Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 61

Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Árnað heilla ágúst, verður sjötugur Björn Björnsson, verslun- arstjóri í MR-búðinni, til heimiiis að Álftamýri 34, Reykjavík. Björn og frú Anna, kona hans, taka á móti gestum í Oddfellow- húsinu, Vonarstræti 3, föstudaginn 11. ágúst kl. 19.30-23. BRIPS tlmsjón riiiðmundur I’áll Amarson EINS og svo oft áður fær lesandinn að njóta þeirra for- réttinda að sjá allar hendur. En viðfangsefnið er eigi að síður snúið. Suður spilar sex tígla og fær út spaðagosa. Og spurningin er: Er hægt að vinna slemmuna með bestu vöm? Norður * KD764 ¥ K873 ♦ 73 + 102 Vestur Austur +G1095 +Á832 ¥D962 ¥G1054 ♦ 5 ♦ 1094 +D976 +G5 Suður +- ¥Á ♦ ÁKDG862 +ÁK843 Hættan er auðvitað sú að gefa tvo slagi á lauf, því inn- komuleysi bhnds gerir það að verkum að ekki er hægt að nýta slagina tvo á hjarta- kóng og spaða. Eða hvað? Kannski er mögulegt að nota vörnina sem stökkpall inn í borð. Þú leggur spaðakónginn á gosann og trompar ás aust- urs. Tekur svo tígul þrisvar og hjartaás, en spilar síðan laufás og smáu laufi! Ef aust- ur á slaginn á gosann verður hann að spila blindum inn á spaða eða hjarta og þá er spilið unnið. Og ekki dugir það vörninni að vestur hoppi upp með laufdrottningu, því þá verður laufátta suðurs að stórveldi, sem myndar gaffal með kóngnum á móti 97 vest- urs. Þótt þessi þraut sé á opnu borði er þetta vafalaust besta spilamennskan í reynd, því helsta von suðurs er 3-3 lega í laufi og þá getur ekkert sakað að reyna að nýta há- slagi blinds ef annar mót- herjinn á háspil annað í laufi. En spumingin í upphafi var þessi: Vinnst slemman með bestu vörn? Og svarið við því er neitandi, því ef austur leggur ekki spaðaás- inn á kónginn í íyrsta slag mun vömin alltaf hafa betur! En þá vörn er útilokað að finna nema á opnu borði. ÁRA afmæli. í dag, 9. ágúst, em áttræðir tvíbura- O V/ bræðurnir Jens Guðmundsson og Móses Guðmunds- son sjómenn. í tilefni dagsins taka þeir og fjölskyldur þeirra á móti gestum í veitingasalnum Catalinu í Hamraborg 11, Kópavogi, milli kl. 19.30 og 22.30 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. í dag, DU miðvikudaginn 9. ágúst, verður sextugur Hilmar Leifur Sveinsson, húsasmiður, Tryggvagötu 14b, Selfossi. Hann tekur á móti gestum á Hótel Sel- fossi, laugardaginn 12. ágúst kl. 20-23. ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudag- inn 10. ágúst, er fimmtug Hólmfríður S. Kristinsdótt- ir, Hraunbæ 172, Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Gunnar Christiansen. Þau taka á móti gestum á afmæl- isdaginn kl. 18 í safnaðar- heimih Fella- og Hólakirkju. I7A ÁRA afmæli. í dag, I V/ miðvikudaginn 9. ágúst verður sjötug Gerður Petra Ásgeirsdóttir, Birki- teig 4, Keflavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum 12. ágúst nk. kl. 15-18 í Kiwanishúsinu að Iðavöllum 3c, Keflavík. Alþjóðlegt stærðfræðiár Arið 2000 er alþjóðlegt stærðfræðiár. 27. september stendur Flötur samtök stærðfræðikennara fyrir Degi stærðfræðinnar. Þá munu vonandi sem flestir skólar landsins hafa stærðfræð- ina í fyrirrúmi. Flötur er með bækling í undirbúningi sem sendur verður í alla skóla. í honum verða hugmyndir að verkefnum til þess að vinna þennan dag. Þema dagsins verður rúmfræði. Þraut 12 Dagsetningin 31.03.93 (eða 31. mars 1993) erskemmtileg dagsetning af því að ef þú margfaldar saman daginn og númer mánaðarins þá færðu út 93 (ártalið). Getur þú fundlð það ár á tuttugustu öldinni sem hefur flestar sltkar dagsetningar? Svarviðþraut11. +333 + 777 1111 Hér ereu þrjár vefslóðir fyrir þá sem vilja spreyta http://www.ismennt.is/vefir/heilabrot/ sig á stærðfræði- http://syrpa.khi.is/~stae/krakkar.htm þrautuum: http://www.raunvis.hi.is/~stak/ UOÐABROT MARKÚS SKEGGJASON D. 1107 Ræsir lét af roðnum hausi Rínar sól á marfjöll skína. Yngvi helt í óðaströngum öldugangi skipum þangat; hlýða skalf, er hristi græðir hélug borð fyr Vinda görðum. Fjarðhnna óð fannir fast vetrliði rastar; hljóp of húna gnípur hvalranns íugtanni; björn gekk fram á fornar flóðs hafskíða slóðir; skúrörðigr braut skorðu skers glymgjötur bersi. STJÖRJVUSPÁ eftir Frances Drake LJÓN Þú ert sjálfstæður einstakl- ingur með ríka réttlætis- kennd, sem þú þarft að læra að fara betur með. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Þú þarft að velja þar í milli og finna þér svo farveg þar sem þú færð notið þín. Naut (20. aprfi - 20. maí) Ef ágreiningur rís upp meðal fjölskyldumeðlima þarf að komast að málamiðlun. Vertu skilningsríkur og hlustaðu vandlega á alla aðila. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Þú ert friðsæll og í góðu jafn- vægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Dekraðu við þína nánustu og sjálfan þig í kvöld. Krabbi (21. júní-22. júlí) Ef þú gengur fram fyrir skjöldu og lætur skoðanir þínar afdráttarlaust í ljós muntu undrast hversu marga skoðanabræður þú átt í raun ogveru. Ljón (23.júh'-22. ágúst) M Þú ert glaðlyndur og öll sam- skipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Nú er rétti tím- inn til að ganga að samninga- borði, en lestu smáa letrið vel. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Œ Gættu þess að taka engu sem sjálfsögðum hlut ella muntu iðrast þess síðar. Einbeittu þér að málum heimilisins og sýndu þar alla þá lipurð sem þú getur. Vog rrx (23. sept. - 22. okt.) A 4* Þú þarft eð reyna að nálgast verkefni þín úr annarri átt, því að öðrum kosti stefnir í að allt standi fast og þú komist hvergi áfram. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreynd- ir. Ef þú þarft að láta í minni pokann á annað borð skaltu umfram allt gera það með reisn. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AiO Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ást- vinar þíns. Taktu því við stjórnartaumunum er færi gefst og stýrðu málum í höfn. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir veru- lega á þohnmæðina. Láttu ekkert verða til að egna þig upp. Þú átt eftir að hafa bet- Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Þú veltir fyrir þér lífinu og til- verunni þessa dagana. Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar með þínum nán- ustu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) >%■*> Reyndu að gera þér grein fyrir vandanum og gerðu ekki úlfalda úr mýflugu. Þú hefðir gott af því að heyra hvað vin- um þínum finnst um málið. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísinaalegra staðreynda. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 61 CASCAMITE RAKAÞOLIÐ TRÉLIM ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 MATHYS^ Vatnsvörn STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ FILLC0AT ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ELÍZUBÚÐIN Skipholti 5 Útsala! Tilboð ÁOur kr. 19.900, nú kr. 5.900. Opið lau^arda^ frá kl. I0 - 16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.