Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ItoitjgiMiHflitoife
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HÓTEL VALHÖLL
A ÞINGVOLLUM
s
LÖGUM nr. 59 frá árinu 1928
um friðun Þingvalla segir svo í
1. grein: „Frá ársbyrjun 1930
skulu Þingvellir við Öxará og
grenndin þar vera friðlýstur helgi-
staður allra íslendinga."
í 4. gr. sömu laga segir: „Hið
friðlýsta land skal vera undir
vernd Alþingis og ævinleg eign ís-
lenzku þjóðarinnar. Það má aldrei
selja eða veðsetja."
I síðustu málsgrein 2. gr. lag-
anna segir: „Ekkert jarðrask,
húsabyggingar, vegi, rafleiðslur
eða önnur mannvirki má gera á
hinu friðlýsta svæði eða í landi
jarðanna Kárastaða, Brúsastaða,
Svartagils og Gjábakka, nema með
leyfi Þingvallanefndar.“
Það var óheppilegt að á árunum
1930 til 1945 var úthlutað allmörg-
um lóðum fyrir sumarbústaði við
Þingvallavatn í friðhelgu landi
þjóðgarðsins en þá ákvörðun verð-
ur að skilja í ljósi annars tíðaranda
en nú ríkir.
Hins vegar er ljóst hver stefna
Alþingis er í þessum efnum. Á fjár-
lögum ársins 1999 var í fyrsta sinn
að finna heimildarákvæði fyrir
Þingvallanefnd að kaupa upp sum-
arbústaði í landi þjóðgarðsins og
taka til þess nauðsynleg lán.
I samtali við Morgunblaðið í
marz 1999 sagði Sigurður Oddsson,
framkvæmdastjóri Þingvallanefnd-
ar, m.a.: „Ef bústaðir eru til sölu
hefur nefndin heimild til að ganga
inn í hæsta tilboð samkvæmt gild-
andi lóðaleigusamningum og þegar
hefur Þingvallanefnd notað for-
kaupsrétt sinn í einu tilviki."
Framkvæmdastjóri Þingvallan-
efndar bætir við: „ Þingvallanefnd
hefur áhuga á að kaupa upp þá
bústaði, sem eru næst Valhöll, til
að byrja með.“
Samkvæmt þessu virðist ljóst, að
Alþingi hefur markað þá stefnu að
smátt og smátt verði keyptir upp
þeir sumarbústaðir, sem standa við
Þingvallavatn í landi þjóðgarðsins.
Þegar litið er til sögu Þingvalla,
laga um þennan „friðlýsta helgi-
stað allra íslendinga“, sem skuli
vera „undir vernd Alþingis“ og
„ævinleg eign íslenzku þjóðarinn-
ar“, er auðvitað ljóst, að það er
óhugsandi með öllu, að Hótel Val-
höll geti orðið sveitasetur erlends
auðkýfings.
Um Hótel Valhöll segir í sér-
stakri umfjöllun Morgunblaðsins
hinn 14. marz á síðasta ári: „Frá
fyrri tíð er heimild í fjárlögum til
að kaupa Valhöll, sem er í eigu
Jóns Ragnarssonar og fjölskyldu.
Einhverjar viðræður hafa farið
fram undanfarin ár um kaup ríkis-
ins á Valhöll, en ekki hefur orðið af
samningum enn. Valhöll er illa far-
in og þarf að ráðast í miklar fram-
kvæmdir, ef húsið á að standa og
fjarlægja þarf skúrbyggingar, sem
standa við það.“
Nú er það auðvitað umdeilanlegt
hvort Valhöll á að standa en um
hitt verður ekki deilt, að á Þing-
völlum eiga ekki að vera til fram-
tíðar önnur mannvirki en þau, sem
eru í eigu íslenzku þjóðarinnar.
Þess vegna blasir það verkefni
nú við stjórnvöldum að gera þær
ráðstafanir, sem þarf til þess að
tryggja að svo verði. Það er ljóst
að í þessu máli eru mörg álitaefni,
sem snúa að lóðaréttindum, hlut-
deild ríkisins í eigninni, sem Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
hefur vakið athygli á, og skilmálar,
sem Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hefur bent á.
Svo er auðvitað til sá möguleiki
að nokkur stór fyrirtæki og ein-
staklingar taki höndum saman um
að kaupa þessa eign og færa hana
íslenzku þjóðinni að gjöf. Fordæmi
eru fyrir slíkum höfðingsskap.
Forystugreinar á sunnudegi
13. ágúst 1946: „Frá því nú-
verandi ríkisstjórn var
mynduð, hefir Framsókn
orðið ber að þeirri málefna-
fátækt, sem öllum lands-
mönnum hefir blöskrað.
Flokkurinn hefir rekið þá
pólitík, af fylstu hörku, að
skeyta ekki um málefni, láta
sig það eitt skifta, að vera á
móti öllu því, sem stjórnin
hefir gert, eða lagt til að
gert yrði.
Þetta mislíkar kjósendum,
bæði þeim, sem eru andvígir
Framsóknarflokknum, og
aldrei hafa fylgt honum að
málum, og eins fjöldamörg-
um hinna, sem greitt hafa
Framsóknarflokknum at-
kvæði bæði fyrr og nú.
Margir af þeim, sem greiddu
Framsókn atkvæði nú af
gömlum vana, gerðu það í
þeirri von, að flokkur þessi
hyrfi á næstunni frá villu
síns vegar, og sýndi það í
verki, sem Bernhard Stef-
ánsson nú talar um í grein
sinni, að setja málefnin ofar
mönnum.“
13. ágúst 1965: „Enginn þarf
að efast um friðarvilja
frjálsra þjóða og Banda-
ríkjastjórn hefur margítrek-
að óskir sínar um að taka
upp samningaviðræður um
Vietnam-málið. Enginn þarf
að láta sér detta í hug, að
Bandaríkjamenn hafi sér-
staka löngun til að senda
æsku sína til styrjaldar í
fjarlægju landi; þaðan eiga
margir hinna ungu manna
ekki afturkvæmt. En það
liggur ijóst fyrir, að kín-
verskir kommúnistar hafa
enn sem komið er ekki lært
sína lexíu eins og Rússar
virðast hafa gert. Kínverskir
kommúnistar halda enn, að
hægt sé að ganga á hlut
frjálsra manna. Það verður
að kenna þeim það í eitt
skipti fyrir öll, í Suður-
Vietnam, að slíkt er mis-
skilningur. Þeir verða að
læra sína lexíu líka.“
13. ágúst 1975: „Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið og þjóð-
in þarf þegar að gera sér
glögga grein fyrir hugsan-
legri atburðarás í íslenzku
atvinnulífi í byrjun næsta
árs, er aðilar vinnumarkað-
arins standa í sömu sporum
og fyrr á þessu ári, þ.e. við
samningaborðið. Þá gildir að
glopra ekki niður þeim
árangri, sem þegar hefur
náðst, atvinnuöryggi og
markvissri stefnu á aukna
verðmætasköpun í þjóðar-
búinu, sem er óhjákvæmileg
forsenda raunhæfra kjara-
bóta og framtíðarvelmegun-
ar þjóðfélagsþegnanna."
]
TYRKNESK stjórnvöld til-
kynntu í þessari viku að
þau myndu á næstu dögum
undirrita tvo alþjóðasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna,
annars vegar sáttmála um
borgaraleg og stjórnmála-
leg réttindi og hins vegar
um félagsleg og menningarleg réttindi.
Tyrkir hafa um áratuga skeið neitað að und-
irrita þessa samninga og hefur það verið einn
af mörgum þröskuldum í vegi þess að koma
viðræðum þeirra við Evrópusambandið um að-
ild á skrið. Með undirritun þessara samninga
ætti mikilvægri hindrun að hafa verið rutt úr
vegi.
Það þýðir hins vegar ekki að aðild Tyrklands
að Evrópusambandinu sé yfirvofandi. Þrátt
fyrir að Tyrkir hafi fyrst sótt um aðild í júní
árið 1987 er ekkert sem bendir til annars en að
enn muni líða áratugur eða jafnvel áratugir áð-
ur en Tyrkir geta gengið í Evrópusambandið.
Háttsettir embættismenn ESB játa þó að vart
sé á öðru stætt til lengdar en að veita Tyrkjum
aðild.
Óttast Qöl-
menna þjóð
múhameðs-
trúarmanna
ÞEIR ERU hins vegar
margir innan Evrópu-
sambandsins sem eru
hikandi gagnvart aðild
Tyrkja og vilja að af
henni verði seint og
helst aldrei. Liggja
margar ástæður að baki slíkum sjónarmiðum.
Tyrkir yrðu, eins og staðan er nú, næst fjöl-
mennasta ríki Evrópusambandsins á eftir
Þýskalandi og með mun hærri fæðingartíðni en
ríki ESB. Því gæti svo farið að Tyrkland yrði
fjölmennasta ríki álfunnar innan þriggja ára-
tuga (að Rússlandi undanskildu). Tyrkland er
með fátækustu ríkjum Evrópu og nú þegar búa
milljónir Tyrkja utan heimalandsins, ekki síst í
Þýskalandi. Hugsunin um milljónir Tyrkja því
til viðbótar, er muni pakka saman föggum sín-
um og halda í atvinnuleit til vesturhluta
Evrópu, er vart til þess fallin að glæða áhuga
stjórnmálamanna er árum saman hafa reynt að
berja niður atvinnuleysi í löndum sínum.
Þá hafa staða mannréttindamála og réttindi
Kúrda verið eitt helsta deilumálið í viðræðum
Tyrkja og ESB. Dómskerfið þykir ófullkomið
og hin miklu pólitísku áhrif hersins óviðunandi.
Ekki hefur það heldur orðið til að liðka fyrir í
samskiptum ESB og Tyrkja að Grikkir hafa
lagst gegn flestum tilraunum til að efla tengsl-
in. Krefjast Grikkir þess að fyrst verði fundin
lausn á Kýpurdeilunni auk þess sem leysa
verði landamæradeilu ríkjanna í Eyjahafi.
Loks skiptir það miklu máli, þótt það sé ekki
alltaf nefnt opinberlega, að Tyrkir eru múham-
eðstrúarmenn. Þrátt fyrir það hafa Tyrkir búið
við veraldlega stjórn frá því að Mustafa Kemal
Atatiirk lagði grunninn að Tyrklandi nútímans
að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni, með sigri á
Grikkjum og ógildingu Sévres-sáttmálans er
kvað á um að Grikkir, ítalir og Frakkar fengju
yfirráð yfir stórum hluta landsins. Markaði
hann þegar frá upphafi þá stefnu að Tyrkir
ættu samleið með þjóðunum í vesturhluta
Evrópu en ekki ríkjum múhameðstrúarmanna í
austri. Ataturk, sem enn í dag er óumdeildur
landsfaðir Tyrkja þrátt fyrir að hann hafi látist
árið 1938, stofnaði lýðveldi á grundvelli lýð-
ræðislegra stjórnarhátta þar sem lögmálum
múhameðstrúarmanna var útskúfað úr stjórn-
kerfinu. Öll ríki Evrópusambandsins eru hins
vegar kristin. Sú tilhugsun að næstfjölmenn-
asta (og hugsanlega fjölmennasta) ríki ESB
væri múhameðstrúarríki, á ekki alls staðar upp
á pallborðið.
Það er því margt sem vinnur gegn Tyrkjum.
Að sama skapi er hins vegar erfitt að hafna
beiðni Tyrkja um aðild. Þrátt fyrir að hluti
Tyrklands liggi landfræðilega í Ásíu er Tyrk-
land óneitanlega eitt af elstu menningarríkjum
Evrópu. Evrópusambandið hefur enda marg-
ítrekað gefið í skyn að engin grundvallaratriði
standi í vegi fyrir aðild Tyrklands og raunar
líta Tyrkir svo á að sér hafi beinlínis verið heit-
ið aðild.
Það er sömuleiðis pólitískt útilokað fyrir
Evrópusambandið, sem hefur einangrað Aust-
urríki vegna stjórnaraðildar Frelsisflokksins,
að ætla að beita óttanum við erlent vinnuafl í
umræðum um Tyrkland. Slíkt væri í trássi við
öll helstu grundvallarmarkmið sambandsins.
Að sama skapi er óhugsandi að láta óttann við
múhameðstrú ráða ferðinni. í ljósi reynslunnar
er líka erfitt að færa rök fyrir því að Tyrkir
eigi ekki samleið með vestrænum þjóðum. Þeir
eru eitt aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins
og hafa verið í hópi staðföstustu rikjanna í þvi
samstarfi.
Þróunin frá
Lúxemborgar-
fundinum
MIKILVÆGUR áfangi
í samskiptum Tyrkja og
Evrópusambandsins var
leiðtogafundurESB í
Lúxemborg í desember
1997 er ákveðið var að
ganga til aðildarviðræðna við Pólland, Tékk-
land, Ungverjaland, Eistland, Kýpur og Sló-
veníu. Tyrkir höfðu lagt mikla áherslu á að þeir
yrðu í þessum hópi en af því varð ekki og réð
andstaða Grikkja þar líklega mestu um. Leið-
togaráðið lýsti því hins vegar yfir að Tyrkland
ætti möguleika á aðild og fól framkvæmda-
stjórninni að undirbúa áætlun um hvernig
standa bæri að undirbúningi fyrir aðlögun
Tyrklands. Var tekið fram að lagt yrði mat á
umsókn Tyrklands með sama hætti og um-
sóknir annarra aðildarríkja.
Fyrstu tillögur framkvæmdastjórnarinnar
voru lagðar fram í mars 1998 og var þar lagt til
að tollabandalag ESB og Tyrklands yrði víkk-
að út og að það myndi einnig ná til landbúnað-
arafurða og þjónustugreina. Þá var lagt til að
samstarf ESB og Tyrklands yrði eflt á öllum
sviðum til að undirbúa aðild. Var tekið undir
það á næsta fundi leiðtogaráðsins, sem haldinn
var í Cardiff í Englandi í júní 1998, og fram-
kvæmdastjórnin jafnframt hvött til að gera til-
lögu um hvernig standa mætti straum af þeim
kostnaði sem nauðsynlegur væri til að ná fram
markmiðum ESB.
Óteng’dir at-
burðir hafa
áhrif
MARGT hefur þó orðið
til að tefja þetta ferli. í
febrúar 1999 var Kúrda-
leiðtoginn Abdullah
Öealan handtekinn í
Kenýa og í kjölfarið
fóru fram réttarhöld á fangelsiseyjunni Imrali
í Marmarahafi. Var Öcalan dæmdur til dauða í
júní sama ár og hvatti jafnt ráðherraráðið sem
Evrópuþingið tyrknesk stjórnvöld til að fram-
fylgja ekki dómnum. Olli Öcalan-málið mikilli
spennu í samskiptum Tyrkja við önnur ríki og
ekki bættu harðvítug mótmæli Kúrda víðs veg-
ar um Evrópu ástandið. Bíða menn nú eftir
niðurstöðu hæstaréttar Tyrklands, þangað sem
málinu var áfrýjað.
Annar atburður ótengdur hinu eiginlega
pólitíska ferli átti einnig eftir að hafa mikil
áhrif. I ágúst 1999 reið öflugur jarðskjálfti yfir
Tyrkland er kostaði fjölmörg mannslíf og olli
mikilli eyðileggingu. Evrópuríkin buðu Tyrkj-
um þegar í stað aðstoð sína og sérstaka athygli
vakti þáttur Grikkja. Voru grískar björgunar-
sveitir meðal þeirra fyrstu á svæðið eftir jarð-
skjálftann. Síðar sama ár varð öflugur jarð-
skjálfti í Aþenu og endurguldu Tyrkir þá
Grikkjum aðstoðina. Urðu þessar náttúruham-
farir til að óvænt þíða varð í samskiptum Balk-
anskagaþjóðanna tveggja. Akváðu utanríkis-
ráðherrar ríkjanna í kjölfarið að reyna að efla
samstarf á ýmsum sviðum, m.a. í ferðamálum
og menningarlegt samstarf. Þá hafa Grikkir
sagt að þeir vilji miðla af reynslu sinni af starfi
innan sambandsins til Tyrkja.
Tilvonandi að-
ildarríki en
hvað svo?
VATNASKIL urðu á
leiðtogafundinum í
Helsinki í desember
1999 en þá ákváðu leið-
togar ESB-ríkjanna að
Tyrkland væri tilvon-
andi aðildarríki og að ekki væru sett önnur
skilyrði fyrir aðildarviðræðum en þau að Tyrk-
ir uppfylltu hin svokölluðu Kaupmannahafnar-
skilyrði. f þeim er fyrst og fremst kveðið á um
að Tyrkir bæti stöðu sína í mannréttindamál-
um og fallist á nokkra alþjóðlega skilmála.
Engin dagsetning var þó gefin fyrir upphafi
aðildarviðræðna en á sama fundi var ákveðið
að hefja aðildarviðræður við sex ríki, Lettland,
Litháen, Slóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu og
Möltu.
Á þeim mánuðum, sem síðan eru liðnir, hafa
Tyrkir og Evrópusambandið deilt um, hvernig
og hvenær framkvæma beri næstu skref. Tyrk-
ir saka Evrópusambandið um að draga lappirn-
ar og að þeir fjármunir sem sambandið hafði
heitið Tyrkjum í tengslum við tollabandalagið
eigi enn eftir að líta dagsins ljós. Er þar um
umtalsverðar upphæðir að ræða, 375 hundruð
milljóna evra. Viðurkenna embættismenn ESB
að „grjót í Eyjahafi" standi í veginum fyrir því
að hægt sé að greiða þessa peninga út og vísa