Morgunblaðið - 09.08.2000, Side 31

Morgunblaðið - 09.08.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 31 léttleikanum eða augnabliksandan- um. Þannig er greinilega gengið út frá þein-i þumalfmgursreglu að að- njótendur hafi um tíu til tuttugu mínútur aflögu, í mesta lagi, til að njóta sýningarinnar. Þegar inn er komið ber mest á gagnsæjum loftbelgjum og vatns- sekkjum Lilju Bjarkar Egilsdóttur sem liggja á víð og dreif um miðbik skiptistöðvarinnar ásamt bygg- ingaplasti sem hún vefur um súlur og hurðir. Skipan hennar ber með sér yfir- lætislaust yfirbragð óreiðu og hálf- káks, ekki ósvipað því sem Kab- akov sýnir okkur þegar hann er að gera góðlátlegt grín að fimm ára áætlununum heima hjá sér þar sem ekkert stóðst og allt var hálfkarað eins og eitt allsherjar klamburball. En innan um og saman við skín á marglita vatnssekkina eins og fag- urlitað raf. Annað óreiðuverkið er stóra ál- pappírskúlan hans ívars Valgarðs- sonar sem er eins og uppstækkuð álhnoða utan af súkkulaði, enda á hún að minna á ruslið sem stundum safnast fyi'ir á þessu fjölfarna torgi. Þetta dæmigerða en óvenju- lega verk vakti greinilega feikna- mikla athygli og viðbrögð yngri kynslóðarinnar, en hún hamaðist á því eins og væri kúlan steðji sem hægt væri að berja hátt og lágt. Að vísu hafði barsmíðin engin teljandi áhrif á massann og vera má að þessi útrásarleikur sé einmitt með í spilinu. Allt um kring mátti sjá linsu- plast Heklu Daggar stækka upp suðrænan gróðurinn við þrjá inn- ganga biðsalarins. Plastið minnir á afturrúður strætisvagnanna sem stöðva umhverfis skýlið, en jafn- framt virkar það eins og stækkun- argler ef horft er gegnum það á pálmatrén í gróðurbásunum og þaðan út á götu. Þessir hálfósýni- legu en vel til fundnu sjónaukar Heklu svara sér einnig ágætlega andspænis sjoppugluggalist Sæ- rúnar Stefánsdóttur og félaga hennar frá Skotlandi. I aflöngum auglýsingaglugga má skoða hina ýmsu muni og smálist sem Skot- arnir hafa á boðstólum. Þannig hegðar Særún sér í listinni eins og yfirverktaki sem lætur undirverk- tökunum eftir smáatriðin. Birgir Örn (Bibbi) og Sara Björnsdóttir bregða bæði fyrir sig hljóðlist í hinni ágætu skiptistöð. Birgir sem er sá yngsti í hópnum nýtir sér kalltækjakerfið í skýlinu og lætur kalla upp alla tímaáætlun vagnanna rétt áður en þeir yfirgefa svæðið. Þetta er stórgóð hugmynd því fyrir vikið verður Hlemmur eins og Leifsstöð þar sem tilkynnt er um brottför flugvéla til hinna ólíku staða. Með því móti er öruggt að farþegar SVR á Hlemmi finna til sín og upplifa sig í algjörum sérflokki. Sara nýtir sér einnig hátalarakerfi þegar hún breiðir út þjóðsögur af mannskapnum á Hlemmi, en ólíkt kallkerfi Bibba þarf hver og einn að hlusta í næði á það sem út úr sérhverjum hátalara kemur því sögunum er ekki varpað yfir salinn. Án þess að þekkja við- brögð gesta Hlemms við verki Söru er tilraun hennar í senn sak- leysislega ósvífin og einkar athygl- isverð út frá félagslegu sjónarmiði. Utandyra má svo sjá afrakstur þremenninganna Hlyns, Þórodds og Magnúsar. Hlynur málar fallega hvíta textahringa á nokkrum stöð- um á gangstéttina umhverfis skýl- ið. Inn í hringunum má sjá netslóð- ina þar sem myndir eru af verkinu. Textarnir eru líkastir almennum hugleiðingum þeirra sem ráfa um í bið eftir vagni. Á kubbslaga klukk- unni sem gnæfir yfir Hlemm má allt um kring sjá einfalt, gult og skælbrosandi sólskinsandlit Clockwork Yellow - Magnúsar Sig- urðarsonar fylla út í klukkuskífuna Siðareglur safna eftir „Sensation“ Morgunblaðið. New York. SAMTÖK opinberra listasafna í Bandaríkjunum hafa birt siðareglur sem söfn skulu hafa að leiðarljósi við uppsetningu sýninga á verkum úr einkasöfnum. Án þess að vikið sé að því berum orðum leynir sér ekki að hvatinn að hinum nýju viðmiðunum er hin breska „Sensation“-sýning listasafnsins í Brooklyn sl. haust á verkum í eigu auðmannsins og list- unnandans Charles Saatchi. Sjaldan eða aldrei hefur listvið- burður í stórborginni New York vakið eins mikið umtal og uppnám í fjölmiðlum og sýningin á verkum ungra breskra listamanna í Brook- lyn fyrir tæpu ári. Fyrstur til að áfellast safnið var sjálfur borgar- stjórinn, Rudolph Giuliani, og fljót- lega slógust í lið með honum forsvarsmenn kaþólskra safnaða í borginni. Þá var mál manna að verk Chris Offili, „Afró-María skreytt fílasaur“, væri atlaga gegn kaþólskri trú. Síðar hóf borgarstjóri einnig að gagnrýna safnið, sem að stórum hluta er rekið fyrir fé úr sjóðum borgarinnar, fyrir að auglýsa upp og þar með auka verðmæti verka í eigu listaverkasafnarans Charles Saatch- is. Kom í Ijós að stærsti einstaki styrktaraðilinn að sýningunni var einmitt áðurnefndur Saatchi. Hafði hann hins vegar farið fram á nafn- leynd við 160 þúsund dollara fram- lag sitt til safnsins sem samsvarai' um 12,5 milljónum ísl. kr. Safnið eigi lokaorðið Eftir að hafa rætt málið á stjórn- arfundi í mánuðinum ákváðu samtök listasafna að senda frá sér reglur, opinberum söfnum í landinu til halds og trausts. Meðal þess sem reglurn- ar kveða á um er að „söfn skuli gera opinberan fjárstuðning aðila ef við- komandi er einnig lánveitandi verka til sömu sýningar", og að „ef óskað er nafnleyndar við fjárstuðning skuli safnið forðast slíka nafnleynd ef hugsast getur að með því sé það að fela hugsanlega hagsmuna- árekstra“. Jafnframt segir í reglu- num að söfn skuli gæta þess „að hafa ávallt fullt ákvörðunarvald um inni- hald og uppsetningu sýninga úr einkasöfnum". Við uppsetningu „Sensation“-sýningarinnar höfðu sýningarstjórar við safnið endurtek- ið lýst yfir áhyggjum af því að Charl- es Saatchi væri að taka yfir störf þeirra, svo náin væru afskipti hans af sýningunni. I maímánuði sl. ákvað Metropolitan-listasafnið í New York að hætta við sýningu á hönnun Coco Chanel, svo aðgangsharðir voru for- svarsmenn tískuhússins í París við sýningarstjóra safnsins. Krafa um gegnsæjan rekstur Það verður æ algengara að fjár- stuðningur einkaaðila komi til við uppsetningu sýninga í opinberum söfnum í Bandaríkjunum. Við það hefur hætta á hagsmunaárekstrum stóraukist. Formaður samtaka lista- safna, Edward Able, hefur sagt að verið sé að bregðast við kröfum al- mennings um gegnsæjan rekstur. „Hér áður fyrr var öllum sama um hvað við vorum að gera,“ segir hann. „í dag gegnir öðru máli. Við þurfum einfaldlega að vera hreinskilin og opinská um þessi mál. Punktur." Enn sem komið er eru reglur þessar einungis til viðmiðunar en búist er við að söfnum verði innan skamms skylt að fara eftii' þeim, ella hætti þau á að verða vísað úr samtökunum og missa þar með opinberan fjár- stuðning. bakvið vísana. Við Búnaðarbank- ann hinum megin við Rauðarár- stíginn gnæfir svo körfulyftari Þórodds Bjarnasonar, sem hann býður gestum sýningarinnar að stíga upp í og hverfa ellefu hæðir upp yfir torgið einu sinni í viku. Muni ég rétt getur almenningur fengið salíbununa milli klukkan 16 og 18 á sunnudagseftirmiðdögum. Þótt sýning nímenninganna sé innbyrðis býsna sundurleit hjálpa gleðin, hugvitið og léttleikinn til við að halda henni uppi og gera hana eftirminnilega. Listamönnun- um hefur tekist ágætlega til við að lífga upp á þetta mjög svo um- deilda og að margra mati kaldrana- lega torg án þess þó að yfirdrífa eða valda gestum óhagræði. Það er þónokkuð og hlýtur að skrifast á hæfileika nímenninganna. Halldór B. Runólfsson Stökklu til Benidorm frá kr. 22. ágúst 32.955 Síðustu sætin til Benidorm í ágúst. Flug til Benidorm þriðjudaginn 22. ágúst og þú getur valið um 1, 2 eða 3 vikur í sólinni. Benidorm er einn vinsælasti áfangastaður íslendinga og hér getur þú notið sumarleyfísins við ífá- bærar aðstæður. Þú bókar núna, 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir. Að sjálf- sögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 32.955 M.v. hjón mcð 2 böm, 2-11 ára, 7 nætur með sköttum. Verðkr. 44.990 M.v. 2 i studio/ibúð, 7 nætur, m. skött- um. Ferðir til og frá flugvelii, kr. 1600. HEIMSFERÐIR Austurstrætí 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is uppKaup Uppkaup verðtryggðra spariskírteiiia með tilboðs- fyrirkomulagi 9. ágúst 2000 Flokkur RS01 - oíoi/K RS03 - 04,01/K RS04 - 0410/K RS10 - 0115/KI Gjalddagi 1. febrúaraooi 1. apríl 3003 io.apiil3oo4 i5.janúar30io Lánstími 5,7 mán 1.6 ár 3.6 ár 9,4 ár Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa verðtryggð spariskírteini í framangreindum flokkum með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluverði. Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð á bilinu 300-500 milljónir króna að söluvirði. Sölutilboð þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir ld. 14:00 í dag, miðvikudaginn 9. ágúst. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, ísíma 563 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is Fornsala Fornleifs — aðeins á vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Vef f angrwww.simnet.is / antique

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.