Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 37,
Hvað er eitt fótbrot á móti fegurð kóngaliljunnar?
LILJUR
ÁGÚSTMÁNUÐUR er aðal-
blómgunartíminn hjá liljum í ís-
lenskum görðum. Það er ekki svo
að skilja að liljurnar séu mest
áberandi blómin í garðinum, til
þess eru þær allt of lítið ræktaðar.
Það er af sem áður var þegar eld-
lilja óx í öðrum hverjum reykvísk-
um garði, en hún
hefur líklega verið
ræktuð á Islandi í
liðlega 100 ár.
Liljur eru í huga
margra sérstök há-
tíðablóm. Þær hafa
verið ræktaðar frá
ómunatíð, en heima-
lönd þeiira eru á
norðurhveli jarðar,
nokkrar eru upp-
runnar í Mið- og
Suður-Evrópu, en
mun fleiri í Litlu-
Asíu, á svæði Sovét-
ríkjanna sálugu, A-
Asíu og N-Ameriku,
en alls munu til ná-
lægt eitt hundrað
tegundir lilja, auk ótal margra
ræktunarafbrigða.
Liljan var í miklum metum hjá
Egyptum til forna. Til eru meira
en 4.000 ára gamlar egypskar
myndir, sem sýna liljuakur og fólk
að uppskerustörfum. Hvort Grikk-
ir kynntust liljuræktun gegnum
Egypta eða Fönikíumenn, sem
voru miklir sæfarar og kaupmenn
á Miðjarðarhafi, skal ósagt látið,
en til eru vasar frá Krít frá því
1600 f.Kr. með liljumunstri og
Homer dásamar liljuna í kvæðum
sínum. Liljan á að hafa skreytt
musteri Salomons, en gyðingar
kölluðu liljuna „susan“, sem end-
urspeglast í kvenmannsheitinu
Súsanna, sem táknar víst hin
hreina, hin fagra.
Rómverjar hrifust líka af þessu
fagra blómi, en það var madonnu-
liljan, eða Lilium candidum, sem
vai’ ræktuð í löndunum umhverfis
Miðjarðarhafið. Þeir kölluðu lilj-
una Rós Júnó, en Júnó var þeirra
æðsta gyðja. Rómverjar áttu stór-
an þátt í útbreiðslu madonnulilj-
unnar, því talið var að hún hefði
mikinn lækningamátt og væri sér-
staklega græðandi.
Þannig dreifðist ma-
donnuliljan með róm-
verskum hersveitum
hvert sem þær fóru og
ílentist þar sem vaxt-
arskilyrði voru hag-
stæð. Rómverska
skáldið Vergil gaf lilj-
unni fylginafnið cand-
idum, sem táknar
hvítur og undir heit-
inu hvíta liljan var lilj-
an þekkt í Evrópu
fram á 19. öld, þegar
aðrar hvítar liljur
urðu algengar. Ma-
donnulilju-nafnið er
því tiltölulega ungt að
árum, en í kristinni
trú varð þessi lilja tákn guðsmóð-
ur. Tengsl Lil. candidum við Maríu
mey má rekja til helgisagnar um
upprisu hennar, sem er talin vera
frá 2. öld. Þar segir, að þegar graf-
ar Maríu guðsmóður var vitjað
þremur dögum eftir dauða hennar,
hafi líkami hennar verið horfinn en
gröfin verið full af rósum og liljum.
Liljan er því áberandi í kaþólskri
kirkjulist.
Trúin á lækningamátt lilju-
blómsins er líklega upprunnin hjá
Egyptum, en vitað er að úr blóm-
unum var pressuð olía, sem var
notuð í þeirra finustu smyrsl. Hinn
frægi læknir Hippokrates, sem var
uppi um 400 f.Kr. talar sérstaklega
um egypska liljuolíu.
Ti’úin á lækningamátt hvítu lilj-
unnar og líklega liljublóma al-
mennt fylgdi með hjá kristnum
mönnum og hvíta liljan varð ásamt
ýmsum öðrum lækningajurtum
mikilvæg planta í jurtagörðum
klaustranna. Það er sjálfsagt
þannig sem liljuræktun hefur bor-
ist til Norðurlanda. Til er jurtabók
eftir danskan munk, sem hét Hin-
rik hörpustrengur og lést 1244.
Þar nefnir hann lilju, sem dugi mót
hrukkum í andliti og margvíslegu
smiti. Hér með lýsi ég eftir lilju-
hrukkukremi, framleiðsla þess
gæti sjálfsagt verið vænleg auka-
búgrein og nægir viðskiptavinir.
Á 16. öld voru ekki margar lilju-
tegundir ræktaðar í Evrópu. Þó er
vitað, að auk hvítu liljunnar eða
madonnuliljunnar voru ræktaðar
eldlilja og túrbanlilja.
Þegar nýi heimurinn opnaðist
fyrir Evrópubúum komust þeir í
kynni við áður óþekkta flóru. Eins
bárust margar jurtir frá Asíu.
Sannkallað lilju-æði greip um sig á
19. öld og þá upphófst ræktun
margra nýrra tegunda, eins og tíg-
urlilju, gullbandalilju og kónga-
lilju, sem eru vinsælar enn í dag.
Fundur kóngaliljunnar Lil.
regale varð sögulegur. Einn fræg-
asti plöntusafnari Breta E.W. Wil-
son fann hana í afskekktum kín-
verskum fjalladal skömmu eftir
aldamótin. Þar lét hann safna
7.000 laukum sem senda átti til
Bandaríkjanna. Á einstigi út úr
dalnum varð hann fyrir grjóthruni
og fótbrotnaði illa. Það var svo sem
nógu slæmt, en lest með múlösn-
um varð að komast eftir stígnum í
sömu andrá, svo Wilson var snúið
hornrétt á einstigið og asnarnir
stikuðu yfir hann. Eins og fyrir
kraftaverk steig samt enginn asn-
anna á hann, en haltur var Wilson
til æviloka, en hann taldi kóngalilj-
una fyllilega þess virði. Af þessum
7.000 kóngaliljulaukum eru allar
kóngaliljur heimsins komnar.
S.Ifl.
BLOM
VIKUMAR
440. þáttur
llmsjón Sigríður
lljarlar
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
MÖRKINNI 3 • SÍMI 588 0640
Til sölu
mjög gott 107 fm SQ einingahús til flutnings
Hentar vel sem t.d. íbúð-
arhús, skrifstofuhúsnœði,
aðstaða fyrir félagasam-
tök o.fi.
Uþplýsingar í síma 899 8850.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. ágúst 2000.
1. flokkur 1989: Nafnverð: InnLausnarverð:
500.000 kr. 1.337.996 kr.
50.000 kr. 133.800 kr.
5.000 kr. 13.380 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð:
500.000 kr. 1.181.286 kr.
50.000 kr. 118.129 kr.
5.000 kr. 11.813 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarveró:
1.000.000 kr. 2.373.490 kr.
100.000 kr. 237.349 kr.
10.000 kr. 23.735 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð: InnLausnarverð:
1.000.000 kr. 2.206.215 kr.
100.000 kr. 220.622 kr.
10.000 kr. 22.062 kr.
3. flokkur 1992: Nafnveró: InnLausnarverð:
5.000.000 kr. 9.736.076 kr.
1.000.000 kr. 1.947.215 kr.
100.000 kr. 194.722 kr.
10.000 kr. 19.472 kr.
2. flokkur 1993: Nafnveró: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 8.982.224 kr.
1.000.000 kr. 1.796.445 kr.
100.000 kr. 179.644 kr.
10.000 kr. 17.964 kr.
2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.888.311 kr.
1.000.000 kr. 1.577.662 kr.
100.000 kr. 157.766 kr.
10.000 kr. 15.777 kr.
3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarveró:
5.000.000 kr. 7.744.107 kr.
1.000.000 kr. 1.548.821 kr.
100.000 kr. 154.882 kr.
10.000 kr. 15.488 kr.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800
FUGLAHÚS
Garðprýði fyrir garða og sumarhús.
10 mismundandi gerðir.
PIPAR OG SAL
Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 36 Þ