Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 J. ...... MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GYÐA JÓHANNESDÓTTIR + Gyða Jóhannes- dóttir var fædd að Finnmörk í Vest- ur-Húnavatnssýslu 14. ágúst 1914. Hún lést á Landspítalan- um 24. júní síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Ak- ureyrarkirkju 30. júní. Nú farin ertu, elsku ^ mamma mín. Nú má í friði, hvílast sálin þín. Og skoða horfín heimkynni sín, hvflast rótt, hvflast rótt, hvílast rótt. Þetta ljóð er eftir Sæmund bróð- ur þinn, en það orti hann til móður sinnar, og fóstru þinnar, þegar hún lést. Ekki kom mér til hugar, þegar þú komst að heimsækja mig á sjúkrahúsið að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn, þó vissi ég að lífið héngi á bláþræði sem gæti slitnað hvenær sem væri. Þú varst ótrúlega dugleg kona, með stórt heimili, 10- 20 manns. Þú saumaðir skyrtur og buxur, prjónaðir sokka og peysur. .tJsTætumar voru notaðar vel, sér- staklega til að baka fyrir jólin og þá voru bakaðar 15-20 sortir, og þá alltaf þegar allir aðrir á heimilinu voru farnir að sofa. Að fara með þér í bæinn síðustu ár var ekkert fyrir mig. Þú hljópst upp og niður tröppurnar hjá Sigga Gumm, dansaðir inn í Kaupfélagið og ég á eftir eins og lafmóður hundur. Þú mátaðir hverja flíkina eftir aðra en ég aftur á móti hékk fram á búðar- borðið til að reyna að ná andanum eftir að hafa elt þig. Við fórum tvisvar sinnum saman til Reykjavíkur síðustu ár, en þú gast ekki hugsað til þess að ég væri að fara þessar ferðir ein á bílnum. Oft er búið að hlæja að þessum ferðum okkar, því ef eitthvað hefði komið fyrir, hefði hvorug okkar getað gert nokkuð. Spilamennska var líf þitt og yndi, það er ekki langt síðan þú sast 9 tíma við spila- mennsku og fórst létt með. Ég var búin að ákveða að fara með þig til Mývatnssveitar og borða silung á afmælinu þínu en það fær að bíða betri tíma, eða þegar við hittumst hinum megin, „gamla mín“, eins og ég kallaði þig alltaf. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Hólmfríður (Lilla). Opið hús í dag HRAUNBÆR 58,1. HÆÐ Nýkomin í sölu falleg og mikið endurn. 114 fm íbúð á 1. hæð í nýstandsettu fjölb. Vestur- og austur- svalir. Rúmgóð herb. Glæsilegt eldhús. Áhv. 5,4 millj. húsbréf 5,1%. Verð 12,4 millj. Örn og Kristjana taka á móti ykkur í dag frá kl. 14.00 og 16.00. <UMU<5ZMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 Stekkjarhvammur — Hafnarfirði Höfum fengið í einkasölu þetta glæsilega endaraðhús í Hvömmunum í Hafnarfirði, ca 206 fm með bflskúr. Glæsilegt hús á einum vinsæl- asta stað í bænum. Verð tilboð. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar eða í síma 897 4788 (Stefán). ^gFasteignasala, áflp'Strandgötu 25, Hfj. ■ N Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Sími 555 1500, bréfsími 565 2644 Netfang: stefanbj@centrum.is. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is 3L ^mbl.is 4LI.WF 67777/U54Ö rJ'Ýrn EYJÓLFUR JÓNSSON + Eyjólfur Jónsson fæddist á Flat- eyri 2. ágúst 1917. Hann lést á Sjúkra- húsi ísafjarðar 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Flateyrarkirkju 12. ágúst. Það er einkennilegt hvernig maður tengir fólk í huga sér. Suma tengir maður við starf þeirra, aðra við fæð- ingarstað þeirra, enn aðra við maka. En það fyrsta sem flýgur um huga minn þegar ég minn- ist móðurbróður míns, hans Eyjólfs Jónssonar, er virðing. Það orð stendur upp úr og lýsir honum í einu orði; virðuleiki hans, sú virðing sem ég bar fyrir honum. Enda var Eyj- ólfur vandur að virðingu sinni og allt fas hans bar þess merki; hann var hár og reistur maður sem dró að sér athygli samferðamanna sinna þótt hann væri ekki að sækjast eftir því. Hann stóð eins og klettur í mannhaf- inu, fámáll en athugull á umhverfi sitt og lét sér sjaldan bregða en þegar hann sagði eitthvað var tekið eftir því enda orð hans vel ígrunduð og sönn, fyrst og fremst sönn. Éyjólfur fór aldrei með fleipur enda nákvæmn- ismaður í hvívetna og vildi hafa það sem rétt- ara reynist eins og glöggt kemur í Ijós ít- arlegu ritverki hans „Slysasaga Vestfjarða“ sem hann safnaði sam- an og gaf út þótt kom- inn væri af besta aldri. Eyjólfur var tíður gestur á bernskuheimili mínu. I starfi sínu sem verðlagseftirlitsstjóri á Vest- fjörðum þurfti hann að fara víða og birtist því iðulega óvænt og var horf- inn fyrr en varði. Hann dvaldi líka einatt hjá foreldrum mínum yfir jól- in eða aðra hátíðardaga og það var ekki laust við að það sljákkaði í há- væram leik okkar barnanna þegar hann var í heimsókn, stilling hans og virðuleiki dró niður í skarkalnum; það var ekki hægt að vera með læti nálægt honum. Eyjólfur dillaði ekki börnum, hann brá sjaldan svip en lyfti brúnum þegar hann gladdist yf- ir sakleysi barnshugans og brá fyrir brosi í munnvikunum yfir uppátækj- um þeirra. Því hef ég best kynnst í samskiptum hans og sonar míns hve Eyjólfur var í raun bamelskur. Son- ur minn, Eyþór, er svo gæfusamur að eiga sama fangamark og frændi hans og þess hefur hann löngum fengið að njóta. Frændi var iðulega að gauka að honum einhverjum gjöf- um með fangamarkinu E.J. eins og bréfahníf af hreindýrshorni og ýmsu öðra. Og þeir áttu margar góðar samverustundir hvort sem það var við vinnu úti í garði eða á leið út í búð að kaupa meðlæti með kaffinu. í augum sonar míns var Eyjólfur frændi hinn eini sanni afi og ég held að Eyjólfi hafi ekki mislíkað að láta barnið titla sig þannig enda má segja að Eyþór beri nafn hans sem og nafn bróður hans, Þóris heitins sem fórst með vélbátnum Mumma undan Vestfjörðum fyrir hartnær fjörutíu áram. Eyjólfs er sárt saknað og hann skilur eftir sig tómarúm sem aldrei verður fyllt en minning hans lifir, virðing mín fyrir honum mun aldrei þverra. Ég segi, sæll að sinni, kæri Eyjólfur minn, við hittumst fyiir handan. Ágústa og Eyþór. PÉTURJÓN STEFÁNSSON + Pétur Jón Stef- ánsson fæddist á Ólafsfirði 22. apríl 1909. Hann lést 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkróks- kirkju ll.ágúst. Jæja, elsku afi minn, nú ert þú kom- inn á betri stað þar sem þér líður miklu betur, en það verður erfitt fyrir mig að sætta mig við að þú komir ekki aftur. Þeg- ar Regína systir hringdi í mig á sunnudagsmorguninn og sagði mér að þú værir dáinn komu margar minningar upp í hugann og ég fór að hugsa um það þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu og þú gafst þér alltaf tíma til að setj- ast niður með mér og spila eða búa til ka- stala úr spilunum og auðvitað færði amma mér ís eða nammi! Þú varst alltaf svo góður og dekraðir mikið við okkur barnabörnin þín.Þú varst líka alltaf svo glaður og vildir engum illt. Um jólin 1997 veiktist þú fyrst og það var skrítið að geta ekki komið hvenær sem er og spilað við þig. Þú veiktist alltaf meira og meira og svo fyrir ári héldum við að þetta væri að taka enda hjá þér en svo var ekki, þú gafst ekki svo auðveldlega upp en þó veiktistu meira og meira. Síð- ustu dagarnir voru langerfiðastir, þú svafst í rúmlega þrjá sólar- hringa áður en þú fórst og við vissum alveg að nú væri þetta að enda hjá þér en maður var samt engan veginn tilbúinn að leyfa þér að fara. En vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, hvíldu í friði og bið ég guð að blessa þig, elsku afi minn. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, ég vil votta þér mína dýpstu samúð og segja þér að mér þykir ofsalega vænt um þig. Guð veri með þér. Þín sonardóttir, Sylvía Dögg Gunnarsdóttir. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakl- ing birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐRÚN SIGRÍÐUR KONRÁÐSDÓTTIR + Guðrún Sigríður Konráðsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1919. Hún lést á Land- spítalanum - há- skólasjúkrahúsi f Fossvogi 11. júlí síð- astliðinn. Guðrún var jarðsungin í kyrrþey frá Foss- vogskapellu 18. júlí. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar Guð- rúnar S. Konráðsdóttur eða henn- ar Dúnu í Hlíðargerðinu. Ég var átta ára gömul þegar ég flutti á Sogamýrarblettinn og byrjaði í Breiðagerðisskóla. Fljótlega kynntist ég æskuvinkonu minni henni Auði dóttur hennar og höf- um við verið vinkonur æ síðan þó höf og lönd hafi skilið okkur að. Það var oft notalegt að sitja við eldhúsborðið í Hlíðargerðinu, en þar áttu Dúna og Pétur með allan barnaskarann lengst af heimili. Við Auður sátum oft og spjölluðum við Dúnu um allt mögulegt sem við vorum að bralla vinkonurnar og þrátt fyrir stórt heimili gaf Dúna sér alltaf tíma fyrir okkur og hafði lúmskt gaman af allri vitleysunni sem okkur gat dottið í hug og allt- af var stutt í hlátur- inn hjá henni. Það var einhvern veginn þann- ig, að við gátum alltaf sagt henni allt. Auður gifti sig ung eða 17 ára gömul eig- inmanni sínum og fluttist til Ameríku. Þrátt fyrir það datt kunningsskapur okk- ar Dúnu aldrei niður, hún fylgdist alltaf með mér í gegnum öll árin. Þegar sonur minn Stefnir var að- eins fimm mánaða bauð hún mér að hafa hann á með- an ég færi í heimsókn til Auðar, en þá bjó hún í Tampa í Flórída. Þetta var í byrjun ársins 1969. Þáði ég það og var hann hjá henni í góðu yfirlæti í þrjár vikur og er ég henni ævinlega þakklát fyrir það. Það var eins og það væri ekk- ert mál að bæta við einu barni. Nú þegar Dúna er farin er ég þakklát fyrir að hafa þekkt hana og eftir lifir minningin um góða konu sem yljaði mér oft um hjarta- ræturnar í þau 45 ár sem kynni okkar stóðu yfir. Ég votta Pétri og öllum ástvinum hennar samúð mína og bið Guð almáttugan að blessa þau öll. Særún Sigurgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.