Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 38

Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 38
Q8 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MCRGUNBLAÐIÐ Þegar aðstoðar er þörf ÞEGAR aldraður einstaklingur, sem býr heima, er orðinn lasinn eða hjálparþurfl, þarf að meta hvort tíma- bært er að huga að um- sókn um aðstoð. Fjöl- mörg úrræði eru til staðar, og öflugt stuðn- ingskerfl eykur líkur á að þeir, sem þarfnast verulegrar umönnunar annarra, geti dvalist ■tengur á eigin heimili. 5 Fólk getur leitað ýmissar aðstoðar og upplýsinga á heilsu- gæslustöðvum eða hjá heimilislækni. Meðal þjónustu, sem býðst utan sjúkra- stofnana, er heimahjúkrun, heima- þjónusta, matarsendingar, félags- starf, öryggistæki og dagvistun. Þörf þeirra, sem ekki geta lengur búið í heimahúsum, er metin af fag- fólki. Það mat, svokallað vistunar- mat, er lagt til grundvallar þegar sótt er um þjónusturými á dvalar- heimili eða hjúkrunarrými á stofn- un. Heimahjúkrun Hver sem er getur sótt um heima- hjúkrun á heilsugæslustöðvum, fyrir sig eða sína nánustu teiji hann þörf á því. Þegar sótt er um heimahjúkrun, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir meta hjúkrunarfræð- ingar þörf fyrir hjúkr- un umsækjanda eða að- standanda hans. Boðið er upp á eftirlitsheim- sóknir allt að fjóram sinnum á sólarhring, þar með talið að nóttu, ef þörf telst á. I heim- sóknunum er aðstoðað við athafnir daglegs lífs, böðun, lyfjagjafir, sáraskiptingar og fleira. Heimaþjónusta Sé þörf á lengri við- veru í heimahúsum er sótt um heimaþjón- ustu, auk eða án heimahjúkrunar. Á vegum sveitarfélaga veita félagsmál- astofnanir heimilishjálp og fjárhags- aðstoð og standa að rekstri þjónust- umiðstöðva fyrir aldraða. I félags- og þjónustumiðstöðvum fer fram fjölbreytt starfsemi og félagsstarf. Þeir Reykvíkingar, sem ekki geta annast daglegt heimilishald, geta sótt um heimaþjónustu í félags- og þjónustumiðstöðvum fyrir aldraða í viðkomandi hverfl. Sá, sem þarfnast heimaþjónustu, hefur þá samband við deildarstjóra miðstöðvarinnar í sínu hverfi. Starfsmenn heimaþjón- ustu meta þjónustuþörf umsækj- anda með heimsóknum, og gerður er Stokkalækur nýtt tjaldsvæði rétt austan Hellu Aldraðir Nauðsynlegt er að sækja um vistunarmat, segir Júlíana Sigurveig Guðjónsddttir, þegar fólk er orðið bjargar- laust heima. samningur um hvert sé verksvið starfsmanns. Starfsfólk heimaþjón- ustu annast almenn heimilisstörf, svo sem heimilisþrif, þvotta og inn- kaup. Einnig er leitast við að mæta persónulegum þörfum einstaklinga. Félagslegur stuðningur, hvatning og samvera eru mikilvægir þættir í starfmu. Viðvera getur verið allt að fjórar klukkustundir á dag. Hægt er að fá þjónustuna á kvöldin og um helgar, ef það hentar. Einnig er hægt er að sækja um heimsendan mat í félags- og þjónustumiðstöðv- um, fyrir þá sem ekki geta annast matseld sjálfir. Dagvistun Dagvistun er stuðningsúrræði fyrir aldraða, sem búa í heimahús- um. Markmiðið er að rjúfa félags- lega einangrun þeirra og stuðla að því að þeir geti búið lengur heima. Sveitarró í fögru umhverfi Rangárvalla. Gönguferðir með innfæddum. Fljótasigling fjölskyldunnar með Tindfjöllum. Varðeldur og stjörnubjart með ábúendum. Stokkalækur Staður fyrir náttúruunnendur. » 1 u s. <\LIN Dj 1 ' í h-){i>,Ó|iflt|ibit Iflts, t> H'J / r. *.». /' Vinsælu matar- og kaffídúkarnir eru komnir. 100% polyester - straufrítt. Litir: Hvítt, kremað, vínrautt, dökkblátt og grænt. 140x180 sm 1.190,- 160 sm hringur 1.190,- 150x220 sm 1.490,- 150x250 sm 1.690,- 150x250 sm oval 1.690,- 150x300 sm 1.990,- ScéSííMk Dagvistun felur í sér akstur til og frá dagvist, tómstundaiðju, hreyfi- þjálfun, fæði, hvíldaraðstöðu og að- stoð við böðun. I Reykjavík eru fjórar dagvistar- deildir fyrir aldraða. Reykjavíkur- borg rekur tvær þeirra, að Dalbraut 27 og Vitatorg að Lindargötu 59. Rauði kross íslands rekur Múlabæ við Armúla og Hlíðabæ við Flóka- götu. Hlíðabæ og Vitatorgi var kom- ið á fót sérstaklega með minnisskert fólk í huga. Hægt er að sækja dag- vist tvo til fimm daga í viku. Hver dagur kostar kr. 600, og þá er öll þjónusta innifalin, nema hárgreiðsla og fótsnyrting, sem greitt er auka- lega fyrir, og þá lágmarksgjald. Hver sem er getur sótt um dagvist fyrir einstakling. Fagfólk á viðkom- andi stað metur hverjir eru teknir inn. Beiðni um dagvist skal beina til deildarstjóra viðkomandi dagvistar, sem einnig veita frekari upplýsing- ar. Umsóknir um dagvistun og hvíldarinnlagnir er hægt að fá hjá forstöðumanni heimaþjónustusviðs á aðalskrifstofu öldrimarþjónustu- deildar að Síðumúla 39. Æskilegt er að sækja um hvíldar- innlagnir á sjúkrahús eða hjúkrun- arheimili með hálfs árs fyrirvara, til að líklegt sé að unnt sé að sinna beiðninni á þeim tíma, sem óskað er. Erfitt getur verið að leysa slík mál fyrirvaralítið. Hvfldarinnlagnir eru notaðar til að yfirfara heilsufar og veita endurhæfingu eða viðhalds- þjálfun. Oryggistæki Hægt er að sækja um öryggis- tæki, neyðarhnapp til Trygginga- stofnunar ríkisins. Vottorð þarf frá lækni um heilsufarsástand umsækj- anda, og forsenda er að manneskjan búi ein. TR hefur gert samninga við fyrirtæki, sem veita öryggiskallkerf- isþjónustu. Sjúklingar borga hluta af þjónustunni, mismunandi eftir verðskrá fyrirtækjanna. Viðbrögð við neyðarboði, sem leiðir til útkalls, skulu vera fólgin í að starfsmaður vaktstöðvar, sem hefur lykla að við- komandi húsnæði, fari á staðinn og grípi til viðeigandi ráðstafana. Móttökudeild Á Landspítala, Landakoti, starfar móttökudeild. Þar fer fram almenn skoðun og greining á sjúkdómum ellinnar. Hjúkrunarfræðingar deild- arinnar, félagsráðgjafi og öldrunar- læknar skrá upplýsingar um ástand viðkomandi. Sjúklingurinn er skoð- aður og ákvarðanir teknar um rann- sóknir, ef þurfa þykir. Þar fer einnig fram greining minnissjúkdóma, þar sem það á við (t.d. óeðlileg gleymska, dægurvilla, persónuleika- truflanir o.s.frv.). Vistunarmat Nauðsynlegt er að sækja um vist- unarmat þegar fólk er orðið bjargar- laust heima og heimahjúkrun, heimaþjónusta, og stuðningur að- standenda nægir ekki lengur. Alltaf þarf að gera vistunarmat ef sækja á um vist á hjúkrunarheimili eða þjónusturými á dvalarheimili. Vistunarmat er gert til að stuðla að því að þeir fái pláss, sem helst þurfa. Einnig er vistunarmatið eftirlitstæki stjórnenda svo sjá megi hvar þörfin er mest. Vistunarmat er vottorð gef- ið út af þjónustuhópi aldraðra í við- komandi sveitarfélagi, sem yfirleitt er í tengslum við heilsugæslustöð þess svæðis. I Reykjavík er sótt er um vistun- armat á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öldrunarþjónustudeild Fé- lagsþjónustunnar að Síðumúla 39, í síma 535-3040, hjá félags- og þjón- ustumiðstöðvum og á heilsugæslu- stöðvum. Umsækjendur þurfa að hafa átt lögheimili í Reykjavík síð- astliðin þrjú ár. Viðkomandi sjúkl- ingur þarf að samþykkja skriflega umsókn um vistunarmat. Ef sátt er um það, og viðkomandi er í heima- húsi, getur hann eða aðstandendur hans, snúið sér til Matshóps Öldrun- arnefndar Reykjavíkurborgar, Síð- umúla 39,108 Reykjavík, í síma 535- 3000, og beðið um vistunarmat. Einnig framkvæma fagteymi á öldr- unarsviði Landspítala vistunarmat. Fagaðili heimsækir alltaf viðkom- andi og metur aðstæður. Leitað er upplýsinga um líkamlegt og andlegt heilsufar, um félagslegar aðstæður, s.s. heimilishagi, hvort viðkomandi búi einn, lýsingu á húsnæði og stað- setningu. Sjálfsbjargargetan er metin. Athugað er hvort umsækj- andi njóti nú þegar aðstoðar, s.s. heimahjúkrunar, heimaþjónustu, dagvistunar, matarþjónustu eða sé með öryggistæki, svo sem neyðar- hnapp. Einnig er ástæða umsóknar skráð. Höfundur er hjúkrunnrfræðingur, aðstoðardeildarsljóri á öldrunar- sviði Landspítala. FASTEIGNA 7] MARKAÐURINN J ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Stóragerði Nýkomin [ sölu góð 130 fm neðri sérhæð ásamt 26 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Rúmgott eldhús með nýjum eikarinnréttingum, góðar stof- ur og 2 svefnherb. auk forstofuherb. Tvennar svalir. Hús nýmálað að utan. Hiti í útitröppum. Verð 18,8 millj. Holtsgata Nýkomin í sölu mjög falleg 116 fm 5 herb. íbúð á 2. hæð. Samliggjandi skiptanlegar stofur, vandað eldhús og 3-4 svefnherbergi. Parket og nátt- úruflísar á gólfum. Ein íbúð á hæð. Eign ( mjög góðu ástandi, mikið endur- nýjuð. Nánari uppl. á skrifstofu. Ofanleiti Nýkomin í sölu 76 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli. Góð stofa, eldhús með borðaðstöðu og 2 svefnherb. Suðursvalir. Verð 12,5 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.