Morgunblaðið - 02.08.2000, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Brúin yfir Hóls-
selskfl lagfærð
LAGFÆRINGAR hafa verið gerðar
á brúnni yfir Hólsselskfl þar sem
rúta valt um miðjan síðasta mánuð
og maður lést og fjöldi fólks slasaðist.
Guðmundur Heiðreksson, deildar-
stjóri veghönnunar hjá Vegagerðinni
á Akureyri, sagði að sett hefði verið
nýtt vegrið á brúna. Stöplar voru
brotnir niður og nýir settir upp. Nýja
vegriðið er nokkru utar en það sem
fyrir var þannig að nokkru rýmra er
nú um þá bfla sem aka yfir brúna.
Guðmundur sagði að enn væri
þriggja til fjögurra sentímetra brík
niðri við brúna og hún yrði ekki tekin
í burtu. „Þrátt fyrir þessar lagfær-
ingar er ástandið enn þannig að fara
verður hægt og rólega yfir brúna,“
sagði Guðmundur.
Hafist var handa við að laga brúna
strax eftir slysið og lauk verkinu nú í
síðustu viku. Guðmundur sagði að í
leiðinni hefðu tvær smábrýr á svip-
uðum slóðum, þ.e. yfir Ytri- og Syðri-
Vatnsleysu, einnig verið lagfærðar
og sett á þær ný vegrið, en þær eru á
kaflanum frá hringveginum að
Grímsstöðum.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
munu innan skamms ljúka við lagn-
ingu vegar að nýrri brú yfir Fnjóská
yfir til Grenivíkur og sagði Guð-
mundur að hún yrði tekin í notkun í
lok ágústmánaðar. Þá er unnið að
stóru verkefni á sviði vegagerðar á
Tjörnesi þar sem verið er að endur-
byggja veginn fyrir Tjörnesið. Þetta
er þriðji áfanginn sem nú er unnið að,
en hann er frá Hringveri að Breiðu-
vík. Töluverður hluti þessa kafla
verður tekinn í notkun í haust en
framkvæmdum lýkur að fullu næsta
sumar. Gert er ráð fyrir að lokið
verði við að leggja allan veginn fyrir
Tjörnes á næstu þremur til fjórum
árum.
Um þessar mundir eru að hefjast
framkvæmdir við veginn á Mývatns-
öræfum, þ.e. við kafla frá Hólma-
tunguafleggjara að Jökulsá, og loks
má nefna að unnið er við fjögurra
kflómetra vegarkafla í Öxarfirði, í
kringum Lund, en þar er verið að
endurbæta veginn og leggja á hann
slitlag. „Sem betur fer er nóg að gera
hjá okkur,“ sagði Guðmundur.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Helga Bjarnaddttir við minnisvarðann sem hún afhjúpaði.
Franskir dagar
á Fáskrúðsfirði
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fyrsta skóflustungan tekin. Það er Sigurður Guðmundsson sem er með
sköfluna á lofti. Ólafur H. Júlíusson, sölu- og markaðsstjóri Húsasmiðj-
unnar, Steinar Árnason, rekstrarstjóri verslunarinnar á Selfossi, og
Sturla Snorrason, einn aðaleigenda Húsasmiðjunnar.
Húsasmiðjan byggir
stórt verslunarhús
Selfossi - Nýtt 4.000 fermetra versl-
unar- og þjónustuhúsnæði Húsa-
smiðjunnar mun rísa við Eyraveg á
Selfossi. Fyrsta skóflustungan að
húsnæðinu var tekin síðastliðinn
föstudag. Húsið verður á nýrri lóð
Húsasmiðjunnar við neðanverðan
Eyraveg á Selfossi, í nýskipulögðu
hverfi. Nýja húsið, sem tilbúið verð-
ur í maí á næsta ári, mun hýsa versl-
un og byggingalager Húsasmiðjunn-
ar en starfsemi fyrirtækisins rúmast
ekki lengur í núverandi húsnæði á
Eyravegi 37. Gert er ráð fyrir að um
40 manns vinni í nýja verslunarhús-
inu. •
Það var Sigurður Guðmundsson
húsasmíðameistari sem tók fyrstu
skóflustunguna en hann var einn af
aðaleigendum byggingavöruverslun-
ar SG-einingahúsa, sem sameinaðist
rekstri Húsasmiðjunnar er hún hóf
starfsemi á Selfossi. Steinar Árna-
son rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á
Selfossi sagði nýbyggingu Húsa-
smiðjunnar stórvirki í framkvæmd-
um á Selfossi. „Þessi framkvæmd er
fagnaðarefni fyrir Sunnlendinga og
er akkeri fyrir atvinnulífið þegar
svona stórt fyrirtæki setur sig niður
til framtíðar hér á Selfossi," sagði
Steinar.
Fáskrúðsfirði - Haldnir voru
franskir dagar á Fáskrúðsfirði 28.-
30. júlí. Virðist sem hátíð þessi njóti
allnokkurrar virðingar, því þá
heimsækja Fáskrúðsfjörð margir
gestir auk þess sem brottfluttir Fá-
skrúðsfirðingar heimsækja átthag-
ana, vini og íjölskyldur.
Hátiðin hófst með helgistund í
franska grafreitnum á Krossum ut-
an við þorpið. Þess má til gamans
geta að sendiherra Frakka var í
heimsókn á Fáskrúðsfirði á föstu-
daginn.
Um kvöldið kom fólk saman í
skrúðgarði og horfði á ýmsar upp-
ákomur, kveiktur var varðeldur og
sungið fram á nótt. Á laugardag var
börnum boðið á hestbak og Lions-
menn sáu um dorgveiði og veitt
voru verðlaun fyrir stærsta fiskinn.
Fótboltamót 4. flokks stúlkna af
Austurlandi var og haldið.
Aflijúpaður var minnisvarði um
Berg Hallgrímsson. Var það eigin-
kona hans, Helga Bjarnadóttir, sem
það gerði, en áður rakti Eiríkur
Stefánsson, formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Fáskrúðsfjarð-
ar, starfsferil Bergs og upp-
byggingu að atvinnumálum Fá-
skrúðsfjarðar, en hann starfaði
lengi við útgerð og sfldarverkun á
Fáskrúðsfirði. Eiríkur og Guðríður
Benediktsdóttir voru einmitt frum-
kvöðlar að afhjúpun minnisvarð-
ans. Við þetta tækifæri afhenti
Dóra Gunnarsdóttir bikar sem
keppt var um í fyrsta sinn nú, en
hlaupið var 2,5 km minningarhlaup
um Berg, sem var annálaður hlaup-
ari. Ráðgert er að hlaupið verði ár-
lega.
Steinninn var hannaður af Þór
Sigmundssyni og unninn í Stein-
iðjunni í Reykjavík.
Á laugardagskvöldið var flug-
eldasýning og dansleikur. Margs
konar uppákomur voru alla helg-
ina, svo sem sýningar á munum og
myndum, hjólreiðakeppni,
óvissuferðir og leiktæki og ungl-
ingadansleikir voru alla dagana í
tjaldi.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Landganga
á Húsatanga
Norður-Héraði - Meðan ferjan á
Fljótinu, Lagarfljótsormurinn,
liggur bundin við hlið Lagar-
fljótsormsins hins eina sanna við
Húsatanga töltir fólk í land.
Landgangurinn er ekki hefðbund-
inn heldur er þar um að ræða
gamlan hertrukk í eigu Hákonar
Aðalsteinssonar og Sigrúnar
Benediktsdóttur, skógarbænda á
Húsum í Fljótsdal. Síðan er geng-
ið til „tjalds“, sem reist var af
Húsabændum á Húsatanganum
skammt ofan fjöruborðs. „Tjald-
ið“ er reist úr lerkiviði, stofnar í
uppistöðum og lerkifjalir negldar
þar á í staðinn fyrir tjalddúk.
Nýr slökkvibíll til
Seyðisfjarðar
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Seyðisfirði - Slökkvilið Seyðisfjarð-
ar hefur fengið nýjan slökkvibfl og
var hann afhentur við hátíðlega at-
höfn. Bæjarbúum og öðrum var boð-
ið til veislu í og við slökkvistöð bæj-
arins í sumarhita og lognblíðu.
Þar var og haldin sýning á tækjum
og tólum slökkviliðsins. Einnig
sýndu slökkviliðsmenn úr Slökkviliði
Seyðisfjarðar hvernig alvarlega slös-
uðu fólki er bjargað úr bílflaki.
Beittu þeir til þess klippum og ýms-
um öðrum nútímalegum verkfærum.
Það var Benedikt Gunnarsson
fulltrúi frá Ólafi Gíslasyni & co. hf ./
Eldvarnarmiðstöðinni sem afhenti
Ólafi H. Sigurðssyni bæjarstjóra
Seyðisfjarðar bílinn. Ásgeir Magn-
ússon slökkviliðsstjóri Seyðisfjarðar
tók síðan við bflnum. Guðmundur
Vignir Óskarsson formaður Lands-
sambands slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna flutti tölu og færði
síðan slökkviliðinu að gjöf nýtt fé-
lagsmerki félagsins. Hann sagði bfl-
inn færa stöðu brunamála upp um
mörg stig og að kaupstaðurinn sé nú
kominn í framvarðasveit á landsvísu
við sambærilegar kringumstæður.
Cecil Haraldsson sóknarprestur
flutti blessunarorð við athöfnina.
Ásgeir Magnússon slökkviliðs-
stjóri segir löngu orðið tímabært að
endumýja tæki slökkviliðsins. „Und-
anfama áratugi hafa Seyðílrðingar
búið við það óöryggi að hafa aðeins
yfir að ráða einum slökkvibfl, göml-
um Bedford, sem er einstaklega
hægfara og ekki hægt að senda hann
út fyrir bæinn. Með tilkomu nýja
bflsins verður mögulegt að taka þátt
í björgunaraðgerðum á miklu stærra
svæði og hafa jafnframt varabfl á
Seyðisfirði. Bæjarstjórnin hefur
undanfarið staðið mjög vel að upp-
byggingu og endurnýjun tækjabún-
aðar slökkviliðsins og með þessum
nýja bfl er brotið blað í sögu björgun-
ar- og brunamála bæjarfélagsins.“
Bifreiðin er af gerðinni Man/Ros-
enbauer 19.364 FAK38 4x4, árgerð
2000. Hún er með 360 hestaíla vél,
fjórhjóladrifin með hátt og lágt sí-
drif, driflæsingu að aftan og framan,
ABS-hemla, kojuhús með pláss fyrir
fjóra menn, þar af tvo í stólum með
reykköfunartækjum. Burðargeta er
19 tonn. I yfirbyggingu, sem er úr áli
og plasti, er 4.000 lítra vatnstankur
og 200 lítra froðutankur og Rosen-
bauer-branadæla með tveimur inn-
tökum og fjórum úttökum.
Auk ýmiss búnaðar annars er 4,5
kW rafstöð, 10 m branastigi og
3x500 W loftdrifið ljósamastur. I
bflnum verður einnig komið fyrir
fullkomnum klippu- og björgunar-
búnaði til að bjarga slösuðum úr bíl-
flökum eða húsarústum.
Slökkvibfllinn nýi er fyrstur í röð
bíla sem verða afgreiddir eftir útboði
sem Eignarhaldsfélag Brunabótafé-
lagsins og Samband íslenskra svejt-
arfélaga stóðu fyrir á síðasta ári. Ól-
afur Gíslason & co J-
Eldvarnamiðstöðin í samvinnu við
Rosenbauer a/s í Noregi var með
hagstæðasta tilboðið og er nú verið
að smíða fimm bfla til viðbótar sem
verða afgreiddir á næsta ári. Þetta
er fjórtándi slökkvibíllinn sem kem-
ur til Islands úr verksmiðjum Rosen-
bauer í Flekkefirði.