Morgunblaðið - 29.07.2000, Page 48
48 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
r * p,
HÁSKÓLABÍÓ
★ ★
HASKOLABIO
......
t /mSBit m
„...ekkert minna
/ í i Al MBl
KVIKMYNDIR.IS
★ ★★
Hagatorgi, simi 530 1919
pO\NER-s*n"’9 ^
Yfir 30 þúsund
áhorfendur
í—
Z3SKJ
csa
Sýnd kl. 3, 5.30, 8,10.30 og 12 á miðn. B. i. 14.
FRUMSYNING
ÍÍICH NOLTt • ]Eff BliOfitS • SHfiflBX SIQSt
:«4ífJ£ÍBa.*L?UI.RWÍ?
■
Frá einu fremsta leikskáldi samtímans,
Sam Shepard, dramatískur spennu-
tryllir um drauga fortíðarinnar, með
einstöku teymi stórieikara
Sýnd kl. 5.50, 8 oq 10.15.
★ ★★
Al MBL
Sýnd kl.6, 8 oq 10.
FORSÝNING FRUMSÝND
- LAUGARDAG OG fMtff 5r0$fg( UM VERSLUNAR-
AIIWHimfir. KI í i ® MAMMAMRI ftlMA
Sýnd kl. 4 og 6
Synd kl. 8,10 og 12 á miðnætti
Sýnd kl. 4.
Sýnd kl. 4,6,8,10 og 12 á miðn. bí h.
K
SUNNUDAG KL. 4 \
MANNAHELGINA
FYRIR
■ I 990 PUNKTA
■ FBRDU í BÍÓ
Álfabakka 8. sími 587 8900 og 587 8905
Sumir hlutir eru þess virði að berjast fyrir.
Stórbrotin og átakamikil stórmynd meö Mel Gibson.
Stórkostleg upplifun og hlaðin mögnuðum átökum.
Frá framleiðendum Independence Day og Godzilla.
Frá leikstjóra Independence Day og Godzilla. Frá
handritshöfundi Saving Private Ryan.
Epísk stórmynd sem enainn má missa af.
JETLI AALYAif X
FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE MATRIX KEMUR
SPENNUTRYLLIR í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
MEÐ JET Ll ÚR LEATHAL WEAPON 4.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
B. i. 16. Vitnr. 111. ■EDiGnw.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8,10.15 og 11.30.
B. i. 16. Vitnr. 104. ■EDKarrAi.
Sýnd kl. 2,4 og 6. ísíenskt tal. Vit nr. 103. *imTAL Sýnd kl. 10. Sýndkmíui Sýr
Synd kl. 2,4,6 og 8. Enskt tal. Enginn texti.Vit nr. 108. I Vitnr.95. Vrtnr.102. I Vi
Kaupið miða í gegnum VITÍð. Nánari upplýsingar á vit.is
Dagskrá Futurice kynnt
Framtíðin er í augsýn
Morgunblaðið/Þorkell
Futurice-frömuðurnir: Dögg Baldursdóttir,
Ásta Kristjánsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir.
FYRIR UM tveimur ár-
um feng^u þær Þórey
Vilhjálmsdóttir og Ásta
Kristjánsdóttir, eigend-
ur Eskimo models,
hugmynd sem átti eftir
að vinda upp á sig.
Hugmyndin var að
halda alþjóðlegan
tískuviðburð á íslandi
af áður algerlega
óþekktri stærðargráðu
og koma þannig á
framfæri íslenskum
fatahönnuðum.
** Eskimo fékk svo
Reykjavík Menningar-
borg 2000 til liðs við
sig og með sameinuð-
um kröftum var unnið
staðfastlega til að ná
settu marki.
Nú er stóra stundin í
nánd, Futurice er rétt
handan við sjéndeild-
arhringinn. Dagana 11. og 12. ágúst verður Bláa
lóninu breytt í seiðandi fagurt ævintýraland þar sem
hönnun og tónlist ræður ríkjum.
Nokkur leynd hefur hvílt yfir þátttakendum þess-
arar tísku- og tónlistarveislu en nú hefur dagskráin
verið gerð ljós.
Einar Örn Benediktsson verður kynnir á hátíð-
inni. Hann notaði tækifærið þegar dagskráin var
^kynnt að segja að gróskan í íslenskri hönnum minnti
hann um margrt á vaxtarbroddinn sem var í íslensku
tónlistarlífí fyrir um tuttugu árum síðan. Einar Örn
sagði enn fremur: „málið er ekki hvað þú getur,
heldur hvað þú gerir,“ og að þetta væri lykillinn að
velgengni og frægð.
Dagskráin sjálf, föstudagur
Á föstudeginum er dagskráin sett með kampavíns-
kokkteil í einni fegurstu perlu fslands, Bláa Lóninu.
Því næst verður hönnunarlina systranna Báru og
Hrafnhildar Hólmgeirsdætra, „Aftur“, sýnd. Hönnun
þeirra hefur vakið mikla athygli og ekki síst hugs-
unin á bak við hana en öll línan er unnin úr „áður-
notuðumtextíl". Þær „endurvinna eða deyja!“
Eftir endurvinnsludraum systranna er „Æ“
Sæunnar Þórðardóttur sýnd. Hönnun Sæunnar
gengur út á gæði og sígilda fágun sem kemur á
óvart með sprengikrafti og lífsgleði.
Hijómsveitin Móa & the Vinylistics frumflytur svo
splunkunýtt efni af væntanlegri plötu.
Hinn leiðandi breski framúrstefnuhönnuður Trist-
an Webber sýnir það nýjasta í hönnun sinni og
Ragna Fróða, tísku- og textflhönnuður, gengur ást-
arveginn með línu sinni, „Path of Love“, sem er unn-
in úr efnum sem Ragna hannar og framleiðir sjálf.
Gus Gus mætir svo með blöndu af ómótstæðilegum
„instrumental-kveiktum hljóðum."
Kansasbúinn brottflutti, Jeremy Scott, lokar svo
kvöldinu við Lónið með fötum af nýjustu sýningu
sinni undir frumsamdri tónlist frá Björk. Loks verð-
ur dansað þar til dagur rís á Astro.
Seinni dagurinn
Ólátapilturinn Barði í Bang Gang er einmitt það
sem þarf til að koma fólki á ról daginn eftir því þá
hefst dagskráin fyrir hádegi. Bang Gang kemur
sjaldan fram á tónleikum og því er það vel þess virði
að strjúka burt svefnstírurnar og mæta snemma.
Margir líta með tilhlökkun til samsýningar sjö ís-
lenskra hönnuða. Það eri| þær Hugrún Dögg Árna-
dóttir, „Hugrun“, Þorbjörg Valdimarsdóttir og
Ragnheiður Guðmundsdóttir, „R3 & T9“, Bergþóra
Magnúsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Brynja
Emilsdóttir, „BES“, og María Ólafsdóttir, „Untit-
led“, sem sýna hugarfóstur sín.
Norrænir hönnuðir frá Helsinki og Bergen, sem
eru systurmenningarborgir Reykjavíkur, sýna það
nýjasta í sinni hönnun.
Lifandi tónlist og tóngaldrar plötusnúða bæta svo
enn betur við töfra hönnuðanna.
Herlegheitunum lýkur svo með risastóru lokapar-
týi á einhverjum framandi stað í Reykjavík sem enn
hefur ekki verið tilkynnt um.
Framundan eru spennandi dagar fullir af tónlist
og tisku.
Radiohead á móti
lokun Napsters
í MORGUN kl. 07:00 að íslenskum
tíma átti fyrirtækið umdeilda Nap-
ster samkvæmt lögum að loka fyrir
allan aðgang að því efni sem plötu-
fyrirtæki þau sem eru í samtökum
hljómplötu útgefanda Bandaríkj-
anna hafa gefið út. Samkvæmt for-
svarsmönnum Napster þýðir þetta
einfaldlega að þeir neyðist til þess
að slökkva á tölvumiðlurum sínum.
Napster hefur fram að þessu boðið
upp á samnefnt forrit á heimasíðu
sinni sem gerir notendum kleift að
fá aðgang að svokölluðum mp3
skrám sem eru vistaðar inni á tölv-
um annara notenda, en slíkar skrár
innihalda oftast lög tónlistarmanna.
Forritið hefur verið afar umdeilt
og hafa m.a. meðlimir hljómsveitar-
innar Metallicu og rapparinn Dr.
Dre kært forritið fyrir að fara ólög-
legum höndum um hugverk þeirra.
Colin Greenwood, bassaleikari
bresku sveitarinnar Radiohead, tók
hins vegar upp hanskann fyrir
málstað Napsters í fréttaþættinum
Newsnight á BBC í fyrrakvöld.
„Eg myndi ekki vilja verja þá
sem hagnast á tónlist okkar,“ sagði
hann. „En um leið er nauðsynlegt
að fagna þessari nýju tækni í stað
þess að stinga höfðinu í sandinn
eins og svo mörg plötufyrirtæki
gera, því þessi tækni er komin til
þess að vera.“
Hann talaði einnig um það
hvernig tölvutengdar tækninýjung-
ar hafa haft mikil áhrif á starfsemi
hljómsveitarinnar og auðveldað
þeim að ná til breiðari hóps fólks.
„Við spiluðum nýlega í Barcelona
og daginn eftir var hægt að nálgast
alla tónleikana í gegnum Napster.
Svo þremur vikum seinna þegar við
spiluðum í Israel sungu tónleika-
gestir með öllum nýju lögunum og
það var yndislegt. Stafrænar hljóð-
upptökur eru aðeins ein af mörgum
aðferðum sem hjálpa listamönnum
við það að koma hugverkum sínum
á framfæri og þær eiga að sjálf-
sögðu eftir að breyta starfsemi
plötuútgefenda. Þeh- eiga eftir að
neyðast til þess að opna arma sína
fyrir tækninni og finna nýjar leiðir
til þess að afla tekna og ef til vill
væri góð lausn að notast við Nap-
ster hugbúnaðinn sem fyrirmynd
fyrir þeirra eigin netdreifingarhug-
búnað.“
Radiohead, daufír í dálkinn vegna lokunar Napsters.