Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 20

Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mun fleiri tóku þátt í vígslu Þorgeirskirkju við Ljósavatn en gert var ráð fyrir þannig að ijölmargir sátu utan- dyra í blíðskaparveðri, en hægt var að fylgjast með athöfninni um hátalarakerfi. Fluttur var leikþáttur við Goðafoss þar sem sýnt var á táknrænan hátt hvernig Þorgeir fleygði goðunum í fossinn. Þorgeirskirkj a vígð að viðstöddu fjölmenni Sameiginlegur kór barna úr Þingeyjarprófastsdæmi söng við athöfnina, m.a. tvö ný lög og ljóð sem samin voru í tilefni kirkjuvígslunnar. ÞORGEIRSKIRKJA við Ljósavatn var vígð við hátíðlega athöfn á sunnudag, 6. ágúst, að viðstöddu fjöl- menni en einnig tóku margir þátt í Goðafosshátíð sem haldin var í tengslum við kirkjuvígsluna. Áætlað er að um þrjú þúsund manns hafi lagt leið sína að Ljósa- vatni og Goðafossi af þessu tilefni og er það mun meiri mannfjöldi en von var á að sögn sr. Péturs Þórarinsson- ar, prófasts Þingeyjarprófasts- dæmis. „Við erum afskaplega ánægð með hvernig til tókst, en athöfnin fór fram í einstaklega fallegu veðri með þátttöku fjölda fólks. Menn eru sam- mála um að þetta hafi verið sérstak- lega vel heppnað,“ sagði Pétur. Þrátt fyrir að mun fleiri hafi komið á svæðið en ráð var fyrir gert dugðu þær umferðarúrlausnir sem fyrir- fram höfðu verið ráðgerðar og sagði Pétur að þar hefðu félagar úr björg- ungarsveitinni á Húsavík og Þingey staðið sig afar vel. „Þetta gekk allt saman skínandi vel og fjölmargir hafa lýst yfir ánægju sinni með hvemig til tókst,“ sagði Pétur. Kirkjunni færðar góðar gjafir Biskup íslands, Karl Sigurbjöms- son, vígði Þorgeirskirkju og flutti hátíðarræðu. Dagný Pétursdóttir stjórnaði kór kirkjunnar sem söng nokkur lög og þá söng Baldvin Kr. Baldvinsson á Torfunesi einsöng. Að lokinni guðsþjónustu var orðið gefið frjálst og lýsti þá Jónas Kristjánsson frá Fremstafelli aðdraganda að kirkjubyggingunni og arkitektarnir Gunnlaugur Jónasson og Gunnlaug- ur Johnsson lýstu hugmyndum sín- um að arkitektúr kirkjunnar og inn- viðum hennar. Ingvar Gíslason talaði fyrir hönd fyrrverandi þingmanna Norðurlands eystra og færði hann kirkjunni að gjöf frá þeim feld einn mikinn með krossmerki að innan- verðu en hann er eftir Ásthildi Magnúsdóttur og verður væntan- lega hengdur upp á vegg kirkjunnar. Fulltrúi Oddfellowstúkunnar Þor- geirs í Reykjavík, sem heitir eftir Þorgeiri Ljósvetningagoða, færði kirkjunni að gjöf stein með áletrun sem komið hefur verið fyrir í kirkjunni, en á steininn eru letruð orð þau sem höfð em eftir goðanum í íslendingabók Ara fróða þar sem hann kveður upp úr með að einn sið- ur skuli ríkja í landinu. Magnús G. Gunnarsson, sóknarprestur í Dalvík- urbyggð, áður á Hálsi, og eiginkona hans Þóra Ólafsdóttir gáfu kirkjunni hökul og þá tilkynnti sóknarprestur- inn, sr. Amaldur Bárðarson, um aðr- ar gjafir sem kirkjunni bárast. Að Til leigu ca. 300-350 fermetra húsnæði í norðurenda hússins við Hafnarstræti 26. Húsið stendur nálægt miðbæ Akureyrar. Upplýsingar í síma 898 0489. Morgunblaðið/Rúnar Pór Útidagskrá fór fram á bakka Skjálfandafljóts, við Goðafoss, en hana sóttu einnig mun fleiri en búist var við. athöfn lokinni var boðið upp á stand- andi kleinukaffi. Dagskrá við Goðafoss Síðar um daginn var útidagskrá við áningarstaðinn við Goðafoss og hófst hún með lúðrablæstri. Þá flutti Halldór Kristinsson, sýslumaður Þingeyinga, ávarp og sr. Bolli Gúst- avsson, vígslubiskup Hólastiftis, flutti hátíðarræðu. Sameiginlegur kór úr prófastsdæmunum söng, m.a. tvö ný lög sem sérstaklega vora sam- in fyrir þetta tilefni og ljóðin sömu- leiðis, annað lagið er eftir Öm Frið- riksson við lag Ásgeirs J. Jóhannssonar en hitt eftir Einar A. Melax við texta Pjeturs Hafsteins Lárassonar. Sr. Pétur Þórarinsson flutti ljóð sem Rósa B. Blöndals orti í tilefni af kirkjuvígslunni og loks var fluttur leikþáttur um Þorgeir Ljós- vetningagoða á gilbrúninni við Goða- foss. Að honum loknum flutti biskup ís- lands fararblessun og þjóðsöngurinn var sunginn. Dagskrár- yfírlit Listasumars 8.-15. ágúst 10. ágúst kl. 21.30 í Deiglunni. Túborg jazz. Heitur fimmtudagur. Kvartett Jóa Ásmunds. Jóhann Ásmundsson-bassi, Eyþór Gunn- arsson-píanó, Jóel Pálsson-saxó- fónn og Jóhann Hjörleifsson- trommur. Aðgangur ókeypis. 11. ágúst kl. 20.30. í Deiglunni. Bókmenntavaka. Ljóðadagskrá AKUBÉVRI2000 um Braga Sigurjónsson og Guð- mund Frímann. 12. ágúst kl. 16.00 í Ketilhúsinu efri hæð. Opnun myndlistarsýning- ar Rúrí sýnir ljósmyndir. Sýningin stendur til 27. Ágúst. 12. ágúst kl. 16.00 í Ketilhúsinu neðri hæð. Opnun myndlistarsýn- ingarinnar Val Höddu. Sýningin stendur 27.ágúst. 12. ágúst kl. 16.00 í Deiglunni opnun myndlistarsýningar Elvu Jónsdóttir. 12. ágúst kl. 16.00 Audio visual art gallery Listasumars, Deiglan. Opnun myndlistarsýningar. Vid- eolistaverk eftir John Hopkins. 12. ágúst kl. 20.30 í Deiglunni. Kvöldskemmtun. Dans. Anna Richards fellur niður. 13. ágúst kl. 20.00 í Deiglunni. Fagurtónleikar með Sigrúnu Arn- grímsdóttur söngkonu falla niður af óviðráðanlegum orsökum. 15. ágúst kl. 20.00 í Deiglunni. Fagurtónleikar. Rósa Kristín Baldursdóttir syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.