Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þýska flugfélagið LTU flýgur beint til Egilsstaða Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá vinstri: Anton Antonsson, Terra Nova, Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs, og Axel Böttcher, LTU. Egilsstöðum - Allar líkur eru á að beint farþegaflug milli Egilsstaða og Diisseldorf í Þýskalandi verði viku- lega næstkomandi sumar. Að verk- efninu standa Ferðaskrifstofan Terra Nova sem umboðsaðili þýska flugfélagsins LTU, Atvinnuþróunar- félag Austurlands og Ferðaskrifstofa Austurlands. Áætlað er að ferðirnar verði farnar á tímabilinu júní til sept- ember og verður farkosturinn 180- 200 sæta Boeing- eða Airbusvél. Nú þegar er búið að tryggja sölu á 450 sætum til heimamanna eystra, en það var m.a. grundvallarforsenda þess að verkefnið gæti orðið að veru- leika. Axel Böttcher, yfirmaður alþjóða- sölusviðs LTU, kannaði nýverið að- stæður á flugvellinum á Egilsstöð- um. Honum var einnig kynnt ferðaþjónusta Austurlandsfjórðungs og átti hann fund með formanni Ferðamálaráðs og aðilum frá Terra Nova, Markaðsstofu Austurlands og Þróunarstofu Austurlands, Samtök- um sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, Ferðaskrifstofu Austurlands og bæjarstjóm Austur-Héraðs. í kjölfar fundarins þótti sýnt að vera- legar líkur væru á að um beint flug yrði að ræða strax næsta sumar, þar sem forvinna verkefnisins er nú langt komin. Böttcher kvað LTUreiðubúið að útvíkka samstarfið við Islendinga í ljósi jákvæðrar reynslu, en flugfé- lagið er nú þegar með reglubundnar ferðir milli Keflavíkur og Diisseldorf, Munchen og Hamborgar. Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs, sagði verkefnið falla mjög vel að þeim markmiðum Ferða- málaráðs að styrkja rekstrarstöðu ferðaþjónustufyrirtækja á lands- byggðinni og ná ferðafólki út á land á jaðartímabilum, s.s. júní og septem- ber. Markaðsráð, sem m.a. er skipað fulltrúum ríkis og ferðaþjónustu, mun eiga eftir að fjalla um verkefnið og ákveða með hvaða hætti komið verður að málinu. Undirbúningur að beinu flugi til Egilsstaða hefur staðið lengi og fjölmargir aðilar lagt hönd á plóginn til að það mætti verða að raunveru- leika. Rætt er um, að með því að opna nýja innkomuleið í landið austanvert, muni atvinnutækifæri í fjórðungnum aukast og Egilsstaðaflugvöllur kom- ast sterkar á kortið sem millilanda- flugvöllur. NS-7 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tviskiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið Kraftmiklir Sparidagar Dúndur tilboð frá konungi hljómtækjanna 525 DVD-spilari Spiiar Pal/NTSC AC-3/DTS verð kr, 39.900 stgr. DEH 2100 verð frá kr, 19.900 stgr. Stafrænt útvarp með 18 stöðva minni FM / MW / LW Geislaspilari • 4x40W magnari með RCA útgangi Aðskilinn bassi og diskant • Loudness Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu Lágmúla 8 530 2800 www.ormsson.is Menningarnótt í miðborginni Fjölskyldan á flugeldasýn- ingu og fleira Hrefna Haraldsdóttir Alaugardaginn kemur verður Menningamótt í miðborg Reykjavíkur haldin í fimmta sinn. Eins og jafnan er viðbúnaður mikill af þessu tilefni. Hrefna Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri Menn- ingamætur í miðborginni í annað sinn. Til hvers er efht tíl svona hátíðahalda árlega? „Markmið Menningar- nætur er að beina kastljós- inu að því fjölbreytta menn- ingarstarfi sem fram fer í borginni og vekja áhuga al- mennings á menningarvið- burðum. Upphaflegt mark- mið var líka að draga athygli að borginni í því skyni að fjölga ferðamönnum. Það hefur tekist mjög vel, því ferða- menn taka mikinn þátt í Menning- amótt miðborgar, jafnt innlendir sem erlendii’." - Nú er Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000, hefur það áhrif á Menningarnóttina í mið- borginni? „ Já, sannarlega. Framlag Menn- ingarborgar 2000 tíl Menningar- nætur er mjög glæsilegt. Sem dæmi má nefna furðufugla menn- ingai'borgarinnar, sem koma frá Bretlandi og munu verða á sveimi þennan dag. Ætlunin er líka að safna saman á nýjan leik fimm og sex ára bömum í borginni og fá þau til að syngja Þúsaldarljóð, sem þau sungu svo vel í sumar. Kela-vatna- meyjamar verða á tjöminni og fleiri atriði verða framlag Reykja- víkur Menningarborgar 2000.“ - Hver er söguleg forsenda þessarar Menningamætur í mið- borginni? „Anna Margrét Guðjónsdóttír, þáverandi ferðamálafulltrúi, lagði fram tillögu í ferðamálanefnd í árs- lok 1995 um að halda svona menn- ingamótt í kringum afmæMsdag borgarinnar 18. ágúst. Enda átti borgin 210 ára afmæM 1996. Þetta var samþykkt í nefndmni og borg; arráði og málinu var ýtt úr vör. f kjölfar þessa var mynduð stjóm Menningamætur í miðborginni, sem situr enn að mestu leyti óbr- eytt. Formaður hennar er Elísabet B. Þórisdóttir. Uppákoman á 210 ára afmæMnu þótti takast svo vel að ástæða þótti til að halda Menn- ingamótt í miðborginni árlega fyrsta laugardaginn eftir amæM borgarinnar." - Hvað viljið þið leggja höfuð- áherslu á í sambandi við þessa há- tíff! „Við viljum fyrst og fremst með þessari hátíð efla breiða þátttöku og frumkvæði þeirra sem vinna hvers konar menningarstarf í borginni. Hvort sem um er að ræða starf í hefðbundnum menningar- stofnunum, svo sem í leikhúsum, Mstasöfnum, bókasöfn- um eða þar sem tónlist er flutt. Einnig í kaffi- húsum, bönkum, versl- unum og ótal mörgum fleiri stöðum þar sem hægt er að vera með skemmtilegar uppákomur um leið og viðkomandi starfsemi er kynnt. Framkvæði þátttakenda hér í borginni hefur verið mun meira en á sambærileg- um hátíðum annars staðai- á Norð- urlöndum, þetta hefur verið kann- að. Þetta er á mjög skemmtilegu grasrótarstigi og að mestu leyti laust við alla sölumennsku og stefnt er að því að þannig verði það áfram. Þeir viðburðir sem era á dagskrá Menningamætur í mið- borginni era með ókeypis aðgangi ► Hrefna Haraldsdóttir fæddist 8. ágúst 1958 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1977, og BA-prófi í íslensku og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla íslands 1983. Hún er íslenskukennari við MH og hef- ur einnig sinnt ýmsum verkefn- um, svo sem dagskrárgerð fyrir Sjónvarp, sinnt leikhúsmálum og er nú framkvæmdastjóri Menningarnætur í miðborginni í annað sinn. Hrefna er gift Birni Brynjúlfi Björnssyni kvik- myndagerðarmanni og eiga þau samtals fjögur börn. og öllum opnir. Margir þeirra sem koma í miðborgina sækja alla jafna ekki menningarviðburði.Við leggj- um áherslu á að dagskráin sé fyrir aUa fjölskylduna. enda hafa heilu fjölskyldumar komið saman í bæinn þennan dag og dagskráin er miðuð við það.“ - Hvað með skuggahliðar svona skemmtana, drykkju ogólæti, hafa þau vandamál verið uppi? „Nei, við getum fullyrt að svo sé ekki. Þetta er fyrst og fremst skemmtun fyrir alla fjölskylduna og mikið af bömum í bænum. Upp- haflega var ætlunin að sýna já- kvæðar hUðar miðborgarinnar og að hægt væri að efna til skemmt- unar þar, án þess að hún breyttist í drykkjusamkomu. Þetta hefur að mínu matí tekist.“ - Hvað hefur margt fólk verið í bænum á þessari menningaruppá- komu borgarinnar? ,AMt að þijátíu þúsund manns hafa verið viðstaddir flugeldasýn- inguna sem er nokkurs konar há- punktur kvöldsins og fram fer að þessu sinni á hafnarbakkanum kiukkan 23.30. Lofa má að hún verður að þessu sinni með allra glæsilegasta móti - vonandi ógleymanleg þeim sem á horfa. Þess má geta að það er Orkuveita Reykjavikur sem býður borgarbúum til hennar. Umsjón með verkinu hefur Hjálparsveit skáta í Reykjavík, eins og mörg undanfarin ár. Á undan leikur Stórsveit Reykja- víkur, m.a. íslensk lög í nýjum út- setningum. Ragnhildur Gísladóttir syngui- með hljómsveitinni, sem skipuð er 22 mönnum. Samskip styrkja þennan tónMstarviðburð." -Fær borgin mikinn stuðning frá fyrirtækjum til þess að halda þessa hátíð að öðru leytfí „Já, það era nokkur fyrirtæki sem hafa stutt dyggilega við bakið á okkur, aðalstyrktaraðilar Menn- ingamætur í miðborginni em Landsbankinn og Visa.“ Viðburðir ókeypis og öiium opnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.