Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 36
26 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Kosninga-
hátíðin
„ Við elskum Láru, “stendur á spjaldi
sem eldri kona heldur uppi beint fyrir
framan eina sjónvarpsvélina. „Láru
sem sveitarstjórafrú, “segir á öðru. Og
„Lára, Lára, Lára“á þvípriðja.
Kosningar til sveitar-
stjóra nálgast.
Georg og stuðnings-
menn hans eru
ánægðir með barátt-
una til þessa; hann hefur forskot á
keppinautinn, Alfreð, samkvæmt
skoðanakönnun staðarblaðsins,
munurinn virðist að vísu eitthvað
vera að minnka en lokaspretturinn
leggst vel í fólk.
Kosningahátíð Georgs er hafin í
félagsheimilinu.
Kvenfólldð í ættinni stóð og
steikti kleinur, bakaði pönnukökur
og flatbrauð alla vikuna.
Karlamir skipulögðu á meðan.
Lára, eiginkona Georgs, er
komin í upphlutinn, tilbúin að stíga
á svið. Georg skrifaði að vísu ávar-
pið hennar, en
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
Lára verður
að virka sann-
færandi og
hefur því æft
sig vel. Aherslur hér, bros þar.
Georg hefur lengi vasast í
stjómmálum, þótt búskapurinn
hafi verið hans aðalstarfi lengst af
og talsverður tími einnig farið í
gjaldkerastarfið hjá íþróttafélag-
inu. Faðir hans, Georg eldri,
gegndi embætti sveitarstjóra um
tíma fyrir nokkmm ámm og afinn
- Patrekur - kom einnig nálægt
stjómmálum á sinni tíð. Var í
hreppsnefndinni.
Eftir að Georg yngri lauk prófi
frá bændaskólanum tók hann
meiraprófið og þótti mjög ömggur
á vömbílnum. Til fyrirmyndar. En
hefur hvorki viljað játa því né
neita að hafa reykt njóla á bænda-
skólanum. Segir að það sé ekki í
sínum verkahring að sverja slíkt af
sér. Þetta sé einkamál.
Eftir farsælan feril sem bílstjóri
tók strákurinn svo við búinu þegar
Georg eldri tók að reskjast.
Það var honum metnaðarmál að
feta í fótspor föðurins. En - vel að
merkja - ekki bara í búskapnum
heldur líka á stjómmálasviðinu.
Því er hátíðin í kvöld svo mikilvæg.
Svo var látið líta út sem öllum í
sveitinni væri frjálst að mæta, en
ungur frændi Georgs - og enn
einn karlmaðurinn í fjölskyldunni
sem ber sama nafn - sá til þess að
útvaldir vinir og harðir stuðnings-
menn Georgs mættu snemma, og
salurinn var því orðinn fullur þeg-
ar menn Alfreðs mættu og þeim
vísað frá.
Georg þessi frændi, sem starfað
hefur sem bamakennari fyrir
sunnan en stefnir að laganámi,
kann sitt fag. Enda eins gott, stað-
arsjónvarpið sýnir nefnilega beint
frá hátíðinni um alla sveit og ekk-
ert má því fara úrskeiðis.
Imyndin verður að vera í lagi.
Georg frændi er snjall og hefur
látið útbúa litskrúðug spjöld sem
fólk er beðið að veifa þegar hann
gefur merki. Það getur ekki
brugðist; hann gaf körlunum
brjóstbirtu við innganginn til að
i. gulltryggja að allt yrði í lagi.
Lára er lærður bókasafnsfræð-
ingur, hefur starfað sem kennari
en er í launalausu leyfi sem stend-
ur; einbeitir sér að því að eigin-
maðurinn nái kjöri. „Georg er leið-
togi sem dregur fram það besta í
öðram og hann mun draga fram
það besta hjá fólkinu hér í sveit-
inni,“ segir Lára í ávarpi sínu og er
vel fagnað. „Ég lofa ykkur því að
hann verður frábær sveitarstjóri,"
bætir hún við og lófaklappið ætlar
aldrei að þagna.
Lára brosir framan í sjónvarps-
vélarnar. „Við elskum Lára,“
stendur á spjaldi sem eldri kona
heldur uppi beint fyrir framan
eina sjónvarpsvélina. „Lára sem
sveitarstjórafrú," segir á öðra. Og
„Lára, Lára, Lára“ á því þriðja.
Greinilegt er á öllu að Georg
frændi hefur skipulagt allt út í
ystu æsar.
„Georg lagði mikla áherslu á
það að börnin okkar lærðu öll að
lesa áður en þau hæfu skólag-
öngu,“ segir Lára í ræðunni - „og
sem sveitarstjóri mun hann veita
aukna fjármuni í lestrarkennslu
hér í sveitinni. Við vildum kenna
bömunum okkar það sem for-
eldrar okkur kenndu okkur; að
það væri bæði skemmtilegt og
mikilvægt að kunna að lesa,“ segir
frúin. „Ein aðalástæða þess að
Georg er í framboði til sveitar-
stjóra er að hann dreymir um að
stuðla að því að öll böm hér í sveit-
inni eigi jafna möguleika."
Til að leggja áherslu á mikil-
vægi lestrarkennslunnar sitja
nokkur fjögurra ára börn með
lestrarbækur á sviðinu og lesa í
hljóði meðan frúin talar.
Klappað er eftir hverja einustu
setningu Lára.
Þegar Georg kemur sjálfur á
svið, eftir að eiginkonan lýkur máli
sínu, verða fagnaðarlætin eins og í
Laugardalshöllinni eftir að ísland
skorar í landsleik. Bókstaflega.
„Valdimaaaaaaar," hljómar um fé-
lagsheimilið og herskari fólks
heyrist æpa: „Grrrríííímmm-
ssooooooon."
Georg frændi svitnar. Skyldi ég
hafa sett vitlausa spólu í tækið?
hugsar hann með sér en svo virðist
sem enginn hafi tekið eftir hinu
óvænta „undirspili". Sem betur
fer.
Loks kemur að því að kjósendur
fá tækifæri til að spyrja fram-
bjóðandann um hvaðeina sem
þeim liggur á hjarta. Allt í beinni.
Eldri maður í íremstu röð gríp-
ur strax tækifærið. „Má ég láta
spjaldið síga? Gigtin í öxlinni er
farin að segja til sín. Svo fékk ég
líka flís úr skaftinu." Hvorki Georg
né Georg er skemmt. Hvemig gat
þetta gerst? Var ekki öragglega
búið að dreifa spumingum?
„Hvað liggur ykkur á hjarta,
kæra vinir?“ segir fram-
bjóðandinn, brosir breitt og lætur
sem hann hafi ekki heyrt í gamla
manninum.
Ungui' maður rís á fætur og
segir, feimnislega: „Hver er stefna
þín í a...fangelsismálum?“
„Það er heppilegt að þú skulir
minnast á þetta, Jón minn,“ segir
frambjóðandinn. „Ég legg einmitt
mikla áherslu á áfengismálin.
Áfengi er böl, og ég hef ákveðið að
nái ég kjöri verði hætt að veita áf-
engi í veislum á vegum...“
„Já, auðvitað. Áfengismálin...,“
grípur ungi feimni maðurinn vand-
ræðalega fram í. „Ég á svo erfitt
með að lesa skriftina þína...“
Mjóróma karl aftarlega í saln-
um stendur þá upp og segir hvellri
röddu: „Georg, ég er með spum-
ingu. Getum við ekki farið að fá
aftur í glösin?"
Evrópusamstarf til
eflingar fjölmiðlum
í almannaþágu
EVRÓPUSAMBAND útvarps- og
sjónvarpsstöðva (EBU) á 50 ára
starfsferil að baki um þessar mundir.
Ríkisútvarpið hefur verið aðili að sam-
bandinu frá upphafi og hafa Islend-
ingar notið afraksturs af
samstarfinu innan EBU
á margvíslegan hátt.
Það vora útvarpsstöðv-
ar í Vestur-Evrópu og
við Miðjarðarhaf, sem
upphaflega mynduðu
EBU og hafa lengst af
verið bakfiskurinn í
þessum samtökum
ásamt sjónvarpsdeild-
um sínum, eftir að þær
tóku til starfa. Eftir
hrun kommúnismans og
þróun fjömiðla í austur-
hluta álfunnar í átt til
lýðræðis, hefur aðildar-
stöðvum fjölgað að mun
og era þær nú 69 talsins
en aukaaðilar 49.
Skilyrði fyrir þátttöku í EBU era
fyrst og fremst fjölmiðlun í almanna-
þágu, virðing fyrir ólíkum skoðunum í
allri umfjöllun og þjónusta við þjóðar-
heild með alhliða framboði dagskrár-
efnis á eigin tungumáli um öflugt
dreifikerfi er nái til landsins alls.
Og hvað hefur Rfldsútvarpið og ís-
lenzkur almenningur borið úr býtum
fyrir tilstuðlan EBU? Allt frá upphafi
hafa útvarpstöðvarnar í sambandinu
átt nána samvinnu á fjölmörgum svið-
um. Skipti á dagskrárefni hafa mjög
komið við sögu og hefur Rfldsútvarpið
því um áratugaskeið getað flutt fjöld-
ann allan af afburða tónlistarefni frá
öðrum aðildarstöðvum án þess að
greiða sérstaklega fyrir það. Þá hefur
Rfldsútvarpið einnig verið þátttak-
andi í sameiginlegum dagskrárverk-
efnum og komið íslenzkum höfundum
og flytjendum á framfæri í útvarpi
víða um lönd. Hafi fréttamenn Rflds-
útvarpsins þurft að fylgjast _með við-
burðum í Evrópu, er snertu ísland og
íslendinga sérstaklega,
hafa þeir getað treyst á
aðstoð samstarfsaðil-
anna innan EBU með
upptökur og aðstöðu í
hljóðverum. Á þetta
hefur t.d. mikið reynt í
sambandi við beinar
íþróttaútsendingar. Að
sjálfsögðu er þetta
gagnkvæmt samstarf
og greiðvikni.
Þekktast er EBU
fyrir sjónvarpssam-
vinnuna, sem gengur
undir nafninu Evróvis-
jón, og samnefnda
söngvahátið. En Evró-
visjón er miklu meira en
sú árlega dægurlagakeppni. Til
marks um það er jarðstöðin íyrir
gervihnattamóttöku, sem stendur við
útvarpshúsið í Efstaleiti. Þar er allan
daginn tekið á móti fréttamyndum
víðs vegar að úr veröldinni í frétta-
sldptum EBU-stöðvanna eða eftir
samningum við sjónvarpsstöðvar í
öðrum heimshlutum. Og til þess að
gera samstarfið framkvæmanlegt
hefur EBU beitt sér fyrir ýmsum
tæknilegum nýjungum á sviði útvarps
og sjónvarps og lagt á ráðin um staðla,
sem allir hafa tileinkað sér.
í nafni EBU hafa evrópskar sjón-
varpsstöðvar komið fram sem ein
heild og gert sameiginlega samninga
við alþjóðasambönd innan íþrótta-
hreyfingarinnar og tryggt sér þannig
sýningarrétt fi'á flestum merkustu
viðburðum á sviði vinsælustu keppnis-
EBU
Nýju fjölmiðlarnir,
segir Markús Örn
Antonsson, safnast
stöðugt á hendur
fárra aðila.
íþrótta. Þetta á m.a. við um ólympíu-
leika og heimsmeistarakeppni og
Evrópukeppni í knattspymu. Ýmsa
aðra tilfallandi viðburði eins og beinar
útsendingar frá landsleikjum íslend-
inga erlendis má þakka aðild okkar að
EBU. Handknattleikurinn hefur þar
oft verið áberandi.
Nýleg Bach-tónlistarhátíð í dag-
langri útsendingu í Sjónvarpinu sýnir
einnig vilja og metnað EBU til að
bjóða athyglisverða listviðburði og
menningarefni til flutnings í dag-
skrám aðildarstöðvanna. Um gervi-
hnettina berast hingað sömuleiðis
tónleikar í beinum útsendingum fyrir
útvarp, svonefhdir Evróputónleikar.
Þá hefur sambandið veitt verðlaun
fyrir athyglisverð handrit að sjón-
varpsleikritum eftir unga höfunda.
Hafa íslendingar náð góðum árangri í
þeirri keppni. Þannig er af ýmsu að
taka og ótvírætt hafa Rfldsútvarpið og
notendur þess haft ómældan ávinning
af þessari samvinnu þó að því sé ekki
hampað að staðaldri.
EBU hefur á síðari áram einbeitt
sér að því að vera sameiginlegur tals-
maður útvarps- og sjónvarpsstöðva í
almannaþágu, m.a. gagnvart Evrópu-
sambandinu og Evrópuráðinu, í því
skyni að standa vörð um gildi opin-
berra fjölmiðla í almannaþágu svo að
Markús Örn
Antonsson
Lóðaskortsstefna R-listans
og hrikalegar afleiðingar
AÐGERÐARLEYSI R-listans í
skipulags- og lóðamálum borgarinn-
ar hefur þegar haft alvarlegar afleið-
ingar. Á sex ára valda-
tíma R-listans í
Reykjavík hefur hann
aðeins deiliskipulagt
eitt svæði í Grafarholti
fyrir íbúðabyggð og
ráðstafað lóðum úr
hluta þess. Einstak-
lingar og fyrirtæki,
sem vilja byggja í
Reykjavík, fá ekki lóðir
og leita því í stórum stíl
til annarra sveitarfé-
laga, aðallega Kópa-
vogs. Úrræða- og getu-
leysi meirihlutans
skipulags- og lóðamál-
um er núna með ná-
kvæmlega sama hætti
og hjá vinstri flokkun-
um þegar þeir höfðu meirihluta í
börginni 1978-1982.
Sífellt minna
framboð
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór
með meirihluta í borginni 1982-1994
var úthlutað lóðum undir rúmlega
5.700 íbúðir eða um 440 íbúðum ár-
lega. í valdatíð R-listans hefur verið
úthlutað og seldur byggingarréttur
fyrir rúmlega 1.800 íbúðir eða u.þ.b.
300 íbúðir árlega. Þrátt fyrir veru-
lega fólksfjölgun í Reykjavík á und-
anfömum 18 árum, u.þ.b. 24 þúsund
íbúar árin 1982-2000, minnkar fram-
boð lóða umtalsvert á þeim áram
sem R-listinn hefur stýrt málum í
höfuðborginni.
Skuldir og álögur
heimilanna hækka
R-listinn hefur not-
fært sér þennan lóða-
skort, sem hann ber alla
ábyrgð á, og sett nánast
allar lóðir á uppboð.
Þannig hefur lóðaverð
hjá borginni hækkað á
einu ári um hvorki
meira né minna en
140%. Afleiðingamar
era hrikalegar. Bygg-
ingarverð á hverri íbúð
hækkar um nokkrar
milljónir, söluverð
íbúða hækkar sem leiðir
til veralegrar hækkun-
ar á skuldum heimil-
anna og fasteignamati
húsnæðis. Hækkun á
fasteignamati veldur
síðan mikilli hækkun á fasteigna-
gjöldum eins og eigendur íbúða- og
atvinnuhúsnæðis hafa sannreynt að
undanförnu og munu gera enn frekar
á næsta ári. Þessi þróun hefur einnig
leitt til þess að verð á eldra húsnæði
hefur hækkað að sama skapi. Þessi
lóðaskortsstefna R-listans með öllum
fyrrgreindum aíleiðingum er einn af
þremur stærstu orsakavöldum auk-
innar verðbólgu í þjóðfélaginu.
Einstaklingum og
fyrirtækjum vísað burt
Þessi stefna hefur ekki einungis
leitt til þess að langflestir einstak-
lingar sem sækja um lóð í Reykjavík
fá neitun, heldur hefur íbúðarverð
hækkað ótæpilega. Afleiðingarnar
Húsnæði
Lóðastefna R-listans
er fjandsamleg
öllum Reykvíkingum,
segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, en ekki
síst ungu fólki sem vill
byggja sér íbúðahús-
næði í Reykjavík.
eru þær að ungt fólk sem er að kaupa
sitt fyrsta húsnæði verður skuldsett
langt umfram það sem eðlilegt má
teljast. Þessi stefna hefur einnig leitt
til þess að fjölmörg reykvísk bygg-
ingarfyrirtæki hafa að mestu þurft
að flytja starfsemi sína í önnur
byggðarlög.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa gagnrýnt þessa lóðastefnu
R-listans harkalega. Það verður eitt
fyrsta verk okkar sjálfstæðismanna
þegar við fáum meirihluta í borginni
á nýjan leik að tryggja nægt lóða-
framboð. Einnig munum við ákveða
að gatnagerðargjöld eða söluverð
lóða verði í samræmi við kostnað
borgarinnar við gerð nýrra bygging-
arsvæða, en lóðir ekki seldar því
okurverði sem nú tíðkast hjá R-list-
anum með öllum þeim hrikalegu
afleiðingum sem því fylgir.
Höfundur er borgarfutttrúi.
.....1 'i
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson