Morgunblaðið - 02.08.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.08.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 25 ERLENT DAGBLAÐIÐ Frankfurter Allge- meine Zeitung (FAZ), „kyndilberi íhaldssams þýzks málfars", eins og það er kallað 1 fréttaskeyti AFP, tók í gær, 1. ágúst, aftur upp gömlu réttritunarreglurnar og kastaði þar með fyrir róða nýjum reglum sem flestir þýzkir fjölmiðlar hafa nú reynt að halda sig við í rétt ár. Tilgangur nýju réttritunarregl- anna, sem samþykktar voru í sér- skipaðri nefnd Þjóðverja, Austurrík- ismanna og Svisslendinga fyrir rúmum fjórum árum, var að gera skrifaða þýzku einfaldari og sjálfri sér samkvæmari. En að mati ritstjórnenda hins virta blaðs FAZ hafa þau markmið sem ná átti fram með nýju reglunum alls ekki náðst. „Ritsjórarnir hafa sannfærzt um, að meginmarkmið breytinganna á réttritunarreglun- Albright um kosningar í Júgóslavíu Stjórnar- anastaðan fylki liði Róm. AFP. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær stjómarandstæðinga í Júgó- slavíu til að hverfa frá hótunum um að sniðganga þing- og forsetakosn- ingar sem boðaðar hafa verið í land- inu í september, og taka þess í stað höndum saman um að sigra Slobodan Milosevic og hans menn. Henni tókst þó ekki að telja fulltrúa Svartfellinga á að þeir tækju þátt í kosningunum. I viðræðum sem Albright átti við Milo Djukanovic, forseta Svartfjalla- lands, og Lamberto Dini, utanríkis- ráðherra Ítalíu, í Róm í gær sagði Al- bright það skipta öllu máli fyrir andstæðinga Milosevic, þar á meðal Djukanovic, að nota kosningarnar sem tækifæri til að fylkja liði. Svart- fjallaland myndar ásamt Serbíu júgóslavneska sambandslýðveldið. Þó að Djukanovic væri ekki að svo komnu máli ákveðinn í því hvert hlut- verk sitt yrði í kosningunum í sept- ember sagði hann sig og Albright hafa verið sammála um að stjórnar- andstaðan í Serbíu yrði að gera meira til að grafa undan stjórn Milosevic. Hann, Djukanovic, myndi ekki gera neitt sem gæti hindrað að- gerðir sem að þessu miðuðu. Bifreiða- tryggingar hækka TRYGGINGAFÉLÖG í Noregi munu á næstu árum hækka bifreiða- tryggingar um ein 50% að því er dag- blaðið Dagens Næringsliv greindi frá í gær. Þá sagði blaðið heimilis- og innbústryggingar koma til með að hækka um ein 20%. Ástæða hækkunarinnar er sögð sú, að tjónagreiðslur tryggingafélag- anna hafa aukist og afkoma iyrir- tækjanna versnað að sama skapi. Hafa samtök norskra bíleigenda mótmælt fyrirhuguðum iðgjalda- hækkunum. „Því eru takmörk sett hvað unnt er að sætta sig við. Mergurinn máls- ins er sá að árekstrar aukast ekki stig af stigi heldur eru sveiflur í árekstratíðni," sagði Johnny Jensen, framkvæmdastjóri norska bifreiða- sambandsins, NAF. „Það var nógu dýrt fyrir að reka bíl í Noregi. Fólk verður öskuillt þegar svona nokkuð er gert.“ Að sögn Stein Haakonsens, upp- lýsingafulltrúa samtaka trygginga- félaga, munu vátryggingar eigenda ákveðinna bíla hækka meira en ann- arra. Eigendur þeirra bíla sem lík- legir eru til að freista þjófa vegna þess að þeir eru kraftmiklir eða geyma dýr hljómflutningstæki munu til að mynda þurfa að greiða hærri vátryggingu en aðrir bflaeigendur. Þýskt blað tekur upp gamlar réttritunarreglur um, eins og menningarmálaráðherr- arnir gengu frá þeim, hafi ekki náðst fram,“ segir í yfirlýsingu FAZ um málið í miðvikudagsblaði síðustu viku. „Hvorki hefur skilningur tung- unnar verið bættur né einsleitni hennar verið þjónað [með breyting- unum],“ skrifuðu ritstjórarnir. Þar sem markmiðin hefðu ekki náðst fram væru rökin fyrir því að fara eft- ir nýju reglunum fallin. í FAZ í gær kemur fram, að frá því ritstjórnin tilkynnti um þessa ákvörðun sína hafi viðbrögðin ekki látið á sér standa og flestir styddu hana. Yfir fjórir fimmtu hlutar þeirra 1700 lesenda sem sent hefðu ritstjórninni bréf fyrstu fjóra dagana eftir tilkynninguna væru eindregið þeirrar skoðunar að rétt væri að hverfa aftur til fyrri ritháttar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem netþjónustufyrirtækið T-Online gerði, voru 78,41% aðspurðra þeirrar skoðunar að rétt væri að taka aftur upp gömlu reglurnar, 11,49% vildu að nýju reglurnar yrðu virtar áfram. Nokkrir þingmenn á þýzka Sam- bandsþinginu, sem á sínum tíma reyndu að beita sér gegn innleiðingu nýju reglnanna, hafa í kjölfar ákvörðunar FAZ hvatt til þess að þingið taki málið fyrir á ný. Annars eru ákvarðanir um réttritunarreglur meðal þess sem er á valdsviði þýzku sambandslandanna 16, ekki sam- bandsríkisstjórnarinnar. Stjórn- málamenn úr öllum flokkum, nema þá helzt græningjaflokknum, hafa nú farið fram á að nýju reglumar verði endurskoðaðar. Forseti þýzka kenn- arasambandsins, Josef Kraus, krefst þess að bundinn verði endir á þá „óreiðu" sem nýju reglurnar hefðu orsakað. Þrefalt afmæli Við einstaka skóla í Þýzkalandi var byrjað að kenna nýju reglurnar frá 1. ágúst 1996 og eftir að menning- annálaráðherrar sambandsland- anna 16 voru búnir að samþykkja þær formlega tveimur ámm síðar varð skylt að kenna þær í öllum skól- um landsins. Og 1. ágúst í fyrra byrj- uðu flestir fjölmiðlar að fara eftir nýju reglunum þrátt fyrir útbreidda óánægju, ekki sízt í stétt blaða- manna og rithöfunda. Hafa nú nokkrir þekktir menn úr útgáfu- bransanum, þar á meðal Nóbelskáld- ið Gúnther Grass, hvatt aðra fjöl- miðla og útgáfufyrirtæki til að fara að dæmi FAZ. Kúluqald 2ja manna Allt í útileguna Tjalddýnur fyrir fjóra Vatnspaki 5 gallon Ferða- svefnpuki úr flísefní Áttaviti 2ja manna tjald Fjölnata skaeri Olíufélagiðhf www.esso.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.