Morgunblaðið - 09.08.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.08.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra setur Bj0rnson-hátíðina í Molde „Trú skáldsins á sigur lífsins fær not- ið sín á hátíðinni“ Norski rithöfundurinn Bj0rnstjerne Bj0rn- son og íslenski stjórnmálamaðurinn og rit- höfundurinn Davíð Oddsson voru meðal umfjöllunarefnis á bókmenntahátíð, sem kennd er við þann fyrrnefnda. Arna Schram blaðamaður og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari fylgdust með. Morgunblaðið/Ásdís Knut Odegárd, Davíð Oddsson og Kjell Magne Bondevik spjalla saman um Davíð Oddsson, stjórnmálamanninn og rithöfundinn. DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra setti alþjóðlega bókmenntahátíð, Bjornson-hátíðina, í bænum Molde í Vestur-Noregi, á sunnudag. Hátíðin er kennd við norska nóbelsverð- launaskáldið Bjarnsterne Bjornson og hefur verið haldin árlega undan- farin níu ár. Hana sækja jafnan þekkt skáld og rithöfundar víðsveg- ar að úr heiminum og er árið í ár engin undantekning. Má nefna norska rithöfundinn Jostein Gaard- er, norskættaða bandaríska rithöf- undinn Robert Bly, norska vísinda- manninn og rithöfundinn Thor Heyerdahl og kúrdíska rithöfundinn Nehmed Uzum. Davíð Oddsson sagði í opnunar- ræðu sinni að það væri sér sérstök ánægja og heiður að fá að taka þátt í þessari miklu og sögufrægu hátíð, sem kennd væri við andans stór- mennið Bjornstjerne Bjarnson. „Orðspor þessarar hátíðar hefur víða farið og eykst ár frá ári, enda gera aðstandendur hennar miklar kröfur til sín og hátíðarinnar. Það eykur enn gildi hátíðar af þessu tagi að hún er í hvert sinn helguð mál- efni, sem ljóst má vera að snert hefði viðkvæma strengi í brjósti baráttu- skáldsins Bjornson á hans tíð. Þann- ig fær trú skáldsins á sigur lífsins og gildi góðleikans notið sín á hátíðinni og við, þátttakendur, með þeim hætti, auk bókmenntanna sjálfra, notið nærveru hans,“ sagði Davíð Oddsson í opnunarræðu sinni, áður en hann setti hátíðina formlega. Fleiri fluttu ávörp við opnunina, meðal annara Knut 0degárd, forseti hátíðarinnar og stofnandi hennar. Kom meðal annars fram í ræðu hans, að hann teldi að af stíl norska skáldsins Bjomsons mætti ráða, að hann hefði orðið fyrir miklum áhrif- um af sagnastíl íslendingasagnanna. Kæmi meðal annars fram í ljóði, sem Bjprnson hefði samið á mennta- skólaárum sínum í Molde, að hann hefði lesið Snorra Sturluson. 0degárd vék einnig að því í ræðu sinni, að án íslensku fornbókmennt- anna vissu Norðmenn minna um uppruna sinn. Þá fluttu meðal annaira stutt ávörp við opnunina bæjarstjóri Molde, Rolf Nyhre, formaður norska rithöfundasambandsins, Karsten Alnæs og Thor Heyerdahl. Sá síðastnefndi sagði meðal annars, að Noregur og Island hefðu aldrei verið landfræðilega aðskilin, heldur bundin saman af hafinu. Hafið og okkar sameiginlega saga tengdi saman löndin í norðri, sagði hann, sérstaklega Noreg og ísland. Nor- egur og Island væru tengd á sama hátt og faðir og sonur, þar sem son- urinn hefði varðveitt sögu föðurins. A slóðir skáldsins Bjnrnsons Kjell Magne Bondevik, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs, er al- inn upp í Molde og eftir komu Dav- íðs Oddssonar og fylgdarliðs hans til Molde á föstudag, sýndi hann ís- lensku gestunum heimabæinn sinn. Á laugardag íylgdi hann íslensku gestunum innar í Raumsdalsfjörð, fjörðinn, sem Molde stendur við, og meðal annars til prestssetursins í Nesset, heimaslóðar Bjornsons. Eftir heimsóknina í Nesset renndu þeir Davíð og Bondevik efth- laxi í ánni Eiru en þrátt fyrir fag- mannleg handtök beit enginn fiskur á agnið. Sunnudagurinn í Molde hófst með guðsþjónustu í dómkirkjunni, þar sem Magne Torbjorn Hjorthaug, dómprófastur, þjónaði fyrir altari. Var þess minnst að íslenska kirkjan ætti þúsund ára afmæli um þessar mundir. Hörður Áskelsson, organ- isti Hallgrímskirkju, lék á kirkjuorgelið, Davíð Oddsson flutti stutt ávarp og Kjell Magne Bonde- vik prédikaði. Davíð Oddsson sagði meðal ann- ars, að það væri sér og eiginkonu sinni þakkarefni að fá að eiga stund með söfnuðinum í kirkjunni. „Það eykur enn gleði okkar og ánægju að fá að heyra minn góða vin og fyrr- verandi starfsbróður, prestinn Kjell Magne Bondevik, predika hér. Fórst honum það bráðmyndarlega úr hendi, svo sem vænta mátti.“ Davíð greindi frá því, að þúsundir íslendinga hefðu komið saman á Þingvöllum, hinum forna þingstað, fyrir fáeinum vikum, til að fagna þúsund ára afmæli kristni á íslandi. Sagði hann, að íslendingar hefðu á hinum forna tíma búið við þjóðveldi og því hefðu þeir formlega engum verið háðir nema sjálfum sér. „En utanaðkomandi þrýstingur var mik- ill og óhætt að fullyrða að Ólafur konungur Tryggvason var hinn mikli örlagavaldur. Andi hans og ekki síður ógnanir svifu yfir hraun- um og vötnum Þingvalla þessa júní- daga árið 1000. Ekki er vafi á, að margir Islendingar hafa hugsað hin- um ráðríka norska kristniboðskon- ungi þegjandi þörfina en hitt er þó alkunnugt að á engum erlendum konungi öðrum hafi Islendingar haft meiri mætur en Ólafi Tryggvasyni og kemur þar margt til, sem ekki verður rætt hér“. I upphafi prédikunar sinnar sagði Bondevik, að samband Islands og Noregs hefði verið afar náið í langan tíma, eða allt frá níundu öld og dómprófasturinn minntist á sterk tengsl milli norsku og íslensku kirkjunnar. Bað hann að síðustu fyr- ir íslensku þjóðinni. Rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Síðdegis á sunnudag tók Davíð þátt í pallborðsumræðu á Bjomson- hátíðinni, sem bar yfírskriftina „Davíð Oddsson forsætisráðherra og rithöfundur". Spyrlar í umræðunni voru Knut 0degárd og Kjell Magne Bondevik. Ennfremur var lesið upp úr sögu Davíðs, Góði Guð gefðu mér tyggigúmmí. Davíð sagði meðal ann- ars aðspurður að hann væri fyrst og fremst forsætisráðherra en síðan rithöfundur. Hann sagði ennfremur, að nokkrir af hans helstu stuðnings- mönnum í stjórnmálum teldu, að hann væri afar góður rithöfundur og að enn aðrir þeirra teldu, að hann væri ágætis rithöfundur. „Nokkrir af mínum andstæðingum í stjóm- málum segja, að ég sé ekki slæmur rithöfundur og að ég sé betri rithöf- undur en stjórnmálamaður. En enn aðrir andstæðingar segja, að ég sé bæði slæmur rithöfundur og stjórn- málamaður og telja að ég eigi að láta af hvora tveggja.“ Davíð sagði enn- fremur aðspurður, að hann væri ekki það, sem kallast meðvitaður rit- höfundur. Hann væri með ritverkum sínum ekki að reyna að koma fram með einhverjar pólitískar skoðanir, það gerði hann einungis í starfi sínu sem stjómmálamaður. Þegar Bondevik spurði Davíð, hvernig hann hefði tíma til að skrifa sögur meðan hann gegndi starfi forsætis- ráðherra, sagðist Davíð oft skrifa ramma að sögunni meðan hann ferð- aðist á milli staða í flugvélum. „Eins og Kjell Magne Bondevik veit, þá er sá, sem er forsætisráðherra, hvort sem er í litlu eða stóra landi, í starfi sínu allan sólarhringinn en allir geta fundið tíma til að gera eitthvað ann- að, jafnvel forseti Bandaríkjanna getur fundið tíma til þess að gera eitthvað annað.“ Sagðist Davíð að síðustu telja að þegar hann yfirgæfi vettvang stjórnmálanna myndi hann verja meirihluta tíma síns við skrift- ir hefði hann þá á annað borð heilsu til þess. Styður norsk áform um sölu hvalaafurða Morgunblaðið/Ásdís Forsætisráðherrar, Davíð Oddson og Jens Stoltenberg, slógu á létta strengi við upphaf kvöldverðar sem haldinn var til heiðurs Davíð. OPINBERRI heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Nor- egs lauk eftir hádegi í gær en á mánudag ræddi hann við Jens Stolt- enberg, forsætisráðherra Noregs. Davíð lýsti á blaðamannafundi yfir stuðningi við áætlanir Norðmanna um að reyna að hefja sölu á hvalaaf- i urðum til Japan. Sagði Davíð við ‘ blaðamann Morgunblaðsins eftir ) fundinn að hann teldi að forsenda ' þess að íslendingar hæfu hvalveiðar ! að nýju væri að íslendingar gætu I selt hvalaafurðir. „Það er ljóst að Norðmenn em að ■ j velta íyrir sér að ganga skrefi lengra | en þeir hafa hingað til gengið með ■ j því að athuga hvort þeir geti hafið r i sölu á hvalaafurðum," sagði Ðavíð, j i en hingað til hafa Norðmenn einung- is selt hvalaafurðir á innanlands- markaði. Sagði Davíð að þessi áhugi Norðmanna á því að hefja útflutning á hvalaafurðum væri athyglisverður fyrir Islendinga. Bætti hann því við að ein af forsendum þess að Norð- mönnum tækist þetta væri sú að þeir væm í Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefðu ekki mótmælt hvalveiðum. „Þannig að þetta mun væntanlega ýta undir það að við göngum aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið ef það er for- senda þess að við getum selt hvalaaf- urðir sem er aftur forsenda þess að við hefjum hvalveiðar að mínu viti. Það er ekkert vit í hinu,“ sagði hann. „Við lýstum yfir stuðningi við Norðmenn í þessu og kváðumst myndum fylgjast mjög vel með. Jafnframt hét Stoltenberg því að hann myndi hafa náið samráð við okkur um öll skref sem stigin væm í þessum efnum.“ Fleiri málefni vom rædd á fundi Davíðs og Stoltenbergs, eins og fram kom á stuttum blaðamannafundi sem ráðherramir héldu að fundinum loknum. Ræddu þeir m.a. Evrópumálin mjög vandlega og stöðu EES-samn- ingsins. Sagði Stoltenberg á fundin- um að engin mál væm óleyst á milli íslands og Noregs og lagði Davíð áherslu á að opinbera heimsóknin væri fyrst og fremst vinsemdarheim- sókn. Sameiginlegur skilningur á EES-samningnum Davíð sagði að þeir Stoltenberg hefðu einnig rætt um Evrópumálin. Sagði Davíð að Stoltenberg hefði skýrt frá því að forsvarsmenn Verka- mannaflokksins myndu á næsta landsfundi flokksins leita eftir heim- ild til þess að láta fara fram skoðun á hugsanlegri aðildaramsókn að Evrópusambandinu. „Þeir myndu ekki leita eftir heimild til þess að sækja um inngöngu í Evrópusam- bandið heldur eingöngu um heimild til þess að skoðun á aðildammsókn kæmi til greina á næsta kjörtíma- bili,“ útskýrði Davíð. Þá ræddu ráðherrarnir um samn- inginn um Evrópska efnahagssvæð- ið, EES-samninginn, og viðhorf hvors annars til hans. Síðdegis á mánudag átti Davíð einnig fund með formanni utanríkismálanefndar norska stórþingsins, Einar Steens- næs, og sagði Davíð að á þeim fundi hefði komið fram að þeir hefðu sama skilning á eðli EES-samningsins, þ.e. þann skilning að engar breyting- ar hefðu orðið á eðli samningsins sem menn hefðu ekki séð fyrir frá því þeir hefðu gengið að honum. Davíð benti á það í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að það væri nokkuð um það talað að það gætu komið upp nýir tollmúrar þeg- ar nýjar þjóðir gengju inn í Evrópu- sambandið. „En við, Norðmenn og Islendingar, bendum á að það sé verkefni ESB að sjá til þess að EES- samningurinn haldi gildi sínu algjör- lega gagnvart hinum nýju ríkjum. Það stendur semsé upp á ESB en ekkiokkur.“ Fyrri degi heimsóknar ráðherra og fylgdarliðs hans lauk með kvöld- verði á mánudagskvöld í boði Stolt- enbergs. Var kvöldverðurinn haldinn til heiðurs Davíð Oddssyni í Akers- hus höllinni. Vel á annað hundrað gesta mætti til veislunnar, þar á meðal fulltrúar frá norska stórþing- inu, embættismenn og fulltrúar frá atvinnu- og menningarlífinu. í ræðu sinni sagði Stoltenberg m.a. að ís- lendingar væm fmmkvöðlar á sviði lýðræðis og framkvöðlar á sviði hins ritaða máls. „Það var á íslandi sem hið norræna mál var fært í letur,“ sagði hann. „Það var hið ritaða mál sem Islendingurinn Snorri Sturluson notaði þegar hann lagði grunninn að sjálfsvitund okkar Norðmanna sem þjóðar með frásögnum sínum af norsku konungunum og miðöldun- um,“ sagði Stoltenberg. Davíð Oddsson sagði m.a. við þetta tækifæri að vissulega hefði á ýmsu gengið í samskiptum Norðmanna og Islendinga að fomu og nýju en að | langt upp úr öllu öðm stæði rík vin- átta og hlýja þjóðanna hvorrar í ann- arrar garð. Sagði hann enn fremur að íslendingar og Norðmenn hefðu átt samleið í alþjóðlegu samstarfi og kvaðst ekki í vafa um að við Islend- ingar hefðum notið þess. „Ég vona að Norðmenn hafi einnig haft nokkurt gagn af þeirri samvinnu," sagði hann og hélt áfram: „Þjóðunum er eðlilegt að leggja góðum málstað lið og spoma gegn yfirgangi og útþenslu af i einurð. Þátttaka okkar í NATO er í eitt gleggsta merkið um þetta.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.