Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 33
.............■ »
ÍEYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 12. ágúst
Ljósmynd/Haraldur Þór
Jökulsárlón
þar til landamæradeilna við Grikkland.
Þá hafa Tyrkir og Evrópusambandið deilt
um hvað fólst í raun í ályktun leiðtoganna í
Helsinki. Vilja Tyrkir hefja það ferli aðildar-
viðræðna þar sem tilvonandi aðildarríki og
embættismenn sambandsins fara yfir hvernig
gengur að yfirtaka lagabálka ESB. Er þetta
yfirleitt eitt erfiðasta og tímafrekasta ferli hins
tæknilega hluta aðildarviðræðna.
Á nýlegri ráðstefnu í Istanbul um málefni
Tyrklands og Evrópusambandsins sagði Erik
van der Linden, sem fram á mitt þetta ár var
aðalsamningamaður Evrópusambandsins
gagnvart Tyrklandi, að hugsanlega mætti
skýra þennan áherslumun með tungumálaerf-
iðleikum. Á Helsinki-fundinum hafi enska fyrst
og fremst verið notuð en að fundinum loknum
hafi þeir Javier Solana, sem fer með utanríkis-
mál sambandsins, og Giinter Verheugen, sem
fer með stækkunarmál innan framkvæmda-
stjórnarinnar, haldið til Ankara í þotu Jacques
Chiracs Frakklandsforseta til að útskýra nið-
urstöður fundarins fyrir Tyrkjum. Taldi van
der Linden líklegt að eitthvað hefði skolast til
á þeim fundum.
Á leiðtogafundinum hafi verið rætt um að
undirbúa yfirferð lagabálkanna en ekki að
hefja það ferli. Hins vegar bæri einnig að taka
tillit til þess að aðildarríkin væru ekki á eitt
sátt innbyrðis um það, hvað hefði í raun verið
ákveðið og málinu líkt og oft í slíkum tilvikum
verið vísað til framkvæmdastjórnarinnar til
frekari meðferðar.
Sýnir þetta dæmi líklega ágætlega hversu
flóknar og viðkvæmar alþjóðlegar viðræður, er
fram fara á mörgum tungumálum, geta verið.
Van der Linden sagði að næsta skref væri að
koma upp átta undirnefndum er hver tæki fyr-
ir ákveðið svið og ákveða síðan umfang þess
sem fara ætti yfir. Þar með væri þetta ferli í
raun komið í gang. Efnahagslega væri Tyrk-
land líka komið vel á veg. Tollabandalagið hefði
knúið fram miklar breytingar og þrátt fyrir að
viðskiptahalli Tyrklands gagnvart ESB hefði
aukist stórkostlega í kjölfarið hefði tyrkneskur
iðnaður sýnt fram á að hann væri í stakk búinn
til að takast á við þau vandamál er kæmu upp.
Þegar upp er staðið, sagði van der Linden,
er hins vegar öllum nokkurn veginn sama um
hina lagalegu og efnahagslegu hlið. Það er hin
pólitíska hlið sem skiptir öllu máli. Fram-
kvæmdastjórnin hefði sett nokkur mál á odd-
inn gagnvart Tyrklandi: tjáningarfrelsi, stöðu
hersins, pyntingar og málefni Kúrda. Öllum
þessum málum yrðu menn að taka á, hvort sem
þeim líkaði betur eða verr.
Hann sagði það alls ekki vera vilja ESB að
láta Tyrki halda að verið væri að skella á þá
hurðum. Það væri hins vegar staðreynd að ef
ekki væri tekið á fyrrnefndum málaflokkum af
festu myndu Evrópuráðið, Evrópuþingið,
mannréttindasamtök og einstök aðildarríki slá
hnefanum í borðið. „Við verðum að feta hinn
þrönga stíg á milli þess sem við viljum og þess
sem er mögulegt," sagði samningamaður ESB.
Öll mál yrðu vissulega borin undir stjórnvöld
í Ankara en ef ESB teldi að frá ákveðnum
sjónarmiðum væri ekki hægt að hvika yrði það
ekki gert. „Við gætum hugsanlega breytt orða-
lagi á einhverjum stöðum. Hins vegar eru
ákveðin mörk fyrir því hvað er hægt. Við get-
um ekki farið í kringum sum mál.“
Benti hann á að Evrópuþingið yrði að vera
sátt enda gæti þingið fellt aðildarsamninga.
Margir Evrópuþingmenn hafa tekið upp mál-
efni Kúrda og gert það að skilyrði að Tyrkir
bæti stöðu mannréttinda ef greiða eigi út fjár-
hagslega aðstoð.
Hann sagðist vel skilja óþolinmæði Tyrkja
en hinu mætti ekki gleyma að stöðugar viðræð-
ur væru í gangi. Daglega færu þrír til fjórir
evrópskir embættismenn til viðræðna í Ank-
ara.
Slóð svikinna
loforða
NAZIHI Özkaya, næst
æðsti maður þeirrar
deildar tyrkneska utan-
ríkisráðuneytisins, er
fer með samskiptin við ESB var ekki sammála
öllum túlkunum van der Linden. Hann sagði að
á fundi Solana og Verheugen með Tyrkjum
hefðu verið gefin afdráttarlaus loforð um að
Tyrkjum yrði ekki mismunað. Þeir yrðu með-
höndlaðir rétt eins og önnur aðildarríki. Sú
hefði ekki orðið raunin. Taldi hann samskipti
ESB og Tyrkja einkennast af slóð svikinna lof-
orða og bætti við að á sama fundi hefði
Verheugen verið spurður beint um hinn fjár-
hagslega þátt. Hann hefði lýst því yfir að þetta
mál félli beint undir hann og menn skyldu ekki
hafa neinar áhyggjur. „Hvað getur maður sagt
þegar æðsti maður ESB segir slíkt og stendur
ekki við?“ spurði Özkaya.
Hann taldi augljóst að verið væri að mis-
muna Tyrkjum. ESB væri ekki reiðubúið að
hefja raunverulegar viðræður og vildi því ekki
hefja yfirferð lagabálkanna þar sem í slíku fæl-
ist ákveðin skuldbinding.
Özkaya lagði ríka áherslu á að menn mættu
ekki gleyma hinni sögulegu vídd er þeir ræddu
málefni Tyrklands. Þegar á tímum Ottoman-
keisaradæmisins á nítjándu öld hefði ákveðin
nútímavæðing hafist. Arið 1923 hefði Tyrkland
fæðst í núverandi mynd sem nútímalegt, ver-
aldlegt ríki með Lausanne-sáttmálanum. Tyrk-
land fékk aðild að Evrópuráðinu árið 1949,
OECD og NATO árið 1952. „Við gerðumst aðil-
ar að öllum helstu stofnunum Evrópu og það
var því rökrétt framhald af því að líta til
Evrópusambandsins," sagði Özkaya.
Sagði hann að aðild að ESB yrði beint fram-
hald á þeirri stefnu, er Tyrkir mörkuðu fyrir
tvö hundruð árum er þeir skipuðu sér í hóp
með Vesturlöndum og nútímanum. Taldi hann
þá höfnun er Tyrkir urðu fyrir í Lúxemborg
hafa valdið hættu á því að Tyrkland myndi
byrja að færast í aðra átt. Þá þegar hefðu farið
að heyrast raddir er drógu í efa skynsemi þess
að fylgja núverandi stefnu.
Hann sagði að vissulega væri margt eftir
ógert í mannréttindamálum en einnig bæri að
líta til þess, sem þegar hefði verið gert. Her-
dómarar hefðu verið sviptir embættum, blaða-
mönnum í fangelsi veitt sakaruppgjöf og þeim
svæðum fækkað þar sem neyðarlög eru í gildi,
en þar vísar hann til hinna kúrdísku svæða
Tyrklands.
Lýðræðisþróunin í Tyrklandi væri heldur
ekki einungis bundin við ESB. Frjáls fjölmiðl-
un væri í landinu og stjórnvöld sætu oft undir
harðri gagnrýni. Meirihluti Tyrkja vildi ganga
enn lengra í mannréttindamálum en þegar
hefði verið gert og umbætur myndu eiga sér
stað óháð Evrópusambandinu.
Þeir van der Linden og Özkaya voru spurðir
að því hvort þeir teldu uppgang flokka ís-
lamskra heittrúarmanna torvelda stöðu Tyrk-
lands á einhvern hátt. Van der Linden sagði
Evrópusambandið ávallt hafa verið samband
um gildi en ekki trú. Ef Tyrkir samþykktu
þessi gildi stæði ekkert í veg fyrir aðild þeirra.
Flokkur heittrúarmanna gæti þá jafnvel orðið
einhvers konar tyrknesk útgáfa af CDU, flokki
kristilegra demókrata.
Özkaya sagði flokk heittrúarmanna styðja
aðild að ESB en á sínum eigin forsendum.
Menn yrðu hins vegar að hafa hugfast að þetta
væri jaðarflokkur er fengi fyrst og fremst at-
kvæði frá þeim er vildu refsa sitjandi stjórn.
Þrátt fyrir að Tyrk-
ir hafi fyrst sótt um
aðild í júní árið 1987
er ekkert sem bend-
ir til annars en að
enn muni líða ára-
tugur eða jafnvel
áratugir áður en
Tyrkir geta gengið í
Evrópusambandið.