðjudaginn 1. ágúst kl. 13.30.
Bergþóra Stefánsdóttir,
Sigurllna Árnadóttir,
Áslaug Eva Árnadóttir,
Stefán Árnason,
Sigurbjörg Árnadótti,r
Jón Árnason
Óskar Árnason,
Kristján B. Árnason,
Ósk Jórunn Árnadóttir,
Sveinn Árnason,
Páll Sveinsson,
Hafsteinn Vilhjálmsson,
Sólveig Bragadóttir,
Jouko T. Parviainen,
Þórdís Guðmundsdóttir,
Ásdís Jónasdóttir,
Margrét Stefánsdóttir,
Guðmundur H. Jónsson,
Margrét Guðmundsdóttir.
t
HAUKUR BALDVINSSON,
Hvolsvegi 16,
Hvolsvelli,
verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju þriðjudaginn 1. ágúst kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins iátna, er bent á
Sjúkrahús Suðurlands.
Aðstandendur.