Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
1
w
ÞRÁVIRKU EITUREFNIN
DÍOXÍN OG FÚRAN
í GREIN þessari
mun ég fjalla um
díoxín, uppruna og
fyrirkomu þess í um-
hverfinu. Einnig mun
ég fjalla um inntöku-
leiðir efnisins, eitur-
virkni og helstu eitur-
áhrif sem vitað er að
díoxín getur valdið.
Eg mun gera lauslega
grein fyrir viðbrögð-
um umhverfis- og
heilbrigðisyfírvalda á
vandamálinu.
Díoxín eru talin til
eitruðustu efna sem
finna má í umhverf-
inu. Til eru 75 gerðir
af díoxíni og er eiturvirkni þeirra
mismikil. Sú gerð sem talin er vera
eitruðust er 2,3,7,8-tetraklóródí-
benzó-p-díoxín, sjá mynd. World
Health Organisation (WHO) og
US-Environmental Protection Ag-
ency (US-EPA) hafa skilgreint
kerfi þar sem aðrar gerðir af
díoxíni eru miðaðar við þá eitruð-
ustu og eru niðurstöður rannsókna
jafnan kynntar sem TEQ (toxic
equivalence) í samræmi við þessi
kerfi. Fúran er efni sem líkist
díoxíni og er það jafnan til staðar
þar sem díoxín er að finna. Díoxín
og fúran koma frá sömu uppsprett-
um og hegða sér með svipuðum
hætti í umhverfinu.
Fúranar eru 135 tals-
ins og rétt eins og fyr-
ir díoxín hafa verið
skilgreind TEQ kerfi
þar sem minna eitrað-
ar tegundir efnisins
eru miðaðar við þá
eitruðustu, 2,3,7,8-
tetraklóródíbenzófúr-
an (sjá mynd). I text-
anum hér fyrir neðan
mun ég nota orðið
díoxín sem samnefn-
ara fyrir bæði þessi
efni.
Uppruni
Flest umhverfiseit-
ur sem rekja má til manna hafa á
sínum tíma þjónað mönnunum með
einum eða öðrum hætti, t.d. kvika-
silfur úr hitamælum, PCB úr
spennaolíu, blý sem bætiefni í
bensín o.s.frv. Díoxín hefur þá sér-
stöðu að það er hvergi notað og er
engum til gagns.
Tilurð díoxíns má rekja til ým-
issa efnaferla þar sem klór kemur
við sögu. Til dæmis má nefna
framleiðslu á PVC plasti, klórgasi
og klórheldinna lífrænna leysiefna.
Díoxín má einnig rekja til sorp- og
spilliefnabrennslu. Díoxín er fyrst
og fremst til staðar í náttúrunni af
mannavöldum, þó eru einnig til
Díoxín eru talin til eitr-
uðustu efna sem fínna
má í umhverfínu. Berg-
ur Sigurðsson fjallar
hér um díoxín, uppruna
og fyrirkomu þess í
umhverfinu.
náttúrulegar uppsprettur efnisins,
t.d. skógareldar og sinubrunar. I
ljósi þess að díoxín er hvergi „vís-
vitandi" framleitt er magn þess í
umhverfinu mjög lítið miðað við
önnur umhverfiseitur. Mikil eitur-
virkni, jafnvel af völdum örsmárra
skammta, veldur umhverfis- og
heilbrigðisyfirvöldum um allan
heim engu að síður verulegum
áhyggjum.
Díoxín myndast við ófullkominn
bruna ef klór er til staðar í elds-
neytinu. Sem dæmi um þetta má
nefna sorpbrennslu þar sem PVC
eða önnur klórheldin efni koma
fyrir. Til þess að ná fullkomnum
bruna við brennslu á sorpi þarf að
uppfylla nokkur skilyrði. Þar má
nefna hátt hitastig, langa viðveru
gass í brunahólfi, góða blöndun
úrgangs og gnægð súrefnis. Díoxín
Bergur
Sigurðsson
Blaðauki í Morgunblaðinu laugardaginn 26. ágúst
í blaðaukanum eru kynntir þeir fjölmörgu námsmöguleikar sem eru í boði
fyrir þá sem vilja stunda einhvers konar nám eða sækja námskeið í vetur.
Pantið fyrir kl. 12
föstudaginn 18. ágúst!
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111.
AUGLÝSINGADEILD
Sími; llil • lít'fjloM’mi; Só'J lllfi • Ncti.iuf,;: auglWmbl.is
myndun í sorpbrennslu á sér stað
á yfirborði sviföskunnar fyrir til-
stuðlan málma (hvata) sem í henni
er að finna. Efnahvarfið er hvað
virkast við lágt hitastig, u.þ.b. 250-
700°C. Hröð kæling á útblásturs-
lofti er því mikilvæg í þessu sam-
hengi. Bæði í Evrópu og í Banda-
ríkjunum hafa umhverfisyfirvöld
hert losunarmörk verulega hjá
sorpbrennslum til þess að sporna
við útblæstri á díoxíni.
Brennsla á sorpi við opinn eld
uppfyllir engin af þeim skilyrðum
sem upp voru talin hér að ofan.
Einkennandi fyrir opinn eld er lágt
hitastig, léleg blöndun, staðbundin
súrefnisskortur og mikil svifaska.
Því má telja að sú opna brennsla á
sorpi sem tíðkast hefur á íslandi
um langt skeið sé ein af helstu
uppsprettum efnisins hér á landi.
Fyrirkoma í umhverfinu
Díoxín er nánast óleysanlegt í
vatni og er því aðeins að litlu leyti
að finna á uppleystu formi. Setlög í
sjó eru ein af helstu „birgðastöðv-
um“ díoxíns. Umtalsvert magn
díoxína má finna í setlögum á sjáv-
arbotni við svæði þar sem klór-
neytandi stóriðja, t.d. pappírsbleik-
ing, losar óhreinsað vatn til sjávar.
Díoxín er að mestu leyti að finna á
yfirborði agna og má því með botn-
fellingu og síun fjarlægja veruleg-
an hluta díoxíns úr menguðu stór-
iðjuvatni fyrir losun þess til sjávar.
Díoxín brotnar mjög hægt niður í
setlögum og er jafnvel talað um
helmingunartíma í árhundruðum.
Helsta niðurbrotsferli díoxíns er
við ljósrof af völdum útfjólublárra
geisla. Vegna eðlisefnafræðilegra
eiginleika er díoxín í andrúmslofti
jafnan bundið við yfirborð agna af
ýmsu tagi, þar má nefna sót, svif-
ösku og ryk. Það að díoxín er
bundið við rykagnir hindrar að
verulegu leyti ljósrof. Díoxín á
rykögnum getur borist langar leið-
ir með vindi.
Díoxín er einnig að finna í jarð-
vegi, einkum í nálægð við upp-
sprettur efnisins, t.d. umhverfis
sorpbrennslustöðvar. Vegna þess
hve efnið getur ferðast með vindi
er það einnig að finna lengra frá
uppsprettunum en þá í lægri styrk.
Helstu inntökuleiðir
Díoxín getur komist inn í lík-
amann með innöndun á menguðu
lofti, húðsnertingu og með fæð-
unni. Inntaka með fæðu er lang
mikilvægasta inntökuleið efnisins
hjá þorra fólks. Innöndun og húð-
snerting getur verið af þýðingu
fyrir einstaka hópa sem eru í ná-
inni snertingu við efnið.
Ein af afleiðingum þess að
díoxín er að finna í setlögum sjáv-
ar er að neysla sjávarafurða er ein
helsta inntökuleið efnisins. Díoxín
er vatnsfælið efni sem safnast fyrir
í fituvef. Eins og önnur fituleysan-
leg þrávirk efni ferðast díoxín í
fæðukeðjunni og er styrkur efnis-
ins hár í fituvef dýra sem eru ofar-
lega í fæðukeðjunni. Díoxín er
einnig hátt í fituvef dýra sem eru í
nánu sambandi við sjávarbotn, t.d.
í lifur botnfiska.
Díoxín er einnig að finna í feit-
um spendýraafurðum, eins og t.d.
mjólk. Það á þó einkum við ef
landbúnaðurinn er í nágrenni
díoxín uppsprettu. í Noregi kom
nýlega upp díoxín vandamál í
tengslum við brennslu hjá Sande
Paper Mills. Verksmiðjan er stað-
sett í landbúnaðarhéraði og hafa
bændur á svæðinu áhyggjur af
málinu, sjá nánar www.aftenpost-
en.no/nyheter/okonomi/
dl48923.htm. Rétt eins og önnur
spendýramjólk er móðurmjólkin
feit og getur hluti af uppsöfnuðu
díoxíni í líkama móður færst yfir í
ungbörn á brjósti.
Eiturvirkni og eituráhrif
af völdum díoxíns
Fyrsta stóra díoxín slysið sem
höfundi er kunnugt um átti sér
stað í efnaverksmiðju í Seveso á
Ítalíu á miðjum áttunda áratugn-
um. I kjölfar slyssins varð vart við
útbrot á húð, sjúkdómur sá nefnist
chloracne. í Víetnamstríðinu not-
uðu Bandaríkjamenn eitrið agent-
orance til þess að eyða laufi af
trjám skóganna. Fjölmargir
bandarískir hermenn sem börðust
í Víetnam hafa þjáðst af chloracne
og er talið að díoxín innihaldið í
agent-orance sé ein af orsökum
þess.
I seinni tíð hafa menn komist að
því að díoxín veldur margskonar
kvillum öðrum en áðurnefndum út-
brotum. Af helstu áhrifum sem
greinst hafa í tilraunadýrum og/
eða mönnum má nefna krabba-
mein, lækkun á testasteróni og
fækkun sæðisfruma, lifrarskemmd-
ir og neikvæð áhrif á miðtauga- og
ónæmiskerfið. Fóstur dýra og
manna eru viðkvæm fyrir díoxíni
og getur skaði átt sér stað á fóst-
urstigi hafi móðir orðið fyrir díoxín
mengun fyrir meðgöngu eða með-
an á meðgöngu stendur.
Frá umhverfisyfirvöldum
Díoxín hefur valdið heilbrigðis-
og umhverfisyfirvöldum vestrænna
ríkja töluverðum áhyggjum. Los-
unarmörk hafa verið hert til muna
og mengunarvaldar skikkaðir til
þess að koma fyrir mengunar-
varnabúnaði og herða innra eftir-
lit.
Til eru fordæmi fyrir því að
díoxín mengun geti haft í för með
sér bann við fiskveiðum á svæðum
í nágrenni við uppsprettur. Það
sama gildir um svæði þar sem
styrkur annarra þrávirkra eitur-
efna, t.d. PCB, er hár, sjá mynd af
skilti við suðurströnd Kaliforníu.
Þrávirkni efnanna veldur því að
slík bönn vara lengi. Rekstur
brennslustöðvar við áðurnefnt
norskt fyrirtæki, Sande Paper
Mills, var á dögunum stöðvaður af
Statens forurensningstilsyn (SFT)
enda fór útblástur á díoxíni tutt-
ugufalt yfir sett losunarmörk og
innra eftirliti fyrirtækisins var
ábótavant.
I verkefnaskrá umhverfisráðu-
neytisins (1999-2003) kemur fram
að sérstök áhersla skuli lögð á
vöktun á styrk þrávirkra efna í sjó.
I ársskýrslu mengunarvarna-
sviðs fyrir 1999 kemur fram að
Hollustuvernd ríkisins stefni að
undirritun alþjóðasamning um
bann við losun ákveðinna þrá-
virkra efna, þ.á m díoxín. Stefnt er
að því að ljúka við gerð fyrsta
hluta samningsins á þessu ári.
Nýlega lögðu bandarísk um-
hverfisyfirvöld fram skýrslu þar
sem dregin er sú niðurstaða að los-
un á díoxíni sé jafnvel enn hættu-
legri en talið hefur verið til þessa.
Aukin þekking á eituráhrifum
díoxína hefur leitt til þess að WHO
hefur hug á að lækka viðmiðunar-
mörk í matvælum um allt að 90%.
Evrópusambandið er þessa dag-
ana að vinna að tilskipun sem fjall-
ar um takmarkanir á þrávirkum
efnum í dýrafóðri. Ljóst er að gild-
istaka þessarar tilskipunar mun
hafa áhrif á fiskimjölsframleiðslu
hérlendis.
Umhverfismál eru þessa dagana
alltaf að komast ofar á blað í sam-
félagi okkar. Augu okkar eru
smám saman að opnast og við er-
um að gera okkur grein fyrir því
að lifnaðarhættir neyslusamfélags-
ins og sú fólksfjölgun sem átt hef-
ur sér stað hefur umtalsverð áhrif
á náttúruna. Eg ætla að ljúka
þessum pistli á þeim fleygu og sí-
gildu orðum: „Við eigum ekki jörð-
ina, við höfum hana að láni frá
börnum okkar.“
Lifið heil.
Höfundur er með M.Sc.-gráðu í um-
hverfisefnafræði frá Háskólanum í
Ósló og starfar við mengunarvamir
hjá Heilbrigðiseftirliti Suðumesja.