Morgunblaðið - 09.08.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 09.08.2000, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leyndardómar Afríku LISTAKONAN á myndinni vinnur hér að gerð skúlptúrs úr sandi. Verkið sýnir vestur-afrískar konur í hátíðarklæðum við söng og dans. Sandskúlptúrinn er að finna á ströndinni í Zeebrugge á fjórðu sand- skúlptúr-hátíðinni sem stendur yfir í Belgíu þessa dagana. Þema hátíð- arinnar að þessu sinni er „Ævintýri Afrfku - í leit að leyndardómum frumskógarins." Meistari konsertsins TONLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR í SKÁLHOLTI Bachsveitin undir stjórn Jaap Schröder flutti kammerverk eftir Antonio Vivaldi. Einleikarar voru Peter Tompkins, Gunnar Þorgeirs- son, Sigurður Halldórsson, Jaap Schröder, Rut Ingólfsdóttir, Lilja Hjaltadóttir og Sif Tulinius. Laug- ardagurinn 5. ágúst, 2000. SAGNFRÆÐINGAR hafa talið Antonio Vivaldi (1678-1741) hafa ver- ið sérkennilegan mann, hégómafullan og grobbinn og að hann hafi helst ver- ið frægur sem fiðluleikari en minna gert með hann sem tónskáld. Hann var aðallega gagnrýndur af flautu- leikaranum Joachim Quantz, fyrir að nota einfaldan bassa, tematískt óskyldan efri röddunum og ýmsir aðrir hafa sagt að tónmál hans sé að miklu leyti leikur með stefrænar eft- irlíkingar og „sekvensa“ (raðbundnar eftirlíkingar), sem bundnir eru í sér- lega einfalt hljómferli. Þó voru menn sammála um að það væri ákveðinn kraftur og fjör í tónlist hans, sem auk þess væri mjög vel rituð fyrir hljóð- færi, þar sem finna má margar skemmtilegar tækninýjungar, er varða bogatækni og mótun blæ- brigða. Það var nærri um leið og hann féll frá að hann gleymdist, nema af sagnfræðingum og það var ekki fyrr en árið 1905 að Amold Schering vakti athygli manna á mikilvægi Vivaldi fyrir þróun konsertsins og aftur um 1920, er tvískipt safn verka hans í einkaeign kom í leitimar. Tónleikamir hófust á „Konsert fyrir strengi og fylgirödd“, sem merktur er F VII nr. 3 og finnst ekki í tónverkaskrá Vivaldi, hvað því veldur veit undirritaður ekki en þessi konsert var í þremur köflum og hvað rithátt snertir gæti hann sem best verið eftir meistarann og var skemmtilega flutt- ur. Á næstu konsertum var merldng í samræmi við þá þrjá tónverkalista (RV, P og M) sem almennt er miðað við og var fyrstur þeirra „Konsert (RV 535 / P 302 og M 264) fyrir tvö óbó, strengi og fylgirödd í d-moll“. Ein- leikarar á barokkóbó voru Peter Tompkins og Gunnar Þorgeirsson og var leikur þeirra sérlega skemmtiieg- ur og afburðavel útfærður í hröðu köflunum. „Konsert fyrir selló og kammer- sveit í a-moll“ (RV 418) er nokkuð dimmhljómandi verk, miðað við Viv- aldi, og ræður þar sjálfsagt nokkru að barokksellóið var ekki búið að ná þeim hljómstyrk sem síðar varð, svo að björtum mótröddum fiðlanna þurfti að stilla í hóf. Einleikari var Sigurður Halldórsson og iék hann konsertinn með töluverðum tilþrifum og af miklu öryggi. Næsta viðfangsefni, „Sonata al Santo Sepolcro" er flokkuð með konsertum og er að því leyti til sam- stofna „Árstíðunum" að vera eins konar hermiverk, þar sem Vivaldi túlkar með tónum hryggð sína gagn- vart hinni „helgu gröf‘, með fallandi tónferli og kaflaheitunum „Largo molto“ og hraða kafianum „Allegro ma poco“. Þessi dapurlegi „konsert" var helst til hratt leikinn og hefði mátt leggja meiri áherslu á dapur- leika tónmálsins. í tveimur síðustu konsertunum var Vivaldi í sínu besta formi og sá fyrri, „Konsert fyrir fiðlu og kammersveit (RV 202) í c-moll“, er glæsilegt verk, þar sem gerðar eru miklar kröfur til einleikarans, sem var Jaap Schröder. Hröðu kaflamir voru mjög hratt leiknir, sérstaklega sá seinni, og kom það nokkuð fram í leik Schröders, þar sem erfiðast var, þótt annars staðar bæri leikur hans svip af handtaki hins frábæra listamanns til margra ára. Síðasti konsertinn (RV 550), fyrir fjórar einleiksfiðlur og kammersveit í c-moll, var glæsilega fluttur en ásamt Schröder voru Rut Ingólfsdóttir, Lilja Hjaltadóttir og Sif Tulinius ein- leikarar. Frábær samleikur einleik- ara og Baehsveitarinnar féll vel að glæsilegri tækni Vivaldi í endurtekn- ingum stefja, er á köflum verður „stadísk“ og losnar síðan úr viðjunum í flæðandi „sekvensum". Þriðji þátt- urinn, Adagio, er í raun ekki sjálf- stæður þáttur, heldur inngangur lokakaflans, svo sem venja var á tímum barokkmanna og þar með heldur Vivaldi þriggja þátta skipan konsertsins sem er hans framlag til formskipunar konsertsins ásamt ýmsu öðru. í heild voru þetta mjög góðir tón- leikar þar sem saman fór skemmtileg og leikandi tónlist eftir meistara konsertsins og góður flutningur, bæði hjá einleikurum og samspilsfólkinu í Bachsveit Skálholtskirkju. Bach eða ekki Bach Baehsveitin í Skálholti flutti verk eftir J .S. Bach og J. G. Goldberg, undir stjóm Jaap Schröder. Ein- leikarar voru Helga Ingdlfsdóttir, Jaap Schröder, Peter Tompkins og Elín Guðmundsdóttir. Laugardag- urinn 5. ágúst 2000. Sembalkonsertamir sem J. S. Bach ritaði, flesta líklega til flutnings á tónleikum í kaffihúsi Gottfrieds Zimmermanns, voru hvað efnisinni- hald varðar sóttir til annarra konserta, bæði eftir hann sjálfan og jafnvel gerðist það að hann umritaði annarra manna verk, eins og t.d. konsertinn fyrir fjóra sembala, sem hvað tónefni snertir er eftir Vivaldi. Sumir þessir konsertar, t.d. fjórði Brandenburgarkonsertinn, fiðlu- konsertinn frægi í a-moll (BWV1041) og tvífiðlukonsertinn (BWV 1043), eru einnig til sem sembalkonsertar og væri útaf fyrir sig skemmtilegt að heyra þessar gerðir til samburðar við þær gerðir sem kunnastar eru. Bach-tónleikamir í Skálholti síð- astliðinn laugardag hófust á f-moll sembalkonsertinum (BWV 1056) og em jaðarkaflamir taldir vera umrit- un meistarans á eigin óbókonsert í g-moll, sem engar sögur fara af og er glataður. Þetta er falleg tónlist, þar sem glampar á snjallai- tónhugmyndir. Þó er sá kafli, þ.e. hægi kaflinn, sem Bach hefur trúlega samið sérstaklega fyrir þennan sembalkonsert, einstak- lega fagur. Flutningur Bach-sveitarinnar var glæsilega mótaður og fór einleikar- inn, Helga Ingólfsdóttir, oft á kostum í sérlega skemmtilegum tónvefnaði sembalraddarinnar. Annað viðfangsefni tónleikanna var Tríósónata fyrir tvær fiðlur (BWV 1037), sem er í flokki verka sem vafasamt er að séu eftir Bach. Hröðu kaflamir í þessu verki era sér- lega góð tónlist, einkum sá síðari, gikkurinn, en eins og ritað er í efnis- skrá, er verkið sagt vera eftir J. G. Goldberg en því bætt við, að hann hafi varla verið svona gott tónskáld, að geta samið slíkt ágætisverk. Hugsan- legt er að Goldberg hafi samið þessa tróíósónötu í tíma hjá Bach, sem gæti þá hafa lagfært rithátt verksins. Það sem einnig vekur efa um að Bach hafi samið þetta verk, er sérstaklega, að það er nokkuð laust í formi og einnig, að það gagnhverfa tónferli, sem ein- kennir tónlist meistarans, er þar í minna mæli en er að finna í öðrum verkum meistarans. Þetta annars ágæta verk var mjög vel flutt, bæði af Jaap Schröder og Sif Tuliníus, auk continuo-fólksins Helgu Ingólfsdótt- ur og Sigurðar Halldórssonar, sem áttu hlut að ágætum flutningi í Alla breve og lokakaflanum, gikknum. Þriðja viðfangsefnið var konsert í c-moll fyrir tvo sembala og strengja- sveit (BWV 1060), sem er talinn upp- haflega saminn fyrir óbó- og fiðluein- leik. Sú gerð verksins er glötuð en konsertinn var hér fluttur í umritun fyrir hugsanlega uppranalega hljóð- færaskipan og er umritun þessi eftir Wilfried Fischer. Þetta er skemmti- legt verk og var einstaklega vel flutt á barokkóbó af Peter Tompkins og Jaap Schröder á fiðluna. Lokaverkið var svo þriðji konsert- inn, sem uppranalega var saminn fyr- ir tvo sembala en hér fluttur í umrit- un meistarans, þar sem bætt er við strengjasveit og continuo-rödd. Það er víða auðheyrt, að hlutverki strengjasveitarinnar er bætt við, því oft er hlutverk strengjanna í grann- ara lagi og oft aðeins til að marka áherslur. Fyrsti kaflinn en þó sér- staklega miðkaflinn og einnig stór hluti lokaþáttarins, fúgunnar, er ein- göngu ritaður fyrir sambalana. Ein- leikarar vora Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmundsdóttir og var leikur þeirra sérlega samstilltur, kaftmikill og spennuþranginn í fúgunni og ein- staklega fallega mótaður í hæga þættinum. Auk þeirra sem fyrr hafa verið nefndir til sögu vora Rut Ingólfsdótt- ir, Lilja Hjaltadóttir, Guðrún Hrand Harðardóttir og Gunnlaugur Stefáns- son aðilar að þessum ágæta flutningi, undir stjórn Jaap Schröder. Jón Ásgeirsson Nýjar bækur • DOWNS-heilkenni er eftir Göran Annerén, Irene Johansson og Inga-Lill Krist- jansson. Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur þýddi bók- ina en Friðrik Sigurðsson samdi kafla um félagslegan stuðning við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Það er Fé- lag áhugafólks um Downs- heilkenni og Pjaxi ehf. sem gefa bókina út. í bókinni lýsa höfundar öll- um þáttum sem varða ein- staklinga með Downs-heil- kenni, hvernig það er að vera foreldri barns með Downs- heilkenni, erfðafræðilegum bakgrunni, læknisfræðilegum vandamálum, taugafrávikum, þroskafrávikum, vitsmuna- þroska, málþroska o.s.frv. Göran Annerén er barna- læknir, erfðafræðingur og yf- irlæknir á deild fyrir klíníska erfðafræði við Akademíska barnaspítalann í Uppsölum. Irene Johannsson er prófess- or í uppeldisfræði og hljóð- fræði við Háskólann í Karl- stad og Inga-Lill Krist- jansson er sálfræðingur og sálgreinir. Féglag áhugafólks um Downs-heilkenni var stofnað 17. apríl 1997 og eru félags- menn um 100. Það á aðild að Landssamtökunum Þroska- hjálp. Megintilgangur félags- ins er að stuðla að fræðslu foreldra og almennings um Downs-heilkenni, efla sam- kennd milli aðstandenda, afla upplýsinga um Downs-heil- kenni, miðla þeim og sam- ræma og efla þjónustuferli. Bókin er kilja, 120 bls. Verð: 2.880 kr. Ný geislaplata • SÓLSKIN i bæinn hefur að geyma 19 lög í flutningi söngkvart- ettsins Perluvina. Flest eru lögin þekkt, bæði þjóðlög og önnur söng- lög, eftir íslensk og erlend tónskáld. Kvartettinn skipa: Kristjana Gestsdóttir, Jóhanna Steinþórs- dóttir, Gunnar Þór Jónsson og Sig- urður Loftsson. Perluvinir eru allfr búsettir í Gnúpverjahreppi í Ár- nessýslu. Þau hafa starfað saman sem kvartett í fimm ár. Öll hafa þau stundað söngnám að einhverju marki, aðallega við Tónlistarskóla Árnessýslu, lengst af hjá Sigur- veigu Hjaltested. Perluvinir hafa komið fram við margvísleg tækifæri, innan sveitar og utan. Má þar nefna allskonar mannfagnað, kirkjulegar athafnir og einnig hafa þau sungið fyrir ferðamenn, innlenda og erlenda. Öll era lögin flutt án undirleiks. Platan verður til sölu á nokkrum stöðum á landinu, t.d. í Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. Upptöku og hljóðvinnslu annaðist MlXehf. Arbók • ÁRBÓK Ferðafélags íslands 2000 heitir: í strandbyggðum norð- an lands og vestan og flytur þrjá þætti eftir Bjarna Guðmundsson kennara, Hauk Jóhannesson jarð- fræðing og Valgarð Egilsson lækni. Bjarni ritar þátt sem hann nefnfr I kringum Kaldbak milli Arnarfjarð- ar og Dýrafjarðar. Þáttur Hauks nefnist Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum og Valgarður kallar sinn þátt Úthafsbyggðri Mið- Norðurlanda og fjallar um svæði beggja vegna Eyjafjarðarmynnis, svo og Flatey og Grímsey. Árbókin er prýdd miklum fjölda ljósmynda og í henni era stað- fræðikort eftir Guðmund Ó. Ing- varsson. Bókin er afhent gegn greiðslu árgjalds, sem er 3.500 kr., en hún fæst einnig innbundin og kostar þá 4.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.