Morgunblaðið - 29.07.2000, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Kasparov og
séra Kasparov
SKÁK
Pardubice,
Tékklan di
Opna Tékklandsmótið
13.-30. júlí 2000
MEÐAL þátttakenda á skákhá-
tíðinni í Pardubice er alþjóðlegi
meistarinn Sergei Kasparov frá
Hvíta-Rússlandi. Flestir eru
sammálu um, að hann sé alllíkur
nafna sínum frá Bakú, Garry,
sterkasta skákmanni heims.
Þegar Sergei Kasparov kom til
Pardubice fékk hann gistingu á
stúdentaheimili 2 km frá skák-
staðnum IDEON.
Það er ekki í frásögur færandi
nema hvað framkvæmdastjóri
stúdentaheimilisins sem tók á
móti honum var hissa á, að
jafntiginn gestur skyldi stíga
fæti í sínar vistarverur. Forviða
talaði hann við mótshaldarana
og sagði að þetta gengi ekki.
Sjálfum Kasparov hefði verið
holað niður á stúdentaheimili, en
ekki kæmi annað til greina en að
honum yrði boðin gisting á besta
hóteli bæjarins!
Ekki fer sögum af viðbrögð-
um mótshaldaranna, en Kaspar-
ov situr enn uppi með herbergi
sitt á stúdentaheimilinu. Kasp-
arov þessi hefur reyndar reynst
Islendingum óþægur ljár í þúfu
þar sem hann lagði Róbert
Harðarson að velli í skákmótinu
og var í fótboltaliðinu sem sló út
annað íslenska liðið á knatt-
spyrnumótinu!
Þátttaka íslensku skákmann-
anna á skákhátíðinni í Pardubice
hefur reyndar vakið töluverða
athygli, enda ekki á hverjum
degi sem 14 íslendingar taka
þátt í alþjóðlegu móti á erlendri
grundu. Gengi skákmannanna
hefur þó verið misjafnt.
Hannes Hlífar er enn meðal
efstu manna eftir jafntefli við
rússneska alþjóðlega meistarann
Vladimir Potkin (2420) í sjöundu
umferð.
Þeir Jón Viktor Gunnarsson
og Stefán Kristjánsspn höfðu
staðið sig best hinna Islending-
anna, en þeir töpuðu báðir sín-
um skákum í sjöundu umferð.
Jón Viktor tapaði fyrir rúss-
neska stórmeistaranum Nikolai
Pushkov (2546) en Stefán tapaði
fyrir þýska FIDE-meistaranum
Bernd Rechel (2402).
12.-39. Hannes H. Stefánss. 5
v.
63.-116. Stefán Kristjánss. 4
v.
63.-116. Jón V. Gunnarss. 4 v.
117.-149. Róbert Harðars. .3‘/2
v.
248.-256. Einar K: Einarss.
IV2 v.
248.-256. Sævar Bjarnason
U/2 v.
262. Guðmundur Kjartanss. Vz
v.
Mikail Gurevich er sem fyrr
efstur á mótinu og hefur unnið
allar sínar skákir. í b-flokki er
staða íslendinganna þessi eftir
sjö umferðir:
84.-151. Halldór Halldórss. 4
v.
152.-216. Ólafur Kjartansson
3'A v.
217.-265. Stefán Bergsson. 3
v.
217.-265. Kjartan Guðmundss.
3 v.
266.-318. Dagur Arngrímss.
2'/2 v.
319.-340. Guðni Pétursson 2 v.
Birgir Berndsen teflir í
d-flokki mótsins og er í 122.-
159. sæti með 314 vinning.
Eftir að hafa gert jafntefli í
annarri umferð með hvítu tók
Hannes Hlífar á sig rögg og
tefldi skemmtilega sóknarskák í
þeirri þriðju.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns-
son
Svart: Vlastimil Jandovsky
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6
7. Dd2 a6 8. 0-0-0 Bd7 9. f3
Be7 10. h4 b5
Þetta afbrigði Sikileyjarvarn-
ar ku heita Richter-Rauser, en
Hannes hefur teflt það með góð-
um árangri með svörtu. Venju-
lega leikur svartur fyrr h7-h6 en
í þessari skák ásamt því að stilla
hróknum á b8 og skipta upp á
d4. Hannes þekkir flesta króka
og kima afbrigðisins þannig að
honum varð ekki skotaskuld úr
því að refsa svörtum fyrir óná-
kvæmnina.
11. Rxc6! Bxc6 12. g4 h6 13.
Be3 b4 14. Re2 Da5 15. Kbl e5
Kemur í veg fyrir að hvíti
riddarinn hreiðri um sig á d4, en
hann getur hoppað á annan góð-
an reit!
16. Rg3! d5 17. Rf5 Bf8 18.
Bh3! d4 19. g5! hxg5
Hið nærtæka 19...dxe3 var
einnig slæmt sökum 20. Rd6+
Ke7 (20... Bxd6 21. Dxd6 og
tjaldið fellur) 21. gxf6+ Kxf6 22.
Dxe3 og hvítur hefur góða sókn.
20. hxg5 Rd7
Hvítur gerir nú út um skákina
með snaggaralegum hætti.
21. Rxd4! exd4 22. Bxd7+
Bxd7 23. Hxh8 Be6 24. b3!
og svartur gafst upp enda
óverjandi mát eftir 24...dxe3 25.
Dd6
Fimm valdir
í ólympíuliðið
Fimm skákmenn af sex hafa
verið valdir í Ólympíusveit ís-
lands:
Hannes H. Stefánss. SM
(2557)
Helgi Ólafsson SM (2478)
Þröstur Þórhallss. SM (2454)
Jón G. Viðarss. FM (2369)
Jón V. Gunnarss. AM (2368)
Sjötti maður verður valinn að
loknu Skákþingi íslands.
Daði Örn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til fóstudags
Varginn í burtu
KONA hafði samband við
Velvakanda vegna skrifa
um Tjömina í Reykjavík í
Velvakanda fyrir stuttu.
Hún vildi benda á það að í
Hafnarfirði er lítil tjöm og
þar eru bæði endur og
gæsir. í sumar hefur ekki
einn einasti ungi komist á
legg, vegna vargsins sem
bíður fyrir utan og étur
alla ungana. Bæjaryfirvöld
hafast ekkert að. Hana
langar því til að varpa fram
þeirri spumingu, hvort
ekki séu til einhver ráð til
þess að halda varginum í
burtu.
Ástandið í Afríku
ÞAÐ hefur verið töluverð
umræða undanfarið um
ástandið í Afnku vegna al-
næmis. Heilu þjóðflokk-
amir em að deyja út. Það
hefur hvergi verið talað
eða ritað um það að sagn-
fræðingar, mannfræðingar
eða þjóðháttafræðingar
hafi gert neina tilraun til
þess að rannsaka og eða
skrifa þeirra sögu, týna
saman brotin af þeim sem
em farnir, hvernig þeir
lifðu og hvemig þeir
bjuggu. Þama mætti
bjarga miklum sögulegum
staðreyndum og menning-
arverðmætum.
Bjarney K. Ólafsdóttir.
Ósammála gagnrýni
á Utangarðsmenn
EG er rosalega ósammála
gagnrýni á tónleika Utan-
garðsmanna eftir Amar
Eggert Thoroddsen, sem
heitir Þjónað fyrir altari og
birtist í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 26. júli sl. í
gagnrýninni rakkar hann
niður tónleikana. Mig lang-
ar að spyrja hann hvort
hann hafi verið á annarri
plánetu? Tónleikamir vora
hreint út sagt frábærir.
Bubbi keyrði stanslaust í
tvo tíma og hélt uppi því-
líkri stemmningu. Amar
virðist ekkert vita hvað
hann var að gera, eina
mai'kmið hans virðist hafa
verið það, að rakka tónleik-
ana nógu mikið niður. Það
er erfitt fyrir hann að feta í
fótspor Áma Matthíasson-
ar, sem er alveg frábær
gagnrýnandi. Það eina sem
ég er sammála Amari um
er að það hefði mátt sleppa
púðurkerlingunum þegar
lagið Hirosima var spilað.
Hann talar einnig um mið-
aldra fólk, en ég vil benda
honum á að miðaldra er
fólk eftir fimmtugt. Þama
var saman komið fólk á öll-
um aldri, sumt ekki fætt á
blómaskeiði Utangarðs-
manna og allir í rífandi
stemmningu. Hreint út
sagt frábærir tónleikar.
Hjördís K. Einarsdóttir,
Furubyggð 1, Mosf.
Hækkun aldurs
veg'na ökuprófs
EG er einn af þeim sem er
fylgjandi hækkun aldurs
vegna ökuprófs í 18 ár. Það
munar um hvert árið á
þessum aldri. Það ætti að
taka meira mark á öku-
kennuram, sem leggja til
hækkun, því þetta era
menn sem þekkja til þess-
ara mála.
Björn Indriðason.
Tapad/fundid
Poki með bókum
tapaðist
PLASTPOKI frá verslun
10-11 með verðmætum
bókum, tapaðist síðdegis
þriðjudaginn 18. júlí sl. frá
Rauðarárstíg að Breið-
holti. Upplýsingar í síma
5579542.
Tvær töskur merktar
Face hurfu úr bfl
DÖKKBLÁ ferðataska og
grá áltaska, merkt Face,
sem báðar innihalda förð-
unarvörar, voru teknar úr
drapplitaðri Nissan Sunny
bifreið við Skúlagötu 2 að
kvöldi miðvikudagsins 26.
júlí sl. Þeir sem gætu gefið
einhverjar upplýsingar,
eru vinsamlegast beðnir
um að hafa samband í síma
696 0899 eða 699 8587.
Fundarlaun.
GSM-súni týndist
Nokia 32210 með grárri
framhlið í leðurhulstri
týndist sl. laugardags-
morgun á Egilsstöðum.
Skilvís finnandi skili sím-
anum til lögreglunnar á
Egilsstöðum eða hafi sam-
band í síma 552-7312.
Göngustafur fannst
GÖNGUSTAFUR fannst
við Grensásveg mánudag-
inn 24. júlí sl. Upplýsingar
í síma 553 5711.
Gleraugu fundust
GLERAUGU í hulstri
fundust miðvikudaginn 26.
júlí sl. í strætisvagnaskýli
við Framnesveg. Upplýs-
ingar í síma 552 5337.
Rautt hjól fannst
NÝLEGT rautt unglingar-
eiðhjól fannst í Vestur-
bænum um miðjan júK.
Upplýsingar í síma 897
3431.
Hjól - tapað/fundið
GRÆNT Mongoose kven-
hjól fannst við Hátún í
Reykjavík þriðjudaginn
25. júh' sl. Einnig hvarf
flöskugrænt Mongoose
drengjahjól frá gervigras-
vehinum í Laugardal íyrir
stuttu. Upplýsingar í síma
5530017.
Dýrahald
Páfagaukur
í óskilum
LÍTILL, grænn páfagauk-
ur flaug inn um glugga í
Garðabæ íyrir stuttu. Eig-
andi er vinsamlegast beð-
inn um að hafa samband í
síma 565 8604.
SK4K
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Staðan kom upp á milli
stórmeistaranna Evgeny
Bareev, (2702) hvitt, og
Vladimir Akopjan á ofur-
mótinu í Dortmund er lauk
fyrir nokkru. Hvítur hafði
fyrr í skákinni unnið skipta-
mun og að lokum kom upp
staða þar sem báðir aðilar
höfðu þrjú peð á kóngs-
væng, en peðastaða hvits
var þó það óheppileg að liðs-
munurinn nýttist engan
veginn. Þrátt íyrir það átti
hann ekki að vera i tap-
hættu, en jafnvel ofurstór-
meistarar eru breyskir eins
og aðrir skákmenn og í stöð-
unni nýtti svartur sér hræði-
leg mistök hvits í síðasta leik
er hann lék 67. De3-c5??.
67.. .Bxe4! Einfalt og ban-
vænt. Svartur hótar máti á
hl og þess vegna getur hvít-
ur ekki tekið drottninguna á
c7. Hvítur reyndi 68. Hxh5+
en eftir 68...Kg8 69. Hg2
Dd7! 70. Df2111 nauðsyn þar
sem svartur hótaði máti með
70.. .Hhl+ 71. Kxhl Dh3+
72. Kgl Dxg2. 70...Ddl! Og
hvítur gafst upp enda vam-
arlaus gagnvart hótunum
svarts: 71. Hgl Dxh5 72.
Hxbl Bxbl og svartur vinn-
ur; 71. g4 Dhl+ 72. Kg3
Hb3+ og svartur vinnur.
Nú erum við í svört-
ustu Afríku.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI átti erindi norðiu- í
land hér á dögunum og fór ak-
andi í sínum einkabíl. Þetta er í sjálfu
sér ekld í frásögur færandi nema að í
þessari ferð upplifði Víkverji þá lífs-
hættu, sem akandi vegfarendum er
búin á þjóðvegum landsins. Verður
ekki farið út í nánari atvikalýsingu,
en hvað eftir annað varð Víkverji
vitni að kæruleysislegum og ótíma-
bærum framúrakstri, vítaverðum
hraðakstri og tillitsleysi ökumanna
og þjösnaskap. Þama sáust bílar á yf-
ir hundrað kílómetra hraða, jafnvel
með tjaldvagna í eftirdragi og í mörg-
um tilvikum virtust ökumenn ekkert
tillit taka til aðstæðna í framúrakstri.
Hvað er það í lundarfari íslendinga
sem gerir það að verkum að annars
dagfarsprútt fólk breytist í froðufell-
andi villidýr þegar það sest undir
stýri? Hverju breytir það í sjálfu sér
hvort menn koma klukkutímanum
fyrr eða seinna til Akureyrar? Ef
menn eiga þangað brýnt erindi á
ákveðnum tíma er þá ekki einfaldast
að gefa sér þann tíma sem þarf og
leggja fyrr af stað, í stað þess að
stofna lífi sínu og annarra í stór-
hættu?
X X X
IÁGÆTRI fréttaskýringu Morg-
unblaðsins síðastliðinn miðviku-
dag, sem ber yfirskriftina ,Agaleysi
ökumanna mikill áhrifavaldur", segir
meðal annars að fimmtán manns hafi
beðið bana í umferðinni á vegum
landsins það sem af er árinu og svo
virðist sem alvarlegum umferðarslys-
um fari fjölgandi. Víkverja kemur
það ekki á óvart í ljósi þess sem hann
varð vitni að í umræddri ökuferð
norður yfir heiðar.
Haft er eftir Sigurði Helgasyni,
upplýsingafulltrúa Umferðarráðs, að
öll gögn sýni að hraðakstur hafi auk-
ist á þjóðvegum landsins. Hann segir
Ijóst að minnki ekki þessi hraðakstur
batni ástandið heldur ekki. „Hér er
um að ræða val fólksins í landinu. Ef
það velur að draga úr hraðanum mun
slysum fækka, en ef þjóðin ætlar að
halda sínu striki verður hún líka að
horfast í augu við raunveruleikann,"
segir Sigurður og bendir jafnframt á
að hraðakstur íslenskra ökumanna sé
í engu samræmi við ástand vega og
hámarkshraði ekki virtur. „Ef okkur
tekst það eitt að fá fólk til að virða
hámarkshraðann er mikill sigur unn-
inn,“ segir Sigurður.
í umræddri fréttaskýringu Morg-
unblaðsins er ennfremur vitnað í orð
Gunnars Felixsonar, varaformanns
Sambands íslenskra tryggingafélaga,
þess efnis að agaleysi íslendinga
komi vel fram í umferðinni og að
streita og óþolinmæði hafi sínar af-
leiðingar þegar út í umferðina er
komið. Sigurður Guðmundsson land-
læknir velti því upp á ráðstefnu um
bætta umferðarmenningu í vor, hvort
íslenskir ökumenn væru ökufantar?
Víkveiji telur engan vafa leika á því,
og þeir eru ekki bara ökufantar held-
ur miklu fremur ökuníðingar.
VÍKVERJI vill ljúka þessari um-
fjöllun um _ ófremdarástand í
umferðarmálum Islendinga með því
að vitna í orð Sverris Hermannssonar
alþingismanns í grein sem hann
skrifaði nýlega í Morgunblaðið undir
yfirskriftinni „Vargöld á vegum“, en
þar segir Sverrir meðal annars:
„Það er ekki að undra þótt gætnum
ökumönnum blöskri að vera gert að
borga brúsann í stórhækkuðum
tryggingagjöldum vegna ólöglegs
glannaaksturs vitfiirtra ökuníðinga.
Fullkomnar upplýsingar liggja fyrir
um hveijir eru helstu tjónvaldar.
Tryggingafélög hljóta að taka til at-
hugunar að gera þeim aldurshópum,
sem mestu tjóni valda, að greiða
hærri iðgjöld. Þetta er tíðkað erlend-
is. Til dæmis greiða konur í Þýska-
landi lægri iðgjöld en karlar, enda
valda þær minna tjóni að meðaltali.
Hér tjóir hvorki nauð né nú heldur
einörð krafa til yfirvalda um skjót
viðbrögð viðhlítandi. Þá lágmarks-
kröfu hlýtur þegninn þó að eiga að
landslögum sé framfylgt, enda á hann
líf og limi undir að svo verði gert. Það
ríkir vargöld á íslenskum vegum, þar
sem ökumenn virða lög og rétt að
vettugi og valda sjálfum sér og sak-
lausu fólki óbætanlegum skaða.“
Framundan er mesta ferða- og um-
ferðarhelgi ársins. Víkveiji skorar á
íslenska ökumenn, hvem og einn, að
líta í eigin barm um leið og þeir setj-
ast undir stýri og aka út á þjóðvegina.
Líta síðan á hraðamælinn og spyrja
sig þeirrar samviskuspurningar,
hvort þeim liggi í raun svona lífið á?