Morgunblaðið - 29.07.2000, Side 44
44 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ISI.I XSK V OPIiUAN
r.-j"11 Simi 511 4200
FOLKI FRETTUM
m
zjz
jJ
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
fim 10/8 kl. 20
lau 12/8 kl. 20
sun 13/8 kl. 20
mið 16/8 kl. 20
fim 17/8 kl. 20
Miðasölusími 551 1475
Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau.
og fram að sýningu sýningardaga.
Símapantanir frá kl. 10.
I EIKEELAG ISLANDs
tjstnBnii
552 3000
PAN0DIL
fös. 18. ágúst kl. 20.30
THRILLER sýnt af NFVÍ
lau. 19. ágúst kl. 20.30.
530 3O3O
BJÖRNINN — Hádegisleikhús
með stuðningi Simans
jctfjrv fim. 3/8 kl. 12 nokkur sæti laus
IX'llU þri. 15/8 kl. 12
mið 16/8 kl. 12
ATH Aðeins þessar sýningar
Miðasalan er opin frá kl. 12-18 f Loftkastalanum
og frá kl. 11-17 f Iðnó. Á báðum stöðum er opið
fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar
þegar sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi
leikhús. (Loftkastalinn/lönó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu.
1 1 www.landsbanki.is
Tilboð til klúbbfélaga Landsbanka íslands hf. Rex
Tveir fyrir einn ó Tilboðið gildir fró Afslóttur i gol Félagsmenn Vörði Sportklúbbs og Kr Landsbonkans nj vallargjöldum hjó Orlondo —— kvöldverði ó Rex. sunnudegi til fimmtudags. If
jnnar, Nómunnar, akkaklúbbs óta 25% afslóttar af GR.
Vörðufélogar fó f daga ó einstökum baka 14. eöa 21. Hundar étnir Vörðufélogar fó a étnir í Kína (1 Kin Hóskólabíói - mið erð til Orlando í 8 eða 15 i kjörum 6. nóv. og lil nóv. í Kíno
ifslótt ó myndina Hundar a spiser de hunde) í inn ó 450 kr.
Öll tilboðin fóst gegn framvísun debet- korts/félagskods í viðkomandi klúbbi. Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast klúbbfélögum Landsbonka Islands hf. sem finna mó ó heimasíðu bankans, www.londsbanki.is
g.
Mk .andsbankinn KT'ITI'I'I OP'° frá 3 t.l 19
°O0
Land og synir ■ Leikhúskjallaranum í kvöld
Land og synir fagna
SUMARIÐ er tíminn sem popp-
tónlistarmenn landsins hlaða
riffla sfna og keppast um að hitta
beint í hjartastað með einföldum
og grípandi sönglínum. Oftar en
ekki eru gefnar út safnplötur um
þetta leyti þar sem popphljóm-
sveitirnar þræða öngla sína með
girnilegustu beitunni úr safni
þeirra nýju laga sem sveitin á. I
mörgum tilvikum nota listamenn
slíkar safnplötur sem einskonar
forskot á komandi útgáfur.
Ein þeirra sveita sem eiga lag
á safnplötunni „Svona er sumarið
2000“ er sveitin sívinsæla Land &
synir. I nýlegum dómi Morgun-
blaðsins fékk sveitin afbragðs
gagnrýni fyrir lag sitt „Ást-
fangi“, sem er að fínna á áður-
nefndri safnplötu. Einnig er lagið
að finna á nýlega útgefinni stutt-
skífu sveitarinnar, „Njótið vel“,
sem er í augnablikinu aðeins
hægt að fá sem vinning í sumar-
leik Coca-Cola en verður fáanleg
í plötubúðum um allt land seinni
partinn í ágúst. f kvöld ætlar svo
sveitin að halda dansiball í höfuð-
borginni.
Ætla að troðfylla Kjallarann
„Við verðum í Þjóðleikhús-
kjallaranum,“ segir Hreimur
Heimisson, sem á líklegast eitt
vinsælasta íslenska andlitið uppi
á veggjum grunnskólastúlkna í
dag. „Þetta er í tilefni útgáfu
safnplötunnar „Svona er sumarið
2000“. Það eru búin að vera mörg
böll þarna til þess að kynna plöt-
una og þetta er okkar liður í því.
Við ætlum að troðfylla Kjallarann
og hafa gaman af þessu.“
Hreimur segir að sveitin hafi
verið að leika lög af nýju stutt-
skífunni í allt sumar en segist þó
eiga von á því að sveitin haldi
sérstaka útgáfutónleika fyrir
hana síðar í sumar.
„Það er aldrei að vita nema
ballið í Stapanum, 12. ágúst,
verði notað einmitt í það.“
Síðustu vikur hefur verið mjög
Sýnt f Tjamarbfól
Sýningar hefjast kl. 20.30
4. sýn. í kvöld lau. 29/7 uppselt
5. sýn. fös. 11/8
6. sýn. lau. 12/8
7. sýn. fös. 18/8
8. sýn. lau. 19/8
Miðapantanir í síma 561 0280.
Miöasölusími er opinn alla daga frá kL 12-19
Mið'mn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús.
Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn.
ifiHö
°°o Stilluppsteypa
+ lílagnús Pálsson
kort kort kredit, bænagjörðir og trommusóló
Tfllsímgjörningurinn Telefónían
Snorri Sigfús Birgisson steikir skífur
Tfllsmenn fá 20% afslátt
Frescahanastél á uægu
Hreimur verður í guðdómlegri sveiflu í kvöld.
mikil umræða í blöðum landsins
vegna skoðanamismunar popp-
áhugamanna og íslenskra gagn-
rýnenda og því við hæfi að spyrja
popparann hvernig honum lítist á
hana.
„Bara mjög vel,“ svarar hann
strax. „Það er alltaf gaman að fá
góða gagnrýni, en hún ætti ásamt
neikvæðri gagnrýni að virka
hvetjandi á tónlistarmenn frekar
en eitthvað annað. Hún á að
knýja mann áfram. Við höfum
samt aldrei fengið svona rosalega
góða gagnrýni eins og núna. Við
fengum ágætis gagnrýni á síðustu
plötuna okkar en þetta sló öll met
og við erum djúpt snortnir. Um
fyrstu plötuna var sagt, að hún
væri ágætis verksmiðjufra-
mleiðsla og það er ekkert sem ég
get sagt á móti því. Við værum
bara hræsnarar ef við myndum
neita því. En upp á síðkastið höf-
um við verið mun duglegri í því
að prófa eitthvað nýtt og forðast
það að framleiða sama hlutinn
upp á nýtt.“
MYNPBOND
Með Tommy
Lee á
hælunum
Lagabókstafurinn
(Double Jeopardy)
Spennuniyntl
★★
Leikstjóri: Bruce Beresford. Hand-
rit: David Weisberg og Douglas
Cook. Aðalhlutverk: Ashley Judd,
Tommy Lee Jones, Bruce
Greenwood. (105 mín.) Bandaríkin,
1999. Sam-myndbönd. Bönnuð inn-
an 16 ára.
DOUBl.t
vftOI’AKDY
HÉR segir fi-á Libby (Ashley
Judd) sem svikin er allherfilega af
eiginmanni sínum og bamsföður. Sá
sviðsetur morð á
sjálfum sér sem
Libby er síðan
dæmd í fangelsi
fyrir. í steininum
kemst hún að því að
eiginmaðurinn er á
lífi, en getur ekki
sannað það. Lögum
samkvæmt má ekki
dæma rnanneskju
tvisvar fyrir sama
glæpinn og er Libby því frjálst að
drepa eiginmann sinn þegar hún losn-
ar úr fangelsi. Grunnhugmyndin sem
hér er unnið með hefði getað orðið ág-
ætur útgangspunktur fyrir góðan
spennutrylli. En i stað þess að leggja
áherslu á þær spumingar um réttlæti
og hefnd sem hugmyndin býður uppá,
er mestu púðri myndarinnar eytt í
óþarflega flókna atburðarás þar sem
Libby undirbýr hefnd sína. I það ferli
skortir þá tilfinningalegu togstreitu,
jafnvel heift sem hefði getað gefið
myndinni gildi. Þess í stað situr
áhorfandinn uppi með þvælda og um
leið mjög ólíkindalega atburðarás.
Aðalleikarar eru ágætir í sínum hlut-
verkum. Tommy Lee Jones, sem leik-
ur skilorðsfulltrúa Libby, ætti reynd-
ar að kunna hlutverkið utanað þar
sem hann lék svipaða hausaveiðara í
„The Fugitive“ og „U.S. Marshalls“.
Þetta er sæmileg afþreying þó.
Heiða Jóhannsdóttir
Nj ósnir - mann-
dráp - mafía
SJONVARP A
LAUGARDEGI
KVIKMYNDIR og sjónvarp eru
helstu almennu skemmtimiðlarnir í
dag og hafa verið helftina af 20. öld-
inni. Einkum hafa þessir tveir miðl-
ar gert sig gildandi á seinni hluta
aldarinnar. Þeir sem
stjóma kvikmynda-
húsum og sjón-
varpsstöðvum viija
fá aðsókn og áhorf
og þeir sem framleiða efni fyrir
þessa fjölmiðla hafa auga fyrir að
framleiða sem átakamestar myndir
og fitla við hinar dekkri hliðar
mannskepnunnar, svo árangurinn
verður ekki menningariegur nema
að litlum hluta, heldur er langmest-
ur hluti framleiðslunnar byggður á
manndrápum, mafíustarfi og njósn-
um. Framleiðendur og rekendur
fjölmiðla og fjölmiðlaefnis vita alveg
hvað gengur í fólkið og komi fyrir að
sjáist kind í haga er það svo sak-
leysislegt að það ætlar að líða yfir
áhorfendur.
Ríkiskassinn sýndi nú á þriðju-
dag bresku spennumyndina Bið-
skák, þar sem Stasi kemur við sögu
og Austur-Þýskaland áður en Ber-
línarmúrinn hrundi. Þetta var á
þeim dögum, þegar boð voru látin
ganga út um það, að betra væri að
vera rauður en dauður nokkru eftir
að Lenín sagði að guð væri ópíum
fólksins, þótt kennimenn innan
kirkjunnar haldi því fram að Marx
sé höfundurinn, eins og það skipti
máli fyrir prestastéttina. Kannski
henni sé í mun að halda því fram að
Lenín hafi aldrei sagt þetta. En
þetta er í samræmi við, að nú skuli
hætt öllu andófi við kommúnista.
Það þykir jafnvel fínt að tilheyra
þessum öfgum á ís-
landi, þótt í ljós hafi
komið, að hið hátimbr-
aða ríki í austurvegi
hafi verið reist á ógn-
um manndrápa og gúlags. Það er
óumdeilanlega fyrirmyndin og þess
vegna merkilegt að fólk skuli lýsa
því yfir að það sé enn kommúnistar
og ætli að vera það. Seinni hluti
kvikmyndarinnar Biðskákar verður
sýndur næsta þriðjudag.
Stasi var voldug stofnun og lifir
raunar enn að sögn á þeim fjármun-
um, sem voru í sjóðum hennar þeg-
ar múrinn hrundi. Má búast við því
að áhrifum Stasi sé hvergi nærri
lokið, enda eru það peningamir sem
vinna kraftaverkin. Það mundi m.a.
skipta miklu máli fyrir menningar-
legan og margþættan áróður á Is-
landi ef peningar héldu áfram að
streyma eftir gömlu rúblufarvegun-
um hingað. Kannski er það ástæðan
til þess að hér á landi verða að vera
til einhverjir yfirlýstir kommúnist-
ar svo Stasi virti hverja hún er að
styrkja. Einkennilegt er að Islend-
ingar skuli þurfa að hugleiða þessi
mál hér langt úti í hafinu og ekki
nema fjórir eftir af herstöðvaan-
dstæðingum. Hafa ber þó í huga, að
kommúnistar eru ennþá fjölmennir
í heiminum og mun Kína gleggsta
dæmið um það. Þá fara þeir mjög
huldu höfði á Vesturlöndum, þar
sem flokkur þeirra var sterkur fyr-
ir. Hér var reynt að búa til regnhlíf-
arsamtök úr honum, en tókst ekki
og heldur ekki að koma þeim fyrir í
Samfylkingunni. Þeir eru enn að
basla eins mikið sér og út af fyrir sig
og þeir geta verið.
Að síðustu skal hér minnst á ís-
lenska heimildamynd úr sjónvarpi,
óvenju vel unna, um danskan
kommúnista, sem hvarf sjónum
manna í Moskvu um 1937. Hann var
í forustuliði danskra kommúnista
og handgenginn Axel Larsen. I
Moskvu starfaði hann hjá Kom-
intern, alþjóðasamtökum flokksins,
undir stjórn einhvers flokksgúrús,
sem þótti ekki einleikið hvað hreins-
anir gengu nærri starfsliði hans.
Hann hafði orð á þessu og eins og
við manninn mælt lét Stalín taka
hann og dæma og síðan drepa. Dan-
anum var ókunnugt um þetta en var
búinn að fá heimfararleyfi. Nóttina
áður en hann átti að fara heim var
hann í staðinn tekinn fastur í rúmi
sínu og seinna fluttur í gúlag. Kona
hans beið hans lengi í Kaupmanna-
höfn. En hann endaði ævi sína í gúl-
aginu, þar sem hann var að lokum
drepinn án þess að hafa nokkurn
tíma haft hugmynd um af hverju
hann var tekinn. Það er von að til
séu íslendingar sem trúa.
Indriði G. Þorsteinsson