Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hitt húsið - Menning-
ar- og upplýsingamið-
stöð ungs fólks
ÁRIÐ 1995 flutti
Hitt húsið starfsemi
sína í gama Geysishús-
ið við Ingólfstorg. For-
maður ÍTR afhenti þá
reykvískum ungmenn-
um húsið til afnota og
um leið fengu þau
ákveðið fjármagn til
framkvæmda. Það er
mín tilfmning að stað-
setning hússins sé íyrst
og fremst ástæða þess
hve vel það er sótt.
Ungt fólk í aldurs-
hópnum 16-25 ára lifir
hratt og lífsstíll þess
breytist ört. Hlutverk
okkar í Hinu húsinu er
Markús H.
Guðmundsson
Ungmenni
Samtals, segir Markús
H. Guðmundsson, hafa
verið um sjötíu ung-
menni að störfum í Hinu
húsinu í sumar.
að mæta þörfum þeirra og aðstoða
við að koma hugmyndum í fram-
kvæmd. Auk þess veitum við ráðgjöf
og upplýsingar til ungs fólks í sam-
starfi við fagaðila/samtök.
Það er óhætt að segja að Hitt hús-
ið hafi sinnt hlutverki sínu vel enda
hefur mikið og fjöbreytt starf verið
unnið þar í sumar. Vorið hófst á því
að Vinnumiðlun skólafólks skráði
ungmenni sem voru í atvinnuleit og
útvegaði þeim vinnu. Vinnuhópurinn
hefur tekið að sér mörg ólík verkefni
og til að mynda fengist við að fegra
garða borgarbúa. Þá
hefur jafningjafræðsl-
an séð um að fræða
unglinga Vinnuskólans
um skaðsemi vímuefna.
Einnig buðu þau öðrum
sveitarfélögum og stór-
fyi-irtækjum þá
fræðslu. Götuleikhúsið
var með sýningar víðs-
vegar um borgina og
gladdi það margan
ferðamanninn sem átti
leið hjá. Fjöllistahópur-
inn „Hópur fólks“ hef-
ur haft aðstöðu í húsinu
en þau fengu styrk frá
Menningarborginni og
ITR til að setja upp
sýningar og uppákomur af ýmsu
tagi. Þá hefur Samasem-hópurinn
unnið að blaði um jafnréttismál sem
kemur út í september og einnig hef-
ur Hornstrandaferð Hálendishóps-
ins verið hluti af starfseminni. Auk
þess ber að geta að Tal-tónleikar
Hins hússins og Rásar 2 voru í hverri
viku á Ingólfstorgi og kom þar fram
stór hópur ungra tónlistarmanna. Þá
er rétt að nefna að ráðstefnugestir á
„Kultur og Ungdom“ fylltu húsið í
júnímánuði. Síðan og ekki síst hélt
PATH stofnfund sinn í júlí en undir-
búningur hefur farið fram innan
veggja hússins undanfarin ár.
Samtals hafa verið um sjötíu ung-
menni að störfum í Hinu húsinu í
sumar. Þau hafa án nokkurs vafa
lært af samskiptum hvert við annað
og margir notið útgeislunarinnar frá
þeim. Það er von mín að borgaryfir-
völd haldi áfram að styrkja menn-
ingu ungs fólks í Reykjavík.
Höfundur er forstöðumaður
Hins hússins.
Menningarnótt og
Reykjavíkurmaraþon
laugardaginn 19. dgúst
www.reykjavik.is/menningarnott
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 2000
Kóngurinn i
4J ,v
FJARÐARKAUP
Ferð til fjári
mmamam
nýtt blað - FRÍTT á næstu leigu
Veöur og færö á Netinu
Hmbl.is
—ALL.TAf= e!TTH\SA£J NYTT
GULLDROPINN öb
bensín í samvinnu við Gull 909
ÖKEYPIS BENSÍNI
ös
ódýrt bensín
Nú gefum við bensín á einni
jr
OB stöðinni frá kl. 8.00 - 9.09
á morgun - fimmtudag.
Hlustaðu á Gull 909 og fylgstu vel með.