Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 59 !J~ 'I’M.^55^*75 ALVORU BÍQ! ^ttolby STAFRÆMT Ss 5= = HLJDBKERHí UV =-== ÖLLIKVISÖLUMI ..'-UJ.. 4.45, 8 og 10. B. i. 16. SJÁIÐ ALLT UM „THE PATRIOT" á stjornubio.is MYNPBOND Karaoke Travolta Lifi iaugardagsfárið (Forever Fever) G a in a n m v n <1 irk'k Leikstjórn og handrit: Glen Goei. Aðalhlutverk: Adrian Pang, Medaline Tan. (90 mín.) Singapúr 1999. Bergvík/Góðar stundir. Óllum leyfð. ÞAÐ er alls ekki sama hvernig skal stæla. Vonda stælingu skortir allan húmor, vanmetur áhorfendur og reynir að hylma yfir hið augljósa - að um stæfingu sé að ræða. Vond stæfing getur því verið ferlega pirr- andi og leiðinleg upplifun. Góð stæl- ing er hins vegar sú sem fer hvergi und- an í flæmingi um að verið sé að stæla og herma eftir. Góð stæling vottar þannig fyrirmyndinni virðingu sína um leið og hún fær frá henni að láni góðu kostina, töfra og hugmyndir. Góð stæling tekur sig ekki of hátíðlega heldur hendir þvert á móti gaman að sjálfri sér einmitt fyrir það að vera stæling. Flestir kannast nú orðið við Karaoke - þar sem óbreyttum almúganum gefst færi á því að hverfa á vit draumór- anna með því að bregða sér í fiki eft- iriætis söngstjamanna. Flestir vita það jafnframt að íbúar austurlanda fjær eru alveg vitlausir í þessa skemmtilegu iðju og þar hefur lengi blómstrað ríkuleg Karaoke menn- ing. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svona hálfgerða Karaoke bíómynd - svona Karaoke útgáfa af Saturday Night Fever, Bruce Lee-myndunum og jafnvel Strictly Ballroom. Jafnvel gömlu diskóstandardamir eru í bráðskemmtilegum útsetningum as- ískra listamanna í Karaoke-stíl. Þetta er bráðskemmtilega leikin og hressileg gleðimynd - þó með alvar- legum undirtón - sem allir stuðbolt- ar em hvattir til að sjá. Skarphéðinn Guðmundsson SýndW.5,8og11.ana Sýnd W. 5.30,8 og 1 0.1 5. B. L14. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B. 1.16. Reuters Holdgervingur kvenleikans Angelina alein heima HEIMSHÖFIN skilja hjónakomin Billy Bob Thomton og Angelinu Jolie að næstu mánuðina, það er ef Billy Bob nær sér ekki af skelfilegri flughræðslu sem hrjáir hann. Hin engilfríða Angelina er nú um stundir við tökur á kvikmyndinni Tomb Raider í London og vegna þess hve stórt hlutverk hún leikur þarf hún að vera á tökustað upp á hvem einasta dag næstu 20 vikurn- ar. Til þess að hitta nýjustu eigin- konu sína (hún er sú fimmta í röð- inni) þarf Billy Bob karlinn að þola ellefu klukkustunda fiug yfir hafið og það er meira en hann getur lagt á sig fyrir ástina. Angelina ber sig heldur aumlega og hefur verið haft eftir henni: „ég hringi í hann á hverju kvöldi og græt eins og bam og segi honum hve mikið ég sakna hans. Ég elska hann svo mikið.“ Angelina hefur undirbúið sig lengi fyrir hlutverk Löru Croft, hinnar kvenkyns Indiana Jones, og hefur undanfarnar vikur gengist undir strangar líkamsæfingar til að komast í búning teiknimyndahelj- unnar bijóstgóðu og er það ekkert verk fyrir aukvisa. Stúlkan er nú komin í bardagahaminn og mundar hvers kyns vopn eins og ógurlegasti málaliði. Enn er verið að velja fleiri töku- staði utan London þar sem Lara getur ærslast og barist við glæpona, Kambódia hefur verið nefiid á nafn auk staða sem em nær en margan gmnar. lara Croft. www.laugarásbíó.is Listi yfir óbærilegustu slagara sögunnar Fuglasöngurinn, Agadú og Celine Dion „BÍ, BÍ, BÍ og dirrindí, fuglinn flýgur upp í ský og fimur dillar stélinu," söng Omar og spriklaði með hér um árið „sællar“ minning- ar. Færri muna kannski að lagið á sér erlenda fyrirmynd. Sú útgáfa, sem nefnist „The Birdie Song“ og var fiutt af The Tweets, var á dög- unum útnefnd óbærilegasta lag sögunnar - vafasamur heiður það - í netkönnun sem tónlistarvefurinn dotmusic gerði á dögunum. Heiður- inn verður síðan ennþá vafasamari ef litið er neðar á listann yfir tíu óbærilegustu lög sögunnar því þar má m.a. finna í þriðja sæti dönsku sykurdúkkurnar í Aqua og „Bar- bie-stúlkuna“ þeirra, í fimmta frumraun annarrar Barbie-dúkku, Kylie Minogue, „I Should Be So Lucky“ og því sjötta heilalausu sumarpopparana í Vengaboys sem vældu nýlega eins og sársvangir kettlingar að þeir væru á leiðinni til Ibiza. Laddi okkar virðist síðan fá fall- einkunn þegar kemur að því að velja sér og sínum lagstúfa því af tíu óbærilegustu lögum sögunnar hefur hann bögglast við að snúa tveimur þeirra yfir í íslenskan bún- ing - „Agadú“ hörmungin sem Black Lace fluttu upphaflega þykir fjórða óbærilegasta lag sögunnar og „Skammastu þín svo“ sem Laddi bjó fyrir vin sinn Eirík Fjalar en það hét upphaflega „Shaddap Your Face“ í flutningi Joe nokkurs Dolce við lítinn fögnuð þeirra er heyrt hafa enda þykir það nú áttunda óbærilegasta lag sögunnar. Sítt að aftan með brostið hjarta Sveitasöngvarinn Billy Ray Cyr- us er frægur fyrir sitt hallærislega „síða að aftan“ en sá hárstfllinn er fjarri því að vera hans helsta áhyggjuefni því við hliðina á laginu ,Achy Breaky Heart“ er hann sem nýjasta Parísartíska. Cyrus jóðlaði þessar grípandi línur inn hjörtu fólks fyrir nokkrum árum síðan en særði þau og mölbraut svo varan- lega að lagið þykir nú níunda hvim- leiðasta lag sögunnar. Síðastur en ekki sístur - og þó - er írski vísnasöngvarinn Chris De Burgh sem dansaði einn og yfir- gefinn við rauðklæddu dömuna kinn við kinn hér um árið. Þau hafq, varla fengið neinn félagsskap síðan1 þá - allavega ekki ef Krissi er enn að raula lagið - því það þykir nú tíunda óbærilegasta lag sögunnar. Skyldi sú rauðklædda ekkert vera farin að þreytast? í sambærilegri könnun sem BBC vefurinn gerði var t.d. nefnd til sögunnar umdeild útgáfa Cliffs gamla Richards á Faðir vorinu heilaga og „Search For The Hero“ með M People. Harkalegustu við- brögðin fékk þó söngdívan kana- díska Celine Dion. Ekki nóg með að lagið hennar úr Titanic-myndinni hafi verið valinn ömurlegasti lag- stúfur sögunnar heldur fylgdu því skilaboð á borð við: „í hvert sinn er ég heyri rödd þessarar konu þá1' langar mig einna helst að bora gat á mína eigin hljóðhimnu.“ Ætli það sé nú ekki heldur sársaukaminna að skrúfa fyrir útvarpið? Celine Dion klífur upp á háa C-ið - mörgum til ómældrar mæðu. Hvemig er hægt að finnast lag með þessum manni óbærilegt,? Billy Ray Cyms þoldi ekki álag- ið sem fylgdi frægðinni. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.