Morgunblaðið - 29.07.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 43
BRIDS
llmsjón Guömnndur
1‘áll Amarson
BIKARLEIKUR Spari-
sjóðs Keflavíkur og Sam-
vinnuferða/Landsýnar fór
fram í félagsheimili brids-
spilara á Suðurnesjum,
Mánagrund, í síðustu viku
og var jafn og spennandi.
Pyrir síðustu lotuna áttu
Samvinnuferðir sex IMPa til
góða, en Suðurnesjamenn
tóku málin í sínar hendur í
síðustu lotunni og unnu með
16 IMPa mun. Þetta spil
skóp stærstu sveifluna:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
* G876
v -
* Á108
* KDG952
Vestur Austur
A Á92 * 4
* ÁKD109853 v G742
♦ 4 ♦ G652
* 6 + 10753
Suður
* KD1093
v 6
* KD973
* Á8
I opna salnum voru liðs-
menn Sparisjóðsins, þeir Jó-
hannes Sigurðsson og Karl
G. Karlsson í AV, gegn Þor-
láki Jónssyni og Guðm. P.
Arnarsyni. Sagnir gengu:
Vestur Norður Austur Suður
Jóhannes Þorlákur Karl Guðm.
1 spaði
4 hjörtu 5 hjörtu* 6 hjörtu 6spaðar
Pass Pass 7 hjörtu Dobl
Pass Pass Pass
Sex spaðar vinnast auð-
veldlega, svo fórn Karls í sjö
hjörtu var vel heppnuð og
kostaði aðeins 300 fyrir tvo
niður. f lokaða salnum var
meiri þoka í sögnum og þar
völdu AV að verjast í hálf-
slemmu. NS voru Arnór
Ragnarsson og Kari Her-
mannsson, en AV Helgi Jó-
hannsson og Guðm. Sv. Her-
mannsson:
Vestur Norður Austur Suður
Helgi Arnór Guðm. Karl
1 spaði
4 hjörtu 6spaðar Pass Pass
Pass
Eftir sömu byrjun og á
hinu borðinu velur Arnór að
stökkva beint í slemmu við
fjórum hjörtum. Guðmund-
ur hefði auðvitað getað fórn-
að þar og þá, en Helgi átti
eftir að tjá sig og hann gat
hæglega setið með 2 varnar-
slagi og því passaði Guð-
mundur. Helgi hafði vissu
fyrir einum slag og von um
annan, en sú von reyndist tál
eitt. 1430 í NS og 14 IMPar
til Suðurnesjamanna. Dýrt
spil, en munaði þó ekki
leiknum.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reylq'avík
Arnað heilla
HA ÁRA afmæli. Nk.
I U mánudag, 31. júlí,
verður sjötugur Snorri Þor-
steinsson, forstöðumaður
Skólaskrifstofu Vestur-
lands. Af því tilefni taka
hann og kona hans á móti
gestum í héraðsheimilinu
Þinghamri á Varmalandi á
morgun, sunnudag 30. júlí,
kl. 17-21.
Ljósm.st Mynd, Hafnarf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 1. júlí sl. í Kapellu St.
Jósefsspítala af sr. Báru
Friðriksdóttur Magdalena
Ásgeirsdóttir og Ragnar
Hilmarsson. Heimili þeirra
er í Miðstræti 4, Reykjavík.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Kristinn
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 1.838 kr. til
styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Áshildur
María Guðbrandsdóttir, Súsanna Helgadóttir og
Svava Helgadóttir.
Með morgunkaffinu
Ég er þvottavélar-
viðgerðarmaðurinn.
Afsakið, en mér seink-
aði svolítið.
Farðu þér hægt, ég
fann eggjabakka.
UOÐABROT
STÖKUR
Inni’ á landi og út við sjó
allar raddir þegja.
Þó er eins og þessi ró
þurfi margt að segja.
Grænum halla blöðum brátt
blómin valla fögur.
Yfir fjalla herðum hátt
hangir mjalla kögur.
Litla sóley, lyft þér nú
í Ijós og hlýja daga,
enginn gaf mér eins og þú
ást á sumarhaga.
Aldrei kveldar, ekkert húm,
eilíf sýn til stranda,
enginn tími, ekkert rúm,
allar klukkur standa.
Sendið hingað sólskin inn,
sumardagar ljósir,
vetur gróf á gluggann minn,
gráar hélurósir.
Friðrik Hansen.
STJÍÍI5.MJSI*A
eftir Frances Ilrakc
LJON
Afmælisbam dagsins: Þér
hættir til að láta tilfinning-
arnar hlaupa með þig í gön-
ur og átt þvístundum undir
höggaðsækja þess vegna.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Það er margt á döfinni hjá
þér, bæði í einkalífi og á
vinnustað. Láttu ekki hrær-
ingarnar koma þér úr jafn-
vægi; þér ríður framar öllu á
að halda sönsum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Umhyggju þinni fyrir þínum
nánustu er viðbrugðið. Láttu
samt ekki misnota hana, held-
ur hafðu sjálfur þá stjóm á
hlutunum sem þú vilt hafa.
Tvíburar t
(21. maí - 20. júní) M
Þú þarft að finna tjáningar-
þörf þinni útrás með einhverj-
um hætti. Einbeittu þér að
því, annars áttu á hættu að
staðna og stífna í hvívetna.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú verður að setjast niður og
fara í gegn um málin, gera þér
grein fyrir mikilvægi þeirra
og raða þeim í forgangsröð.
Þetta myndi létta þér lífið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt allt leiki í lyndi skaltu
hafa það bak við eyrað, hversu
fallvalt lánið getur verið. Það
er hyggilegt að búast við
breytíngum þótt engar verði.
Mem -j;
(23. ágúst - 22. sept.) <mL
Það muna reyna á samböndin
í fjölskyldunni og þú mátt
hafa þig allan við til þess að
halda fólkinu saman. En þol-
inmæði þrautir vinnur allar.
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að huga að starfs-
frama þínum. Það eru miklar
breytingar að verða og þú
þarft að standa fast á þínu svo
hlutur þinn verði ekki borinn
fyrir borð.
Sþorðdreki ^
(23. okt. - 21. nóv.) Mk
Þú hefur lengi verið í vand-
ræðum með ákveðin mál, en
nærð nú tökum á þeim og
tekst að snúa þróuninni þér í
hag. En þetta á eftir að kosta
sitt.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) ifcO
Það er ekki víst að þú sért tíl-
búinn til að viðurkenna það,
hvernig málum þínum er
komið. En þú verður að líta í
eiginn barm, aðrir bjarga þér
ekki.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Það er eitthvað sem rekur á
eftir þér að fara ótroðnar slóð-
ir.Láttu athugasemdir ann-
arra sem vind um eyru þjóta;
þú ert á réttri leið.
Vatnsberi .
(20. jan. -18. febr.) Lífö
Það er ýmislegt að gerast sem
hefur áhrif á skoðanir þínar á
mönnum og málefnum. Það er
allt í lagi að skipta um skoðun,
ef ástæðan er traust.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu vera að monta þig af því
að aðrir leiti til þín með
vandamál sín. Slíkt á að hafa
hjá sér annars missir þú allt
traust og trúnaðurinn hverf-
ur.
Stjörnuspúna á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRETTIR
Dagskrá þjóð-
garðsins
á Þingvöllum
UM HELGINA verður boðið upp á
dagskrá á Þingvöllum.
I fréttatilkynningu segir: „Farið
verður um fornar slóðir troðnar af
kynslóðum sem áður fyrr áttu er-
indi milli bæja á hrauninu. Þær
mörkuðu spor sín í hraunklappir og
mosaþúfur og skildu eftir sig fjölda
ömefna sem enn þekkjast mörg
hver þó ýmis hafi fallið 1 gleymsk-
unnar dá þegar búskapur lagðist af
og smalasveinar þurftu þeirra ekki
lengur við til að átta sig.
í dag, laugardag, verður um
þriggja klukkustunda gönguferð
frá Hrauntúni að Lambagjá. Lagt
verður af stað kl. 13. Á sama tíma
hefst barnastund í Furulundi.
Sunnudaginn 30. júlí verður
gönguferð um Skógarkot og Öl-
kofradal kl. 13. Kl. 14 verður guðs-
þjónusta í Þingvallakirkju og að
henni lokinni, kl.15, verður svoköll-
uð þinghelgarganga þar sem gengið
verður um þingstaðinn í fylgd stað-
arhaldara í um eina klukkustund.
Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins
er ókeypis og öllum opin.
Allar nánari upplýsingar veita
landverðir í þjónustumiðstöð þjóð-
garðsins.
Markaður í
Skagafirði
MARKAÐUR verður haldinn í risa-
tjaldinu í Lónkoti í Skagafirði sunnu-
daginn 30. júlí. Markaðurinn er op-
inn gestum frá klukkan 13 til 18, en
sölufólk hefur tímann frá kl. 10 til 13
til að koma sér fyrir. Markaðir í Lón-
koti eru haldnir árlega síðustu
sunnudagana í júní, júlí og ágúst.
Hægt er að panta söluborð hjá
Ferðaþjónustunni Lónkoti.
Ættarmót
ÆTTARMÓT niðja Sigfúsar
Axfjörð og Kristínar Jakobsdóttur á
Krónustöðum í Eyjafirði verður
haldið að Laugaborg í Eyjafirði í
dag, laugardaginn 29. júlí. Skráning
hefstkl. 10:00.
Vitni óskast
FIMMTUDAGINN 27. júlí sl. var
ekið á vinstri framhurð bifreiðarinn-
ar RE-844 sem er Hyundai fólks-
bifreið dökkblá að lit. Bifreiðin stóð
á bifreiðastæði í Mjódd austan við
hús nr. 6 við Þönglabakka. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um árekstur-
inn vinsamlegast hafi samband við
umferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Hestadagur í
Arbæjarsafni
DAGSKRÁ tengd þarfasta þjóninum
verður sunnudaginn 30. júlí á Árbæj-
arsafni.
Áður íyrr var Árbær vinsæll án-
ingastaður ferðalanga á leið til og frá
Reykjavík. Á sunnudaginn verður
póstlest á ferð um safnið með pakka
og bréf til íbúa húsanna í safninu milli
klukkan 13 og 14. Húsfreyjan í Árbæ
mun bjóða ferðalöngum og öðrum
gestum upp á lummur. Messa verður
í safnkirkjunni frá Silfrastöðum kl.
14, prestur er séra Kristinn Ágúst
Friðfinnsson og organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Á milli klukkan 13
og 16 verður hestvagn á ferð um
safnsvæðið og geta yngstu gestimir
fengið að ferðast með vagninum.
Einnig verður hefðbundin dag-
skrá, handverksfólk verður við störf í
húsunum, skepnur bíta gras í haga
og við Komhúsið era leikföng fyrir
börnin. í Dillonshúsi er boðið upp á
Ijúffengar veitingar.
Frost o g funi
NÆSTI fyrirlestur á jöklasýning-
unni á Höfn verður næstkomandi
mánudagskvöld, 31. júlí, en þá flytur
Aiá Trausti Guðmundsson fyrirlestur
sinn sem fresta þurfti í síðustu viku.
Fyrirlesturinn nefnist Frost og funi
og fjallar hann um eldvirkni í Vatna-
jökli á nútíma. Sagt verður frá eld-
stöðvakerfunum undir ísnum, þ.á m.
virkasta eldstöðvakerfi landsins,
Grímsvötnum, sem er um leið eitt öfl-
ugasta háhitasvæði heims.
Sagt er frá Kverkfjöllum, Bárðar-
bungu og fleiri eldstöðvum. Áhersla
er lögð á að rekja eldgosasögu sl.
1.000 ára og fjallað sérstaklega um
síðustu gosin, s.s. Grímsvatnagosin
1934,1983 og 1998 og eldgosin norð-
an við Grímsvötn 1938 og 1996. Rakin
verður ferð sem farin var til þess að
komast á goseyjuna, tind Gjálpareld-
stöðvarinnar, rétt fyrir Skeiðarár-
hlaupið 1996.
Að lokum verður sagt frá ýmsum
eldfjallaathugunum sem íslenskir vís-
indamenn stunda á Vatnajökli og velt
upp hugmyndum um framtíð eldvir-
kninnar í Vatnajökli. Ari Trausti er
jarðeðlisfræðingur að mennt, kunnur
fjallgöngumaður og hefur ritað bæk-
ur m.a. um Vatnajökul og fjallgöngur.
Jöklasýningin er haldin í samvinnu
við Reykjavík - menningarborg
Evrópu árið 2000.
Fyrirlesturinn er í bíósal Sindra-
bæjar og hefst kl. 20.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
í Morgunblaðinu í gær var rang-
feðraður Páll H. Hannesson. Hann
var sagður Einarsson. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
AMERISKAR BILSKURSHURÐIR
taldar með öruggustu
hurðinn á markaðnum
Hagstætt verð
Hurðaver ehf.,
Smiðjuvegi 4D,
símar 577 4300 og 895 6570
STAYYOUNG
ANDLITSLYFTING
SÝNILEGUR ÁRANGUR STRAX!
¥ Sléttir og stinnir húðina
¥ Húðin verður mýkri og þéttari
¥ Lagar bjúg í andliti
¥ Eyðir augnpokum
¥ Áferðarfallegri og unglegri húð
SNYRTISTOFAN SAFÍR
ÁLFHEIMUM 6
UPPLÝSINGAR og TÍMAPANTANIR í SÍMA 533 3100