Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, systir og amma, ERLA BJÖRK STEINÞÓRSDÓTTIR, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 8. ágúst, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju miðvikudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent Krabbameinsfélagið. Steinar Þór Bírgísson, Ana Maria Birgisson Romo, Vigfús Birgisson, Sólveig Andrésdóttir, Theodóra Björk Geirsdóttir, Haukur Þorsteinsson, Gfsli Kristján Heimisson, Gylfi Bergmann Heimisson, Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, Theodóra Steinþórsdóttir, Egill Steinþórsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Svalbarði, sem lést þriðjudaginn 8. ágúst, verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Bjarni Hólmgrímsson, Margrét Bjarnadóttir, Geir Árdal, Sesselja Bjarnadóttir, Þórður Ólafsson, Guðmundur Bjarnason, Anna S. Jónsdóttir, Kristfn Sólveig Bjarnadóttir, Haukur Eiríksson, Hólmgrímur Bjarnason, Guðný Margrét Sigurðardóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BRYNGEIRSSON verksmiðjustjóri frá Búastöðum, Vestmannaeyjum, Heiðvangi 30, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Hrafnhildur Helgadóttir, Skarphéðinn Haraldsson, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Dagur Jónsson, Jóhanna Berentsdóttir, Lovísa A. Jónsdóttir, Þorleifur Kr. Alfonsson, Eyjólfur G. Jónsson, Karen B. Guðjónsdóttir og barnabörn. + Útför ástkærs sambýlismanns míns, stjúp- föður og afa, INGVARS V. BRYNJÓLFSSONAR verslunarmanns, Miðvangi 151, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi fimmtudaginn 3. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. ágústkl. 13.30. Arnbjörg Markúsdóttir, Guðmundur Svavarsson, Sævar Svavarsson, Unnur Þórðardóttir, Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, Þórður Magnússon. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma GUÐRÚN ARNALDS, Barmahlíð 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 15. ágúst kl. 13:30. Þorsteinn Arnalds, Hrefna Arnalds, Sigurður Gils Björgvinsson, Ari Arnalds, Sigrún Helgadóttir, Hallgrímur Arnalds, Helga Eyfeld, barnabörn og barnabarnabarn. Guðjón Guð- mundsson fædd- ist að Stóra- Lambhaga, Garða- hreppi, 18. júní 1914. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 6. ágúst sfð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Olafs- son, bóndi í Austur- hlíð í Reykjavík, f. 10. september 1885 á Selparti í Flóa, d. 7. janúar 1947 og Guð- rún Helgadóttir, f. 14. nóvember 1884 í Skjaldarkoti, Vatnsleysustrandarhreppi, d. 12. mars 1917. Seinni kona Guðmund- ar og stjúpa Guðjóns var Herdís Helga Guðlaugsdóttir, f. 19. maí 1894, d. 2. desember 1961. Alsystk- ini Guðjóns eru Ársól Klara, f. 26. nóvember 1908; Reginbaldur, f. 28. október 1909, d. 15. maí 1928; Helgi Ragnar Hafberg, f. 17. nóv- ember 1910, d. 10. mars 1922 og Ól- afur, f. 12. maí 1912, d. 5. desember 1999. Hálfsystur Guðjóns samfeðra eru Guðrún, f. 13. ágúst 1921; Rósa, f. 8. október 1923, d. lO. september 1984 og Guðfinna Gyða, f. 13. febr- úar 1925. Guðjón kvæntist 18. júní 1936 Helgu Jórunni Sigurðardóttur, kjólameistara, f. 28. febrúar 1912 í Riftúni, Ölfusi, d. 23. október 1982. Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarnason, bóndi í Riftúni, f. 19. júm' 1870, d. 5. maí 1948 og kona hans Pál- ína Guðmundsdóttir frá Grímslæk í Ölfusi, f. 31. júli 1871, d. 13. nóvember 1949. Börn Guðjóns og Helgu eru: 1) Erla Hafrún, bókasafns- og upplýsingafræðingur, f. 12. júlí 1938, gift Agli Egilssyni, for- stjóra. Sonur þeirra er Guðjón Helgi. 2) Auð- ur Svala, bankastarfs- maður, f. 2. desember 1942, gift Rúnari Guð- jónssyni, sýslumanni í Reykjavík. Þeirra böm em Guðjón, Kristbjörg Lilja og Frosti Reyr. 3) Hrafnkell Baldur, veitingamaður, f. 9. maí 1946, d. 10. febrúar 1998, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur en þau skildu. Þeirra böm em Helga Eyja, Guðmundur Óli og sonur Guðlaug- ar Jón Tryggvi Þórsson. 4) Helga Sigríður, kennari, f. 30. desember 1951, gift Thomasi K. Kaaber, raf- lagnahönnuði. Dóttir þeirra er Brypja Sif. 5) Guðrún Sóley, upp- eldislræðingur og verkefnissljóri í KHÍ, f. 7. apríl 1953, gift Þorsteini Hilmarssyni, upplýsingafulltrúa. Þeirra böm eru Hilmar og Hall- gerður Helga. Guðjón hóf nám í rafvirkjun hjá Júlíusi Bjömssyni, rafvirkjameist- ara 1931, hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1935 og hlaut meistara- réttindi 1937. Hann rak eigið raf- tækjaverkstæði og verslun 1937- 1939. Var verkstjóri og rafmagns- eftirlitsmaður hjá Rafveitu HafnarQarðar 1939-1941. Guðjón var starfsmaður hjá Rafmagnseft- irliti ríkisins árin 1941-1946 og gerðist deildar- og rekstrarstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins þegar þær tóku til starfa áriðl946 þar til hann lét af föstu starfi fyrir aldurs sakir í byrjun árs 1985. Eftir það starfaði hann ámm saman að gagna og heimildasöfnun um raf- stöðvar á Islandi. Guðjón átti veiga- mikinn þátt í rafvæðingu sveita landsins. Guðjón starfaði mikið að málum Sambands íslenskra raf- veitna, sat í stjórn sambandsins í mörg ár og var varaformaður og formaður um skeið. Hann var gerð- ur að heiðursfélaga árið 1984. Guðjón var fyrsti ritstjóri Iðn- nemans og meðútgefandi árin 1933-1934. Hann var í stjórn Raf- virkjafélagsins, sem síðar varð Fé- lag íslenskra rafvirkja, 1937-1939, og formaður 1938. Hann var mikill áhugamaður um útgáfumál og upphafsmaður að Tímariti raf- virkja 1939. Guðjón sat í sljórn Blindrafé- lagsins og var sljómarformaður Blindravinnustofunnar í 23 ár og í sljóm í aldarljórðung. Þá var hann formaður byggingamefndar Blindraheimilisins og sat í sljóm Blindrabókasafnsins. Guðjón hlaut heiðursmerki Blindrafélagsins, Gulllampann, á 50 ára afmæli fé- lagsins 1989. Hinn 17. júní 1981 var Guðjón sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Útför Guðjóns fer fram frá Dómkirkjunni, máuudaginn 14. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Elsku pabbi minn. Það er sárt að kveðja þá sem eru næst manni hinstu kveðju. Við eig- um erfitt með að sætta okkur við brottför þína sem okkur fannst bera allt of brátt að. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera hjá þér og halda í höndina á þér síðustu stund þína. Það er mikil lífsrejmsla að horfa upp á sína nánustu vera að skilja við. Þegar fólk að loknu ævistarfi og genginni ævihamingju og æviraun- um hverfur oftast furðu hljóðlega af sviðinu. Þú sem varst alltaf svo ungur í út- liti og fasi, enginn trúði því hversu gamall þú varst, ég var alltaf viss um að þú yrðir mjög gamall. Þú ert tæplega þriggja ára þegar þú missir móður þína, sú lífsreynsla hefur ugglaust haft mikil áhrif á þig. Það er margs að minnast frá æskuárunum heima hjá þér og mömmu og systkinunum. Stundum ansi mikill hamagangur í fimm krökkum. Þú varst mjög duglegur að segja mér sögur af æskuárum þínum. Þegar þú sem ungur maður keyrðir mjólkina frá afa í Austur- hlíð, Laugardal, til viðskiptavinanna í miðbæ Reykjavíkur og varst ekki einu sinni kominn með bflpróf. Hver myndi trúa því í dag að fólk hafi fengið mjólkina senda heim að dyr- um? Sögurnar sem þú sagðir voru svo myndrænar að maður sá þetta allt fyrir sér. Einnig þegar þú labb- OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSLA ALLAN j SÓLARHRINGINN j ADALSTRÆTI ÍH • 101 RliYKJAVÍK j Davið luger ÖUfur Útfimtrstj. Útfin/trstj. Útfitrnrstj. j LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR ! aðir frá Reykjavík alla leið í Riftún í Ölfusi til þess að heimsækja mömmu, þú gekkst líka oft frá Hlíð í Garðahverfi, þar sem þú ólst upp um tíma, til Reykjavíkur. Nú til dags getum við tæplega hreyft okk- ur nema í bfl. Þegar ég fyrir skömmu var á Snæfellsnesi og keyrði vestur fyrir jökul í áttina að Hellissandi og upp að jökli var mér hugsað til ferðar sem ég fór með þér í jeppa árið 1954 frá Ólafsvík og fyrir jökul. Þú tókst mig oft með í eina haustferð áður en skólinn byrjaði þegar þú varst að fara í eftirlitsferðir út á land eins og þú gerðir svo mikið af. Ég hugsaði með mér hvar þú hefðir eiginlega keyrt því þá var ekki kominn vegur fyrir jökul, þetta var ekki einu sinni troðningur og ekki var trölladekkj- um fyrir að fara eins og í dag. Ferð þessari með þér mun ég aldrei gleyma, það var svo gaman að hökta þetta fram og aftur, fórum síðan Uxahryggina og enduðum í sumar- bústaðnum hjá mömmu í Hvera- gerði, ferð sem tók allan daginn. Enn var ég í jeppa en bæði stærri og fullkomnari en áður og vegirnir eru nú orðið mjög góðir. Mér verður oft hugsað hvernig þér sem ríkisstarfsmanni gekk að framfleyta svona stórri fjölskyldu, okkur skorti ekki neitt. Þú byggir að Barmahlíð 6 árið 1946 og ert þar í um fimmtíu ár þar til þú flytur í Kópavoginn. Ég minnist einnig ferðar okkar til Hawaiieyja 1976 þar sem þú og mamma hélduð upp á 40 ára brúð- kaupsafmælið. Þegar við hjónin buðum ykkur að koma með okkur sagðist þú ekki hafa tíma til að fara enda ekki vanur að taka sumarfrí, það hafðist þó að fá ykkur með, mamma aðstoðaði við að telja þig á að taka frí. Eftir á að hyggja held ég að þér hafi nú þótt mjög fróðlegt og gaman að fara, einnig að vera í San Francisco, Los Angeles og í Disn- eylandi í yfir 40 stiga hita. Við end- uðum síðan í Chicago í nokkra daga. Síðar áttuð þið mamma eftir að fara aftur til Bandaríkjanna. Seinni árin varst þú farinn að ferðast meira til útlanda og fórst hringferð um land- ið og til Færeyja síðastliðið sumar. Það eru ekki margir sem hafa unnið eins lengi að uppbyggingu við raívæðingu landsins eins og þú, byrjar við Ljósafossvirkjun og ferð síðan hringinn í kringum landið. Heimili þitt var líka eins og vinnu- staður þinn, því þegar eitthvað var að, línur slitnar í vondum veðrum, var alltaf hringt í þig. Þú varst vak- andi og sofandi með hugann við starfið, ekki er hægt að segja annað en að þú hafir bæði verið ósérhlífinn og samviskusamur gagnvart fyrir- tækinu. Fáa menn veit ég um á þeim tíma sem töluðu eins mikið í síma og þú, þú varst alltaf að bjarga einhverjum málum. Ég þakka þér pabbi minn og kveð þig með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þín dóttir, Erla Hafrún. rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt ad300 mtmns. EINNIG LETTUR IIADEGISMATOR MEÐRAFFI OG TERTU A EBTIR - SAMA VERÐ G3 VEISLAN . JkoSí3 fösz ° neKnu/ Glœsilegar veitingar frá Veislunni Ausluretrönd 12 »170 Sehjnmnmes »Simi: 5611031»Fn«: 561 2008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is 03 © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Ungir ökumenn! Tökum höndum saman. Komum í veg fyrir ótímabæran dauða ungs fólks. Akið varlega. Spennið beltin. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson útfárantjóri Sigurður Rúnarsson útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.