Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 ■* MINNINGAR GUÐJÓN GUÐMUNDSSON nú ekki allt alveg eins og það virtist ^mér í fyrstu. Ég lærði fljótlega að kunna að meta þá þekkingu á raf- orkumálum og sögu þeirra sem Guð- jón bjó yfir og deildi með mér þegar hin ýmsu málefni komu til umræðu. Aldrei kom ég þar að tómum kofun- um og varð það mér til mikils gagns. Ég er ekki frá því að hann hafi verið farinn að telja mig viðræðuhæfan um orkumálin hin síðari ár! Það er hartnær aldarfjórðungur síðan ég kom fyrst inn á heimili tengdaforeldra minna, Helgu og Guðjóns. Þar mætti ég hlýhug og vinsemd frá fyrstu tíð sem ég hef '*búið að æ síðan. Blessuð sé minning þeirra. Þorsteinn Hilmarsson. Með fáeinum orðum langar mig til að kveðja tengdaföður minn en honum kynntist ég fyrir 30 árum. Stuttu eftir að ég kynntist Helgu konu minni var mér boðið að heim- sælya foreldra hennar í Barmahlíð 6. Ogleymanleg er mér sú stund þegar hún kynnti mig fyrir þeim Guðjóni og Helgu Jórunni. Ákveðin, örugg, yfirveguð og um leið hlý framkoma Guðjóns vakti strax hjá mér traust og virðingu hans. Hjá Helgu Jórunni fann ég hlýju og vin- ■virhug í minn garð við fyrsta hand- tak. Hlýlegt, vel búið en látlaust heimili þeirra hjóna bar vott um að hér bjó góð fjölskylda. Eftir því sem samband okkar Helgu dóttur þeirra varð meira, kom ég oftar á heimili þeirra og varð það ávallt eins og mitt annað heimili. Að því kom að af örlæti sínu buðu þau hjónin mér að búa á heimili þeirra meðan við Helga stunduðum okkar nám. Mér leið afskaplega vel í risinu þar sem við Helga fengum afnot af tveimur ^ierbergjum sem þá voru nýuppgerð af Guðjóni á smekklegan máta. Lag- færingar, breytingar og endurnýjun í Barmahlíðinni voru alltaf í gangi. Guðjón gætti þess vandlega að öllu væri vel viðhaldið og sá oft um þá hlið málanna sjálfur enda margt til lista lagt og aldrei féll honum verk úr hendi. Ungur lagði Guðjón stund á raf- virkjun og lauk sveinsprófi í þeirri grein, þar með var lagður grunnur að lífsstarfi hans. Þar sem ég lagði einnig stund á rafmagnsfræði áttum við margt sameiginlegt. Báðir unn- um við við raflagnahönnun, hann í frístundum uppi á lofti við gamla teikniborðið. Oft áttum við Guðjón góðar stundir þar sem við slógum á -*’étta strengi eða ræddum raforku- mál hér á landi en hann var hafsjór fróðleiks um þau mál og þreyttist aldrei á að fræða mig. Guðjón hafði mikinn áhuga á garð- og skógrækt enda var garður- inn í Barmahlíðinni honum til mikils sóma. í Hveragerði átti fjölskyldan sumarbústað þar sem hún dvaldist oft á meðan Helga Jórunn var á lífi. Þar dvöldum við Helga og Brynja Sif dóttir okkar oft í góðu yfirlæti. Guðjón vann þá öllum stundum við að endurbæta bústaðinn eða við garðrækt en Helga Jórunn við inni- störfin ásamt garðvinnu. Af nógu var að taka, allar hugsanlegar grænmetistegundir voru settar nið- - <ur og oft var um tilraunastarfsemi að ræða. Guðjóni var ekki sama hvernig hlutirnir voru gerðir, lagði áherslu á gott verklag og nýtni. Reyndi ég að liðsinna þeim hjónum eftir megni og hafði ánægju af. Þarna í sælureitnum í Hveragerði áttum við margar góðar stundir saman þar sem stutt var í grínið og margar skemmtilegar sögur sagðar. Helga Jórunn lést árið 1982 eftir erfið veikindi og nokkrum árum seinna ákvað Guðjón að skipta um húsnæði. Það voru gæfuspor fyrir hann. Að Kópavogsbraut lb bjó hann til æviloka og var afskaplega ánægður með veru sína þar og sam- býlinga. Heilsuhraustur var hann og fór allar sínar ferðir á eigin bifreið allt til loka. Það var honum afar mik- ils virði. En nú hefur Guðjón stöðvað bílvélina, hann ekur ei lengur. Hann hefur kvatt okkur öll og lagt út á nýjar brautir. Kæri tengdó, takk fyrir allt. Megi hinn hæsti vera með þér nú og ævinlega. Thomas K. Kaaber. Elsku afi. Hvolsvöllur, Hólmavík, Borgar- nes. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar von var á ömmu og afa í Reykjavík í heimsókn. Engir gems- ar til að kanna hvernig sóttist ferð- in, en búið að reikna út áætlaðan komutíma og koma sér fyrir úti í glugga til að sjá þegar Saabinn renndi í hlað. Jafnan kom eitthvað spennandi upp úr töskum í þeim heimsóknum. Dýrmætastur var þó tíminn sem þið gáfuð okkur krökk- unum, þar sem jafnvel hversdags- verkin fengu á sig nýja og spenn- andi mynd. Barmahlíðin var mitt annað heim- ili fram eftir bernskuárunum. Ég man kvistaskápa sem teygðu sig út í hið óendanlega og upplýsta gos- brunninn í stofunni á jólunum. Fátt var þó meira spennandi en skrifstof- an hans afa. Þar ægði saman visku- bókum og ýmsum hlutum sem vís- indamaðurinn hafði viðað að sér gegnum tíðina. Þar var líka verk- færataskan góða. í hana var jafnan leitað þegar eitthvað var í ólagi, hvort heldur um var að ræða lausa viftureim, höktandi saumavél eða brotna lykkju á veiðistöng. Það var viðburður ef verkfærataskan hans afa bjargaði ekki málunum. Ekki má heldur gleyma öllum verkfærunum úti í bílskúr og garðtólunum, en garðyrkjan var einn þinn eftirlætis- starfi. Ég fékk að vera sérlegur að- stoðarmaður og handlangari í sum- arbústaðnum í Hveragerði og við hænsnakofasmíðar á Hólmavík. Mér þótti mikill heiður að því emb- ætti. Seinna þegar árin liðu fram sýndir þú mér og sagðir frá töfra- heimi rafmagnsins, sem þú hafðir heillast af ungur. Án vafa urðu þessi áhrif þín til þess að ég fékk snemma mikinn áhuga á vísindum og leynd- ardómum alheimsins. Umhverfið allt í kringum okkur geymir töfra, bara ef maður kann að koma auga á þá. Stundirnar með þér á bökkum Víðidalsár á Ströndum kenndu mér að meta bæði það stóra og smáa allt í kringum okkur. Stangveiðin varð að listgrein í þín- um félagsskap. Hvert andartak við árbakkann var til að njóta. Þrastar- móðir í næsta nágrenni nýbúin að plokka upp maðk til að færa ung- anum sínum, önd með ungapar á morgunsundi á lyngunni neðst í hylnum og hátt uppi hringsólar fálki í leit að bráð. Grös og mosi á leið okkar fengu sín sérheiti og hvalbak- urinn sagði sögur af jöklum til forna. Allt umhverfið tvinnaðist saman í eitt magnað leikrit. Jafnvel kóngulóin í lynginu hafði sínu mikil- væga hlutverki að gegna. Silfraður árbúinn var þó ávallt í aðalhlutverki. Hann bar að líta á sem jafningja og sýna fyllstu virðingu, og þolinmæði. Eitt sinn man ég þig búinn að bleyta nánast allar flugurnar í boxinu í Vörðuhylnum áður en þið funduð eina sem báðum líkaði. Eftir níutíu mínútna viðureign varð sá silfraði, 16 punda hængur, að játa sig sigrað- an. Hróðugir röltum við saman í veiðikofann það kvöldið. En auðvit- að hafði árbúinn oft betur, sem ég veit að þér þóttu ekki síður stundir til að gleðjast yfir. Á seinni árum áttum við saman stundir við Elliðaárnar, þar sem reynslan yfirvann jafnan æskufjör- ið. Þú sendir mér úrklippur um veiðimennsku og önnur áhugaverð málefni meðan ég stundaði fram- haldsnám mitt á Italíu. Eftir heim- komu tókum við upp þann sið að sækja heim kaffihús bæjarins. Var þar margt spjallað. Ekki alltaf sam- mála, væntanlega of líkir til þess nafnarnir. Þú fylgdist alla tíð vel með og kunnir jafnan að skilja á milli málefna sem vörðuðu framtíð lands og þjóðar og hversdagsþras- ins, sem fyllir síður fjölmiðlanna frá degi til dags. Við verðum að kunna að nýta þær auðlindir sem náttúran hefur gefið okkur, sagðir þú, en á sama tíma er mikilvægt að slíkt sé gert í sátt við allt umhverfi í kringum okkur. Af reynslu þinni af virkjunum og raf- væðingu á íslandi mátti ráða að lyk- ilatriði væri að við sjálf nýttum sem best þessa auðlind til uppbyggingar innlends atvinnulífs. Við megum heldur aldrei gleyma að góð hug- mynd í dag getur verið barn síns tíma á morgun. Þá er manndóms- merki að geta skipt um skoðun og færa hlutina aftur til betri vegar. Ég minnist t.d. umfjöllunar um urrið- astofninn í Efra-Sogi í þessu sam- bandi. Elsku afi, ég veit að hún amma er búin að undirbúa komu þína í ný heimkynni. Við eigum öll eftir að hittast þar um síðir, en þangað til bið ég þig fyrir bestu kveðjur til hennar ömmu. Guðjón Rúnarsson. Mig langar að minnast afa míns með nokkrum orðum sem án efa var annar af tveimur bestu öfum sem hægt er að finna. Mér til mikillar gæfu og gleði þá átti ég þá báða. Nú á ég engan, aðeins fallega minningu um tvo yndislega menn sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast. Mamma hringdi í mig fyrir um það bil þremur vikum þar sem ég var staddur á Ítalíu og tjáði mér að afi hefði greinst með krabbamein. Þetta kom mér mjög á óvart þar sem afi var nokkuð hress þegar ég kvaddi hann áður en ég fór til Italíu. Ég gerði mér vel grein fyrir því að hann myndi ekki eiga langt eftir og því vonaði ég hans vegna að hann fengi að fara fljótlega til ömmu án þess að þurfa að liggja lengi á spít- ala og glíma við sjúkdóm sinn. Það kom á daginn að tveimur vikum eftir að ég kom heim þá kvaddi hann þennan heim og ég veit að hann var mjög sáttur við það. Hann var svo hress allt sitt líf og til að undirstrika það var hann enn þá í umferðinni þremur vikum áður en hann kvaddi okkur. Við afi vissum samt vel að það væru til betri ökumenn en hann undir restina og af þeim sökum leyfði hann mér alltaf að snúa við bílnum sínum þegar hann kom heim í Brúnaland. Ef ég var heima þegar hann kom í heimsókn spurði ég hann hvort hann vildí ekki að ég sneri við bílnum fyrir hann áður en hann færi og gerði ég það af tveimur ástæðum. Sú fyrri að ég vildi ekki að afi þyrfti að eyða mörgum tímum í að koma sér út af bílastæðinu og síðari að mér var annt um bíla nágranna minna. En afi, hann orðaði þetta þannig: „fyrst þú hefur svona gam- an af því að keyra þá máttu alveg snúa bílnum við“. Síðan var það með tækjamanninn afa. Afi vildi alltaf vera vel tækjum búinn. Ég fór því í verslunarferð með honum fyrir nokkrum árum þegar hann keypti sér geislaspilara fyrir heimilið. Eg reyndi að kaupa tæki sem hafði sem fæsta takka þannig að það myndi ekki líta út fyrir að vera of flókið. Afi var alltaf mjög ánægður með tækið þó svo hann hafi sennilega ekki not- að það mikið því litla útvarpið var það sem hann notaði og gamla Guf- an hljómaði best í því. Afi lét ekki þar við sitja og keypti hann sér að sjálfsögðu myndþandstæki. Ég hjálpaði honum við að tengja það og kenna honum á það. Ég sagði hon- um síðan bara að hringja í mig ef hann þyrfti aðstoð með það. Afi var nú alltaf mjög séður og hann var ekki lengi að taka ljósrit af fjarstýr- ingunni og láta mér eintak í té, því þá gat ég leiðbeint honum i síma. Afi hringdi síðan í mig reglulega þegar hann var að fara að horfa á mynd- bandsspólu því þá fékk hann ekki réttu myndina á skjáinn og næstum því alltaf gátum við rákið okkur áfram í gegnum síma. Eitt skiptið undir lokin er þó mjög minnisstætt því þá hringdi afi og ég var staddur heima í Brúnalandi. Vandamálið var sem fyrr að fá mynd á skjáinn. Við fórum í smáatriðum yfir það hvernig sjónvarpið ætti að vera stillt og einnig myndbandstækið en án ár- angurs. Áfi taldi jafnvel að stilling- arnar hefðu eitthvað ruglast. Eftir tæplega klukkustundar samtal þeg- ar ég var búinn að tala um græna þríhyrninginn og rauða kassann á myndbandsfjarstýringunni og töl- urnar 1 til 9 á sjónvarpsfjarstýring- unni margoft þá bauðst ég til að fara til hans og stilla þetta fyrir hann sem hann glaður þáði. Þegar ég kom þá var auðvitað ekkert að tækjunum það þurfti bara að setja sjónvarpið á 9 eins og ég hafði sagt. Ég hafði nú smá gaman af öllu þessu því hann vildi nú aldrei beint viðurkenna að hann hefði hugsanlega ekki gert al- veg eins og ég sagði. Til að klára tæknimanninn afa þá nefndi hann það við mig fyrir nokkrum mánuð- um að hann væri að spá í að kaupa sér tölvu til að vera á Netinu. Við ræddum lengi saman um þessi mál- efni og kannski dró ég aðeins úr honum að kaupa sér tölvu því ég var pínu hræddur um að ég þyrfti J)á bara að flytja alveg inn til hans. Áð- ur hafði hann líka lítillega rætt um að fá sér GSM síma en í raun var tæknin orðin aðeins of mikil fyrir hann því hann ruglaði svolítið sam- an þráðlausum símum og GSM sím- um. En hann afi var svo yndislegur. Fyrir utan að vilja vera tækni- sinnaðir þá áttum við afi það líka sameiginlegt að hafa gaman af að smíða og ég hugsa að við hefðum getað skemmt okkur konunglega saman í einhverri af verkfæraversl- unum borgarinnar. Afi leitaði stund- um til mín á seinni árum ef hann þurfti að láta lagfæra eitthvað sem var orðið of fíngert íyrir hann eða að hann hafði ekki burði til að kljást við verkefnið þó svo að hann væri full- hraustur. Það var nú svo þannig með hann afa minn að hann var alltaf svo upp- tekinn að þegar hann hringdi í mig og vantaði aðstoð við að setja vetr- ardekkin í skottið á bílnum eða eitt- hvað annað þurfti ég alltaf og und- antekningalaust að finna einhvern tíma sem hentaði honum því dag- skráin var alltaf fullbókuð hjá hon- um þó svo að hann væri hættur að vinna. Sjálfur óskaði ég mér þess oft að ég gæti fundið mér svona mikið að gera á gamalsaldri. Varðandi ökumanninn afa eins og áður sagði keyrði hann alveg fram undir það síðasta. Það er ekki nema rúmt ár síðan hann endurnýjaði bíl- inn og fór ég þá með honum. í raun stóð mér ekki alveg á sama að hann væri enn þá að keyra en ég hugsa að ef hann hefði misst bílinn hefði hann ekki getað verið hamingjusamur því hann útréttaði meira en meðalstór fjölskylda útréttar á degi hverjum. Þegar hann endurnýjaði bílinn síð- ast stóðu honum til boða tveir litir á bílinn. Annars vegar grár og hins vegar rauðbrúnn. Mér fannst pers- ónulega grái aðeins fallegri en ég hugsaði að flestir árekstrar yrðu þar sem bílarnir væru annaðhvort gráir eða hvítir og því fannst mér ekki á það bætandi að auka áhætt- una og studdi ég því afa heilshugar að fá sér dekkri bílinn. Frá mínum yngri árum á ég líka margar skemmtilegar minningar um afa og ömmu og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mínu. Frosti Reyr Rúnarsson. Vaktsíminn hringdi og færði sorgarfregn þar sem ég bjó mig undir högg dagsins á golfvellinum í Borgarnesi við yndislegar aðstæður á fríhelgi verslunarmanna, högg dagsins varð annað en ætlað var. Guðjón Guðmundsson, velgjörðar- maður minn og samferðamaður um langan lífsins veg í starfi og leik frá mótunarárum lýðveldisins Islands til þjóðfélagsbreytinga í núinu, er látinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. „Við lifum sem blaktandi blaktandi strá“. Þessi hending þjóð- skáldsins gefur okkur sýn á stöðu mannsins í náttúrunni, á leiksviði lífsins. Áreitið er allstaðar, gott og illt. Það er kannski þess vegna sem við verðum að halda fastar um ein- földu gildin í hinni kristnu siðfræði og móta skipti okkar við náungann með vonina að vopni. Vonin er okkar dýrasti fjársjóður. Vonin um að allt þetta sé til einhvers, var okkur gefin við upprisu frelsarans. Síðustu mán- uði tókst hann á við meinvarp, með von að vopni rétt eins og hann hafði tekist á við annað sem brimöldur lífsins höfðu brotið á hans brjósti. Guðjón birtist mér á þessum mánuð- um eins og æði oft áður, sem hinar hörðu bergsnasir hinna íslensku strandar sem ólgusjóar virðast ekki geta brotið bara breytt til að taka betur á móti öldunni. En um leið sem maður hlýrra en mikilla tilfinn- inga, maður sem gat fundið til en borið harm með reisn. Vonin er fjár- sjóðurinn í lífi okkar kristinna manna, hún er uppspretta gleðinn- ar, viðnám vonbrigða og kenndin sem fjarlægir tár úr hvarmi og orkugjafi lífsins er vonin sem frels- arinn gaf okkur um bjartan vett- vang að lokinni lífsgöngu. Fyrir mér varð þarna á golfvellin- um sem dökkir skuggar byrgðu sýn til samtíðar við þessa frétt en mynd- ir fortíðar runnu fram. Fyrsta þegar ég átján ára unglingurinn skjálfandi af kvíða opnaði skrifstofudyrnar hjá RARIK til að biðja um vinnu og var vísað til virðulegs myndarmanns sem tók á móti slíkum beiðnum. Guðjón Guðmundsson kom mér þá verulega á óvart, hann talaði til mín eins og ég væri virðulegur og veru- lega þroskað fullorðið karlmenni, en ekki eins og verkstjórarnir á bryggjunni þar sem við stóðum á þessum árum í biðröðum til að fá vinnu eða snarvitlausir skipstjórn- armenn í veiðiæði þegar maður var að reyna að sjóast. Þarna á golfvell- inum 47 árum síðar rann það upp fyrir mér að sennilega hefði ég alltaf haft Guðjón í huga sem hinn sanna „gentleman" í samferðahópi mínum, sannan heiðursmann sem með sinni virðulegu framkomu var leiðarljós fyrir okkur hina sem vorum að þjóna fólkinu í landinu. Já Guðjón var einn af þessum sérstæðu boð- berum birtu og vinarþels, sem aldrei þarf að „kveikja" á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp allt þeirra umhverfi. Virðuleg góðvild Guðjóns og einstök framkoma létti göngu samferðamanna um grýtta vegi lífsbaráttunnar og að erfiðum verk- efnum. Þjóðskáldið Davíð segir í einni ljóðlínu: „En stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna.“ Og myndirnar urðu fleiri og fleiri. Lífsstarf Guðjóns var að kveikja ljós um allar landsins byggðir, berj- ast við ofurefli fjárveitingavaldsins til að fá rétta eldsneytið, peningana, sem til þurfti til að hægt væri að kveikja ljós langt inni til dala og frammi á ystu nesjum. Já, verkefnið var hvorki meira eða minná en að rafvæða ísland. Það var gaman að upplifa þetta ævintýri og starfa með, ekki síst vegna þeirrar festu sem Guðjón Guðmundsson skapaði um fyrirtækið RARIK, hann mótaði og skóp, gerði samninga og skapaði -I Vesturhlfð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.uifor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins meó þjónustu allan T sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja \ UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.