Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 40

Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 Kvíðvæn- legasta helgi ársins / Arekstrar og skelfilegt flugslys settu svo lokapunktinn við verslunarmannahelg- ina í ár, sem annarsjór bara vel fram Utlendingar sem dvöldu í Reylg'avík um verslunar- mannahelgina héldu sumir hverjir að náttúruhamfarir væru í aðsigi og brostinn væri á allsherjarílótti borgarbúa til fjalla. Svipurinn á þeim ferðamönnum sem mældu Laugaveginn á laugardag og sunnudag var undirfurðulegur þeg- ar þeir mættu öllum hinum út- lendingunum sem horfðu hissa og dálítið óöruggir í kringum sig; ekki -i vissir hvort þeim væri alveg óhætt enda greinilegt að allir sem vissu betur voru víðs fjarri. Flestar verslanir harðlokaðar og veitinga- staðir líka, þeir sem þó voru opnir voru galtómir af viðskiptavinum og starfsfólkið greinilega að flýta sér að komast burt VIÐHORF iíkf; , _____ Verslunar- Eftir Hávar mannahelgin Sigurjónsson er séríslenskt fyrirbæri, þrátt fyrir að í nokkrum nágranna- landanna séu langar helgar með mánudagsfríi einnig tíðkaðar yfir sumarmánuðina. Hin íslenska verslunarmannahelgi með forleik sínum, hápunkti og „próverbíal smók“ á eftir er algjörlega einstök í sinni röð. Engum hefur einu sinni dottið í hug annars staðar að hvetja til ámóta hátíðahalda og hér tíðk- ast; í hálfan mánuð leggjast allir á eitt, fjölmiðlar, tryggingafélög, lög- gæsluyfirvöld, þrýstihópar af ýmsu tagi eins og Stígamót og Vímulaus æska svo einhveijir séu nefndir, og vara eindregið við helginni enda engu líkara en styrjöld sé í aðsigi, leiðbeiningar snúast allar um hvemig komast skuli óskemmdur í gegnum þessa fjóra daga, óttinn er mikill, ekki er spurt hvort óhöpp eða slys verði, heldur einungis hversu mörg. Eftir á er rætt við aðstandendur skemmtihaldsins og allir eru sammála um að allt hafi farið vel fram, betur en í fyrra og miklu betur en árið þar á undan. DV greindi frá einni nauðgunar- kæru og tónninn í fréttinni var nán- ast sá að þetta væri svo lítið hlutfall af heildinni að varla tæki því að nefna það. Árekstrar og skelfilegt flugslys settu svo lokapunktinn við verslunarmannahelgina í ár, sem annars „fór bara vel íram“. Hvað þýðir það svo sem? „Að fara vel fram“? Má kannski spyija um til- ganginn? Má spyija hvort það sé yfirhöfuð nauðsynlegt að flytja mörg þúsund manns til Vest- mannaeyja á tveimur dögum og síðan alla til baka á einum degi með slíkum látum að umferðin um Reykjavíkurflugvöll verður eins og á Heathrow í London þennan eina dagpart á árinu. Með þeim afleið- ingum sem raun ber vitni. Og jafn- vel spuming hvort völlurinn er undir það búinn að taka við slíku skyndiálagi. Hefði ekki mátt dreifa þessum fólksflutningum á lengri tíma; setja fólki stólinn fyrir dymar að nokkru leytí - aðeins ákveðinn fjöldi kemst til og frá á einum og sama deginum. Dálkahöfundur DV í fyrri viku líkti útihátíðum íslenskra ung- menna við manndómsvígslu. Að á útihátíð án eftirlits kæmi í Ijós hveijir stæðu sig og hveijir ekki. E nginn yrði maður með mönnum k------------------------------- án þess að hafa eins og eitt Húsa- fell, Saltvík, Þjórsárdal, Neista- flug, Þjóðhátíð eða Atlavík í minn- ingunni. Mun íleiri en opinberar tölur skýra frá búa ævilangt að ljóslifandi minningu um fyllerí, vosbúð, slagsmál, ölvunarakstur og/eða nauðgun enda hafa fæstar slíkar komið til kasta yfirvaida í gegnum tíðina. Margir hafa einnig komist klakklaust í gegnum slíkar „vígslur" en það er samt til marks um stjómleysi þessara samkoma að þeir sem snúa aftur heim án þess að hafa orðið íyrir nokkrum skakkaföllum eru yfirleitt álitnir nokkuð heppnir. Það er reyndar merkilegt að um leið og áfengislöggjöfin er mjög skýr þá virðist viðhorf alls þorra fólks til skipulagðs skemmtihalds unglingameð tilheyrandi áfengis- neyslu fullkomlega glæpsamlegt í eðli sínu. Undir engum kringum- stæðum er það réttlætanlegt eða löglegt að unglingar undir 18 ára aldri neyti áfengis. Það þarf ekkert að ræða það. Hvers vegna gengur þá maður undir manns hönd við að skipuleggja slíkar samkomur. Með opinberu samþykki ofan í kaupið. Af sama toga er hin íúrðulega venja sem komist hefur á í umfjöll- un fjölmiðla um ólögleg vímuefni, að hamra í sífellu á því hvert sé áætlað markaðsverð á ólöglegum fíkniefnum, talað er um framboð, eftirspum og innflutning eins og um hveija aðra neysluvöru væri að ræða. „Markaðsverð fíkniefna hækkar í kjölfar stóra fíkniefna- málsins," segir í DV í gær. Síðan er sífellt verið að reikna út mögu- legan hagnað af þeim eiturlyfjum sem löggæslan gerir upptæk. Ungir hægrimenn ganga síðan fram fyrir skjöldu með þá kröfu að sala og innílutningur eiturlyfja verði gefin frjáls. Að markaðurinn fái að ráða í þessu efni sem öllum öðrum. Hér sé vegið að frelsi ein- staklingsins með því að hefta að- gang hans að leiðum til að eyði- leggja líf sitt. Hver og einn ráði því sjálfur. Það komi ekki öðrum við. Þessum sjónarmiðum er ljáð eyra í fjölmiðlum og öllu er hrært saman í umfjölluninni. Lagt er að jöfnu að geta keypt bjór í kjörbúðum og kókaín á frjálsum markaði. Þeir sem vilja mega. Enginn á að hafa vit fyrir öðrum. Þeir sem komust klakklaust í gegnum útihátíðir gærdagsins hafa htla sem enga samúð með þeim sem lentu undir í þeim darraðardansi. Þeir völdu sjálfir að verða ofurölvi og verða vímuefnum að bráð og láta nauðga sér í leiðinni. Framboð og eftir- spum réð líklega ferðinni þar eins og annars staðar. Vilji einstakl- ingsins var í heiðri hafður. Mál- flutningur af þessu tagi á auðvitað hvergi að heyrast og er siðuðu fólki ekki samboðinn. Með fullri virðingu fyrir lögboðnu málfrelsi. Hugmyndir okkar um frelsi fólks til athafna eru orðnar svo brenglaðar að enginn virðist treysta sér til að setja niður fótinn og hafa einfaldlega vit fyrir öðrum. Segja við heimdellingana, hættið þessu endemis markaðsfræðabulli um eiturlyf og áfengi. Og við þá sem álíta kvíðvænlegustu helgi ársins nauðsynlega í óbreyttu formi skal einnig sagt: Hvílík end- emis þvæla. + Friðrik Vigfús- son fæddist í Reykjavík þann 4. júlí 1913. Hann and- aðist á Landakots- spítala, deild L4, 1. ágúst sfðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Guðbrands- son, klæðskera- meistari í Reykja- vík, f. 5. ágúst 1883, d. 13. júlí 1963 og María Sigurðardótt- ir, f. 9. nóvember 1886, d. 22.júní 1936. Systkini Frið- riks voru Haukur, f. 5. apríl 1910, d. 9. júlí 1981; Rósa Ágústa, f. 28. september 1916, d. 4.mars 1977. Hinn 27. maí 1939 kvæntist Friðrik Þorbjörgu H. Sigurjóns- dóttur, f. 12. apríl 1918. Foreldr- ar hennar voru Sigurjón Jónsson bóksali og Guðlaug Ragnhildur Árna- dóttir. Dætur þeirra eru: 1) Guðlaug, f. 23. apríl 1945, d. 27. apr- íl 1945. 2) Guðlaug, f. 28. október 1947, í sambúð með Ragnari G. Einarssyni. Hún á þrjú börn. a) Lilja Klein, f. 5. júní 1965, í sambúð með Björg- vini Kristinssyni, hún á einn son. b) Karl Georg Klein, f. 5. ágúst 1969, í sambúð með Fríðu R. Ing- varsdóttur. Þau eiga eina dóttur. c) Árný Vigfúsdóttir, f. 29. apríl 1976, í sambúð með Svavari H. Heimissyni. Hún á einn son. 3) María, f. 5. febrúar 1954, gift Grími Andréssyni. Börn þeirra eru: a) Rósa, f. 24. mars 1987. b) Friðrik, f. 16. desember 1988. Friðrik stundaði nám við Hvít- árbakkaskóla í Borgarfirði 1928- 29 og siðan í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga við Tjörnina. Fram- haldsnám við Fircroft College í Bournville í Birmingham 1935. I rúm 40 ár starfaði Friðrik við fyrirtæki föður síns og síðan í samnefndu hlutafélagi og sam- eignarfélagi með Haraldi E. Sig- urðssyni klæðskerameistara uns hann var kjörinn til starfa hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurpróf- astsdæmi sem forstjóri þann 15. mars 1976, en lauk störfum sök- um aldurs þann 31. desember 1984. Vann eftir það í hlutastarfi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur, aðallega við útfararþjónustuna til ársins 1993. Frá barnsaldri var Friðrik félagi í K.F.U.M. þar sem hann var síðar gerður að heiðursfélaga. Friðrik var einn af stofnendum Gídeonfélagsins og framkvæmdastjóri þess til fjölda ára. Útför Friðriks fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. MINNINGAR FRIÐRIK VIGFÚSSON Elsku besti afi okkar. Nú sitjum við hér og reynum að skrifa öll þau orð sem eiga við þig, afi, en okkur vantar einmitt þig til að koma þessum orðum á blað, því þú áttir svo auðvelt með að skrifa og komst svo vel að orði. Þú varst alltaf svo hjálpsamur með allt sem við báðum þig um, sama hvað það var, þú hlustaðir, leiðbeindir en dæmdir aldrei. Þolinmæði þín var óendanleg. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu á Kirkjuteig, þar leið okkur alltaf vel enda var það okkar annað heimili. Kæri afi okkar, hvernig er hægt að þakka þér fyrir þær ómetanlegu stundir sem þú gafst okkur með þér. Ein af þeim stundum var þegar þú komst í skól- ann og afhentir okkur Nýja testa- mentið, þá fundum við hvað við vor- um stolt að eiga þig sem afa. Afi, þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir öllu í kringum okkur, hugsa vel um aðra og vera hjálpleg. Trúmennska, hógværð, jákvæðni og hjálpsemi voru þín einkunnarorð og ekki má gleyma prakkaraskapnum. En erfiðast er að vera jafn yndisleg- ur og þú varst, það eru ekki til nógu stór orð til að lýsa því hversu yndis- legur afi þú varst. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allt sem þú gafst og gerðir fyrir okkur. Guð blessi þig. Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar, er af Guði fæddur og þekkir Guð. (1. Jóh.4.7.) Lilja, Karl og Árný. I dag er borinn til grafar einn af mínum bestu vinum, Friðrik Vigfús- son, fv. forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Við vorum fjórir sem mynduðum sérstakt fóstbræðralag. Hinir tveir voru Egill Th. Sandholt, d. 1987 og Sigurður Guðjónsson, d. 1957. Fóstbræðralagi okkar er vel lýst í texta sr. Friðriks Friðriksson- ar, „Sterk eru andans bönd, sem eru í Guði knýtt, þau laða og tengja sál við sál í samband lífsins nýtt. í Kristi Jesú knýtt, hið kristna bræðralag. Það felur í sér fyrirheit um friðar sælan hag. Hve dýrleg dvöl er æ í Drottins bræðrasveit. Því yndi verður aldrei lýst, það aðeins reyndur veit.“ Þegar ég minnist vináttu okkar Friðriks, sem haldist hefur allt frá bernskudögum, þegar við vorum samtímis í sunnudagaskóla og í Vinadeild KFUM, finnst mér eðli- legt að láta æskulýðsleiðtogann lýsa bræðralagi okkar og hinu kristna samfélagi, en Friðrik Vigfússon var látinn heita í höfuðið á sr. Friðriki Friðrikssyni. Það var móðir Friðriks Vigfússonar, María, sem fór fram á það við sr. Friðrik að hann stofnaði Kristilegt félag ungra kvenna. Friðrik Vigfússon var svo bless- unarlega lánsamur að alast upp á kristnu heimili foreldra sinna, Vig- fúsar Guðbrandssonar og Maríu Sigurðardóttur, Jónssonar, sýslu- manns og ritstjóra Þjóðólfs, sem var aðalstuðningsmaður Jóns forseta Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Jón ritstjóri og alþingis- maður var kvæntur Hólmfríði Þor- valdsdóttur sálmaskálds Böðvars- sonar. Heimili þeirra hér í Reykjavík var annálað menningar- heimili. Guðbrandur, afi Vigfúsar, föður Friðriks, var hinn merki klerkur Þorkell Eyjólfsson, sem var dóttur- sonur Jóns skálds frá Bægisá. Sr. Þorkell var afkomandi Ólafs Gísla- sonar Skálholtsbiskups. Faðir Frið- riks kom líka við sögu í KFUM, því hann var einn af stofnendum Karla- kórs KFUM, sem síðar varð Karla- kórinn Fóstbræður. Eftir því sem árin liðu og sam- starf okkar jókst í kristilegu starfi í KFUM laukst upp fyrir mér hversu hæfileikaríkur Friðrik var. Hann var ekki aðeins gáfaður, heldur líka vitur maður og fékk ég svo sannar- lega að reyna það. Þegar Gídeonfé- lagið var stofnað hér á landi 30. ágúst 1945, fyrsta félag utan Kan- ada og Bandaríkjanna, urðum við Gídeonfélagar þeirrar blessunar að- njótandi að Friðrik var kjörinn rit- ari félagsins og gegndi hann því starfi fyrstu sex árin. Fundargerðirnar frá þessum tíma lýsa vel upphafi félagsins og þróun þess. Síðar varð hann forseti Lands- sambands Gídeonfélaga á Islandi. Hann var bæði vinsæll og virtur í starfi. Samstarf okkar í stjórn Gíd- eonfélagsins allt frá upphafi félags- ins er að mínu áliti eins og frekast varð á kosið. Við áttum saman marg- ar blessunarríkar stundir. Meðal annars þegar við ferðuðumst saman á alþjóðamót Gídeonfélagsins, fyrst í Grand Rapits, 1964 og síðan til Washington, 1974. Á þessum mótum voru samankomnir fulltrúar Gídeon- félagsins víðsvegar úr heiminum. Eg hefði ekki getað hugsað mér betri ferðafélaga. í sálmi sr. Friðriks, „Sterk eru andans bönd“, sem ég gat um í upp- hafi, lýsa þessi alþjóðamót framhaldi sálmsins svo vel. „Hve dýrleg dvöl er æ í Drottins bræðrasveit. Þar hverfur munur hver. Þar hver er öðrum jafn, því saman, því sömu tign þar sérhver á og sama dýrðar- nafn. Hér tengist þjóð við þjóð, og þrótt sú eining ber, því stéttamunur, menntun eign, ei mismun veldur hér. Þótt skilji lögur lönd, ei lýð Guðs skilja höf. í álfum heims sú eining sterk, er andans sigurgjöf." Þannig er þessum mótum best lýst. Um þetta ræddum við Friðrik oft. Friðrik Vigfússon lauk gagn- fræðanámi í Gagnfræðaskóla Ágústs H. Bjarnasonar og var síðan einn vetur á Hvítárbakkaskóla, þar sem hinn merki menntafrömuður Lúðvík Guðmundsson var skólastjóri. Síðan stundaði hann verslunarnám í Eng- landi. Að því loknu varð hann fram- kvæmdastjóri fyrirtækis föður síns, Vigfúsar Guðbrandssonar & Co og vann þar þangað til hann gjörðist forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, gegndi hann því starfi allt til sjöt- ugs. Síðan sem ráðgjafi og starfs- maður í nokkur ár á eftir. Allsstaðar var hann vel liðinn, enda einstaklega háttvís og tillits- samur í framkomu og réttsýni, enda mátti hann ekki í neinu vamm sitt vita. Mér er kunnugt um það, að þótt hann væri ekki klæðskeri sjálfur vann hann heilladrjúgt starf, ekki aðeins í fyrirtæki föður síns og fé- laga hans heldur líka fyrir keppi- nauta sína. Enda sendu þeir honum þakkarbréf og gjöf sem Bjarni Bjarnason klæðskeri sendi honum þar sem hann þakkar fyrir hönd Klæðskerafélagsins fyrir margskon- ar aðstoð og hjálp. Ég á margt ósagt um vin minn Friðrik Vigfússon, en það leyfir tím- inn og plássið £ blaðinu ekki að sinni. Ég og við hjónin biðjum okkar góðu vinkonu, Obbu, og öllum að- standendum hennar, allrar Guðs huggunar og blessunar, nú og um alla framtíð. Guð blessi minninguna um kæran vin minn, Friðrik Vigfússon. Þorkell G. Sigurbjörnsson. Okkur langar að minnast Friðriks Vigfússonar, eða Fidda eins og hann var kallaður í fjölskyldunni, með nokkrum orðum. Það er margs að minnast og margt að þakka fyrir nú þegar hann er kvaddur. Fiddi var hógvær maður og á vissan hátt hlé- drægur en um leið var hann bæði hlýr og glaðlyndur. Hann var einn af þessum traustu mönnum sem gott var að umgangast og spjalla við. Hann átti einlæga trú á Jesú Krist og helgaði frítíma sinn meðal annars útbreiðslu Guðs orðs með þátttöku í starfi Gídeonfélagsins og KFUM. Með hógværri framgöngu sinni bar hann frelsara sínum vitni. Fiddi tengdist fjölskyldunni okk- ar á þann hátt að hann var giftur Þorbjörgu eða Obbu, föðursystur okkar. Við minnumst því margra góðra stunda heima hjá þeim, bæði á Eiríksgötunni og síðar inni á Kirkjuteig. Móðir okkar þakkar vináttu allt frá æskuárum sem varð ennþá nán- ari þegar hún giftist Gunnari, bróð- ur Obbu. Einnig minnist hún og þakkar allar þær stundir sem þau áttu á heimili þeirra og í samfélagi trúaðra um Guðs orð og bænina. Meðal skærustu minninga okkar eldri bræðranna frá æskuárum eru þegar Fiddi og pabbi stóðu saman að mikilli garðrækt við sumarbú- staðinn þeirra Obbu og Fidda við Vatnsenda ofan við Reykjavík. Þar voru ræktaðar kartöflur, gulrætur, rófur, næpur, blómkál, hvítkál og fleira og reyndist það góð búbót fyr- ir fjölskyldurnar á þeim árum. Þangað voru því farnar margar ferð- ir á hverju sumri og oft var þröngt í bílnum hans Fidda þar sem okkar fjölskylda átti ekki bíl. Það var reyndar með ólíkindum hve marga bíllinn sá rúmaði og alltaf tók Fiddi öllu tilstandinu með glöðu jafnaðar- geði. Og sveitin var auðvitað kölluð „Fiddasveit". Þarna gátum við leikið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.