Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 23

Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUD AGUR 9. ÁGÚST 2000 2 3 VIÐSKIPTI Tekist á um olíuborpalla í Norðursjó Rökke neit- ar tilboði Kværner Morgunblaðið. Ósló. NORSKI milljónamæringurinn og meirihlutaeigandi fyrirtækis- ins Aker Maritime, Kjell Inge Rökke, hefur hafnað tilboði norska stórfyrirtækisins Kværn- er um að kaupa öll hlutabréf í fyrrnefnda fyrirtækinu fyrir um 4,5 milljarða norska króna, sem samsvarar rúmum 40 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í Aftenposten. Kværner lagði tilboðið fram á mánudag og felst það í að hluthöf- um í Aker Maritime bjóðast 0,79 hlutir í Kværner fyrir hvern hlut í Aker Maritime eða um 80 norskar krónur á hlut sem er hærra en gengi bréfanna í Kauphöllinni í Osló. Rökke hafnaði tilboðinu seint á mánudag, en hann er eig- andi fyrirtækisins Aker RGI sem á 63% hlutafjár í Aker Maritime. í Aftenposten kemur fram að aðrir hluthafar í Aker Maritime telja tilboðið ágætt en málið snúist um valdabaráttu á milli stjórnenda Kværner annars vegar og Rökke hins vegar. Stjórnendur teija að botninum sé náð Forstjóri Kværner, Kjell E. Almskog, segir í fréttatilkynningu að markmiðið með tilboðinu sé að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki innan olíu- og gas- iðnaðar. Velta sameinaðs fyrir- tækis Kværner og Aker Maritime á þessu ári yrði sem samsvarar um 550 milljörðum króna og fyrir- tækið yrði eitt stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Kværner hefur sóst eftir kaup- um á Aker Maritime í marga mánuði og tilkynning sem barst 12. júlí sl. um kaup Aker Maritime á 26,4% hlutafjár í Kværner fyrir sem samsvarar um 24 milljörðum íslenskra króna kom því flestum í opna skjöldu. I Aftenposten kem- ur fram að erlendir bankar kepp- ast um að fjármagna kaup Rökke á bréfunum í Kværner en norskir bankar virðist aftur á móti tregir til að lána fé. Afkoma Aker Mar- itime á fyrri hluta ársins var enda slök, þ.e. tap upp á rúmar 600 milljónir íslenskra króna. Dóttur- fyiirtæki var selt á tímabilinu en án þeirra tekna hefði tap Aker Maritime orðið hátt í 2 milljarða íslenskra króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Stjórnendur fyrir- tækisins telja að botninum sé náð og reksturinn sé nú á uppleið. Aker Maritime varð til árið 1996 eftir samruna Aker Oil & Gas og Maritime Group. Fyrir- tækið rekur m.a. olíuborpalla í Norðursjó. Auðkýfingurinn Rökke hefur verið óvenju áberandi í fjölmið- lum í Noregi undanfarið. Hann hefur hingað til forðast sviðsljósið en hefur ávallt fengið mikla at- hygli, bæði vegna umfangs við- skipta á hans vegum og óvenju- legra áhugamála eins og hraðbátasiglinga og bjarndýra- veiða. Rökke hefur nú fengið til liðs við sig almannatengilinn Rolf Nereng, sem aðstoðað hefur norskar stórstjörnur í samskipt- um við fjölmiðla og er mál manna að viðmót milljónamæringsins hafi mýkst í kjölfarið. Hagnaður BP hefur meira en tvöfaldast Reuters Talsmenn BP segja sameininguna við Amoco skila sér í auknum hagnaði félagsins. Lundúnum. AFP. HAGNAÐUR BP á fyrra helmingi ársins jókst um 175% miðað við sama tímabil í fyrra eða úr 242 milljörðum íslenskra króna í 665,6 milljarða króna og er greinilegt að sameining BP við bandaríska olíu- fjrrirtækið Amoco er farin að skila sér í bættri afkomu en félögin gengu í eina sæng árið 1998. Neyt- endasamtök á Bretlandi hafa kvartað undan háu bensínverði hjá allmörgum olíufélögum að undan- förnu, þar á meðal hjá BP, en tals- menn félagsins segja að aukinn hagnaður sé að langmestu leyti til- kominn vegna sameiningarinnar við Amoco auk kaupa BP á Bur- math Castrol. Þannig muni sam- einingin við Amoco spara félaginu um tæplega 80 milljarða í rekstr- arkostnaði á ári. „BP, Amoco, Bur- mah Castrol og allur annar rekst- ur BP gerir okkur kleift að fara fram úr þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur og auka fram- leiðnina verulega," sagði John Browne, aðalframkvæmdastjóri BP. Stjórnendur BP stefna að því að auka olíuframleiðsluna um 4 til 5% á ári og gasframleiðsluna um 8 til 10%. Sérfræðingar segja hins vegar að BP eigi eftir að sýna fjár- festum fram á að félagið geti hald- ið kostnaði í skefjum og aukið framleiðsluna við lægra olíuverð en verið hefur. „Allir reikna með að olíufélög skili góðum hagnaði þegar verð fyrir tunnuna er 27 eða 28 dalir. Undanfarin ár hefur BP verið að reyna að ná niður kostn- aði en nú stefnir félagið að aukn- um vexti og það verður spennandi að fylgjast með því,“ sagði einn markaðssérfræðinganna. BP er síðast af olíurisunum þremur til þess að birta milliuppgjör en hagnaður Exxon Mobil jókst um 123% fyrstu sex mánuði ársins og hagnaður Royal Dutch/Shell jókst um 95%. Nýttu plássið betur Finnurðu allt i tymrði i einhverju? UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN AUBBREKKU 1 200 KÓPAVOGI SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 I www.straumur.is I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.